Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.08.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 24.08.1927, Blaðsíða 2
t LÖGRJETTA LÖGRJETTA 8 LÖöRJETTA Útgcfandi og riutjóri t’oritslua tí í 11 a i o n Þin^holtsitrieti 17. Slini 178. iHBheliata og afgrreiðila 1 ÞingholUitrKti 1. Slmi 186. -O að þær voru bornar fram á tungu, sem fáir skildu. Þetta er vísind- unum til tjóns og smáþjóðunum til álitshnekkis, í bráð að minsta kosti. Það er næstum því óhugs- andi erfiði fyrir hvem ein- stakling að ætla að nema öll þau mál, sem nauðsynlegt kann að vera til þess að geta fylgst vel með í þeirri fræðigrein, sem hann fæst við. Það er heilt æfÍ3tarf, eða í rauninni alveg ómögulegt. Nauð- synin á sameiginlegu vísindamáli, eða alþjóðlegu hjálparmáli til notkunar ásamt þjóðmálunum, er aftur orðin mjög brýn. Það er tæpast hugsanlegt framar, að vekja latínu eða grísku upp til slíkra nota. Úrlausnarmöguleik- arnir eru því tveir, að nota eitt- hvert lifandi nútímamál eða eitt- hvert tilbúið mál. Þegar á 17. og 18. öld var farið að hugsa um möguleika tilbúins máls. Leibniz vann í þá átt. Á eíðasta áratug 19. aldar komu fram 30-—40 slík mál og áttu sjer skamman aldur. Volapiik, sem kaþólski presturinn Schleier fann upp varð kunnast. Nú er kunnast esperanto Zamenhofs. Notkun slíks máls væri enganveg- inn óhugsandi og það skiftir ekki máli í þessu sambandi, þótt málið sje ekki — og geti ekki orðið — „lifandi“ á sama hátt og þjóðamálin. öll ritmál eru í raun og veru að nokkru leyti „dauð“ á sama hátt og „tilbúið“ mál, samanborin við mælt mál dag- legs lífs. En eins og málum horf- ir mundi hagfeldasta úrlausnin verða sú — þótt úrlausn í es- perantoáttina sje ekki ófram- kvæmanleg — að nota eitthvert af hinum lifandi meginmálum sem sammál vísindanna. Auðvitað yrði hver vísindamaður, eins og hver mentamaður yfirleitt að geta lesið heimsmál nútímans, ensku, frönsku og þýsku. En eitt ætti að velja sem, sammál vísindanna og mundi valið þó verða mjög erfitt af mörgum ástæðum, þjóðamet- ingi o. s. frv. Paul Passy hafði reyndar sett fram þá skoðun, að stórmálin ætti einmitt ekki að nota, til þess að komast hjá stór- þjóðarígnum. Hann vildi láta nota smáþjóðarmál, sem enga þjóð- ernisöfund vekti hjá öðrum og stakk upp á norsku, seinna ítölsku eða nýgrísku (Le Maitre Phoné- tique 1903). En þetta segir V. Th. að varla verði tekið alvarlega, það sje fjarstæða, einkum um norskuna. Hann telur heppilegast að nota eitthvert stórþjóðamálið — helst ensku. Hún sje nú þegar útbreiddust allra Evrópumála, en einnig tiltölulega einfalt mál í byggingu, en orðaforðinn all- alþjóðlegur og í heild sinn hið merkasta mál. Alment vísindamál er knýjandi nauðsyn, en samt, segir Vilh. Thomsen, má ekkert slíkt mál verða viðurkent nema því aðeins, að jafnframt verði viðurkendur fullkominn rjettur hvers þjóðlegs máls — því það er dýrmætasta eign hverrar þjóðar. Síðustu fregnir. Frá París er símað, að Þjóð- verjar og Frakkar hafi gert með sjer verslunarsamning og lofar hvor þjóðin hinni mestu ívilnun, sem hún veitir. í Kína hefur Norðurherinn tekið Pukow og situr nú um Nanking. Miklir skógareldar geisa á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Kvenfólkið elskaði Jesú og dáði hann. Hann hafði yfirgefið móð- ur sína og kvæntist ekki nje batt sig tengslum við nokkra konu. En