Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.02.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.02.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Í$H ofl írilóiirir. ísland. og íslensk mál eru nú allmikið á dagskrá 1 umtræðum manna í Danmörku og Noregi. Deilurnar um íslendingasögum- ar, sem Lögrj. hefur fyr sagt frá, hafa staðið og standa enn í dönskum blöðum af allmiklum hita og er ekki sjerlega mikið að græða á öllu því, sem þar er sagt, þó ýmsar sjeu greinamar vel skrifaðar og skarplega. Jafn- framt birtast í blöðum beggja landanna ýmsar greinar um ísl. stjómmál og atvinnulíf. Er ekki nema gott eitt um það að segja, þegar slíkt er skrifað af þekk- ingu og sanngirni. Stundum hættir mönnum líka við því hjer heima, að taka óþarflega hátíð- lega ýms slík skrif, ef þau koma fram „í útlandinu“. Sem ofurlít- ið sýnishom þess siðasta, sem fram hefur komið í þessa átt, má geta tveggja atriða. Norð- maðurinn dr. Handagard setti um nýársleytið fram í fyrirlestri ýmsar hjartans óskir sínar og meðal þeirra var sú, að Islend- ingar losnuðu sem fyrst við sam- bandslögin og alt þeim áhrær- andi (og nálguðust Norðmenn meira en áður, mun vaka fyrir honum). I danska blaðinu „Den akademiske borger“ kom einnig nýlega grein um ísland og Dan- mörku. Er þar rakið það, að sambúðin milli Dana og Islend- inga („i Dobbeltmonarkiet“) hafi stórum batnað á síðkastið, og muni sambandið samt verða haldlaust þrátt fyrir alla samn- inga, ef ekki sje um varanlegt hagsmunasamband að ræða jafn- framt. Hvetur því blaðið „den villende, nationalt tænkende danske ungdom" til þess að gefa málum þessum meiri gaum en áður, því norður á við, til Is- lands, Færeyja og Grænlands liggi hin eðlilega leið danskra vaxtarskilyrða (en naturlig vej for vor nationale expansion), í þessum löndum eigi að vera fólg- in dönsk framtíð efldrar Dan- merkur, (de maa betyde en dansk fremtid, et större Dan- marks fremtid). I svipuðum tón skrifa ýmsir Norðmenn um þá framtíð, sem þeir geti átt hjer í hinni gömlu og góðu nýlendu sinni innan um síldina og „gam- alnorsku“ bókmentimar. Virðist nú hvorumtveggja mikið liggja við, að kunna að meta rjett mör- landann. ---o---- Leyfi og sjerleyfi. Eftir Sigurjón Ólafsson skipstj. og útgerðarmann. Islendingar eiga sjálfir að not- færa sjer náttúruauðæfi landsins. Eins og allir vita, eru öll verð- mæt efni, föst og fljótandi, einu nafni'nefnd náttúruauðæfi. Hvað ísland snertir, þá hefur ennþá lítið verið rannsakað, hver verð- mæti eru í því fólgin. Það kem- ur vitanlega smám saman í ljós, þegar farið verður að gefa meiri gaum að því, eða þegar þjóðin þarf að fara að leita fyrir sjer | um slíkt, til þess að auka fram- ; leiðslu sína. Hingað til hefur þjóðin lifað, svo að segja, ein- ungis af landbúngði og sjávarút- vegi, eins og við allir vitum. | Hafa þessar auðlindir orðið okk- j ur drjúgar á margan hátt, þótt stundum þyki misjafnlega ganga, j en víst munu þær reynast lengi j vel hjer eftir sem hingað til, i þótt fleira muni koma til, sem j til gagns má verða á ýmsan hátt. ; Því verður að halda fram sem j rjettri ályktun, að því fjöl- breyttari sem framleiðslan og at- vinnulífið er í einu landi, því traustari og sterkari verður ríkisbyggingin. Atvinnuvegi þjóðar mætti helst líkja við þráð eða kaðalsstreng. (Samlíkingin þykir ef til vill ekki góð, en hún nær best hugmyndinni, sem við er átt). Því fleiri þættir, sem saman eru snúnir, því sterkari verður kaðallinn, og slitni eða bili einn þátturinn, halda hinir ef til vill þeim þunga, sem allir þættimir áttu að halda uppi, þó j