Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.08.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.08.1927, Blaðsíða 2
2 Lö GRJETTA r LÖGRJETTA Deilunr í Búniðrljelaiiii. i •———---------------------* i LÖGRJETTA Útgefandi og riUtjóri {’oritelin Glilaim Þingholt**tr»tl 17. Sími 178. Innhelmta og afgreiðsla 1 ÞiogholUstrseti 1. 8imi 185. I r------------------------il ingar eru víða um lönd út af því að ákveðið hefur verið að lífláta tvo menn í Ameríku, sem dæmd- ir voru fyrir morð, en ýmsir telja saklausa. Flotamálaráð- stefnunni er lokið árangurslaust, en byrjað að undirbúa aðra, sem halda á 1931. Um skattamái. V. Niðurl. Það er sannfæring mín, að ekki eigi að svo stöddu að gera aðrar breytingar á skattalöggjöf vorri en þær, sem miða að því, að skatturinn komi sem rjettlátast niður á skattgreiðendur, og að enginn geti sloppið við lögmætar skattgreiðslur. Skal jeg að lokum benda á að- eins örfá atriði til breytingar, sem mjer hafa til hugar komið. Um eignaf ramtalið: Hverri eignaskýrslu ætti að fylgja vott- orð um skuldir gjaldþegns frá skuldeigendum. Einnig sundur- liðuð skýrsla yfir lausafje hans (húsgögn, áhöld, vjelar o. s. frv.). Þá væri bráðnauðsýnlegt, að bönkum og sparisjóðum væri gert að skyldu, að gefa öllum yfir- skattanefndum á landinu, svo og skattstofunni í Reykjavík, ná- kvæma skýrslu við hver áramót um innieignir manna við þessar lánsstofnanir, þó þannig, að hver yfirskattanefnd, sem og Skatt- stofa Reykjavíkur, fengi aðeins vitneskju um þetta fyrir sitt eigið umdæmi. Með þessu væri nokkumveginn trygt, að sparifje landsmanna kæmist eigi undan skatti, sem er óviðeigandi. Hafi hver skattþegn það á meðvitund sinni, að yfirskattanefndinni í hans umdæmi sje fyrirfram kunn- ugt um sjóðeign hans, getur hann ekki haft tilhneigingu til þess að draga hana undan framtali að neinu leyti. Og þetta verðui naumast trygt með öðru móti en þessu. En þætti ekki gerlegt, að taka þetta þarfa ákvæði upp í tekjuskattslöggjöf vora, sýnist ekkert undanfæri að skylda bank- ana sjálfa og sparisjóðina, til að innheimta einhvern ákveðinn skatt af þeim arðberandi inneign- um landsmanna, sem eru í þeirra vörslum. Loks legg jeg það til um eignaskattinn, að hann verði eitthvað hækkaður. T. d. er hin skattfrjálsa eign altof mikil, og ætti minsti skattur að miðast við hverjar 1000 krónur skuldlausar. Um tekjuframtalið: Þar mæli jeg eindregið með þeim skatta- álögureglum, er hingað til hafa verið starfræktar hjer í öll þau 5 ár, sem lögin um tekju- og eignaskatt hafa staðið. Sá rjett- láti og góði grundvöllur, að byggja skattinn á nettótekjum, þegar búið er að draga allan til- kostnað frá við að afla „hreinu“ teknanna, hefur verið reyndur í flestum eða öllum menningarlönd- um, og hvarvetna gefist vel. Ástæðulaust væri því fyrir oss, að vjefengja þenna skattagrund- völl, eða nema hann úr gildi. Hinsvegar er sjálfsagt að gera alt, sem hægt er, til þess að eng- inn sleppi undan rjettmætum og löglegum skatti. Og eins og áðuv er tekið