Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.06.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.06.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA var hún og fór aldrei með skoð- anir sínar sem stolið fje, gekk og jafnan beint að settu marki. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið. 1. Jónína ögn, gift Guðmundi Arasyni á Elugastöð- um. 2. Sesselja, gift Áma Guð- mundssyni á Gnýstöðum. 3. Auð- björg, sem enn er heima í föður- garði. Þess er eg viss að margir syrgja Auðbjörgu sál. með bónda hennar, dætrum og öðrum vanda- mönnum, en gott er að vita, að fyrst og fremst verða það þeir, sem atvikin höfðu sett, að einu eða öðru, forsælumegin við al- mennu gæðin, því mörgum þeirra hefur hún sent yl og birtu, og svo myndi enn hafa orðið, ef hennar hefði notið lengur við. Auðbjörg sál. var fríðleikstkona og afíbragðs vel greind, skörung- ur í lund og drengur góður. Hún var vel að sjer gjör enda bók- hneigð og hög á alt er hún tók höndum til. Iifsskoðun hennar verður víst best lýst með þessari gömlu visu, er hún skrifaði í vísnabók, löngu síðan. Víst er nauð að vanta brauð að eta, en verri en dauðans væmin skál, að vanta auð fyrir hjarta og sál. Th. A. ----o---- llni litn ordflrarrBita með rafmagni. ------ Nl. Upphitun vermihúsa. Á venjulegum tímum er höfuð- skilyrðið til þess, að það borgi sig að nota rafmagn til hitunar í vermihúsum, að verðið á því sje í samræmi við, og helst ó- dýrara en áður notað eldsneyti, svo sem kol og koks. — Er því best að gera sjer ljóst verðhlut- fallið þar á milli. 1 kg. af koksi hefur bruna- gildið 7000 he. 1 kwt. (kilowatt- tími) hefur brunagildið 864 he. Notagildi rafmagns til hitunar má setja jafnt og 100% en nota- gildi koks í venjulegum mið- stöðvarofni er um 60%. Svarar því kwt. til 864X100 7000X60 = 0,206 kg. af koksi eða 5 kwt = 1 kg. af koksi. — Hlutfallið er hjerumbil það sama á venju- legum kolum. Þagar verðið 1 kg. af koksi er þekt, eða smálestarverðið — þá er auðvelt að sjá hvað kwt af rafmagni má kosta, til þess að það borgi sig að nota rafmagn samanborið við koks eða kol. Sje kolaverðið 50 kr. smálestin má kwt kosta 1.0 aura o. s. frv. Verð- ið á rafmagninu þarf að breyt- ast í hlutfalli við kolaverðið. Um slíkan samanburð er ekki að ræða til sveita hjer á landi, því að þar verður ekki brent kolum, en það kemur aftur til greina þegar ræð- ir um notkun rafmagnsins í kaup- túnunum. Talið er að 100 watt nægi ti! upphitunar á m^ í vermihúsi. Þegar rúmmál hússins er þekt er auðvelt að reikna út hvað mik- inn rafmagnsstraum þarf. Páist straumur ekki nema hluta úr dægri, þarf helst að nota nokkuð af straumnum til þess að hita vatn, sem síðan er hleypt í hita- leiðslumar, þegar straumur er af. — Rafamgnsofnamir em látnir hita vatn sem leitt er í pípum um húsið. Notaðar em tvær gerðir ofna aðallega, skal þeim ekki Iýst nánar. Svokallaðir mótstöðuofnar em notaðir, þegar aflið er innan við 100 kwt. Talið er nauðsynlegt að hafa kolaofn til vara, ef eitt- hvað bilar, t. d. leiðsla, því að mikið er í húfi er slíkt vill til. Hitann í vermihúsunum er hægt að tempra eftir vild og auk þess er vekjaraútbúnaður, ef raf- magnsstraumur hættir af ein- i hverjum orsökum. Ræktun í vermihúsum er svo lítið þekt hjá oss, að varla er að búast við að ráðist verði í slík fyrirtæki nema að áðurfenginni reynslu. Verður það líka tvöfald- ur kostnaður, að þurfa að hafa til vara kola-miðstöðvarofn, en það þykir öruggast, eins og áður er getið. Upphitun vermireita. Þar era