Lögrétta

Issue

Lögrétta - 05.10.1927, Page 1

Lögrétta - 05.10.1927, Page 1
LOGRJETTA XXH. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 5. október 1927. 51. tbL Um viða veröld. Ferdinand Ossendowski um „villidýr, menn og goð“. Margar menningarþjóðir leggja nú mikið fje fram til ýmsra rann- sókna um lítt kunn lönd og hefur vísindunum þannig aukist mikill fróðleikur. íslendingar mega t. d. ekki síst muna norðurferðir Vil- hjálms Stefánssonar, sem eru meðal merkustu og kunnustu þessháttar leiðangra nútímans. Margir kannast einnig við ferðir Sven Hedins, en hann er nú ein- mitt staddur austur í Kína um þessar mundir í rannsóknarför. Nýlega sagði Lögrj. einnig frá merkri amerískri rannsóknarför til Mansjúríu. Rannsóknarferðir þessar eru að sjálfsögðu famar í margvíslegum tilgangi, til að kynnast landslagi, trú, siðum eða sögu. Hefur Lögrj. t. d. áður sagt frá Grænlandsrannsóknum Mik- kelsens og þjóðsagnasöfnun hans o. fl. Enginn ferðalangur og ferða- söguhöfundur nútímans hefur samt náð eins miklum vinsældum og aðdáun á síðari árum eins og Pólverjinn Ferdinand Ossen- dowski. Um frásögur hans hefur að vísu verið deilt nokkuð og þótt reyfarabragur á þeim og að þeim fundið (m. a. af Sven Hedin), en alt um það þykja þær að mörgu leyti hinar merkilegustu og ferðir hans hinar æfintýralegustu og gat hann kynst ýmsu, sem áður var ókunnugt að mestu. En ferða- bækur hans eru fjörlega skrif- aðar. Það var upphaf æfintýra Ossen- dowski á síðari árum, að er hann var búsettur í Síberíu árið 1920 og átti að handtaka hann af stjórnarvöldum bolsivíka, þá komst hann undan á flótta nauðu- lega og varð lengi vel að fara huldu höfði og lenti síðan í ýms- um raunum á ferðalagi sínu um Mongólíu áleiðis til Kína er hann freistaði þess að komast aftur til heimkynna sinna. Um þetta fjall- ar eitt víðlesnasta rit hans, sem hann kallar Villidýr, menn og goð og skrifaði upphaflega á ensku (Beasts, Men and Gods). En áð- ur en Ossendowski lenti í þessum æfintýrum var hann þaulkunnug- ur ýmsu austur þar, hafði áður ferðast þar og starfað bæði á friðartímum og í rússnesk-jap- anska stríðinu og var vel metinn maður innan sinnar fræðigreinar (hann efnafræðingur og hef- ur einkum rannsakað kolanámur og gullnámur í Asíu og var á ófriðarárunum gerður út í rann- sóknarferð til Mongolíu; nú er hann prófessor í Varsjá). Hann hafði einnig fyr lent í nokkrum hrakningum og setið í fangelsi vegna stjómmálaskoðana sinna (1905). Ossendowski lifði fyrst um skeið sem útilegumaður í Síberíu, við veiðar og hitti ýmsa æfin- týramenn og lenti í ýmsum erfið- leikum vegna baráttu þeirrar, sem átti sjer stað milli bolsivika og andstæðinga þeirra um yfirráð landsins. Komst hann í kynni við ýmsa mismunandi kynbálka og þjóðflokka þar og lengra austur frá, t. d. Soyotana í Urianhai, en þeir telja sig hina elstu og upp- runalegustu Buddhatrúarmenn, sem haldið hafi fast við hina hreinu kenningu. Þeir eru svarnir fjendur styrjalda og blóðsúthell- inga og hafa þrisvar sinnum fært sig um set með alt sitt, til þess að komast hjá því að lenda í styrjöldum eða