að vitanlega reyni þá meira á ! hina þættina. Hafi aftur á móti þættimir verið fáir, segjum tveir aðeins, (eins og atvinnuvegir okkar em) og annar hafi slitn- að við áreynslu, þá mundi hinn að líkindum fara sömu leið. Þess vegna verðum vjer Islendingar smám saman að fara að búa oss j undir það, að spinna hinn þriðja j lífsþráð þjóðarinnar, en þessi ! þriðji þráður er iðnaður. Við j verðum þó samhliða honum að i leggja fulla rækt við hina, þvi j að þeir eiga og verða að vera j uppistaðan í þann þriðja lífs- þráð, sem jeg nefndi, ef alt geng- ur sinn rjetta gang. Sá vísir til iðnaðar, sem kom- inn er upp hjer á landi, er að mestu í því fólginn, að vinna úr útlendum hráefnum. En það verð- ur okkur ekki heppilegt fyrst um j sinn. Það sem aðallega við það j vinst og sparast landinu em j verkalaunin, en þau eru víst j talin heldur hærri hjer nú sem stendur, heldur en í flestum nær- liggjandi löndum. Hlýtur því eft- irtekjan að verða lítið af þeim iðnrekstri, þar sem hann verður að sæta erlendri samkepni í til- ; bót. Þess vegna virðist ekki j heppilegt að binda fólk eða fje j við iðnað af slíku tagi, ef önnur efni eru fyrir höndum, sem meira j gagn mætti að verða. Sá iðnaður, sem við eigum nú j næst að byrja á, er það, að vinna j ur íslenskum hráefnum. Eigum við þar fyrst og fremst að vinna úr landbúnaðar- og sjávarafurð- um. Við þurfum að gjöra þessái’ framleiðsluvörur fjölbreyttari og útgengilegri, svo að við getum selt þær sem víðast, bæði á inn- J og útlendum markaði. Einkum i ættum við að geta mikið að þessu gjört, hvað fiskafurðum viðvík- ur. Þegar lengra framlíður, för- um við að rannsaka, hvað við getum úr öðrum efnum unnið, sem enn eru ófundin, en finnast munu. Þá eru og öfl fossanna í land- inu, sem við verðum sem allra fyrst að reyna að notfæra okkur. Fyrst og fremst með því að lýsa og hita upp heimilin og síðan finna út, hvaða meira gagn við getum af þeirri orku haft til ým- iskonar iðnaðar og þess háttar hluta. Islendingar verða sjálfir að sækja fram á þessu sviði og fylgja fast eftir. Þeir verða að skilja það, að þeim sjálfum ber að hefja, viðhalda og efla menn- inguna í sínu eigin landi, en ekki ætla útlendingum að gjöra það og þar með innleiða sníkjumenn- ingu þá, sem sumir menn vilja koma á hjer. Afleiðing þess mundi verða glötun þjóðlegrar menningar. Því er oft borið við af þeim, sem öllu vilja fleygja í útlendingana, að við getum ekk- ert. En þetta er ekki satt. Við höfum ótrúlega miklu orkað og komið í framkvæmd, þegar á það er litið, hve skamt er síðan við hófum viðreisnarstarfið, og hve litlum efnum við höfum' ætíð átt yfir að ráða. En þetta sýnir, að táp og þor er enn eftir í þjóð- inni, og hún mun ennþá mörg stórvirki vinna, ef hún fær að ráða sjer sjálf og verður ekki af vangá svift möguleikunum til þess. Þegar þjóðinni hefur skilist það, að það er hún sjálf, sem á að annast starfsframkvæmdir í landinu, þá fer hún að semja áætlun fyrir framtíðina og hagar síðan störfum sínum eftir henni, því að þegar menn eru ráðnir í því, hvað gjöra skuli, þá er að eins að fylgja því eftir. Hvað fjárhagnum viðvíkur, þá verður og má sjálfsagt gjöra ráð fyrir því, að úr honum rætist smám saman frá því sem nú er, og þegar fram líða stundir, og menn hafa sjeð nauðsyn á því, að koma einhverjum störfum í framkvæmd, þá hefjast þeir sam- taka og lyfta mörg þúsund sinn- um stærri „Grettistökum“, en þeim stærstu, sem hjer á landi hafa þekst hingað til. Ef um það væri spurt, hvar fá ætti fje til stórframkvæmda i þessu landi, þá mundi fyrst og fremst mega svara þessu þann- [g: Með