Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.07.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.07.1927, Blaðsíða 2
c LÖGRJBTTA LÖGRJETTA 3 11 ■« i LÖöRJBTTA Útgefandi og riutjéri Kritiim Qiilnm Þingholt»gtr»ti 17. Siuai 178. Innheiaita og afgrelðila i Þingholtutræti 1. Slmi 185. I ------------------------------ I það aftur í skaut móður sinnar, en lifir þar ávalt áfram, sýnist aðeins dáið, eftir því sem kín- verskir bændur trúa. Samkvæmt kínverskri heimsskoðun eru himin og jörð, veraldarviðburðir og mannlíf, siðgæði og eðlileg rás náttúrunnar alt í einu órofa samhengi. Himininn er yfir jörð- ina hafinn og jörðin yfir maxm- inn. En bóndinn er sá maður, sem jörðunni er stranglegast und- irgefinn. Að því leyti er hann grundvöllur alls samhengisins. Geri hann ekki nákvæmlega skyldu sína, lenda bæði ríkið og himininn í vandræðum. Þetta fær honum virðuleiks, meiri en nokk- urri annari veru jarðarinnar. En alt um þetta blundar í amerískri búskaparskoðun vísir hærra ástands, en þess, sem nokkru sinni hefur verið fram- kvæmt í hinum fomu menningar- löndum, þess ástands, þegar með- vitundin um dýpsta samhengi lífsins kemur fram óbundm öllu efnislegu. Því frjálsari og dýpri, sem maðurinn er í sjálfsmeðvit- und sinni, því fleiri eðlishömlur getur hann hafið sig yfir, án þess að meint verði manngildi hans. Fullkomnasti maðurinn, sem við getum gert okkur grein fyrir, er algerlega hömlulaus. Hann þekk- ir enga tilfinningasemi gagnvart einum hluta jarðarinnar öðrum fremur, engan hleypidóm gagn- vart nokkurri köllun, engar mæt- ur á einum sið umfram annan, enga takmörkun tilfinninga sinna. Þetta merkir ekki það, að hann yrði kaldur og kærulaus, heldur hitt að hann hafi náð þeim and- ans aðli, þar sem maðurinn get- ur elskað á guðs vísu, en hann fer heldur ekki í greinarálit. Stefna allrar menningarþróunar bendir í þessa átt. Andinn verð- ur æ óháðari efninu, sem hann var í upphafi slunginn í, ein- staklingurinn verður æ óbundn- ari. ---o--- Um skattamál. I. í 3. tbl. „Varðar“ þ. á. birtist löng og athyglisverð grein um framkvæmd tekjuskattslaganna eftir Gísla Sveinsson sýslumann. Er hún að mestu almennar hug- leiðingar um tekju- og eigna- skattslöggjöfina frá 1921 og svo tillögur um all-verulegar breyt- ingar á henni, eins og síðar verð- ur minst á í grein þessari. Lögin um tekju- og eignaskatt (nr. 74, frá 27. júní 1921) eru að miklu leyti sniðin eftir er- lendum fyrirmyndum 1 þessu efni, einkum skattalöggjöf Dana, er vel hefur reynst þar í landi um margra ára skeið. Um leið og lög þessi eru fjáröflunartæki fyrir ríkissjóð, þá er tilgangur þeirra einnig sá, að skattarnir komi sem rjettlátast niður á menn, eða eftir „efnum og ástæð- um“, eins og líka vera ber. Það er alveg óhugsandi, að al- menningur borgi meginhlutann af öllum þörfum ríkissjóðs með ó- beinum sköttum (tollum). Með því er fátækasta fólkið engu síð- ur skattlagt en ríkismennimir, án minsta tillits til þess, hvort það í raun og veru er fært um að gjalda þessa skatta til þjóð- fjelagsins eða ekki. Þessi er þó skattastefna sumra stjómmála- manna vorra nú á tímum, og lítur helst út fyrir að þeir vilji sem mest afnema beinu skattana. Á það bendir nefskatta- og tollastefna þeirra. Er þá talið svo, að beinir skattar hafi lam- andi áhrif á framtakssemi manna og dugnað, því eigi að stefna að því, að auka óbeinu skattana (tollana), því að þeir hvetji menn til sjálfsafneitunar og sparsemi. Vafalaust er þetta þó mjög hæpin ályktun. Það sýn- ist sem sje sjálfsagður hlutur, að