Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.05.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.05.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, föstudaginn 20. maí 1927. 27—28. tbl. Um víða veröld. Vilhelm Thomsen. Símfregn segir að nýlátinn sje í Kaupmannahöfn einhver snjall- asti og frægasti málfræðingur nútímans, prófessor Vilhelm Thomsen. Hann var háaldraður, fæddur 25. janúar 1842 og hafði verið háskólakennari síðan 1871, og fjölsóttur fyrirlesari og all- afkastamikill rithöfundur, en kenslu- og prófastarfsemi hafði hann annars fremur lítið á hendi. Hann var manna fjölfróð- astur í fræðigrein sinni og kom víða við og hefur alstaðar eftir sig látið einhver spor brautryðj- andans. Hlotnaðist honum einnig margvísleg veraldleg sæmd, m. a. var hann riddari fílsorðimnar og er það mjög fátítt um þá, sem ekki eru konungbornir. Hann var einnig heiðursfjelagi margra fræðafjelaga víða um lönd, þ. á. m. Bókmentafjelagsins íslenska. Hann átti líka um skeið sæti í Árnanefndinni (1891—1913) og fjekst talsvert við efni, sem snertu íslenska og almenna nor- ræna málvísi og lærði snemma ís- lensku, hjá Þorvaldi, síðar presti á Melstað. Aðalstörf V. T. lágu samt á öðrum sviðum. Varð hann einna fyrst kunnur fyrir bók sína um áhrif hins gotneska málaflokks á hinn finska (1869). Sýndi hann þar fram á margvísleg áhrif, sem finsk tunga hefði orðið fyrir frá norrænu (eða gotnesku) bæði fyrir og eftir að sögur hefj- ast og þannig, að í finsiku mætti sjá ýmsar leifar, sem sýndu upprunalegri orðmyndir, en ann- ars væru þektar í gotneskum málaflokki. Seinna skrifaði hann einnig merkilegt rit um sam- bandið milli finsku og baltiskra (lítáisk-lettiskra mála). 1896 var honum boðið til Oxford til þess að flytja þar fyrirlestra og tal- aði þá uin sambandið milli Norð- urlanda og Rússlands hins forna, eða Garðaríkis. Varð úr þeim fyr- irlestrum ágæt bók, The Relati- ons between Ancient Russia and Scandinavia and the origin of the Russian State. Er þar sýnt fram á margvísleg áhrif, sem rússnesk tunga hefur orðið fyrir af norrænni og það, að norrænir menn hafi stófnað hið rússneska ríki. Einna frægastur varð V. T. samt á ^ínum tíma fyrir að ráða torlesið letur austur í Mongólíu, sem árangurslaust hafði verið glímt við. Tókst honum að ráða fram úr áletruninni 1894 og skrifaði um bækling á frönsku (Déchiffrement des inscriptions de l'Orkhon) og síðar nákvæma bók. Hafa þessar rannsóknir hans grundvallargildi fyrir tyrkneska málvísi, segja sjerfróðir menn. Svo hefur verið um fleiri efni, sem hann hefur fengist við, að honum hefur tekist að varpa yf- ir þau nýju og oft óvæntu ljósi og beina rannsóknunum inn á nýj- ar brautir, s. s. um svonefnd lyk- isk mál í Litlu-Asíu og um etrúsku og samband Hennar við Kákas- us-mál. Þá gerði hann einnig, að því er indoevrópsk mál snerti m. a. stórmerkar athuganir um palatal-lögin svonefndu, sem á- samt Verners-lögum urðu til þess að skýra margt og gerbreyta skoðunum manna á indoevrópiskri hljóðfræði. Auk sjerfræðirita sinna hefur V. T. ritað ýmislegt, sem að- gengilegra er ósjerfróðu fólki, sem samt hefur áhuga á málvísi, einkum málsögulegs efnis. Má nefna þar til stutta, en skýra og skemtilega sögu málvísinnar, rit- gerð um fornarisika menningu, nokkrar æfisögur danskra mál- fræðinga o. fl. Einnig var hann ritstjóri Nordisk Tidsskrift for Filologi, á árunum 1872—92. V. T. taldi sjálfur svo, að mik- ið hefði hann lært af Rask sjer- staklega og svo af Madvig, en annars reynt að læra alstaðar þar, sem eitthvað var að læra, en lært mest af sjálfum sjer. Fjöl- hæfi viðfangsefna hans og lær- dóms, má nokkuð marka á því, að hann var andmælandi við doktorspróf í arabiskum, ind- verskum, slafneskum, semitisk- um, rómönskum, keltneskum og norrænum efnum. Með honum er í valinn fallinn einn af helstu malfræðingum síð- ari tíma, vandvirkur, skarpsýnn og fjölfróður fræðimaður. Bretsk bókagerð. Á ófriðarárunum og um þau, komst, svo sem kunnugt er, rót og ruglingur á flesta hluti, m. a. á bókagerð. Varð þá að hætta við ýms bókimenta- og | vísinda- fyrirtæki og shtnaði ýms milli- ríkjasamvinna um þau og er það fyrst nú um þessar mundir, að nokkur regla er aftur að komast á þau mál. Þannig er aftur farið að halda ýmsa