Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.05.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.05.1927, Blaðsíða 3
hefur til þessa verið á lágu stigi hjer. Það má kalla að hver hafi lært af nágranna sínum' og reynslunni. Sá skóli hefur að vísu oft reynst vel, en það tekur lang- an tíma að læra á þann hátt, sjerstaklega þar sem jarðvegur er misjafn; en af því leiðir að sín aðferðin á við hvern blettinn. Búnaðarskólar eru hjer að sönnu, og mætti ætla að þeir bættu úr þekkingarskorti manna í þessum efnum; en þeir eru ungir, og því miður, alt of illa sóttir. Afleið- ingin verður svo, að landbúnað- urinn hefur liðið stóran hnekki fyrir þekkingarskort. Menn hafa treyst um of á frjósemi jarðar- innar; hafa haft of mikið lamd til ræktunar, en hvorki unnið það eða hirt sem skildi. Löndin hafa því víða verið ofþreytt á fám árum; frjóefnin eyðst úr þeim, en engin tiltök að bæta svo stór- um löndum þau efni með áburði. Af þessu leiðir að uppskeran rýmar árlega, en illgresi eykst að sama skapi. Þessi er ein or- sökin til hnignunar hjá akur- yrkjubændum. Það er sama sagan hjá fjöld- anum af þeim sem griparækt stunda. Þeir hafa lagt meiri stund á að fjölga gripum sem mest, en að bæta kynið, og fara vel með gripina. Af því leiðir rýmun í kyninu, og verðfall á gripunum. Þessi vankunnátta hefur mörg- um á knje komið á síðari árum. Á stríðsáranum gekk alt vel. Þá voru bændavörur allar í afar- verði, og lítið fengist um hvem- ig þær vora að gæðum. Að vísu hækkuðu vinnulaun þá mjög, fyrir mannekluna, en þá voru nægir peningar til að borga með. Lánstraustið var þá nærri tak- markalaust, fyrir þá sem ráku búnað í stórum stíl. Landsstjóm- j in hvatti bændur þá mjög til að auka sem mest framleiðsluna á landbúnaðarafurðum. Þá keyptu j margir lönd og stækkuðu bú sín ; á allan hátt, en skuldimar þó mest. Margir hugðu glæsilega öld upp runna fyrir landbúnaðinn, sem aldrei mundi enda ta’ka. En svo kom afturkastið um 1920, og næsta ár á eftir. Bænda- vörar fjellu afskaplega í verði. Lánstraustið þvarr með öllu, og löndin urðu verðJaus. Enginn vildi kaupa lönd eða húseignir, og fáir gátu það' þótt þeir hefðu viljað. Þar við bættist uppskerabrestur á nokkram svæðum og skemdir af hagli og ríði. Margir urðu gjaldþrota, og þó vora þeir fleiri sem flutu í vonlausri baráttu; því bankar og aðrir skuldheimtu- menn vildu heldur halda þeim við á löndunum, en að gjöra hjá þeim þrotabússölu. Þá er enn eitt sem orðið hefur landbúnaði okkar til 'hnekkis. Það var landnám heimkominna hermanna. Stjómin hvatti þá mjög til að leggja stund á land- búnað, og gaf þeim betri kjör til landtöku en öðram mönnum. Auk þess veitti hún þeim lán í stór- um stíl, til að koma upp bún- aði. Þessu sættu margir og ekki síst þeir sem ekkert þektu á landbúnað. En það heppnaðist LÖGRJETTA Œ^e-yls^ja’vilc:. — Stofrxsett 1886. Er ein í tölu allra elstu verslana landsins, og sú sem einvörðungu vinnur með eigin fje, og er fjárhagslega öllum óháð. — Þetta tvent era svo mikilsverð atriði fyrir alian almenning — þar sem vöruþekking og fjárhagslegt sjálfstæði kaupm. eru höfuð skilyrðin fyrir því, að viðskiftavinimir fá ávalt vandaðar og góðar vörur fyrir lægra verð — en hjá þeim mörgu, sem bæði bresta þekking á þörfum kaupenda, og eiga að miklu leyti tilvera sína, sem kaupm., undir náð út- og inn- lendra lánardrottna. Vörubirgðir verslunarinnar eru svo fjölbreyttar, að þess er eng- inn