Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.07.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.07.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 27. júlí 1927. 39. tbl. Um víða veröld. Franskir bændur. Hjer á landi er mikið talað um afstöðu landbúnaðar og bænda í þjóðfjelaginu, um hnignun sveit- anna og fólksstrauminn í bæina. T. d. hefur Lögrj. flutt um þessi mál margar greinar og m. a. haft færi á því undanfarið að birta hinar athyglisverðustu. og fróð- legustu tillögur og athugasemdir eftir höfunda úr flokki hinna yngri áhugamanna um þessi efni, sem vel hafa kynt sjer þau. En það er, eins og kunnugt er, ekki einungis hjer á landi, að mál þessi valda nú erfiðleikum og eru mikið rædd. Eins og að líkindum lætur er mönnum það einna kunn- ast, þegar um það er að ræða, að fylgjast með málum þessum er- lendis, hvernig þau horfa við í , nágrannalöndunum, sem mest er átt saman við að sælda. Það hef- ur einnig verið rakið nokkuð í Lögrjettugreinunum og bent á það, sem þaðan mætti fá til fyrirmyndar. En það er einnig fróðlegt til samanburðar að skygnast eftir því hvernig sams- konar málum líður víðar. Sjesl það þá fljótlega, að svo að segja hjá öllum þjóðum álfunnar, stór- þjóðum og smáþjóðum, verða fyrir sömu úrlausnarefnin, sömu áhyggjurnar og sömu erfiðleik- arnir. Hjer um bil alstaðar er kvartað um erfiða afkomu land- búnaðarins og um fólksstrauminn úr sveitunum í bæina. Kom ófrið- urinn einnig á mál þessi mikilli ringulreið hjá þeim þjóðum, sem inn í hann drógust, og hefur enganveginn raknað úr henni ennþá, þótt reynt sje að leggja ríka áherslu á viðreisn landbún- arins. Frakkland er gott dæmi þess hvernig búmálin ganga nú hjá stórþjóðum álfunnar. 1913 voru þar í rækt rúml. 13V^ milj. hekt- arar. En 1924 var stærð ræktaða landsins komin ofan í rúml. 9Va milj. hektara og er þó Alsace- Lorraine talið með. Fyrir stríðið gátu Frakkar sjálfir framleitt alt það hveiti, sem þeir þörfnuðust, og þeir borða mikið brauðmeti en nú þurfa þeir að flytja mikið inn. Sámfara þessari ræktunar- hnignun hefur átt sjer stað til- finnanleg breyting á hlutfallinu milli fjölda sveita- og bæjabúa. Árið 1911 bjuggu 17 milj. 500 þús. Frakkar í bæjum, en 22 milj. og 100 þús. í sveitum, en 1921 bjuggu 18 milj. 200 þús. í bæjum og 21 milj. í sveitum. Ef tekið er lengra tímabil, er mun- urinn ennþá meiri. Árið 1848 voru um 75% Frakka sveitamenn, árið 1921 aðeins 53%. Bústofn franskra bænda hefur einnig þorrið nokkuð á síðari árum, en tilfinnanlegast sauðfjenaður, sem fækkað hefur um rúman þriðj- ung (var 16 er 10 milj). Þetta er samt ekki því að kenna, að franska bændur bresti dugnað. Þeir eru þvert á móti sagðir mjög iðnir og atorkusam- ir en gera litlar kröfur til lífsins þæginda. 