allsherjarhlutafjársöfn- un. I öðru lagi: Með stóru fram- lagi frá ríkinu. I þriðja lagi: Með mikilli þátttöku ýmisra sjóða og stofnana. Og fleira mætti hjer til tína, sem jeg fer þó ekki frekar út í hjer, því að það hefur ekki svo mikla þýð- ingu, á því stigi, sem þessi mál eru nú. En viljinn dregur hálft hlass, og ef hann er nógu mik- ill til hins góða málefnis, þá mun alt það veitast yður, sem til þess útheimtist, að koma því fram. Loka-þáttur. Nú mun fara að draga að nið- urlagi þessa máls, en þetta mál er í eðli sínu stór-mál, jafnvel það stærsta, sem fyrir þjóðina kemur í nútíð og fram- tíð og hlýtur að skapa henni ör- lög á ókomnum tímum, en á hvem veg þau verða fer eftir því, hvaða leiðir í starfs- og framkvæmdalífi verða valdar. Það verður ekki hjá því komist, að minnast á margt, sem stendur í sambandi við þessi mál, og láta ekkert ógjört til þess, að skýra þau sem best svo að þjóðin geti sjálf sem glegst sjeð eða skilið, hvemig í hlutunum liggur, þeg- ar þeir hafa verið leystir sund- ur eða málefnið hefur verið brot- ið til mergjar, eins og það er venjulega kallað. Afleiðingar verkanna koma ætíð í ljós á sín- um tíma. Þess vegna verða menn í upphafi að skoða endirinn, og því vandlegar, sem málið er stærra og flóknara, því að venju- legast leiðir reynslan það í ljós, að mönnum hefur í upphafi að einhverju leyti yfirsjest, meir að segja þar sem vel hefur átt að vanda til og gott verk að vinna, og þar sem góð gát hefur verið á öllu höfn. Ættu þeir, sem þjóð- in hefur trúað fyrir velferðar- málum sínum, að gæta sín bet- ur en þeir hafa gjört á síðustu þingum, þegar um stórmál hef- ur verið að ræða, og verður því ekki hjá þvi komist, að minnast lítið eitt á það hjer. Á síðastliðnu Alþingi (þ. e. 1926) barst þinginu beiðni um sjerleyfi til stóriðnaðar á Vest- fjörðum. En hvemig halda menn nú, að gangi til um þetta mál? Þannig gengur það til, að minsta kosti: Tveir Islendingar, sem heima eiga í Kaupmannahöfn, koma hingað upp til lands um þingtím- ann og gefa það upp, að þeir sjeu umboðsmenn fyrir stórt erlent fjelag, sem vilji ■ fá sjerleyfi til þess, að reka stóriðnað á Vest- fjörðum. Þeir fá einhverja þing- menn til þess, að flytja málið inn á þing. Þar er því kastað 1 nefnd og út úr henni aftur athuga- semdalausu. Það er síðan rætt og samþykt í báðum deildum og þar með gjört að lögum. Að vísu fjekk málið nokkuð harða mót- spymu við umræður af ýmsum mætustu mönnum þingins. Geta menn í þingtíðindum sjeð hverjir það voru, en málið gekk fram eigi að síður, og þótti mörgum það undarlegt, að slíkt stórmál skyldi fá afgreiðslu á sama þingi, og það var borið fram á, og eng- in breyting á því gjörð, svo kall- að verði, sem leyfisbeiðendur heimtuðu sjálfir sjer til handa. Þetta virðist vera ótrúlegt, en svona var það nú samt, að slíkfc vanda- og stór-mál skyldi hafa fengið svona góðfúslega af- greiðslu. Og meira að segja var þeim lögum, sem samþykt höfðu verið á næsta þingi á undan „breytt“ til þess að geta fullnægt óskum lyfisbeiðenda nógu vel. Þess skal getið hjer, að ef þær upplýsingar um framkvæmdir eru rjettar og fjöllin á Vestfjörðum eru eins málmauðug og umboðs- mennirnir fyrir sjerleyfinu gáfu upp, þá væri hjer um svo stór- kostlega stór-iðju að ræða, að undrum sætir, miðað við íslensk- ar kringumstæður. Því hefur aftur á móti verið haldið fram af sumum, sem þykjast hafa góðar heimildir, að þingmenn hafi þótst vita eitt- hvað til þess, að rannsóknir um þetta mundu ekki ábyggilegar og framkvæmdir í þessu sjerleyfis-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.