fram, er í því efni lang- mest komið undir sjálfum skatta- nefndunum. Jeg get ekki dulið, að mjer finst hálf óeðlilegt að skattgreið- endur skuli ekki fá til persónu- frádráttar það, sem þá kostar að lifa. Og í þessu sambandi get jeg þá vel viðurkent, að öllu dýrara sje að framfleyta sjer og sínum í kaupstöðum en sveit. Má vera, að ekki fyndist tækilegt að gera neina breytingu á þessu atriði, en athuga má það, eins og svo margt annað í skattalögunum, ef þeim yrði eitthvað breytt á ann- að borð. — Að síðustu finst mjer ekkert á móti því, að leitað væri um- sagnar allra skattanefnda á land- inu og skattstjórans í Reykjavík á því, hvað reynsla undanfarandi ára hefði kent þeim, að betur mætti fara um framkvæmd tekju- og eignaskattslaganna. Væru svo þessar umsagnir, þær er fengjust, hafðar til hliðsjónar og glöggvunar, þegar að því kæmi að farið yrði að endurskoða og umbæta skattalöggjöf vora. Jóhannes Ólafsson. Tvær erlendar konur, sem við íslensk fræði fást, hafa dvalið hjer í sumar, þær ungfrú Buck- hurst, sem samið hefur ísl. mál- fræði á ensku, sem getið hefur verið í Lögrj. og dr. Sophie Krijn, frá Amsterdam, sem ritað hefur um ýms efni í ísl. fornbók- mentum. Eftir Eyjólf Jóhannsson fram- kvæmdarstjóra Mjólkurfjelagsins er nýkominn út bæklingur sem heitir Hneykslið í Búnaðarfjelag- inu. Ræðir þar enn um deilumálin í B. 1. sem sætst var á í síðasta Búnaðarþingi og flestir töldu að þar með væru úr sögunni. En E. J. telur að málalokin á Búnaðarþingi hafi verið mjög óviðunandi og óhrein og megi ekki svo skiljast við flókið æsingamál í opinberu fjelagi, enda sje tvískifting bún- aðarmálast j órastarf sins óheilla- vænleg og til útgjaldaauka. Seg- ist höf. hafa borið fram till um það á nýafstöðnum aðalfundi B. I. að mál þetta yrði upplýst, en henni verið vísað frá með rök- studdri dagskrá og skírskotað til sættarinnar. Efni bæklingsins er annars að sumu leyti uppprentun blaðagreina höf. um málið, en að nokkru leyti brjefaviðskifti við Norsk Hydro. Fjallar bæklingur- inn bæði um áburðarmálið og um þúfnabanana. Um áburðarmálið segir, að auk þess, sem S. S. hafi farið .rangt og óleyfilega að ráði sínu um ráðstöfun áburðarsölunn- ar, hafi Nathan & Olsen, sem hann fjekk söluna í hendur orðið til þess að hækka verð hverrar tunnu um nálægt 6 kr. En nú sjeu annars orðin þau tíð- indi erlendis um þessi mál, að Norsk Hydro sje ekki lengur jafnnauðsynlegur viðskiftaaðili í þessum efnum og áður, því þýsk- ar verksmiðjur sjeu famar að framleiða kalksaltpjetur, fyllilega jafngildan Noregssaltpjetri, en ódýrari. Um þúfnabanana segir, að þeir hafi að vísu unnið stór- I i : m \ f mikið að ræktun en samt vafa- samt hvort þeir sjeu hin rjettu ræktunartæki fyrir bændur al- ment. En starfræksla þúfnaban- anna, einkum þess sunnlenska, hafi farið mjög í ólestri fjárhags- lega hjá B. 1. og ýmsum ein- stökum mönnum, sem þeir unnu fyrir, verið gefið eftir stórfje. „Útkoman á rekstri þúfnaban- anna varð sú, að þeir voru að sliga Búnaðarfjelagið; hefði það