samt hlaut hann alla tíð ástúð og umhyggju kvenfólksins í ríkum mæli. Það nam staðar, er hann gekk framhjá, hlustaði með at- hygli á orð hans og ræður, beið utan við hús þau, sem hann gekk inn í, sýndi honum böm sín og festi í minni það, sem hann mælti við þau,lofaði hann í viðræð- um, snart klæði hans til þess að fá bót við sjúkdómum og þótti vænt um, ef það gat gert hon- um greiða og unnið fyrir hann. Það var algeng skoðun meðal kvenfólksins, sem í ljósi var lát- in af konunni, sem eitt sinn hróp- aði upp í mannfjöldanum: „Sæll er sá kviður, sem þig bar, og þau brjóst, er þú mylktir“. Þegar Jesús kemur í hús Lazarusar vinar síns, er það hin mesta gleði fyrir systurnar Mörtu og Maríu, sem bjuggu þar með bróður sínum. Marta gengur um beina og gerir sjer alt far um að móttakan sje sem veglegust, O Hljómleikar. Hingað er kominn á vegum Hljóðfærahússins 11 ára drengur austurrískur, Wolfi Schneiderhan, sem umtalaður er sem „undrabarn" fyrir snjallan fiðluleik sinn. Með honum er prófessor Willy Klasen pionoleik- ari og tónskáld, er víða hefir farið til hljómleika. Hjeldu þeir fyrstu hljómleika í Gamla bíó í gær, fyr- ir húsfylli og var tekið með mikl- um fögnuði. Meðal viðfangsefn- anna voru lög eftir W. Kl. sjálfan og gerður að góður rómur, en annars var aðalviðfangsefni Klasens Sonata pathétique Beet- hovens, en Wolfi Ijek m. a. verk eftir Beethoven og Paganini. Var honum óspart klappað lof ; lófa og þótti leikur hans undragóður. Þeir fjelagar halda hjer tvo hljómleika til en fara síðan til Ameríku til hljómleikahalds. en María setst við fætur Jesú og hlýðir á það, sem hann hefur frá að segja. Oft leituðu konur sjer 9 huggunar hjá Jesú og hjálpar í veikindum. Hann komst við af gráti ekkjunnar í Nain, svo að hann vakti son hennar upp frá dauðum, 'og margar sagnir skýra frá, að hann hafi læknað veikar konur. Konum var á hans dög- um ekki kent neitt það, er að löggjöf leit eða andlegum mál- um, þótt þær væru við helgiat- hafnimar. En hann talaði við þær um hin æðstu málefni. Og kirkja Krists gerði síðar konu að æðsta túlki milli guðs og manna. Skrifað I sandinn. Það var eitt sinn í Jerúsalem að Jesús mætti konu, sem sannað var á hjú- skaparbrot. Múgurinn hrakti hana og æpti að henni. Hárið fjell fram yfir andlit hennar og hún hjelt höndum fyrir augu, en sagði ekki orð. Það var kunnugt, að Jesús gerði strangar kröfui- um skírlífi. En þarna ofbauð hon- um ofsókn múgsins meir en af- brot konunnar. Konan átti að grýtast til bana og múgurinn, sem hrakti hana, áleit að hann hefði rjett til þess að fremja verkið. Þetta er sagt Jesú og varð hlje á, þegar hann kom til. Laut hann þá niður og skrifaði eitthvað í sandinn. Er það eina skiftið, sem þess er getið, að Jesús hafi . skrifað, og enginn veit, hvað það var, sem hann skrifaði. Hann gat ekki sýknað konuna, og múgurinn vildi fram- kvæma verkið og grýta hana. Menn biðu eftir því, hvað Jesús mundi segja. Hann reisti þá höf- uðið, leit yfir hópinn og mælti: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“. Þessi orð komu hópnum á óvart og gerðu menn hikandi, og eftir litla stund var hópurinn tvístr- aður. Jesús laut aftur niður og skrifaði í sandinn. Konan heyrði að hópurinn fjarlægðist og eng- inn æpti lengnr að henni. En samt þorði hún ekki að taka hendurnar frá andlitinu og líta upp. Hún vissi að einn var eftir, sá eini, sem rjett hafði til að kasta steininum. Jesús reisti aft- ur höfuðið og mælti: „Kona, hvar eru ákærendur þínir? Dæmdi enginn þig seka?