alþjóðlega vís- indafundi, sem niður höfðu lagst og fræðastarfsemi og bókagerð er aftur að færast í sæmilegt horf. Bókagerð Breta varð minst á árinu 1918 og komu þá alls út í bretska konungdæminu 7.717 bækur og bæklingar. En árið 1925 komu út 13.202 bækur og bæklingar og er það meira en verið hefur nokkru sini síðan 1913. Af þessu voru nýjar bækur 9.997 og nýjar útgáfur eldri bóka 3.225. Flestar bækur koma út í október, fæstar í ágúist. í því er nokkur fróðleikur, að athuga það, hvernig bókaútgáfa Breta skift- ist og hvað helst virðist lesið (1925). Langmest kemur út af skáldsögum (2.269) og einnig mikið af kvæðum og leikritum (794) og er það fjórði hæsti flokkurinn, en hærri eru trúmála- rit (981) og þjóðfjelagsmálarit (932). Þá eru æfisögur (632) og náttúrufræðarit ýms (617) og rit um verkleg fræði (609) og ferðasögur (578). Nokkuð er það einkennilegt, eftir því sem af er látið Bretum, og ýmsir út- lendingar gera sjer hugmyndir um, að rit um íþróttir (222) og verslunarmál (150) eru hlutfalls- lega fá. Rit um listir (281), heimspeki (288).. málfræði (263) og hermál (262) eru mun fleiri og sagnfræðarit eru einn hæsti flokkurinn (499). Það er loks eftirtektarvert, að tiltölulega mjög fátt af þessari bókamergð eru þýðingar (aðeins 307) og er þar allmikill munur á bókaút- gáfu Breta og t. d. Þjóðverja. Síðustu fregnir. Viðsjár eru nú með Bretum og Rússum út af því, að lögreglu- rannsókn fór fram í húsi ráð- stjórnarinnar í London gerð með vitund stjórnarinnar í þeim til- gangi að leita að mikilsverðu ensku skjali, sem talið var að þar mundi vera. Það fanst ekki, en ýms skjöl segir innanríkisráð- herrann að fundist hafi sem sanni fjandsamlegan undir- róður Rússa gegn Bretum. Talið er nú að stjórnmálasambandinu verði slitið milli ríkjanna, en ósenniegt að til ófriðar dragi, þótt ófriðlega sje látið. ófriðar- horfur eru ennþá nokkrar út af Balkanmálunum. t Kína eru enn- þá skærur. Nýtt flóð hefur hlaup- ið í Missisippífljótið og hafa 200 þús. manns flúið heimih sín. Já.tníng-ar. (Gunnar Árnason frá Skúto- stöðum ritaði). IV. Um syndina, vegina tvo og djöfulinn. „Burt með ailar kennisetning ar", það er heróp allra tískuguð fræðinga. Þeir kalla það á göt um og gatnamótum, þeir skrækj; það í fundarsölum og æpa þai jafnvel í kirkjunum. Og fólki klappar þeim lof í lófa, vill a£ þeir endurtaki það sem oftast 05, bergmálar það sjálft, án þess báj vita meir en svo hvað það þýðir Og tískuguðfræðingarnir takast ¦' loft yfir snjallræði sínu, að n; til fólksins. Því með því að nið urlægja kirkjlina, upphefja þei sjálfa sig í augum þess. Nú þetta er mannlegt. Þeir segja það, þessir vitring ar, að kirkjan fái ekki þrifis vegna kennisetninganna, þær ætl að sliga hana, eigi hún að reis ast við, verði að hreinsa hana al gerlega af þeim. Jeg verð ai segja það, að mjer leikur vafi ;' því, hvort þessir menn vita gjörl." hvað þeir eru að fara með. Þv að jeg ætla að1 sannleikurinn sjo sá, að það sje hreinasta endi- leysa. Chesterton segir á einun stað á þá leið, að það sje álíkr viturlegt að tala um, að þaí þurfi að losa kristindóminn, eðr kirkjuna, við kennisetningarnar eins og að segja að nauðsyn bær- til, að losa einhvern mann vic beinagrind sína, til þess að ham: væri eins og hann ætti að vera Jeg hef engan sjeð rökstyðjr betur og í jafn stuttu máli hv< óhjákvæmilegar kennisetning- arnar eru kirkjunni. Tel líka alls endis óþarft að bæta nokkru vi£ það. Aðeins get jeg bent á það að nú má heita, að lútherskr kirkjan, eða að minsta kosti ís lenska þjóðkirkjan, hafi engar kennisetningar. Er hún styrkari er líf hennar meira fyrir það" Oetur nokkur borið á móti, að svo er að sjá sem hún sje að lið- ast sundur og það aðallega ftf' þessu, að þeir sem eiga að standa hlið við hlið standa hvei gegn öðrum, þeir sem ættu af hjálpast að við að safna saman dreifa sundur. Jeg á við prestana sem kenna oft sitt hvað hver uir sig. Er ekki von að almenningur sem heyrir eitt í þessari kirkju,er annað í hinni, já ef til vill alvey þveröfugt af munni t. d. sjerr Bjarna og sr. Haraldar, eigi ekk" eingöngu bágt með að átta sig r hverjar sjeu kenningar kristin- dómsins, heldur finnist sem svo að það sje til einskis að hirða uir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.