bókstaflega orðið gjaldþrota, ef þúfnabönunum hefði ekki verið laumað yfir á ríkið“. Hefur Lögrj. áður sagt frá þessum málum öllum, bæði frá sjónar- miði S. S. og gagnrýnenda hans og því rjett að lesendur, sem enn vilja fylgjast með málunum, fái vitneskju um bækling E. J. Þótt margir sjeu annars orðnir þreyttir á deilunum. ----o—— Söng’ur. Pjetur Á. Jónsson söngvari-hef- ur sungið hjer nokkrum sinnum undanfarið og eru nú 6 ár síðan hann kom heim hingað seinast. Á hann heima í Þýskalandi og syngur í söngleikhúsi í Bremen við hinn besta orðstír. P. J. varð til þess að halda fyrstu söng- skemtunina í hinum nýju húsa- kynnum Gamla bíós fyrir húsfylli og naut rödd hans sín ágætlega þar. Á söngskránni þá voru sex lög úr söngleikjum eftir Tshai- kowsky, Puccini, Verdi, Leonca- vallo og Wagner (óperunni um Sigurð fáfnisbana) og fjögur lög eftir Strauss og Schumann (þ. á. m. Hermenn keisarans eftir Heine), en að auki söng hann Sverri konung. Pjetri var vel fagnað, enda vinsæll söngvari frá gömlum tímum, og rödd hans er óvenjulega þróttmikil og glæsileg hárödd. Emil Thoroddsen aðstoð- aði smekkvíslega. \ ----o----- | Geir Sæmundsson vígslubiskup. I gær andaðist á Akureyri Geir Sæmundsson vígslubiskup Hóla- stiftis. Hafði hann nýlega setið prestastefnu hjer syðra og síðan haft forsæti prestafundar norðan- lands. Með honum er fallinn frá einn af kunnustu virðingamönn- um íslensku kirkjunnar og vin- sæll kennimaður. Hann var fædd- ur 1. september 1867, sonur Sæ- mundar Jónssonar prófasts í Hraungerði (d. 8. maí 1896). Hann varð stúdent 1887 en guð- fræðiskandidat frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1894, en vígðist 23. des. 1896 til Hjaltastaðar í Fljóts- dalshjeraði og varð prestur á Ak- ureyri aldamótaárið, eftir Matth. Jochumsson, en 8. júní 1907 varð hann prófastur í Eyjafjarðar- sýslu. Hann var kosinn vígslu- biskup af norðlenskum prestum, er vígslubiskupsembættin voru stofnuð með lögum frá 1909 og vígður á Hólum 10. júlí 1910, að viðstöddum 30 prestum og mikl- um fjölda leikmanna, um 1000 manns. Bar hann þá hina gömlu biskupskápu Jóns Arasonar. Kona G. S. var Sigríður Jónsdóttir I Pjeturssonar dómstjóra og var í hún dáin á undan honum. Eign- uðust þau 3 böm. Geir vigslu- biskup ljet ýms kirkjumál til sín taka, var víðlesinn maður og áhugasamur, en einkum söngelsk- ur og sjálfur raddmaður ágætur og var viðbrugðið söng hans og tóni, og þótti þeim sem heyrðu söng hans og tón á bestu árum hans, að rödd hefði borið fyrir eyru sjer, þá er þeir hefðu eigi slíka fyr heyrða og heldur mætti hún þykja engla röddum lík en manna eins og gamlar sögur segja um hinn helga Jón Hóla- biskup. ----o---- Ijúsúriíúújr nlir. Jeg verð að láta það eftir mjer að vaka eina nótt inni í fjalla- óbygðum þegar Ijósið hefur sín æðstu völd hjer á landi — á landinu litla, en farsæla, sem fær of lítið af ljósi til þess að gróður þess dafni vel. Jeg verð að fá að horfa eina nótt á hin gullkögruðu skýjabönd er hægfæra vaka í ljósálfa draumi á meðan