“ — „Nei, eng- inn, herra!“ svaraði konan. „Ekki dæmi jeg þig heldur“, sagði hann, „gáttu nú burt hjeðan og syndg- aðu ekki framar“. m og lioðrnir Hversvegna eru bannlögin brot- in ? Aðallega vegna ágirndar ein- stakra manna; þeir vilja afla sjer fjár með því að selja öðrum áfengi fyrir okurverð. Allir smyglaramir, bruggararn- ir, leynisölumennirnir og nokkrir læknar gera það af þessum ástæð- um eingöngu, svo fagrar sem þær eru. Þeir meta heiðarlegleik og manngöfgi sjálfs sín ekki meira en þetta. Það er nú máske ekki svo und- arlegt, þó þeir menn, sem áður hafa mist æru sína og mannorð fyrir einhver brot, telji það meðal smábrotanna að afla sjer þannig fjár; skiljanlegt að þeir, sem neyð þrengir að og við bág kjör eiga að búa freistist til þess að ná sjer í svo fljótfenginn arð, en að mentaðir menn í góðri stöðu, sem á öðrum sviðum reyna í öllu að lifa heiðarlegu lífi, skuli gjöra sig seka í þessu óþrifaverki og ósæmilega fjárgróðabraski er erf- iðara að skilja, en því er, því miður, ekki hægt að neita, að þeir eru þó nokkrir meðal lækna, sem afla sjer fjár á þennan hátt, með því að brjóta lög landsins. Ætla mætti nú að þessum em- bættismönnum, sem misnota þannig stöðu sína, væri vikið frá embætti um lengri eða skemri tíma, en það er öðru nær, því sá þeirra t. d., sem opinberlega hef- ur hrósað sjer af því, að hann fyrir fje er aflað var á þenna hátt — fyrir áfengislyfseðla —, hafi siglt til annara heimsálfa, hann hefur stjórn vor í heiðurs- skyni sæmt riddarakrossi ríkis- ins. Að vísu hefði hann engu síð- ur átt þetta heiðursmerki skilið fyrir önnur störf sín en margir aðrir, sem hafa hlotið það; en dá- lítið er það einkennilegt, svo stuttu eftir að hann gaf þessa yfirlýsingu um sjálfan sig, sem að margra áliti hefði átt að leiða til ákæru og dóms, er hann ekki aðeins látinn óátalinn heldur sæmdur heiðursmerki ríkisins. En stjóm vorri til afsökunar og lækninum með, þá vil jeg taka það fram, að það er sannfæring mín, að þessi læknir, sem hjer um ræðir, er enganveginn meðal þeirra lækna, sem mest gjöra að því að úthluta áfengi eða áfeng- islyfseðlum, þrátt fyrir þessa yfirlýsingu sjálfs hans, — en þá getum við hugsað okkur hvað stórsölumennirnir geta aflað sjer með þessari atvinnu er smásal- arnir hafa þetta upp úr henni. Annars er læknum nokkur vork- unn, því eftir að þeir fengu þetta svonefnda „læknabrenni- víns“-leyfi, litu margir menn svo á, að þeir hefðu leyfi til að selja hverjum sem er áfengi, þeir hafa því engan- frið fyrir þeim, sem langai- í sopann, og eru næstum neyddir til þess að gjöra þeim einhverja úrlausn til þess að losna við þá, ef þeir þá ekki neita öllum um áfengi yfirleitt, sem eflaust væri best fyrir báða aðila. Á hinn bóginn er víst heldur ekki auðvelt, að fá lækna dóm- felda fyrir slík afbrot, ef það nægir jafnvel öðrum mönnum dómfeldum, að kaupa sjer las- leika vottorð einhvers þeirra til þess að losna við refsinguna; því allir geta giskað á að í svo mannmargri stjett muni einhver fást til þess að skrifa slík vott- orð ef nóg er boðið fyrir það. En meðan læknar yfirleitt hafa slíkt vald, að ekki er hægt að beita lögum landsins eða hegna mönn- um