Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.08.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.08.1927, Blaðsíða 3
4 LOGRJETTA Frakklandi er kosningaraldur 21 ár. Á Þýskalandi jafnvel 20 ár. I Noregi 23 ár. í öllum þessum löndum er kosningaraldur rýmri en hjá okkur, enda þótt alþýðu- menning sje þar síst meiri en hjer. Maður furðar sig á því, að þeir menn er halda vilja hlífiskildi yfir þröngum kosningaraldri, skuli ekki einnig vilja hafa tak- mark fyrir aldurshæð. Það er í rauninni spaugileg stjórnmála- vitska, að líkamlega og andlega hrum gamalmenni, eru viljalaus lokkuð á kjörfund, og eru þá oft leiksoppur í höndum einstakra manna, en andlega sjálfstæðu og dugandi fólki er bönnuð þar þátt- taka. Blund-Ketill. The Common Weal. Þannig nefnist enskt mánaðar- rit, sem frá því er það hóf göngu sína fyrir tæpum þrem árum hef- ur nálega í hverju hefti flutt eitthvað það er snert hefur Is- land; stundum að vísu ekki ann- að en stuttar frjettaklausur upp úr biöðunum eða eitthvað viðlíka lítilsvert, en stundum líka nokkuð langar og ekki með öllu ómerki- legar greinar. Hefur Mr. Howard - Little, sem Reykvíkingum er að góðu kunnur, skrifað nokkrar þeirra. Eigandi og ritstjóri þessa tímarits er merkiskona, Mary D. Howell að nafni, og má panta það beint frá henni, en heimilisfang hennar er 5 Brockwell Park Gardens, London, S. E. 24. I júlíheftinu í sumar var grein um Thoru Melsteð. Að miklu leyti er það þýðing á grein þeirri um hana, eftir Boga Th. Melsted, sem birtist í Berlingske Tidende 4. maí 1919. En þó er hún löguð eftir því sem talið hefur verið að henta enskum lesendum, nokkuð felt úr henni en öðru aukið við í staðinn. Má sjá á brjefum sem hingað hafa borist að grein þessi hefur vakið töluverða athygli meðal enskra lesenda, og þykir þeim að Thora Melsteð hafi verið hinn mesti skörungur. Sjálfri hef- ur Mrs. Howell auðsælega fundist meira en lítið til um hana, því hún vill að íslenskar konur beiti sjer fyrir samskotum til þess að reist verði líkneski af Thoru Mel- steð, og bendir á að auðvelfc mundi að fá alþjóðahluttöku í þeirri fjársöfnun. Vill hún að líkneski þetta verði afhjúpað sumarið 1930, þegar hjer verði þúsundir erlendra gesta, og telur að sú athöfn mundi vekja mikla athygli og hvarvetna verða Is- landi til sóma. Vill hún að Einar Jónsson sje fenginn til að gera líkneskið og helst vill hún að því sje valinn staður í dómkirkjunni í Reykjavík, sem hún hefur ber- sýnilega sjeð í gegnum stækk- unargler ímyndunarinnar og hugsar sjer ef til vill eitthvað svipaða Westminster Abbey! I sama heftinu er grein sem kallast The Power of Women in the Church. Höfundurinn nefnist Eunioe G. Murray, og veit jeg eigi hver hún er, en hitt er víst, að jafnmikið og nú er rætt um kirkjumálin á Englandi, þá hef- ur þó grein þessi vakið geysi- lega athygli, og það er víst óhætt að fullyrða að miklar umræður muni enn spinnast út af henni. Það leynir sjer ekki að höfundur- inn ann kirkjunni af miklum inni- leik, en þó er greinin hin grimmi- legasta ádeila á klerkavaldið og kirkjuna, bæði í nútíð og fortíð, þrungin af alvöru, hrygð og rök- studdri vandlætingarsemi. Eng- um sem les hana getur dulist það, að víðar en á Islandi er kirkjuna að daga uppi í „fúafeni kyrstöð- unnar". Prestarnir tala yfir auð- um bekkjum í kirkjum sínum og þeir kenna það tómlæti fólksins og gáleysi að það kemur ekki að hlýða á þá. Höfundur greinar- innar virðist