sól er hálf í hafi. Himininn roðnar við slíka sjón eins og bam er óttast að gullin sín munu ætla að sökkva ofan í djúpið mikla. Það er eins og himnanna tjaldskör lyftist upp til hálfs svo að himnanna búar fái að horfa á þessa dýrðarsjón. Kvöldljóminn kallar mig á ein- mæli og sýnir mjer fásjeða hluti. Jeg lyftist upp í sæti mínu og einhver mjúk snertandi hönd hrífur mig með sjer langt, langt út í ósýnisbláinn. Jeg fel mig í faðmi þínum, því mjer ofbýður þögnin mikla og hið ótæmandi óendanlega djúp á milli lífs og dauða. Þar sem ei* eilíf þögn þar er eilífur dauði. Því er það vara- samt að tilbiðja þögnina. Dagómamir dvína og hljóðna, því dýrðleg stund er í nánd. Dagsbrúðir er að kveðja hæðir, fjöll og foldargeim og litlu blóm- in á bala grænum drjúpa nú höfði eins og barnið er grætur eftir móður sinni, sem hvarflar frá þvi í bili. Ó, þú Ijóskrýnda sumamótt með gullbridduð skýjabönd hæst á himni uppi með brosandi rós- um. Hve ljúflegur er þinn andar- dráttur, þegar lífið og lífsaflið er á uppgöngu —- þegar þú lyftir brjóstum þínum hægt og rólega, svo að endurnærandi loft þitt streymir um sálu mína, svo að hún fær nýjan þrótt, að halda áfram lengra og lengra inn eftir lífsins brautum? Eða ert þú einn af þeim, sem ímyndar sjer, að þú þurfir að binda þig vissum böndum svo þú dettir ekki í sund- ur. Ertu ekki þroskaðri en það, að þú þurfir að binda utan um ljósið, sem á að lýsa þjer langt út yfir höfin breiðu. Dularfulla nótt með dulklædda ásýnd og ráðgátu rúnir sem eng- inn fær ráðið, því ljóshvörf þín lýsa upp þokubólstra og býr til úr þeim lýsandi gulltöflur, sem hjer og þar taka sjer sæti á lág- nættishimninum. Lýs mjer þú þögula nótt, svo að jeg fái ráðið þínar huldu rúnir og gefið öðrum að dreypa á gullskál þinni. Frið- sæla bjarta sumamótt, sýndu mjer gullin þín, sem að glóa og lýsa ljúfustu vonunum mínum, sem bíðandi mæna eftir fagur- roða lifandi ljóss. Gefðu mjer meira af hinu hreina ilmþrungna lofti sem um mig leikur. Marg- V. Hugo. VESALINGARNIR. sambandi við Thénardiersfólkið og gat því verið tengilið- ur milli fangelsanna, þegar hún heimsótti Epónínu. En einmitt um þetta leyti var dætmm Thénardiers slept lausum, vegna þess, að ekki fengust nægar sannanir gegn þeim. Sat þá Magnon fyrir þeim, þegar þær komu úr fangelsinu og fjekk Epónínu seðilinn, sem Brujon hafði sent Babet og bað hana að grenslast eftir málinu. Epón- ína fór til Plumetgötu, fann grindumar og garðinn, lædd- ist þar og njósnaði en varð einskis vör. Skömmu síðar færði hún Magnon tvíböku. En tvíbaka merkir í fang- elsamálinu, að ekkert sje hægt að aðhafast eða ekkert sje að græða. Viku seinna mættust þeir Babet og Bmjon í fangelsisgöngunum, þegar annar þeirra kom frá yfir- heyrslu, en hinn fób til yfirheyrslu — Jæja, P.