kostur að greina hjer nema lítið hrafl af 'hinum helstu vörategund- um, þeir sem búa svo nærri, að til okkar nái án sjerstakrar fyrirhafn- ar, ættu því að hafa það fyrir fasta reglu, að festa aldrei kaup annars- staðar. án þess fyrst að hafa skoðað vaming vom og spurt um verð. Hinir, sem lengra eiga að, geta í fullu trausti þess, sent okkur pantanir sínar, að vjer sjáum%vom eigin hag í því að afgreiða slíkar pantaniv þannig, að öllum sanngjömum kröfum kaupenda sje vel fullnægt. Helstu vörugreinar verslunarinnar eru: Byggingavörur — Járnvörur — Girðinganet og Steypunet galv. 50 fer. yds frá kr. 13.50—28.00. — Búsáhöld — Smíðatól -— Málara- vörur — Gler — Postulíns- og Leirvörur — Lax- og Silungaveiðiáhöld — Glysvamingur — Skotvopn — Patrónur — Eldhúsáhöld, Raf- og Steinolíulampar, allar gerðir og alt þ. t. h. Vogir og Vogarlóð. Verðsýnishom: galv. þakjám besta teg. 30 þml. br. (er 20% ó- dýrara í notkun en 24 þml. br.) á 50 a. pr. kg. Asfaltpappi 8 kg. rúlla kr. 5,15. Hurðarskrár — Hjarir og Húnar 20% undir alm. verði. Sænskar kjötkvarnir, Bolinders nr. 8 á 8.65, aðrar stærðir með tiltölul. verði. Steikarapönnur úr stáli, allar stærðir frá 26—40 cm. á kr. 1.15 til kr. 3.00. Tíiuvindur 33 cm. valslengdir frá kr. 24.00. „Holsatsia“ Taurullur 55 cm. valslengd á kr. 52.00, með styttri völsum 8-—9 kr. ó- dýrari. Pönnur til að hita á straujám á kr. 1.35. Smíðatól frá Eskils- tuna, Sheffield, Ameríku og Þýskalandi af öllu tagi, þ. á. m. Sheffield ! þjalir fyrir jámsmiði, flatar, frá 10—18 þml. á kr. 1.50—4.50 — Bak- þjalir 8—12 þml. á kr. 1.50—2.00. Hnífapör m/nikikel. sköftum frá 85 parið. Theskeiðar Alpaca, tylftin á kr. 4.50. Matskeiðar Alpaca, tylftin kr. 10.30. Tugavogir 200 kg. burðarmagn á 53 kr. Borðvogir 10—15 kg. burðarmagn kr. 26.50—34.00. Lóðakassar á kr. 7.00—9.00 — alt koparlóð — Jámlóð frá /2—20 kg. Matarstell og Kaffistell gott úr- val. — Lágt verð. Pantanir afgr. til þektra manna gegn póstkröfu. — ALT Á EINUM STAÐ. — Heildsala.-------—-------------Smásala. Versl. B. H. Bjarnason. öllum iðnaðarvöram og jarðyrkju- verkfærum. Vinnulaun lækkuðu ekki, því verkamenn í bæjunum gátu ekki lifað við lág laun, vegna dýrtíðarinnar. Allar fram- kvæmdir til umbóta stöðvuðust. Menn höfðu það eitt í huga að reyna að halda í horfinu með sem allra minstum kostnaði. Margir yfirgáfu lönd sín og hugðu að bjargast betur í daglauna- vinnu, þegar kaupið var svona hátt. En það hepnaðist fáum vel. Það voru svo margir um vinnuna, að skortur varð á atvinnu, nema lítinn tíma af árinu. Bæjarbúar og einslippir menn úr sveitunum fluttu í stórhópum suður í Banda- ríkin. Þar var atvinna meiri og bétur borguð. Nokkrir af þeim hafa komið aftur, en meirihlutinn hefur ilengst þar, og er það skaði stór fyrir Canada, því næg era hjer verkefni fyrir margfalt fleira fólk en hjer er nú. Þetta hefur að vísu lagast mik- ið þrjú síðustu árin, sjerstaklega síðastliðið ár. Bændur hafa feng- ið allgóða uppskera yfirleitt, og verð á landbúnaðarafurðum fer hækkandi með ári hverju þótt hægt fari. Auk þess hafa bænd- ur lært að sníða sjer betur ;takk eftir vexti. Margir oru au 'vitað svo efnum búnir þeir þoldu illa. Þeir keyptu bússtofninn af- arverði, því þá var alt sem dýr- ast, en úr því fjellu allar land- búnaðarafurðir í verði. Afleiðing- in varð sú, að flestir þeirra gengu frá öllu saman eftir 2—3 ár, eignalausir og móðlausir. Margir þessara manna vora líka meira