móti vilja þeirra, þá verður auðvitað ómögulegt að s ækja sjálfa þá að lögum, — þeir verða að nokkru leyti hafnir yfir lög og rjett. Ríkið verður því sóma síns vegna — ef læknastjettin á ekki að verða einskonar yfirríki yfir ríkinu — nauðbeygt til, að taka hjer fastari tökum, t. d. með því að hafa 3—5 ákveðna, heiðvirða lækna skipaða til þess starfs að rannsaka og ákveða hverjir ekki þoli að taka út þær refsingar, sem þeir eru dæmdir til, og megi lögreglan úr því ekki taka vott- orð annara gild um þau atriði. Þessum sömu læknum ætti einnig að vera falið nokkurskonar dómsvald um bannlagabrot lækna þannig að þeir skyldu úrskurða, hvort hinn kærði skuli sekur um brot, eða að álítast verði, að á- fengi það, er hann seldi eða ljet V. Hugo. VESALINGARNIR. Jean Valjean tókst ferð á hendur fyrst í apríl. Það kom ekki oft fyrir. En þá var hann venjulega að heiman í nokkra daga. Enginn vissi hvert hann fór, ekki einu sinni Cósetta. Venjulega fór hann þessar ferðir þegar heimilið var fjelaust. I þetta skifti sagðist hann verða að heiman í þrjá daga. Um kvöldið sat Cósetta ein í stof- unni. Sjer til dægradvalar fór hún að glingra við hljóð- færið og söng og spilaði lag úr „Euryanthe“, veiðisöng- inn, sem ef til vill er allra söngva fegurstur. Þegar hún hafði lokið því sat hún um stund hugsandi og fanst alt í einu að einhver hefði gengið um garðinn. Faðir hennar gat það ekki verið, því hann var farinn burtu og ekki Toussaint, því hún var farin að hátta. Klukkan var tíu. Hún hlustaði við gluggahlerana og henni þótti sem hún heyrði skóhljóð. Hún gekk í skyndi til herbergis síns uppi á lofti og skimaði út í garðinn gegnum gat á glugga- hleranum. Tunglskin var og bjart sem um hádag. Hún lauk upp glugganum. En steinhljóð var í garðinum og gatan mannlaus að vanda. Cósetta hjelt því að sjer hefði skjátlast og Weberslagið hefði látið hana sjá sýnir. Þá skýringu ljet hún sjer nægja og hugsaði ekki meira um málið. Hún var líka ekki hræðslugjörn að eðlisfari. 1 æð- um hennar rann flökkumannablóð, hún var fremur læ- virki en dúfa. I rökkrinu daginn eftir gekk hún í garðin- um og virtist henni þá endur og eins að hún heyrði sams- konar hljóð og kvöldinu áður, skóhljóð og skrjáf lengst inni í húmi trjánna. En henni datt það fljótlega í hug, að skóhljóð í grasinu og skrjáf í liminu gæti verið mjög svipað og skeytti þessu engu. Hún gekk fram í rjóður eitt og varp þar tunglskinið skugga hennar á grassvörð- inn. En hún stansaði óttalostin þegar hún hjá sínum skugga sá annan skugga eins og af manni með kringlótt- an hatt. Hún stóð um stund mállaus og hreyfingarlaus. Loks beit hún í sig hörku og sneri sjer snarlega við. En hún sá engann og skugginn var horfinn. Vofa gat þetta samt ekki verið, því vofuf ganga ekki með kringlótta hatta. Daginn eftir kom Jean Valjean heim. Þegar hún sagði honum frá þessu varð hann hugsi í stað þess að eyða því sem hjegóma eins og hún átti von á. Hann fór frá henni með tylliástæðu og gekk ofan í garðinn og athugaði hliðið vandlega. Um nóttina vaknaði hún og var nú viss um það, að hafa greinilega heyrt gengið undir gluggan- um. Hún flýtti sjer og opnaði rúðu og sá líka mann ganga þar með gildan staf í hendi. Hún var að því komin að hljóða þegar tunglsbirtan fjell á andlit honum og hún sá, að þetta var faðir hennar. Hún lagðist aftur til