ekki þeirrar trúar, að sú sje hin eiginlega orsök, heldur sje það hitt, að kirkjan bjóði steina fyrir brauð. Alstað- ar verði vart við leitandi þrá, sem hún geti ekki fullnægt. Þegar þannig er ástatt getur það ekki litið undarlega út í augum þeirra, sem ofurlítið þekkja hugsanalíf mannsins, að trúin á „endurkomu" mannkynsfrelsar- ans vaknar og þróast. Er þá gripið hvert það hálmstrá, sem hún getur flotið á, og því ekki að undra þótt þær sjeu ærið barnalegar og grunnskreiðar sumar „röksemdirnar" sem fram eru færðar fyrir henni. Sn. J. ------o—— Iþróttabálkur. Allmikið fjör er nú í ýmsum íþróttaiðkunum hjer í bænum, einkum sundiðkunum. En aftur á móti er áberandi hnignun í áhug- anum á þeirri íþrótt, sem lengst- um áður var uppáhaldsíþrótt fólks hjer, knattspyrnunni. I- þróttamót hafa verið haldin hjer undanfarið, og ýmsilegt verið vel unnið á þeim, þótt ekki hafi þau orðið sjerlega svipmikil, því að- sókn hefur verið minni en oft áður, enda er nú einmuna veðr- átta og nota margir hana til þess að lyfta sjer upp og fara úr bæn- um. Er þannig á síðustu tímum að myndast hjer einskonar ný tegund íþróttalífs, útilegurnar. — Þeim til fróðleiks úti um land, sem sjálfir stunda íþróttir, eða fylgjast vilja með .því, sem best gerist þar, er sett hjer skrá um met þau, sem I. S. 1. hefur síðast staðfest. Getur svo hver um sig borið þetta saman við bestu afrekin í sinni sveit og ættu íþróttamenn úti um land að tilkynna sín met til 1. S. I. Met- skráin er þessi: 50 stiku sund, frjáls aðferð, á 43.6 sek. Regina Magnúsdóttir (K. R.) sett 26. júní '27. 100 st. bak- sund, á 1 mín 51.3 sek. Sama sett 10. ágúst '26. 200 st. bringusund, á 3 mín. 57.8 sek. Sama. Sett 26. júní '27. 1000 st. sund, frjáls aðferð, á 22 mín. 1.2 sek. Sama. Sett 15. júlí '27. 400 st. bringusund, á 7 mín. 20.6 sek. Jón Ingi Guðmundsson. (Ægir). Sett 10. júlí '27. 100 st. stakksund, 2. mín. 40.5 sek. Pjetur Árnason. (K. R.) Sett 10. júlí '27. 800 stiku hlaup Geir Gígja 2 mín. 3,2 sek. Sett 19. júní '27. Loks er lengsta hlaupið 40.2 km. (maraþónhlaup) á 3 klst. 10 mín. 15 sek. Magnús Guðbjörns- son. (K. R.) Sett 29. ág. 1926. Esperanto. 19. alþjóðaþing es- perantista hófst 28. f. m. en nú eru liðin 40 ár síðan Esperanto- hreyfingin hófst. Fóru þess vegna fram mikil hátíðahöld í sambandi við þingið, í Danzig og í Varsjá. En í síðarnefnda bænum bjó dr. Zamenhof, höfundur esperanto og verður þar afhjúpað' líkneski hans. Þörfin á hagkvæmu al- heimsmáli til ýmissa milliþjóða- viðskifta verður æ brýnni og jafnframt ljósari mörgum manni. Haraldur Sigurðsson hjelt ný- lega hljómleika hjer við góða að- sókn og mikinn fögnuð. Hann er nú farinn aftur til em- bættisstarfa sinna við Hljómlist- arskólann í Khöfn, ásamt konu sinni. Hún ætlaði einnig að syngja hjer, en hætti við það, því henni barst fregn um andlát föður síns, málafærslumanns í Tjekkóslóvakíu. Dómur er nýfallinn í máli því, sem Gísli Jónsson vjelstj. höfðaði gegn M. Magnússyni ritstj. Storms. Voru ummæli M. M. dæmd dauð og ómerk og hann í 50 kr. sekt og málskostnað. Á Snæfellsjökul hafa nokkrir menn gengið í sumar í skemti- ferðum. Fyrir nokkru gengu þeir á jökulinn Ósvaldur Knudsen málari og Einar Pálsson stud, art. og með þeim ungfrú Hólm- fríður Árnadóttir og önnur kona og er sagt að þetta sje í fyrsta sinn, sem konur hafi farið í slíka jökulgöngu þarna. Sundkennari hefur ungfr. Ingi- björg Brands verið í 20 ár á þessu sumri og