öll útgjöld komi æfinlega þyngst niður á þá menn, sem breiðust hafa bökin til að borga, em m. ö. o. ríkastir. Gjaldþolið er jafnan lítið hjá þeim mönnum, sem eru fátækir. Og öreiginn hef- ir í rauninni aldrei neitt til að borga með. Þess verður nú líklega langt að bíða, að algert rjettlæti fáist í þessum efnum. En áreiðanlega er hægt að komast nálægt þessu rjettlæti með beinum sköttum (þ. e. skatti af „hreinum“ tekjum og skuldlausri eign). Tollarnir eru aftur á móti ójafnaðarsamir og ranglátir vegna þess, að þeir eru lagðir á þarfir manna en ekki tekjur. Hugsum oss tvo menn. Annar er vel efnaður maður og hefur ekki annað fólk til fram- færslu, auk sjálfs sín, en konu j sína og eina þjónustustúlku. Það j eru þrír menn í heimili. Hann þarf því frekar lítið út að kaupa af tollskyldum vamingi. Hinn maðurinn er fátækur og hefur til framfærslu, fyrir utan sjálf- an sig og konu síua, fimm böm í ómegð, eitt rúmfast gamalmenm og svo vinnumann og vinnukonu. Þetta eru átta menn í heimili. Nú er vitanlegt, að þessi maður þarf svo margfalt meira að leggja til heimilis síns af toll- skyldum vörum heldur en hinn maðurinn, sem aðeins hefur þrjá menn fram að færa. Er nú nokk- urt vit í því, að fátækari maður- inn með 8 menn í heimili sje skattlagður svo mörgum sinnum meir (með tollaleiðinni) en hinn, sem hefur einungis 3 menn í heimili og er auk þess miklu rík- ari? Jeg segi óhikað nei. H. Hr. G. Sv. hefur ýmislegt að athuga við tekju- og eignaskatts- löggjöfina frá 1921. Þó er það einkum tvent, sem hann finnur mest að um framkvæmd laga þessara. 1 fyrsta lagi, að allmikið misrjetti eigi sjer stað í álögun- um. Og í öðru lagi, hvað ríkis- sjóð muni tiltölulega lítið um tekju- og eignaskattinn, eins og skattalöggjöfinni nú er fyrir komið. Um síðara atriðið er þó það að segja, að síðan skattalögin komu í gildi hefur þessi skattstofn gefið ríkissjóði í árlegar tekjur frá 800 þús. kr. til talsvert á þriðju miljón króna (1924). Er þetta óneitanlega laglegur skild- ingur, sem með góðri tilhögun hefði mátt gera mikið með til sannra þjóðþrifa. Og trúlega hefði einhversstaðar þurft að taka þessar upphæðir, ef þær á 9 ♦ þennan hátt hefðu ekki inn- heimtst ríkissjóði. Með tekju- og eignaskattinum síðastl. ár, urðu allar tekjur ríkis- sjóðs 1214 milj. kr., sem að miklu leyti eru útgjöld á lands- mönnum. Og þegar svo er komið, að hver maður í landinu greiðir um 120 kr. á ári til ríkissjóðs, eða 7 manna heimili nálega 850 kr. á ári, þá fer sannarlega að verða mikið álitamál, hvort gjald- þoli þjóðarinnar fari ekki að verða nóg boðið, ekki síst, þegar þess er gætt, að fullur helmingur af þessu fje eru tollar, sem, eins og áður er tekið fram, koma eng- anveginn niður á menn í rjettu hlutfalli við raunveruleg efni þeirra og ástæður, heldur að mjög miklu leyti sem persónu- gjöld eða neytsluskattar. Auk þess koma svo öll útgjöld lands- manna til sveitar-, sýslu- og bæj- arsjóða. Þegar G. Sv. minnist á mis- rjettið, sem honum þykir vera framið á mönnum með fram- kvæmd tekjuskattslaganna, þá leynir það sjer ekki, að hann á- lítur að tekjuskatturinn komi hlutfallslega langljettast niður á sveitabændum. Og að þeim bæri að borga talsvert hærri tekju- skatt í samanburði við kaup- staða- og kauptúnabúa“. Segir G. Sv. að „tekjuskattur sveitanna hafi verið hneykslanlega lágur“ og að þetta sje „augljóst rang- læti“. Um tekjuskatt sveitabænda al- ment er það fyrst og fremst að segja, að samkvæmt núgildandi skattalögum borga þeir aðeins skatt af nettó-tekjum. Þeim