eða minna lamaðir eftir hörmung- ar stríðsins. Sumir þeirra hafa náð sjer eftir nokikur ár, en margir eru þeir sem aldrei verða jafngóðir eftir þá ofraun. Svona var nú ástandið hjer fyrir þremur árum. Meirihluti bænda var stórskuldugur. Sveitar- fjelögin vpra svo illa stödd að allmörg þeirra urðu gjaldþrota. Fylkin voru í botnlausum skuld- um. Ríkissjóður var á kafi í skuldum. En þrátt fyrir það var lánstraust og peningagildi ríkis- ins í állgóðu lagi, því mestar skuldir ríkissjóðs voru við lands- menn sjálfa. Skattar og álögur fóru hækkandi með ári hverju, svo mönnum reis hugur við. Verslunin var í mesta ólagi. Þeir sem höfðu næg peningaráð rök- uðu saman fje á kostnað alþýðu. Stjórnarfarið komst meir og meir undir áhrif auðvaldsins, og var þó fullilt áður. Samhliða verðlækkun á bænda- vörum, var verðhækkun mikil á l skellinn, án þess að safna skuld- um, og aðrir nógu framsýnir til að draga saman seglin í tíma. En þetta sem að framan er rit- að mun eiga heima hjá meiri hluta bænda. Þeir sem griparækt stunda munu ekki eins stórskuldugir. Lönd þeirra voru ekki álitin eins verðmikil, sem veð fyrir lánum. En það þrengdi mjög að þeim engu að síður, þegar gripimir og afurðir þeirra fjellu í verði, því fóður á grip og hirðing kostaði þá eins mikið eins og gripurinn seldist á markaði, og enda meira. Það voru því þeir einir sem höfðu nægan vinnukrapt af skylduliði sínu, sem gátu framfleytt gripa- búum sjer að skaðlausu. Nú eru gripir komnir í sæmilegt verð, og afurðir þeirra, en þó mun öllu til skila haldið að giiparækt sje arð- söm, þar sem alla vinnu þarf að kaupa við hirðingu þeirra alt árið. Þá hefur spilt mjög landbún- aðinum hjá okkur tollgarður sá er Bandaríkin hafa hlaðið um sig á síðari árum. Vörar okkar selj- ast nú lítið þangað, og lágu verði, en iðnaðarvörur þær er við höf- um keypt þaðan era nú í afar- verði, vegna tollanna. Þetta nota auðfjelögin sjer, framleiða sömu vöru hjer í Kanada, og selja hana I sama verði og Bandaríkjanna að ! viðbættum tollinum. í Jeg býst við þeim þyki jeg nokkuð svartsýnn blaðamönnun- um hjema, og sumum öðrum, sem aldrei vilja segja neitt hjeð- an, nema það sem landi og þjóð | er til lofs og dýrðar. En svo verð- i ur að segja hverja sögu sem hún | gengur. Landinu verður ekki um | kent. Það era mistök þeirra sem : á því búa, og þeirra sem stjóma því, sem ólaginu valda. Þingtíðindí. Kosningar. 17. þ. m. fóra fram í samein- uðu þingi ýmsar kosningar. Var þá kosinn í fulltrúaráð íslands- banka (til 1934, í stað Bjama sál. frá Vogi) Magnús Kristjáns- son með 21 atkv., við endumýj- aða kosningu, en við fyrri kosn- inguna höfðu þeir jöfn atkv. hann og Bjöm Rristjánsson. I hið nýja bankaráð Landsbank- ans, sem taka á til starfa sam- kvæmt hinum nýju bankalögum, vora kosnir 4 menn (en stjóm- in skipar síðan formann) og hlutu kosningu Jóh. Jóhannes- son bæjarfógeti, Magnús Jóns- son dócent, Jónas Jónsson alþm. j og Jón Ámason framkvæmdar- \ stjóri. Yfirskoðunarmenn lands- reikninga vora kosnir Árni Jóns- son frá Múla, Pjetur Þórðarson í Hjörsey og Þórarinn á Hjalta- | bakka. 1 íslensk-dönsku ráðgjaf- i' amefndina vora kosnir tveir | menn, Einar prófessor Amórs- son og Jón Baldvinsson alþm. I Hefur tölu nefndarmanna þar með verið fjölgað upp í 4 (úr 3) ! og höfðu komið tilmæli um það ; frá Dönum, því íhaldsflokkurinn þar, sem í upphafi vildi ekki 0

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.