Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.04.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.04.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA I i.i ....I LÖG-RJETTA Utgefandi og' ritstjóri i’orsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsla i Þingholtsstrætí 1. Simi 185. I . ■' ------■ I bjarga því þannig frá vandræð- um, — enda verður ekki betur sjeð en að andi þessa vjelakafla sje í beinni andstöðu við annan kafla iaganna og þá grundvall- arhugmynd sem mótar lögin: að styðja menn jafnt og alment til jarðræktarframkvæmda. Nú er B. I. orðið laust við þúfnabanana, og verkefni þessa lagakafla að því.leyti lokið. Við endurskoðun laganna á hann því engan tilverurjett, — í þeii ri mynd sem hann er. I stað hans mega koma einföld ákvæði um notkun vjelasjóðs — sem til er orðinn eftir þessum lagakafla. Virðist eðlilegt að handbæru fje sjóðsins sje varið eingöngu til verkfæratilrauna og verkfæra- tilrauna og verkfærakaupa, t. d. til að styrkja kaup dýrari verk- færa, — en alls ekki sem rekstr- arfje handa vjelum sem til eru, eða keyptar verða. Það virðist yfirleitt vera meira en hæpin að- ferð að ríkissjóður — með B. I. sem framkvæmdarstjóra — starf- ræki slíkar vjelar sem þúfnaban- ana. Slík starfrækla er best kom- in í höndum einstakra dugnað- armanna, sem svo njóti styrks til starfrækslunnar — eða öllu held- ur að þ.eir sem unnið er fyrir njóta styrks til framkvæmda án tillits til þess með hvaða tækjum eða aðferðum er unnið. Styrkur- inn verður um leið óbeinn styrk- ur til starfræklu vjelanna, því hún verður að byggjast á því, að menn hafi getu til að nota þæv — getu til að vinna svo mikið að starfshæfi vjelanna notist sem best. Án þess að rekja þetta frekar vil jeg geta þess að starf- ræksla þúfnabananna undanfarin ár hefir drjúgum styrkt þá skoð- un mína, að B. 1. sje ekki heppi- legur nje rjettur aðili til að starfrækja slíkar vjelar, bændum og atvinnuvegi þeirra til far- sældar. Svo er það VII. kafli jarðrækt- arlaganna: um tilrauna-nýbýli. Hann er eins og kaflinn um vjela- yrkjuna, lítið annað en þáttur úr hálf-raunalegum skrípaleik, sem því miður er ekki ennþá leikinn til enda. Yfirborðshugmynd þessa kafla er að fá reynslu um það hvað kosti að byggja og rækta nýbýli á óræktuðu landi, þannig að aðall býlanna sje ræktað land og landrými því mjög takmarkað. — En það var skotið hraparlega yfir markið, og má því hiklaust telja vel farið að þessi kafli lag- anna hefur ekki komið til fram- kvæmda ennþá sem komið er. Tildrög VII. kaflans eru þau að þegar dauflega horfði með vinnu fyíir þúfnabananum, var ráðist í að tæta upp um 40 ha á Mosfells-Víði, með það fyrir augum að stofna þar nýbýli síð- ar meir. En það var byrjað á 1 öfugum enda, — landið tætt óundirbúið, — óræst, þó fram- ræsluþörfin væri mikil og auð- sæ. Þess vegna hlaut altaf mik- , ið af vinnunni að verða ónýtt 'verk, hvað fljótt sem að var gert. Þegar farið var svona greinilega öfugt að hlaut ræktunarkostnað- urinn að verða mikill, langt fram yfir það, sem þurfti og eðlilegt var eftir landi og staðháttum. Ef landið hefði verið fullræktað, bæir reistir o. s. frv. og áfram- haldið orðið eftir byrjuninni, — hvers virði var þá tilraunin? Hvers virði var það fyrir ný- býlamálið, að reist væru nýbýli, sem urðu svo dýr að miklu nam, framyfir það sem þurfti að verða? Nei, nýbýlatilraunin á Mosfells-Víði gat ekki orðið að neinu liði nema að sanna það, að B. I. og ríkissjóður eru miður heppilegir aðilar til þess að reka nýbýlastofnun fyrir eigin