er leyfilegt, eins og öðrum atvinnu- rekendum yfirleitt, að draga frá brúttó-tekjunum allan tilkostnað við búreksturinn. Hitt er óneit- anlegt, að vegna þess, hve allur atvinnurekstur hefur verið ó- heyrilega dýr, þá hafa nettó- tekjur sveitabúanna að undan- fömu því miður reynst litlar, þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnaðinn lögum sam- kvæmt. G. Sv. getur þess í grein sinni, að brúttó-tekjur sveitabænda sjeu sumstaðar mjög háar. En það sannar oft lítið um raun- verulega útkomu á búrekstrinum. Og rjettilega er það tekið fram hjá G. Sv., að þeir bændur, sem mest hafa í veltunni, búa stærst og hafa hæstar brúttó-tekjur, þeir borga oftast lægstan tekju- skatt eða jafnvel alls engan. Það er nefnilega hinn dýri vinnu- kraftur og annar tilkostnaður, sem nú gerir oft meir en að jeta upp allan ágóðann. Smábúskapur- inn á litlu og hægu jörðunum, þar sem bóndinn getur að mestu ásamt konu sinni og ef til vill börnum, unnið að framleiðslunni, hann virðist borga sig einna best nú á tímum. Það þarf því endi- lega ekki að vera neitt undrunar- efni, þó að „smámennin tekj u- ríru“, eins og G. Sv. orðar það, standi oft nær því að greiða ein- hvem tekjuskatt heldur en stór- bændumir svokölluðu, sem lítinn eða máske engan sýnilegan nettó-ágóða hafa af sínum at- vinnurekstri, þegar öllu er á botninn hvolft. Frh. Jóhannes Ólafsson. ----o----- Dana, hafrannsóknaskipið, er komið hingað. Úr brjefi til Lögrjettu. .... Fátt er lesfúsum mönn- um meira fagnaðarefni en koma nýrra bóka, blaða og tímarita. Jeg er m. a. nýlokinn við að lesa „Fok- sands“-grein Sig. Nordals í „Vöku“. Það má telja hepni fyrir prófessorinn, að þeir Einar H. Kvaran háðu eigi hólmgöngu þessa að fornum sið með því að kasta feldi undir fætur sjer, svo mjög er S. N. hefur farið hvarfl- andi um vettvang tímaritanna í baráttunni. Ádeila hans hófst í „Skími“, sem kunnugt er. Eftir andsvar E. H. K. brást hann til vamar í „Iðunni“, og loks kem- ur hann fram í „Vöku“. Mörgum þykir deilur þessar fróðlegar og athyglisverðar, og töluvert er um þær hugsað og talað. Þó hefi jeg enga vitað skipast um aðilja þeirra eftir kynferði, líkt því sem gefið er í skyn af Guðm. Friðjónssyni í Morgunblaðsgrein. Þannig er það m. k. ekki í mín- um átthögum norðanlands, nje á Suðurlandi, er jeg til þekki. Er það og sannast að segja, að eftir síðari ritgerð E. H. K., „öfl og ábyrgð“, hefi jeg við engan tal- að, er lesið hefur greinar beggja af athygli og sem fundist hefur, að mikið yrði úr „Heilindum“ S. N. — í víðtækum skilningi. Sú grein Kvarans er og þannig rit- uð, að teknar eru röksemdafærsl- ur S. N. lið fyrir lið og raktar sundur alt til uppistöðu þráðanna með hógværri en þungri alvöru og ritsnild. Aðferð S. N. í síðasta svari gefur og gmn um að eigi hafi verið svo auðvelt sem skyldi um gagnrök, því í staðinn fyrir að hnekkja niðurstöðum Kvarans og röksemdum, er gengið sem mest má á snið við þær, en hentar á lofti nokkrar setningar í blaða- grein eftir sama höfund, deilun- um óviðkomandi, og notaðar til nýrra árása. Fyrir löngu er það á alþjóðarvitund, að engan mann eiga nú Islendingar pennafærari en Einar H. Kvaran. Slíkri stað- reynd þykir S. N. þungt að játa. Hans dómur verður á þá lund, að þegar best láti, skrifi Einar „í- smeygilega“. Annarar skoðunar um skáldskap og lífsstefnu E. H. K. eru þó ekki einungis mjög margir lesendur út um alt land, en einnig margir starfsbræður S. N. við háskólann og mikils- virtir mentamenn höfuðstaðar- ins og ritdæmendur erlendis. Al- þýða manna