-gata? sagði Brajon. — Tvíbaka svaraði Babet. Þannig varð ekkert úr glæp þeim, sem Brujon hafði í huga. En fyrir- ætlunin hafði aðrar afleiðingar, sem síðar verða raktar. Maríus kom hvergi. Með höppum og glöppum hitti hann samt Mabeuf kirkjuvörð. Á síðari árum var af hon- um gengið, þessum kyrláta manni. Hann hafði áður um skeið haft ofan af fyrir sjer með því, sem inn kom fyrir grasarit, sem hann hafði samið. En nú vildi enginn fram ar kaupa „Flóru Cauteretz“. Síðan reyndi hann að rækta indigó, en það mistókst. Vegna gjaldþrots málfærslu- manns eins misti hann aleigu sína, tíu þúsund franka. Hann bjó nú í kofa skamt frá Salpétriére. Þar hafði hann hinar gömlu bækur sínar, sem fiann vildi síst af öllu missa, ráðskonu sína, sem hann kallaði Plutark gömlu, og hinar sjaldgæfu plöntur, sem hann ræktaði í garðholu, sem kofanum fylgdi. Til morgunverðar hafði hann nú ekki annað en tvö linsoðin egg, og fekk ráðskonan annað þeirra, og opt var þetta aðalmáltíð hans. Hann var um áttrætt. Kvöld eitt, er hann sat í garði sínum og blaðaði 1 einni af gömlu bókunum sínum, kom fyrir hann undar legt atvik. Dögum saman hafði ekki komið dropi úr lofti. Hann hafði ekki haft þrek til þess að vinda skjóluna upp úr brunninum og plöntumar þjáðust því af þurki. Hann var að andvarpa yfir þessu þegar hann heyrði skrjáfa í runni, eins og villidýr hlypi í gegnum hann, og há og mögur stúlka, — sem síður líktist manneskju en einni af verum rökkursins, — stóð frammi fyrir kirkju- verðinum. — Jeg skal vökva garðinn fyrir yður, sagði hún, og áður en Mabeuf gæti náð ,sjer af undrun sinni. hafði hún undið skjóluna upp úr brunninum, fylt vatnskönnuna og farið að vökva reitina. Hún flögraði berfætt og tötraleg stað úr stað, eins og leðurblaka. — Guð blessi yður, sagði Mabeuf þegar hún var búin, jeg vildi að jeg gæti gert eitthvað fyrir yður. — Það getið þjer. Segið þjer mjer hvar hr. Maríus á heima? — Hr. Maríus. Baron Maríus de Pontmercy? Ja, hvar á hann eiginlega heima? Svei mjer ef jeg veit það. Jú, dokið þjer við. Hann gengur stundum út á Lævirkjaengið. Þjer getið sjálfsagt hitt hann þar. I sömu svifum hvarf stúlk- an og Mabeuf var ekki einu sinni viss um, að það væri mannleg vera, sem vökvað hafði garðinn hans. Nokkrum dögum seinna fór Maríus á sinn venjulega stað til þess að láta sig dreyma um „hana“. Þar var hann flestum stundum og mátti fremur segja, að hann ætti þar heima, en hjá Courfeyrac. Ilann hafði setst niður á bekk og hlustaði á þys þvottakvennanna beggja megin árinnar eða fuglakvakið í álmviðunum. En alt í einu heyrði hann rjett hjá sjer rödd, sem hann kannaðist vei við — Hananú, þama er hann, var sagt. Hann leit upp og sá Epónínu. Hún var fátækari og fegurri en þegar hann sá hana síðast. Tötrar hennar voru nú þremur mánuðum eldri en morguninn sæla, þegar hún kom inn til hans, rödd hennar var jafn hás og augnaráð hennar jafn óákveðið. I hári hennar voru hálmstrá og hör, því hún hafði sofið í hlöðu. En samt brá æska hennar yfir hana nokkurri fegurð. Er hún hafði horft á Maríus um stund sagði hún — Jæja, það var gott að jeg fann yður. Þjer ættuð að vita hvað jeg hef leitað mikið að yður. Vitið þjer, að jeg hefi setið í fangelsi í hálfan mánuð? En þá máttu þeir til að sleppa