svefns, en hugsaði með sjálfri sjer, að mjög hlyti hann að vera kvíðafullur. Jean Valjean var í garðinum tvær næstu næt- ur og sá Cósetta það gegnum hlerarifu. Þriðju tungl- skinsnóttina um klukkan eitt heyrði hún skellihlátur niðri í garðinum og kallaði faðir hennar upp til hennar — Komdu, nú skaltu sjá skuggann með kringlótta hattinn. Hún lauk upp glugganum og hann sýndi henni skugga, sem svipaður var manni með hatt, en var skuggi reyk- háfs, sem hófst þakskegg næsta húss. Cósetta fór að hlæja, allur uggur hennar hvarf samstundis og við morg- unverðinn dró hún dár að þessum draugagangi. Jean Val- jean varð aftur rólegur. En Cósetta hugsaði ekkert um það, hvort reykháfinn bar í raun og veru þannig við, að skugginn gæti verið af honum, eða hvemig hann gat þá kipst aftur um kvöldið. Hún var orðin róleg og óttaðist nú engan umgang í garðinum. En nokkrum dögum seinna kom fyrir annað atvik. Rjett innan við garðshliðið stóð bekkur undir trje. Hann sást ekki utan af götunni, en mátti með herkjum teygja til hans handlegg gegnum rimlana. Kvöld eitt er Jean Valjean var farinn út sat Cósetta eins og þungt hugsandi á þessum bekk. Hún stóð upp og gekk um döggvott gras- ið og sagði við sjálfa sig — Það væri ekki vanþörf á því að ganga á klossum til þess að vaða ekki. Þegar hún var aftur komin að bekknum tók hún eftir stórum steini, sem lá einmitt þar sem hún hafði setið. Hún spurði sjálfa sig þess undrandi hvemig á þessu stæði. Henni datt í hug, að þessu kynni að hafa vel^ stungið inn gegnum rimlana og hún varð svo hrædd, aðhún stökk óðar inn í húsið og skelti í lás á eftir sjer'^- Er það ekki áreiðanlegt, Toussaint, að þjer lokið öK’..Vandlega á hverju kvöldi? — Jú, það getur ungfrúin ver^ viss um. — Það er svo hræði- lega einmanalegt hjerna- ** Já, það er það sannarlega. Hjer væri hægt að myrða flAHn ^n þess maður fengi tíma til að æpa, hvað þá hel<N' meira .Og í þokkabót sefur herrann ekki hjema. Það h heldur fjelegt að hugsa til þess, að við erum hjer eiB&tnlar og hvenær sem er gæti maður brotist hingað inn skorið okkur á háls. Það er ekki svo hættulegt, þó maðh geti átt von á því að deyja, því þá skuld eigum við ölLð gjalda, en það er viðbjóðs- legt að eiga það á hættu,að þessir þorparar snerti við manni. Og svo eru hnífarm’heirra kanske bitlausir, drott- inn minn dýri. — Talaðu e^i svona, Toussaint, og lokaðu nú vel alstaðar. Cósetta arg sV0 óttalostin af lýsingu ráðskonunnnar að hún þ°r®ekki að biðja hana að fara að gá að steininum á bekkn^. Hún rannsakaði herbergið hátt og lágt, fór svo að s°^’ eh dreymdi sífelt fjallstóran stein. En í sólarglaðan mð,kUninn eftir fór hún á fætur og blygðaðist sín fyrir hu^-Vsi sitt og hjelt að steinninn væri draumur einn og hug^Urður eins og skugginn. Hún fór á fætur og gekk út 1 >arðinn- Steinninn lá ennþá á bekknum. Svitinn bogaði lf enni hennar. En forvitnin sigraði óttann. Hún tók steininn og sá undir honum böggul sem líktist utanásH’Jta.rlausu brjefi. Hún tók það og fann innan í því litla • Hvert blað í henni var tölu- sett og skrifað í hana J*1. ^thÖíKl, gem Cósettu fanst falleg. Hún stóð eins og 1 ,a/Urn °£ reyndi að líta upp úr blöðunum, sem skulfu í he Um hénnar. En hún horfði á þau og las. Þetta var þa^ hún las. HJARTA ^IR STEINI. Það, að draga alheilUl111 Saman í eina veru, og það, að láta alt felast