reikn- ing eða annara. Hlutverk B. I. og ríkissjóðs er að styðja þá menn sem hafa vilja og hæfileika tii að fjölga býlum í landinu með eigin framkvæmdum. Þeir verða seint of rækilega studdir. Eigi ríkissjóður að rækta land- ið og reisa bæina, verða býlin dýr, jafnvel þó heppilegar sje að unn- ið en á Mosfells-Víði, þegar þúfnabananum var beitt þar á keldurnar. Sem betur fer — það má óhætt segja: sem betur fer, — varð ekkert úr frekari fram- kvæmdum. Þrátt .fyrir það þó þessi VII. kafli jarðræktarlaganna hafi al- drei orðið að neinu liði, sem varla gat orðið eins og til fram- I kvæmdanna var efnt, — er óhugs- andi annað en að í stað hans komi ítarlegar lagagreinir um býlafjelögin, þær eiga sannar- lega heima í jarðræktarlögunum — þegar þau verða endurskoðuð. Þó er hæpið að ennþá sje fært að setja nema bráðabirgðaákvæði um þetta mikla mál, sökum þess hve það er algerlega órannskaað og óundirbúið. Um fyrirkomulag og stefnu vitum við nær ekki neitt, eins og best sjest á sumum tillögum um nýbýli. Hver sem stefnan verður, er það eitt víst að það er ekki rjetta leiðin að ríkissjóður rækti og reisi nýbýli og leigi þau síð- an eða selji. Nýbýlastofnun er ekki verksmiðjuiðnaður. Því máli verður ekki komið inn á heppi- lega braut nema leiðin sje valin í fullu samræmi við eðli og hæfi- leika þess búalýðs sem á að vinna verkin og byggja landið. Árni G. Eylands. ----o---- Bók um Færeyjar. Nýlega er komin út á dönsku dálítil bók um Færeyjamálin. Heitir hún Danmark og Færö- erne og er eftir færeyinginn Jörgen-Frantz Jacobsen. Höf., sem m. a. hefur dvalist dálítið hjer á landi og skrifað greinir um íslensk mál, er ungur sjálf- stjómarmaður og skrifar bók sína út frá sjálfstjórnarskoðun- um. En samt rekur hann sögu málanna rólega, og hlutlaust, að því er virðist, og segir frá af- stöðu beggja flokka, án þess að halla persónulega á menn and- stöðuflokksins. En bæði meðal Dana og Færeyinga eru viðskift- in milli þeirra orðin að allmiklu hitamáli. Islendingar hafa löng- um fylgst nokkuð með Færeyja- málum og haft samúð með Fær- eyingum (Jón Sigurðsson hvatti þá t. d. þegar nokkuð til fram- kvæmda) án þess að eiga nokk- um beinan þátt í deilunum, þær verða Danir og Færeyingar sjálfir að jafna. En engar Norð- urlandaþjóðimar standa samt nær hvor annari en Færeyingar og Islendingar, t. d. málsins vegna og væri því ekkert eðli- legra, en að með þeim tækjust meiri viðskifti en orðin eru, and- leg og efnaleg, þegar stjómar- farsdeila Færeyja hefur verið til lykta leidd. Það er því á ýmsan hátt fróð- legt og skylt Islendingum að kynna sjer færeysk mál (og hef- ur Lögrjetta t. d. flutt um þau nokkrar greinir). Er bók J-F. J. vel til þess fallin, að.kynnast meginatriðum þeirra. Þar er í stuttu máli rakin saga stjórn- mála og þjóðernismála í eyjun- um og bókmenta að nokkru leyti og gerð grein fyrir deilumálum innbyrðis og við Dani. Er kverið alt ljóst og liðlega skrifað. Meginniðurstaða höf. er sú, að Færeyjamálunum verði að ráða til lykta þannig, að Eyjarnar fái sjálfstjóm innan danska ríkisins á færeyiskum þjóðernisgrund- velli, svo að viðurkent sje sjer- stakt mál og menning Færeyinga og ýms sjerstaða þeirra vegna legu ©g atvinnulífs. En alveg einir geti Færeyingar vart stað- ið og því sje jafnframt sann- gjamt og sjálfsagt, að Danir veiti þeim ýmsan styrk, sem verði hjálp til sjálfshjálpar með- an þeir sjeu að koma sjer fyrir í fjárhagslegri og menningar- légri sjálfstjórn sinni eftir að þeim hafi verið stjómað sem dönskum landshluta í 500 ár og oft