hefur reynst sólgn- ari í sögur hans, ræður og rit- gerðir en annara. Það er annars ekki ætlunin með þessum línum, að rita til varnar E. H. K. Slíkt er honum auðvelt sjálfum. Hitt er ætlunin að benda á, hve álit S. N. stingur algert í stúf við dóm þjóðarinnar. Henni þykir þá vel, er hlífðarlausir en rjettlátir dómar eru feldir um verk og lífsstefnur manna. En hitt verður áreiðanlega líka að maklegu metið, ef einhverjir gerast til þess af hlutdrægni og hjegómlegum hvötum að varpa villuljósi á verk þeirra.... H. -----0---- Dr. Valtýr Guðmundsson hefur verið vedkur undanfarið og gat ekki komið hingað og verið við rannsóknirnir á Bergþórshvoli, eins og til stóð. V esalingamir. eftir Victor Hugo. Vilhjálmur Þ. Gíslason þýddi. FJÓRÐI ÞÁTTUR: DRAUMUR OG DÁÐ. Fyrsta bók: Nokkrar sögulegar upplýsingar. Árin 1831 og 1832, sem bæði eru nátengd Júlíbylt- ingunni, eru einhver hin einkennilegustu og áhrifamestu ár sögunnar. Þessi tvö ár gnæfa eins og fjöll milli þess sem á undan fór og á eftir kom. Yfir þeim hvílir tign byltingarinnar. Þjóðfjelágsmúgurinn, sem ræður lögum og lofum menningarinnar, og hið foma form kemur og hverfur og hrekst í stormviðrum kerfa og kenninga. Eri á milli rofar til fyrir sannleikanum, dagsbirtu mannssál- arinnar. Þetta tímabil er nú nægilega fjarlægt til þess að unt sje að greina meginstefnur þess. Það verður nú reynt. Viðreisnartíminn hafði verið eitt af þessum millibils- tímabilum, sem erfitt er að lýsa, tímabilum þreytunnar, óróans og svefnsins, meðan þjóðin sækir aftur í sig veðr- ið. Þessi tímabil eru einkennileg og stjómmálamenn mis- skilja þau oft. 1 fyrstunni æskir þjóðin einskis annars en hvíldar. Hana þyrstir í aðeins eitt — friðinn. Hún á að- eins eina ósk, að vera smáþjóð, það er að segja, að vera í ró og næði. Við höfum, guði sje lof, sjeð meira en nóg af stórviðburðum, stórhættum og stórmennum. Nú er að kvöldi komið eftir langan og erfiðan dag. Við höfum fylgt Mirabeau fyrst, svo Robespierre og síðast Bonaparte. Við erum örmagna. Allir vilja komast í hvíldina í bólinu, allir komast í skjólið, í friðinn, í næðið, í róna. En jafnframt þessu knýja önnur atriði á dyr. Hinn heimspekilegi stjómmálamaður verður að taka tillit til þess, að jafnframt því sem þreyttir menn biðja um ró, krefjast flóknar staðreyndir öruggra úrræða. öryggið er málunum það, sem hvíldin er mönnunum. Bretar kröfðust slíks öryggis, eða slíkra trygginga af Stúörtunum eftir vemdarstjórnartímann, Frakkar kröfðust þess af Bour- bonunum eftir keisarastjómartímann. Það er látið heita svo, að þjóðhöfðingjar „veiti“ þessar tryggingar, en í rauninni er það afl atvikanna, sem knýr þær fram. Ættin, sem við völdum tók í Frakklandi eftir fall Napóleons lifði í þeirri örlögþrungnu einfeldni að hún væri veitandi og gæti tekið aftur það sem hún hefði veitt, að Bourbona- ættin hefði guðlegan rjett, en Frakkland engan. Ættin var önug og hún var afundin við aldarfarið. Hún hjelt að hún væri sterk, af því að keisaradæminu hafði verið rutt úr vegi hennar. En hún vissi ekki að hún var sjálf á valdi þeirra afla, sem rutt höfðu Napoleon burtu. Ilún hjelt að hún væri rótgróin af því að hún var gömul. En henni skjátlaðist. Rætur sögunnar kvísluðust undir alt þjóðfje- lagið, nema hásætið. Bourbona-ættin var merkileg grein á meiði franskrar sögu, en hún rjeð ekki lengur örlögum hennar, og var ekki nauðsynlegur grundvöllur franskra stjómmála. Frakkland komst af án Bourbonanna. En þeir skildu það ekki. Þeir reyndu að rjúfa tryggingamar. Viðreisnarstjómin