í einni jafnvel guð — það er ást. Ástin er það að englarnir heilsa stjömunum. Ástarharmur er þyngstur harmur. Þvílík auðn, þegar horfin er hún, sem ein fyllir allan heiminn. Ó, hversu satt er það, að ástmeyjan verður guði lík. Það væri skiljanlegt að guð fyltist afbrýðisemi, ef guð faðir hefði ekki augsýnilega skapað alla hluti vegna sálarinnar og sálina vegna ástarinnar. Á glampa af brosi undan sumarhatti getur sólin svifið inní sali draumsins. Guð er að baki öllu, en alt skyggir á guð. Sköpunar- verkið er skuggadökt. Það að elska einhvern, er að láta ljósið skína um hann. Sumar hugsanir eru bænir. Þær stundir eru til, að hvað sem líkamanum líður, krýpur sálin á knje. Elskendur sem aðskildir eru reyna að gleyma skiln- aðinum með allskonar hugarburði, sem samt er verulegur. Þeim er meinað að sjást* þau geta ekki skrifast á. En samt finna þau upp ýmiskonar leýndardómsfull ráð til þess að skiftast á hugsunum. Alt sköpunarverkið ber boð- in milli þeirra, fuglakvak, blómailmur og barnahlátur, stjömublik, sólskin og sunnanvindur. Því ekki það? Alt, sem guð hefur skapað er skapað í þjónustu ástarinnar. Ástin er nógu máttug til þess, að gera náttúruna að boð- bera sínum. Vor, þú ert brjef sem jeg skrifa henni. Framtíðin heyrir tilfinningunum til, meira en vits- mununum. Ástin er hið eina, sem fylt getur eilífðina. Óendanleikinn þarfnast þess, sem er ótæmandi. Ástin er hluti sjálfrar sálarinnar. Þær eru báðar eins eðlis, guðlegur gneisti, óbrotlegur, óþrotlegur, eldur anda okkar, ódauðlegur og óslökkvandi. Við finnum loga hans læsast um merg og bein, sjáum hann sindra hátt með himinskautum. Ó, ást. Tilbeiðsla, unaður tveggja sálna, sem skilja hvor aðra, fögnuður tveggja hjartna, sem gefast hvort öðru, algleymi augna, sem sökkva sjer hvert í annað. Þú kemur til mín ljúfan mín, við leiðumst tvö í einverunni, sæla og sólheiða daga. Mig hefur dreymt það, að dagar úr lífi englanna liðu niður á jörðina til þess að gagntaka ör- lög mannanna. Guð getur engu bætt við hamingju þeirra, sem elska, nema því að láta ástina aldrei enda. Guð er fylling himins- ins, ástin fylling mannsins. Af tveimur ástæðum er starað á stjörnur, af því að þær glóa og verða ekki gripnar. En rjett hjá þeir glóir fegri geisli og ljúfari leyndardómur — konan. Þegar ástin hefur slungið saman tveimur verum í heilagri og engilhreinni einingu hefur leyndardómur lífs- ins opinberast þeim. Þær eru undnar saman í einn örlög- þátt, þær eru tveir vængir sömu sálar, elska og svífa saman. Á þeim degi þegar Ijómar af konu, er framhjá þjer gengur ertu glataður, ástfanginn. Um annað er ekki að gera en það, að hugsa svo innilega um hana, að hún kný-. ist til að hugsa um þig. Það sem ástin byrjar, getur guð einn fullkomnað. Sönn ást örvæntir og fagnar við fábreyttustu atvik, glófa sem glatast eða vasaklút sem finst, en trygð hennar og von nægir ekkert minna en eilífðin. Hún er sett saman úr því óendanlega stóra og því óendanlega litla. þá Sjertu steinn, þá vertu gimsteinn. Sjertu gras, vertu gleym-mjer-ei. Sjertu maður, þá vertu ást. Ástinni er ekkert nóg. Við höfum hamingjuna, ósk- um alsælunnar, höfum alsæluna, óskum himinsins dýrðar. Þið sem unnist, alt þetta er í ástinni fólgið, sífeld sæla himinsins og meira til, óþrotleg yndisnautn.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.