kent fjölda kven- fólks sund á sumrum en leikfimi á vetrum. Iþróttasambandið hefur gefið henni útskorið skrín í viður- kenningarskyni, enda hefur hún verið áhugamikill og einlægur íþróttafrömuður. Danski sendiherrann Fontenay er nýkominn úr ferðalagi um ó- bygðir við Vatnajökul. Þrettán refir lifandi voru flutt- ir hjeðan s. 1. ár og verð hvers talið um 135 kr. Ýmiskonar skinn, sútuð og hert hafa verið flutt út á þessu ári fyrir um 76 þús. kr. Þorskhausar, bein og hrosshár, hefur verið' flutt út á þessu ári •fyrir nál. 33 þús. kr. 1930. Það er mikið í munni, alt sem gerast á 1930 eða á að vera lokið fyrir þann „dómsdag þjóðarinnar". En það virðist vera öllu minna í verkinu, sem afrek- að hefir verið ennþá. Á þingvöll- um er þó farið að sljetta allstórt svæði og markað hefur verið af hátíðasvæði neðan við eystri vegg Almannagjár. Sundkóngur Islands varð eftir Islandssundið 14. þ. m. Jón Ingt Guðmundsson. Synti hann 500 stikur á 9 mín. 21,7 sek. Næstur Gjalddagi Lögrjettu varljúlí. varð Öskar Þorkelsson, 10 mín. 4,6 sek. Allmikill og góður á- hugi er nú á sundíþróttinni hjer í bænum. Hreinsaðar garnir hafa verið fluttar út á þessu ári fyrir tæpl. 34 þús. kr. Flug. Lítið miðar því áfram að flugferðir komist á hjer á landi, þótt margir hafi hug á þeim. 1 höfuðlöndum flugferðanna fer flugtækjum og flugferðum þó sí- felt fram nú. Lengst hafa menn flogið samfleytt í 52 stundir og 23 mín.; gerðu það á dögunum tveir Þjóðverjar, Lohse og Rest- iczer. Símtöl fara nu fram milli hinna fjarlægustu staða og er sífelt verið að bæta tækin. Samband er t. d. milli London og New York, milli Berlin og Buenos Aires. Hvenær skyldu austur- og vest- ur-íslendingar geta talast við í | síma? Fjórir stúdentar af 12, sem sóttu, hafa fengið ríkisstyrk til háskólanáms erlendis. En það eru þeir Leifur Ásgeirsson, sem ætlar að lesa eðlisfræði og stærðfræði í París, Þórarinn Björnsson, sem ætlar að lesa frönsku og latínu í París, Trausti Einarsson, sem ætlar að lesa stjörnufræði í Hannover og Björn Levi Björns- son, sem ætlar að lesa hagfræði j í Kiel. Islandshús í Osló. Lögrj. hefur I áður sagt frá ráðagerðum Islend- I inga í Noregi, einkum fyrir for- i göngu I.Eyjólfssonar ljósmyndara, i um að reisa Islandshús í Noregi. i Nú hefur nýlega komið fram til- ! laga um það í einu Oslóarblað- i inu, að Norðmenn gæfu Islend- ! ingum slíkt hús 1930. Hafa sum. I ir Norðmenn verið að ráðgera i ýmsar slíkar gjafir í minningu j um 1930, t. d. Snorra minnis- I merki eða stafakirkju. Alþjóða bókasýning hefur ver- 1 ið haldin undanfarið í Leipzig | og hafa tekið þátt í henni 20 þjóðir. Þar eru sýndar bækur og blöð, ýms atriði úr sögu þeirra og því, hvernig slíkt verður til. Mest hefur þó eðlilega borið á þýskri framleiðslu, enda eru Þjóðverjar öndvegisþjóð í bókagerð og fræðaþjóð mikil. Því miður var ekkert sýnt þarna af hendi ís- lenskrar bókaútgáfu. En einn Islendingur dvelur nú í Leipzig, sem leggur sjerstaka stund á bókfræði og bókverslunarfræði, ungfrú Jóna Guðbjarts. Vesalingarnir. Sagan kemur nú í hverju blaði neðanmáls yfir þvera opnu til þess að hún gangi sem greiðast, því margir óska þess. Koma nú einnig fleiri tölu- blöð af Lögrj. en áður, síðan brotið breyttist, og það fleiri, en venjulegt er um landsblöðin, svo annað efni blaðsins minkar ekkert þótt mikið komi af sögunni. Tvö blöð koma út í dag. Prentsmiðjan Aeta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.