dragast inn í her- ská heimsríki, eins og ríki Djengiskhans. Allskonar hjátrú varð þeim fjelögum einnig oft til farartálma. Þjóðirnar sem þeir ferðuðust hjá, trúðu á ýmsa anda og vætti og þorðu fylgdarmenn oft ekki að hreyfa sig þeirra vegna. Síðan fór Ossend. um Tíbet og Mongólíu og var alllengi í Uliassutai. En þá voru þar miklar skærur út af sjálfstæði landsins og afstöðu Rússa og Kínverja og hefur fyr verið sagt frá þeim málum í Lögrj. Er mjög fjörug og lifandi lýsing Ossendowskis á þeim skærum og ekki síst á einum aðalmanni þeirra, Ungem v. Sternberg baron. Hann hitti baróninn fyrst í Urga, borg hins „lifandi Buddha“, þar sem úir og grúir af prestum og prelátum og helgum mönnum, þar eru sem sje um 90 þúsund menn andlegr- ar stjettar, af ýmsum stigum. Auk þess er þaraa mikill við- skiftabær. Sepailoff óberst var þá hershöfðingi í Urga, og sagð- ur alræmdur grimdarseggur og hafði allmikil áhrif á baróninn, er ekki þorði að segja honum upp vegna þess, að því hafði verið spáð, að þá mundi hann deyja. Lífið í þessum bæ var með ýmsum hætti, þar fengust þúsundir manna við friðsamleg fræðastörf í musterum, bóka- söfnum og skólum, en annar fjöldinn fór með ys og gný um sölutorgin. Á aðaltorginu var alt af fult af fólki, klæddu skraut- legustu fötum, sem glitruðu í öllum regnbogans litum. Þar var hrópað og kallað, keypt og selt og prangað með kínverska vefn- aðarvöru, perlubönd, eymahringi og armbönd. Þar skoðuðu athug- ulir kaupendur fje á fæti til að sjá hvort það væri nógu feitt. Slátrarar skáru bita úr skrokk- unum, sem hengdir voru upp til sýnis og alt fór fram í gáska og ganmi hjá þessum sljettuunnar bömum. Konur, með hárið sett upp í háan strók og silfurhúfur, sem líktust undirskálum, horfðu hugfangnar á mislit silkibönd og kóralperlubönd, feitur mongóli skoðaði stóðhross og samdi við hrossaprangarana. Skinhoraður en fjörlegur Tibetingur, sem kominn var til þess að tilbiðja hinn lifandi Buddha, eða máske með leynileg boð frá hinum „guð- inum“ í Lhassa, var að prútta um verðið á lítilli Búddhamynd úr agati. f einu horni torgsins hafði hópur mongóla og búrjeta safnast kringum kínverskan kaupmann, sem seldi málaðar tó- baksdósir úr gleri, postulíni, eða ametýst og fyrir einar skraut- lega útskornar dósir úr grænleit- um nefrít vildi hann fá tíu unga uxa. Um alt torgið voru á ferð og flugi búrjetar í síðum, rauð- um skykkjum, með rauðar gull- balderaðar húfur og tatarar í svörtum stökkum og með svartar flauelshúfur, en mest bar samt á klerklýðnum, lamaunum, í gulum og rauðum skykkjum, sem brugð- ið var um axlimar. En yfir þessu fjöruga og iðandi aust- ræna lífi hvíldi ósveigjanlegur agi hins járaharða vilja Ung- erns baróns. Einu sinni voru t. d. teknir fastir á torginu tveir kósakkar og einn mongóli, sem stolið höfðu brennivíni úr kín- verskri búð. Baróninn ók með þá samstundis til kaupmannsins, skil- aði vínirtu aftur og ljet hengja þjófana á dyrastafi búðarinnar. öðru sinni Ijet hann húðstrýkja þjón sinn fyrir það, að hann hafði í ofboði sínu yfir óvænt- um frjettum komið að húsbónda sínum óvörum inn