neitaði þjóðinni um það, sem gerði hana að þjóð og borgaranum um það, sem gerði hann að borgara. Og viðreisnarstjómin fjell og fjell með rjettu. En það skal játað, að hún hafði ekki að öllu leyti verið óvinveitt öllum framförum. Stórvirki voru unnin undir hennar handarjaðri. Þjóðin vandist við rólegar rök- ræður, sem brostið hafði á lýðveldistímanum, og hún vandist við glæsileik friðarins, sem hún fór á mis við á keisaratímanum. Frjálst og öflugt Firakkland varð fyrir- mynd annara landa. Byltingin var mestu ráðandi hjá Ro- bespierre, fallbyssumar hjá Bonaparte, en hjá Lúðvík XVIII. og Karli X. fjekk mannvitið að njóta sín. Veðra- brigði urðu. Kyndillinn tendraðist enn á ný. Hið skæra Ijós mannvitsins Ijómaði. Það var glæsileg, upplýsandi og töfrandi sjón. I fimtán ár fengu að starfa í næði og friði í opinberu lífi, hin miklu rjettindi sem em fræðimann- inum svo fornhelg en stjórnmálamanninum svo ný, jafn- íjetti fyrir lögunum, samvitskufrelsi, málfrelsi og rit- frelsi. Þessu fór fram til 18§0. Bourbonarnir voru menn- ingartæki, sem brotnaði í höndum fórsjónarinnar. Fall Bourbonaættarinnar var glæsilegt, ekki af hennar hendi, heldur þjóðarinnar. Þeir fóru úr hásætinu með virðingu. en valdsmenskulaust. Þeir hurfu ekki út í nóttina í ljóm- andi kyrð, eins og Karl I. eða með gjallandi öskri Napole- ons. Þeir hurfu. Það var alt og sumt. Þeir voru kvaddir með virðingu, en ekki með söknuði. Þeir gufuðu upp úti við sjóndeildarhringinn. Júlíbyltingin var sigur rjettarins á staðreyndinni. Það. er glæsilegt fyrirbrigði. Af þessu stafar fegurð byltingarinnar og einnig ^Udi hennar. Sigrandi rjettur þarfnast ekki ofbeldis. Það er eiginleiki rjettlætisins að vera að eilífu fagurt og hremt. Jafnvel þegar staðreyndin er nauðsynlegust og viðurkendust, en er aðeins til sem staðreynd, er hefir í sjer félgið of lítið eða ekkert rjett- læti, þá á það óhjákvænule&a fyrir henni að liggja, að óhreinkast og aflagast eða lafnvel afskræmast með tím- anum. Ef menn vilja kynnast því { einni svipan hversu viðbjóðsleg staðreyndin ein getur orðið, skoðað að öldum liðnum, þá skyldu menn athuga Machiavelli. Hann er hvorki illgjam eða illur andi, nje vesæll eða ragur rit- höfundur. Hann er ekkert nema staðreyndin. Hann er ekki einungis ítölsk staðreynd, hann er Evrópu staðreynd, staðreynd sextándu aldarinnar. Hann virðist viðbjóðsleg- ur og er það, .í návist siðfer^’shugsjónar nítjándu aldar- innar. Þessi togstreita rjettar 0g staðreyndar hefur átt sjer stað frá upphafi þjóðfj^agsins. Það er verkefni vit- mannsins að eyða þessari andstöðu, að samlaga hina hreinu hugsjón veruleika mannlífsins, að koma rjettinum til þess að gagntaka staðreyadina á friðsamlegan hátt og staðreyndinni til að gagutaka rjettinn. En byltingin árið I83ð Var stöðvuð á miðri leið. Af hverjum? Af borgurunum’ Hversvegna? Af því að borg- aramir eru sama og fulli^^ðir hagsmunir. í gær voru þeir sólgnir, í dag eru þeir mettir af gnægðum, á morgun hafa þeir óbeit á öllu saman. Það hefur ranglega verið reynt að gera úr borgurunum sjerstaka stjett. En borg- arar eru blátt áfram hinn ánægði hluti þjóðarinnar. Borg- ari er maður, er hefur tóm til þess að setjast niður. Stóll er ekki stjett. En löngunin til þess að setjast of fljótt í helg- an stein getur hindrað framsókn mannkynsins. Borgur- unum hefur oft skjátlast í þessu. Borgararnir þurftu sem sagt á manni að halda, sem hjeldi í við byltinguna. Þeir fundu hann. Það var Lúðvík Filipus frá Orleans. Hann var gerður konungur og Lafayette tók að