1 landinu eru um 8 milj. sjálfstæðir jarðeigendur og fjórð- ungur þeirra á jarðir, sem eru minni en 15 ekrur. En ræktunar- aðferðirnir eru oft úreltar og vjelar lítið notaðar og franskir bændur nokkuð einrænir og oft tortrygnir gagnvart fjelagsskap og samtókum. Ýmislegt er samt til þess gert af hálfu hins opin- bera að koma búnaðinum í ný- tískuhorf og hjálpa bændum til þess fjárhagslega að fylgjast með tímanum. M. a. er öflug hreyfing í þá átt, að vatnsafl landsins, sem er mikið, verði hag- nýtt í stórum stíl í sveitunum, til raflýsinga og ýmsra starfa. En franskir jarðeigendur taka flest- ir fremur treglega slíkri ný- breytni, þeir vilja vinna hver að sínu og búa hver að sínu með gamla laginu. Oft hefur bændum samt verið borin of illa sagan, t. d. í Jörð (La Terre), hinni frægu sögu Zola. Margir bestu menn Frakka hafa verið og eru bænda- synir. Forsetinn er t. d. smá- bóndasonur. Og þótt þeir streymi til bæjanna dregur þá sífelt römm taug til sveitanna. Bóndinn er mikilsverðasti og áhrifamesti maður Frakklands, segir Sisley Huddleston, nákunn- ugur maður, sem nýlega hefur skrifað stóra og fróðlega bók um Frakkland og Frakka. Og bónd- inn finnur vel til þess hversu mikilsverður hann er, segir H. ennfremur og milli hans og bæjar- mannsins eru sífeldar skærur. Bæjabúar kenna bændum um dýrtíðina, því þeir haldi uppi verðinu í nauðsynlegustu mat- vörum en ýmsir stjórnmálamenn úr báðum meginflokkum leggja bændum lið. Þessi togstreyta hef- ur stöðugt átt sjer stað, en magn- aðist mjög eftir ófriðinn. Stjórn- mál láta bændur sig annars litlu skifta beinlínis, en óbeinlínis móta þeir mjög alt þjóðlífið. Kommun- istar og socialistar hafa ráðgert það hvað eftir annað, að snúa bændunum til sinnar trúar. En úr því hefur ekki orðið. Skipulag það, sem bændurnir búa við er, miklu meira en hinn eiginlegi kapitalismi, í beinni andstöðu við jafnaðarstefnun. Hvernig svo sem atvinnulíf Frakklands breytist, heldur landbúnaðurinn áfram að vera máttarstoð þess og bænd- urnir áhrifamestu menn þess. Landbúnaður, ntanngildi og menning. Búskapur er alstaðar erfiði. En hann er menning, segja margh mætir menn, hann er sá þáttur þjóðlífsins, sem mest heldur við manngildi þjóðanna. 1 kaflanum hjer á undan er sagt nokkuð frá búskap og bændum einnar stór- þjóðarinnar í Evrópu. En það er einnig fróðlegt til samanburðar að kynnast málum þessum víðar. Lögrj. hefur áður sagt dálítið frá aðalriti Keyserlings greifa, einskonar heimspekilegri ferða- bók, skrifaðri eftir minningum um ferð umhverfis jörðina. Hann veitir mörgu athygli og skrifar um það einkennilegar og skemti- legar hugleiðingar. M. a. víkur hann á nokkrum stöðum á bu- skap og bændalíf. Nú ber lestin mig yfir endalausar sljettur, seg- ir í Ameríkukaflanum. Jeg hef aldrei sjeð svo ötullega unnið og sjaldan jafn skynsamlega. Eng- inn bóndi í Kansas virðist leyfa sjer leik í búskapnum, eins og bændurnir í Evrópu gera oft, þegar þeir af einskærri búgleði reka búskapinn of dýrt, byggja of stórt, eða láta stórar spildur ónotaðar af fegurðarástæðum eða ræktarsemi. En vesturheimsbónd- inn er heldur ekki smámuna- eða sítingssamur, eða íhaldssamur af í því að hann þori ekki að leggja ! í áhættu. Ekkert er gert nema það heppilega og það er gert ríkulega. En þá sjaldan að jarðir eru bygðar án þess, að vera bein- línis ætlaðjar til fjárgróða, eru þær oft fegurri en títt er í Norður-Evrópu. Amerískir bú- menn eru í sannleika stórbrotnir menn og sjerkennilegir. Þeim. einum