illa stjórnað og ósanngjam- lega, þótt ýmisl. gott hafi líka leitt af dönsku fje í Eyjunum. -o- Játningar. (Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum ritaði). ----- Frh, Jeg skeyti ekki um að rekja að hjer, hvað fræðimennirnir g hinir skriftlærðu töldu helst læla gegn guðdómi Krists. Menn :eta lesið það í guðspjöllunum g sjá þá líklega um leið að til ru þeir guðfræðingar nútímans, em meira eiga sammerkt við þá skoðunum en frumkristnina, þó ð þeir linni ekki á látunum með ð hrópa, að vjer eigum að verfa aftur til hennar. Enn ber Nýj a-testamentið þess lögt vitni, að á næstu áratug- m eftir krossfesting Krists varð öfnuðurinn hvað mest að stríða ið þá menn, er höfnuðu guð- ómi Krists, eða misskildu hann erfilega. Það kemur fram í Postulasögunni (sjá t. d. 6.) og Páll ver þetta atriði oft í brjef- um sínum. Ef til vill sjest það þó skýrast af Hirðisbrjefunum og svo 1. Jóhannesarbrjefinu. Nokkrum árum síðar var uppi flokkur manna er Ebjónungar nefndust. Þeir töldu sig læri- sveina Krists, en vildu ekki við- urkenna að hann hefði verið guð- legs eðlis, heldur sögðu hann að- eins mikinn og góðan mann. Svo er og um næstu aldir, að ýmist einstakir menn eða heilir flokk- ar rísa gegn því að Kristur hafi verið eingetinn sonur Guðs. Kraftmenn og Háttmenn gera það ekki með öllu, en skýra guð- dóm hans á þann hátt sem er í ósamræmi við lýsingar guðspjall- anna og kastar mikilli rýrð á hann. Á þriðju öld vill Nýpla- tónskan þessa kenning kirkjunn- ar feiga, en fær því ekki ráðið. En á fjórðu öld skerst þó fyrst í odda að því er þetta snertir og það innan sjálfrar kirkjunnar. Þá voru Ariusardeilumar. Og um hríð virtist sú skoðun ætla A verða ofan á, sem keimlík er kenning þýsku nýguðfræðing- anna og lærisveina þeirra nú, og felur í sjer að Kristur sje lík- astur Guði af öllum mönnum. Og þó — kirkjan stóð hríðina af sjer. Lokin voru þau, að sú kenn- ing var ákveðin, sem enn er ráð- andi innan kaþólsku kirkjunnar, og í játningarritum vomm (en hver hefur lesið þau?), að Krist- ur sje bæði sannur Guð og sann- ur maður. En jafnt eftir það sem áður hefur þó kenningin um guðdóm Krists verið fjölda mörgum þymir í augum og hneyxlunarhella. Hver sem vill blaða í almennri kirkjusögu get- ur sannfærst um, að vjefenging- in á því atriði er ekkert ný nú — heldur aðeins almennari en á nokkurri síðustu öld, þ. e. a. s. innan lútersku kirkjunnar. Nú er spurningin: höfðu postulamir á röngu að standa, og hefur kirkjan altaf kent villu í þessu efni? Jeg fyrir mitt leyti sann- færist um rjetta svarið við það að hugsa til Krists. Æfinlega þegar hann stendur mjer skýr- ast fyrir hugskotssjónum, eins og jeg eftir bestu samvitsku get dregið upp mynd af lífi hans eftir guðspjöllunum, (þó jeg taki alla gagnrýnina til greina og sleppi þeim stöðum, sem mest er um deilt), fæ jeg ekki varist sömu hugsuninni og Tómás, kemst ekki hjá að segja: Drott- inn minn og Guð minn! Vegna þess að jeg er sannfærð- ur um guðdóm Krists trúi jeg á hann. Jeg get ekki trúað á menn. Jeg rek mig of oft á veikleika þeirra til þess. Daglega verð jeg þess var að þeir fá litlu orkað af því sem þeir þrá mest. Þeir eru svo háðir syndinni, svo veikir á svellinu, standa svo berskjaldað ir fyrir dauðanum. Þá kemst jeg ekki síður að raun um hversu þekking þeirra er lítil á mörgu því sem jeg girnist helst að vita. Löngum virðist mjer þeir mest- megnis prjedika getgátur í stað sanninda. Þess vegna eru þeir altaf svo ósammála um nærfelt

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.