mjer, V* 1 J^g hafði ekkert gert. Þjer eigið víst ekki lengur heil'a á gamla staðnum? En af hverju gangið þjer með sv«la gamlan hatt? Ungur maður eins og þjer ætti að vera vejtil fara. Vitið þjer að Mabeuf gamli kallar yður barón? i,ri þjer eruð það ekki, er það annars? Barónar era gajflr skröggar, sem ganga fyrir framan höllina í LuxembU1 kgarðinum og lesa blöð. Jeg fór einu sinni með brjef til eins sísona baróns. Hann var víst meira en hundrað árð En hvar eigið þjer annars heima, herra Maríus? Haín svaraði engu, en hún ljet dæluna ganga. — Það er 8at á skyrtunni yðar. Komið þjer, jeg skal taka í það. I^ð lítur ekki út fyrir að þjer sjeuð neitt fegnir því að sj l mig. En jeg veit vel hvernig jeg get fjörgað yður upp. Við hvað eigið þjer? — Þjer voruð vanir því að þúa núí - — Jæja, við hvað áttu þá? — Hún beit á vörina, einS °g hun ætti í stríði við sjálfa sig, en sagði loks — Jæja, IVað um það. Þjer eruð angur- vær og jeg vil að þjer sje1® klaður. Munið þjer það, að þjer lofuðuð því, að gefa 1,1 Jer hvað sem jeg vildi ef jeg gæti sagt yður hvar ein stúlka ætti heima. Maríus spratt upp og greip hönd |ieilnar — Já, þú skalt fá alt, sem þú vilt. Hvar á hún lFinia? — Jeg veit ekki vel hvað staðurinn heitir, en jeg húsið. Komið þjer með mjer. Hún dró að sjer hen^iaa og sagði í ólundartón, sem Maríus tók samt ekki eftii Æl, nú eruð þjer svo glað- legur. Maríus greip um h»i ^egg hennar og sagði — Einu verðurðu að lofa mjer hát^ega. Þú mátt engum öðrum segja frá heimilisfanginU aHra síst föður þínum. — Pabba! Hvað varðar mig lítl hann. Svo er hann í stein- inum. En sleppið þjer niler- Hún gekk nokkur skref, stansaði svo og sagði — W:.r ^egið ekki ganga svona ná- lægt mjer. Það er ekki s#1*'1^^, að ungur maður eins og þjer fylgist með þessháttat stúlku eins og mjer. Svo gekk hún aftur áfram og sagði hess að líta við — Þjer mun- ið, þjer hafið lofað mjer F'hkru? Maríus leitaði í vösum sínum. En hann fann ekKert nema fimm frankana, sem ætlaðjr voru Thénardier. íaílri laumaði þeim til Epónínu. En hún henti þeim frá sjer og sagði — Jeg vil ekki pen- ingana yðar. Þriðja bók: Húsið í Plumetgötu. Um miðja síðastliðna öld ljet dómstjóri einn, sem leyna vildi því að hann ætti ástmey, útbúa lítið hús í afskekri götu, sem nú heitir Plumetgata. Á fyrstu hæð voru tvö allstór herbergi, og tvö minni uppi á lofti og eldhús og nokkur smáherbergi. En út að götunni snen garður og grindur fyrir. En að húsabaki, hinum megin í garðinum, var lítil tveggja herbergja íbúð, og gat þar, ef á þurfti að halda, búið bamfóstra og bam. En úr þessari íbúð lágu göng gegnum runna og að leynidyrum, sem lágu út í hina kyrlátu Babylonsgötu. Þótt einhver tæki því eftir, að dómstjórinn hvarf á degi hverjum, gat hann ekki grunað, að það, að fara eftir Babylonsgötu væri sama og að fara í heimsókn í Plumetgötu. Heppileg lóðakaup gerðu dómstjóranum það kleift að koma þessum leyni- göngum fyrir á sjálfs sín landi og engum þeim, sem hann seldi síðar skákir í kringum sig, grunaði