bænda, virðist það sjálf- sagt, að framkvæmdaþrekið sje besta reks'tursaflið, að víðsýnin, jafnvel á kostnað náungans, sje þolanlegri en aðsjál skammsýni. Þetta eru þróttmiklir menn, sem vita hvað þeir vilja. En þá vant- ar alla þá siðgæðiseiginleika, sem aðla svo mjög búmenn erfðajarða í fornum menningarlöndum. Erfðaherra riddaraslots eða gam- als bændabýlis er búskapurinn hjartans mál, þó hann aldrei nema beiti einnig allri hagsýni Hann er jörðinni skuldbundinn. Hann ræktar hana fremur hennar vegna en sín, eða hugsi hann um sig á hann ekki við persónu sína heldur ætt. Starfsemi hans á því dýpt þá og festu, sem aðeins fæst með því að eiga rætur í því sam- bandi við náttúruna, sem hafið er yfir einstaklinginn og þá verða í eðli mannsins stórfeldir þeir eiginleikar, sem bera vott þessu sambandi, en það eru bestu eigin- leikarnir. Þess vegna er köllun búmannsins rjettilega talin hin göfugasta af hagnýtum störfum, hun'gerir manninn dýpri og fast- ari. En í Bandaríkjum Ameríku er búskapurinn iðkaður á borð við annan iðnað. En merki landbún- aður ekki meira en það, að græða megi á honum peninga, er hann meiningarlaus. Að manngildi stendur vesturheimsbóndinn ekki á hærra stigi en iðnrekendur hvar sem eru í veröldinni nema síður sje, þ. e. a. s. persónuleiki hans er yfirborðslegur, hann er vjel sem framleiðir peninga. Frá þessu hvarflar hugurinn til Kína. Þvílíkur munur. 1 Ameríku er búskapurinn einskær atvinnu- vegur, í Evrópu atvinnuvegur á siðgæðisgrundvelli, í Kína er hann blátt áfram sú mynd, sem sið- gæðið birtist í. Efnalegt gengi hans kemur þar tæpast til greina. 1 Kína heyrir einstakling- urinn fjölskyldunni til og fjöl- skyldan ættinni, ættin landinu, jörðinni, semi hún býr á. Torfan er heldur ekki lífvana, hún er jarðnesk ímynd alls. Frá sjónar- miði efnalegs hags virðist kín- verskur landbúnaður meiningar- laus. Á honum er þrotlaus halli. En honum eiga Kínverjar að þakka sjerkennilega siðgæðiseig- inleika sína. Frá því sjónarmiði stendur hann amerískum búnaði framar. Ameríski búskapurinn gerir menn ríka, en flatlynda og þurra. Kínverskur búskapur er basl, en skapar merkilegt mann- gildi. Jafn einkennilegur sveitasvipur sjest hvergi eins og í upplöndum Kína. Hver teigur er ræktaður. samvitskusamlega unninn, upp á efstu hæðir, sem stallar hafa ver- ið gerðir í, eins og í pyramidum Egyptalands. Leirbæir þorpanna falla inn í landslagið, eins og þeir væru gerjðir af náttúrunnar völd- um. Alstaðar er bóndinn við verk, sístarfandi, natinn og ið- inn. Samt hvílir yfir landinu ó- umræðilegur friður. Hjer um bil á hverjum akri er leiði. Aftur og aftur verður plógurinn að beygja í lotningu og ræktarsemi fyrir legsteinana. Slíkur búskapur er hvergi til annarsstaðar. Alt líf og allur dauði renna saman á sama akrinum. Maðurinn heyrir akrinum til, akurinn ekki mann- inum, og hann sleppir aldrei börnunum. Þótt fólkinu fjölgi flytur það ekki burt af jörðinni, en ræktar hana ennþá ákafar en áður, til þess a§ knýja fram í erfiði naumar gjafir náttúrunn- ar. Og þegar það deyr, hverfur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.