rafmagnsleiðslur lagðar niðri í jörðinni 40—60 cm. undir i yfirborði, er það því jarðvegur- inn, sem hitaður er í stað þess j sem loftið er hitað í vermihús- unum. Vermireitir eru talsvert þektir. Hjer á landi er orðið talsvert al- gegnt, að sá ýmsum seinþroska garðjurtum fyrst í vermireiti, og síðar þegar hlýindi em orðin nóg er plantað út í garðinn. Jeg gæti því trúað að rafmagnsupphitun vermireita eigi vel við hjer og verði á næstu áram algeng um | land alt, þar sem rafmagn er not- að. Venjuleg rafmagnsspenna á rafmagni sem notað er til heim- ilisþarfa er 230 volt. Var það of i áspent til þess að það gæti gefið | nægan hita í jarðveginum, og var i því hafður umbreytari (trans- ! formator) til að breyta því í lág- | spent rafmagn. Þessi útbúnaður i var of dýr og er nú horfið frá i honum. Og er nú rafmagnið leitt með þessari spennu óbreyttri eft- ir jarðþræðinum, sem veitir næga mótstöðu, svo að hann hitnar og hitar frá sjer í jarðveginum. Leiðsluþráðurinn er úr járni um 1 mm. að þvermáli. Er hann um- vafinn asbestlagi en utan yfir as- bestinu er blýhólkur um 1 mm. á þykt. Leiðslur af þessari gerð hafa reynst ágætlega eftir þeirri reynslu sem komin er, en reynslu- tíminn er ennþá stuttur. Er talið að leiðsluútbúnaður kosti 2—3 kr. á m2 og hefur verðið lækkað ofan í þriðjung samanborið við það sem áður var. Reitstaðinn verður fyrirfram að ákveða og haga leiðslunni eftir því. Ekki er komin reynsla á það hvað út- búnaðurinn fymist fljótt en sje gert ráð fyrir algjörðri fyrningu á 5 árum verður árlegt fyming- argjald 60 aurar á m2. En jeg tel víst að fymingartímiim megi vera miklu lengri. Um orkuþörfina er það að segja, að til þess að fá sama hita og í venjulegum hrossataðsvermi- reitum má gera ráð fyrir að þurfi að meðaltali 50 watt á m2. ömggast þykir þó að gera ráð fyrir 60—70 watt á m2. 1 þessum reitum er alveg hægt að tempra hitann eftir vild með sjerstökum straumstillum. Er það mikill kostur. Fáist ekki rafmagnsstraumur nema hluta úr sólarhring verður að nota meiri straum á hvem m2 þann tíma sem rafmagn er fáanlegt. Dæmi: Sje lokað 10 klst. á dægri verður wattþörfin 60X24 : 14=103 watt eða um 110 watt m2. Jarðvegurinn er slæmur hitaleiðari og heldur hit- anum vel í sjer. Og er reynsla fyrir því að þetta er nægilegt, og jafnvel má komast af með raf- magn í ennþá styttri tíma en gert er ráð fyrir í dæminu. Eðlilega kemur sú spurning fram, hvað þessi ræktun þolir að greiða hátt verð fyrir orkuna. Það fer eftir staðháttum og markaðsskilyrðum. Samkvæmt mælingum, sem gerðar hafa verið þarf 1,3 kwt á hvem m2 um sólarhringinn þeg- ar kaldast er. En orkuþörfin breytist mjög eftir verðinu og eins er hitaþörf jurtanna breyti- leg. Sjeu ræktaðir tomatar, agurkur, melónur o. fl., þarf mik- inn hita. En aftur komast aðrir garðávextir af með lítinn hita. 1 Noregi er meðalorkuþröf tal- in vera 0,8 kwt á m2 um sólar- hringinn. Og sje gert ráð fyrir 120 daga vaxtartíma, þarf yfir tímann til hitunar á m2 96—100 kwt. Þegar rafmagnsverðið er þekt, er auðvelt að finna raf- magnsverðið á m2. Leiðslumar þykja orðið alveg ömggar. En komi það fyrir að járnþráðurinn slitni, svo að straumur hætti, þá er hægt að nota blýhólkinn, sem liggur yfir þræðinum sem leiðslu. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að grafa upp leiðslumar á vaxtar- tímanum og kæmi það sjer því ekki vel ef leiðslumar væru ekki þannig úr garði gerðar. — Venju- legast em 4—5 þræðir lagðir eftir reitnum endilöngum, en vermi- reitir em um 1,5 m. breidd (— lengd gluggans). Útbúnaður þessi er mjög einfaldur svo að hverjum vel skýmm manni er fært að koma honum vel fyrir hjá sjer upp á eigin spýtur, ef hann fær sjer leiðarvísir. En hann sendir verksmiðjan, sem útbýr þessi tæki, ókeypis. Til þess að gefa dálitla hug- mynd um hvemig garðyrkjumenn í Noregi líta á þetta mál, vil jeg láta fylgja nokkur orðrjett ummæli þeirra. Era þessi ummæli frá mönnum sem hafa vit á að dæma um málið og hafa reynslu fyrir sjer, er því umsögn þeirra veigamikil. Þessi ummæli birtust í Norsk gartnerforenings tid- skrift síðastliðið sumar og vöktu mikla athygli erlendis. En jeg get ekki tekið nema það veigamesta af umsögnum þeirra rúmsins vegna: Garðyrkjumaður Harald Lind- báck segir: „. . . Hin síðari árin hefur áhuginn fyrir rafmagnshit- un í vermihúsum aukist mikið, t einkum vegna þess að rafmagns- ofnar hafa verið endurbættir stórlega og auk þess hefur verð á rafmagni lækkað vegna mikillar samkepni. — Hagnaður við raf- magnshitun er aðallega fólginn 1 eftirfylgjandi atriðum: Vinnu- spamaður samanborið við kynd- ingu kolaofna, ásamt því að hit- ann má tempra eftir vild, og þar af leiðir að vöxtur plantanna verður jafnari og vissari . . . Að það hefur hagfræðilega þýð- ingur fyrir þjóðina, að hægt er að nota með góðum árangri raf- magn, sem að öðmm kosti verður ekki notað. En í mínum vermi- húsum imm kolaeyðsla 1925 24000 kr. Enn meiri þýðingu fyrir garð- ræktina tel jeg að hitun jar5- vegsins með rafmagni muni hafa í framtíðinni. Og að því er þá notkun rafmagnsins snertir hafa verið gerðar ítarlegar tilraunir i minni gróðrarstöð, og það með ágætum árangri. Til að byrja með var ekki komist hjá ýmsum von- brigðum. En árangurinn í ár er alveg ágætur. Nú hita jeg með rafmagni um 1600 m2 (900 glugga) og hef uppskorið snemm- teknar hreðkur, salat, spinat, per- sille o. fl. Rafmagnsupphitun virðist ætla að gjörbreyta núver- andi aðferðum við vermireiti. Stofnkostnaðurinn er ekki neitt verulega mikill og vonandi verð- ur rafmagnsverðið ekki til hindr- unar . . .“ Garðyrkj umaður Reidar Pau)- sen segir: Að því er snertir raf- magnsupphitun í vermireitum, þá hefur það góðan árangur. — Veturinn 1926 lagði jeg í mikinn hluta af vermireitnum mínum rafmagnsleiðslur og gat þegar i stað hitað reitinn, en það hefði mjer ekki verið mögulegt með á- burði einum, þar sem hann er mjög takmarkaður. 1 reitunum hef jeg ræktað bæði blóm og grænmeti, hefur það þroskast vel og á eðlilegan hátt. Garðyrkjumaðurinn ,A. Moen segir: Jeg hef of litla reynslu til þess að gefa ákveðin svör um rafmagnshitun. En engan vafa tel jeg á því, að hún sje vel nothæf, og til mikils vinnuspamaðar. Jeg gerði tilraun með hreðkur og sal- at ásamt venjulegum blómplönt- um til útplöntunar. Þessar til- raunir hepnuðust vel. Hinn jafni hiti stuðlar áreiðanlega að heil- brigðri og eðlilegri þroskun plantnanna — og jeg hef orðið þess áskynja að þama muni vera um mikla framtíðarmöguleika að ræða, einkum þegar á að fram- leiða garðávexti á þeim árstím- um, sem veðráttan er óhagstæð. Fleiri ummæli gæti jeg tilfært, en læt hjer staðar numið, þar sem þau em öll á einn veg. Því menn sjá þama framundan opn- ast nýja möguleika fyrir aukinni ræktun. Ef til vill geta menn hugsað sem svo, að þetta sje góð nýjung, en eigi afarlangt í land með að verða alment notuð hjer á landi. En það er mitt álit eftir þeirri kynningu sem jeg hef haft af : málinu, að þama sje um fram- tíðarmál að ræða fyrir oss ls-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.