í tjald hans. Baróninn sagði Ossendowski svo frá, að ætt sín væri gömul þýsk-ungversk ætt og hefði einn forfaðir sinn fallið í krossferð- unum í liði Ríkharðs Ijónshjarta. Meðal forfeðra hans á 18. öld var einn, sem kallaður var „bróðir satans“ og afi hans var sjóræn- ingjaforingi í Indverska hafinu, en fór síðan til Rússlands og Transbaikalíu. Sjálfur hafði barón- inn eitt sinn verið sjóliðsforingi. „Jeg hef eytt allri æfi minni“, sagði hann, „í ófriði og í það að kynna mjer Búddhatrúna. Afi minn flutti Búddhatrúna hingað frá Indlandi, faðir minn og jeg tókum við hinni nýju trú og boðuðum hana. 1 Transbaikalíu hef jeg reynt að stofna sjer- staka reglu, „Her Búddhatrúar- manna“, til þess að berjast vægð- arlaust gegn svívirðingum bylt- ingarinnar“. 1 fomritum Búddha- trúarmanna og kristinna manna sagði hann að lesa mætti spá- dóma um þá tíma þegar barátt- an hlyti að byrja milli góðra og illra anda. Þá kemur hin óþekta bölvun, sem sigrar heiminn, eyðir menningunni, drepur sið- gæðið og útrýmir þjóðunum. Vopn hennar er byltingin og í öllum byltingum kemur afl eyði- leggingarinnar í stað skapandi skynsemi og reynslu. Hrottaskap- urinn hefur í æðsta sess lægstu tilhneigingar og gimdir. Maður- inn fjarlægist meira og meira alt andlegt og guðdómlegt. Heimsstyrjöldin er sönnun þess, að manninum er nauðsynlegt að keppa eftir hærri hugsjónum. En svo kom bölvunin og sneri hjóli framsóknarinnar í öfuga átt og lokaði leiðinni til guðdómsins. Bylting er pest. Andi alheimsins hefur leitt Karma, sem hvorki þekkir reiði nje fyrirgefningu, að þröskuldi okkar, reikningamir verða gerðir upp og endirinn verður hungursneyð og dauði og eyðilegging menningar, heiðurs og hugsjóna, dauði ríkja og þjóða. Jeg sje þegar í anda þess- ar ógnir, sagði baróninn, þessa hjegómlegu og vitfirtu eyðilegg- ingu mannkynsins. Þetta var lífsskoðun manns, sem tekið hafði sjer það hlut- skifti að berjast fyrir sjálfstæði landsins, sem hann bjó í. Hann var hermaður fyrst og fremst og vafinn í ýmsa austræna dulspeki. Jafnframt kom hann þó á eystra ýmsum vestrænum verklegum framkvæmdum, rafmagnsstöð, loftskeytastöð o. fl. Baróninn fór m. a. með Ossendowski til hins „lifandi Búddha“ í musterisborg hans, en hann er veraldlegur og andlegur yfirmaður þessara landa og er veitt guðleg lotning, en var annars nokkuð drykkfeld- ur sagður, sá sem þá sat að stóli. 1 honum á hinn „ódauðlegi Búddha“ að taka sjer bústað, Hann deyr ekki, en sál hans tek- ur sjer bústað í einhverju bami, sem fæðist um leið og hann andast, eða stundum hefur sálin bústaðaskifti að líkamanum lif- andi. Oftast verða fátæklingar fyrir því, að Búddha taki sjer bústað í þeim. Þessar guðdóm- legu verur eru samt ekki æðstu eða tignustu máttarvöld heims- ins. Það er trú manna, að til hafi verið í fomeskju mikið ríki, sem nú sje sokkið í jörðu. Því ræður konungur heimsins. Hann hefur sýnt sig fimm sinnum í fornöld og ók í skrautlegum vagni, sem hvítir fílar drógu. Þá fengu blindir sýn og mállausir mál, haltir gengu heilum fótum og

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.