að slík göng lægju hinum megin við landamerkajagarðinn. í október 1829 hafði maður einn við aldur, sem kallaði sig Fauchelevent, tekið hús þetta á leigu með öllum búnaði eftir að það hafði staðið autt um nokkur ár. Hann ljet gera við leynigongin og dyrnar, sem farnar voru að hröma og fluttist svo þangað ásamt ungri stúlku og gamalli vinnukonu. Leigjandinn var Jean Valjean, unga stúlkan Cosetta. Vinnukonan hjet Toussaint og hafði hann tekið hana úr neyð og fátækt. Hún stamaði. Þetta fólk þurfti ekki að óttaast þvaður nágrannanna, því þeir voru engir. húsið var svo einangrað. Ástæða þess ,að Jean Valjean fór úr klaustrinu, þar sem hann lifði í hamingjusömu næði, var sú, að lengri dvöl þar gat hæglega orðið til þess, að Cosetta yrði nunna. En honum virtist það ekki rjett, að láta hana enga vitn- eskju fá um lífið utan klausturveggjanna og þrengja henni þannig í stöðu, sem ef til vill væri ekki köllun hennar. Þegar hún hafði notið góðs uppeldis þar í fimm ár greip hann færið, þegar gamli Fauchelevent andaðist og kvaddi príórissuna, ljet klaustrinu \eftir 5000 franka, og fór leiðar sinnar með barnið við aðra hönd sjer, en í hinni hjelt hann á tösku, en lykilinn að henni skildi hann aldrei við sig. Jafnframt húsinu í Plumetgötu tók hann á leigu tvær aðrar litlar íbúðir, sína í hvorum bæjarhluta, og var þar á víxl nokkrar vikur í senn. Þóttist hann þá vera ofan úr sveit, en dvelja um stundarsakir í borginni. I aðalíbúð sinni í Plumetgötu hafði hann fengið Cosettu og vinnukonunni framhúsið, en var sjálfur í bakhúsinu. Herbergi Cosettu voru búin góðum húsgögnum úr tíð dómstjórans og ýmsum hlutum við hæfi ungra stúlkna. Sjálfur ljet hann sjer nægja rúm, furuborð, tvo strástóla, vatnskönnu og nokkrar gamlar bækur. í einu hominu stóð taskan hans. Hann lagði aldrei í ofn hjá sjer, en íbúð Cos- ettu var vel hituð á vetrum. Með miðdagsmatnum Ijet hann ávalt bera sjer rúgbrauð. Þegar Toussaint kom í vistina sagði hann við hana — Það er ungfrúin, sem er húsráðandinn. — En hvað eruð þjer þá, he-he-herra? — Jeg er faðir. Á hverjum degi fór hann með Cosettu í Luxembourg- garðinn og á hverjum sunnudegi til messu í kirkju, sem var langt í burtu og allir fátæklingar þar í nánd þektu hann. Þrisvar eða fjórum sinnum á ári fór hann í her- mannabúning og gegndi herþjónustu, þótt ekki væri hann skyldur til þess aldursins vegna. En honum fanst þessi búningur leyna sjer vel. Hann var líkastur fyrverandi herforingj a þegar hann gekk út með Cosettu. En þegar hann fór einsamall út á kvöldin var hann oftast í verk mannabúningi. Cosetta var svo vön sjervitsku hans, að hún tók tæpast «ftir henni. En Toussaint leit upp til hans eins og heilags manns og þótti alt það harla gott, sem hann gerði. Þau notuðu ávalt innganginn frá Babylons- götu. En grindahliðið út í Plumetgötu var einlægt læst og garðurinn var í órækt, til þess, að hann skyldi ekki draga að sjer athygli fólks, og var það máske yfirsjón hjá Jean

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.