sjer krýninguna Lúðvík Filipus var sjaldgæfur maður. Það er helst að honum að ihann sat á hásæti. Takið þið af honum kongs- tignina og eftir stendur gæðamaður, svó mikill sómamað- ur að næstum er aðdáunarvert. En í sögunni er góð- menskan einhver hin sjaldgæfasta perla og má oft taka góðmennið fram yfir stórmennið. En jafnframt þeim hreyfingum þessa tímabils, sem nú hefur verið vikið að, fer ný hreyfing að bæra á sjer. utan stjómmálaflokkanna, sem svo eru nefndir. Ólga heimspekilegrar hugsunar og ólga lýðræðisandans kom saman. Bæði múgurinn og úr^alsmennirnir fundu skóinn kreppa að sjer. Draumlyndir menn veltu fyrir sjer vanda- málum þjóðfjelagsins, friðsamlega, en alvarlega. I menn- ingunni, eins og hún hefur mótast, að litlu leyti fyrir guðs boð, að miklu leyti fyrir mátt mannanna, koma sam- an mismunandi hagsmunir og mynda hai'ðan klett. Menn- irnir, sem nefndir voru, og töldu sig til ýmsra flokka, en geta allir saman kallast j afnaðarmenn, leituðust við að rjúfa þennan klett og slá af honum lifandi vatn mann- legrár hamingju. Það mun ekki undra lesandann þótt jafnaðarstefnan verði ekki rökrædd hjer í einstökum at- riðum, en aðeins drepið á hana. Þegar öllum dagdraumum og dulrúnum jafnaðastefnunnar- er burtu svift er hægt að draga meginviðfangsefni hennar saman í tvö úrlausn- arefni — að framleiða auð og að skifta auði. Hið fyrra er spurning um vinnu, hið siðara um laun, hið fyrra um starfrækslu krafta, hið síðara um skiftingu hagsældar. Hæfileg starfræksla skapar afl opinbers lífs. Góð skifting hagsældarinn hefur í för með sjer hamingju einstak- linganna. Með góðri skiftingu er ekki átt við jafna, heldur sanngjama skiftingu. Velferð þjóðfjelagsins er komin undir þessu tvennu sameinuðu. En velferð þjóð- fjelagsins er í því fólgin, að einstaklingurinn sje ham- ingjusamur, borgarinn frjáls, þjóðin máttug. England ræður fram úr fyrra viðfangsefninu. Það framleiðir auð- æfi aðdáanlega, en skiftir þeim illa. Þessi einhliða lausn hefur í för með sjer tvennar öfgar, afskapleg auð- æfi og afskaplega örbyrgð, alla hagsældina fyrir suma, allan skortinn fyrir aðra. Sameignarstefna og bændalög gjöf þykjast geta ráðið fram úr síðara viðfangsefninu. En þeim skjátlast. Deiling þeirra drepur framleiðsluna Jöfn skifting eyðir samkepninni og þar af leiðandi vinn- unni. Það er skifting slátrarans, sem drepur það, sem hann skiftir. Það að drepa auðinn er ekki það saipa og að deila honum. Fram úr báðum viðfangsefnunum verður að ráða saman og ráða vel fram úr þeim, gera úr þeim eitt úrlausnarefni. Ef einungis er ráðið fram úr hinu fyrra, koma fram Feneyjar eða England, falskur kraftur eða efnalegur kraftur, og dauðinn kemur i kjölfarið, af of- beldi, eins og hjá Feneyjum, eða af gjaldþroti', eins og verða mun um England. Og heimurinn lætur alt það deyja, sem er eigingirnin einber, alt sem mannkyninu er ekki ímynd dygðar eða hugsjónar. Þegar talað er um Feneyjar og England er ekki átt hjer við þjóðirnar held- ur þjóðskipulagið. Þjóðimar njóta ávalt virðingar vorrar og samúðar. Feneyingar munu lifa á ný og enska þjóðin er ódauðleg, þótt aðalsveldi hennar muni líða undir lok. En hvað svo sem þessu líður skulum við snúa okkur aftur að viðfangsefnunum sem fyr voru nefnd. Ráðið þið fram úr þeim báðum. Hvetjið hinn ríka, verndið hinn fá- tæka. Eyðið vesældinni. Deilið launum rjettlátlega. Kom- ið á ókeypis skyldu-uppfræðingu. Gerið vísindin að grundvelli mannlífsins. Þroskið hugann um leið og þið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.