Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.10.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.10.1927, Blaðsíða 2
r 2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 |h------------------------------*, LÖðRJETTA Utgefandi ng ritstjóH l'orsteinn Uíilaoei Þing'holtsstraeti 17. Slmi 178. InDheimta og afg-relðsla i Þingholtsitraetí 1. I i—' ol isk lönd. 1 Álpafjöllunum í Sviss hafa verið skæð vatnsflóð undan- farið og fólk orðið að flytja úr bæjum og sveitum. I St. Louis- borg í Bandaríkj unum geysaði nýL hvirfilvindur og skemdi um fimm þúsund hús eða eyðilagði alveg, velti vögnum á götunum og deyddi alhnargt fólk. Tilraun var nýlega til þess gerð, að sprengja í loft upp Lyon-hraðlestina, og er byltingagjömum kommunist- um kent um. Allskörp orðskifti hafa undanfarið átt sjer stað í stjómmálaræðum um afstöðu Þjóðverja í heimsstyrjöldinni og það hver sök ætti á henni. Hind- enburg forseti hafði haldið ræðu við afhjúpun minnismerkis og borið sökina af Þjóðverjum, en bæði Frakkar og Belgar taka það óstint upp. M. a. svaraði Jasper forsætisráðherra í Belgíu, mjög hvast. Þjóðabandalagsfundinum er slitið í allgóðu samkomulagi, en lítt verður sjeð um árangur hans fyrir friðarmál þau, sem hann átti helst að ræða. ----o---- Dómsmákiráðherrann hefur ákveðið að víkja ekki úr sæti í bankaráði Landsbankans, en ætl- ar að gefa Búnaðarfjelaginu laun sín fyrir þann starfa og skal stofna af þeim sjerstakan sjóð til styrktar búnaðarframkvæmdum. V. Hugo. VESALINGARNIR. Ljóðabækur. íslendingar em flestum þjóðum ljóðelskari. Þessar bækur verða því í eigu allra ljóðelskra manna: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Kveðjur (em að verða uppseld- ar) ób. kr. 7.00, ib. 8,50, betra band 10.00, alskinn 20.00. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum: Nokkrar stökur, ób. kr. 2.00. Grétar Ó. Fells: Glampar ób. 7.00. Hannes Guðmundsson: Órar ób. 3.00, ib. 4.50. Jóhannes úr Kötlum: Bí, bí og blaka, ób. 5.00, ib. 6.50. Stefán frá Hvítadal: Heilög kirkja, kr. 3.50. Bækumar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá Prentsm. Acta h.f., Reykjavík. Magnús Einarson dýralæknir. Hann andaðist á heimili sínu hjer í bænum síðastl. sunnudags- kvöld kl. 8i/2. Hafði hann tveim- ur dögum áður dottið af hjóli og meitt sig mikið á höfði, hefur að líkindum fengið aðsvif, því heilsa hans var ekki traust eftir áfall, sem hann fjekk á síðastliðnum vetri, sem var bilun í höfði, og misti hann þá skyndilega minni, en náði sjer brátt aftur og virt- ist vera orðinn að mestu leyti heill heilsu, svo að hann annað- ist öll störf sín, eins og ekkert hefði í skorist. Magnús Einarson var 57 ára, fæddur á Höskuldsstöðum í Breiðdal 16. apríl 1870, sonur Einars Gíslasonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Fór hann í Latínuskólann 1885 og varð stúdent 1891. Tók svo heimspekispróf við háskólann í Khöfn vorið eftir, en sneri sjer jafnframt að dýralækninganámi við Landbúnaðarháskólann og lauk þar prófi 1896. Kom svo heim og var þá um haustið skip- aður dýralæknir í Suður- og Vestur-amtinu, og er hann fyrsti lærði dýralæknirinn hjer á landi. Magnús var ágætur námsmað- ur, greindur vel og einnig táp- mikill dugnaðarmaður, vinsæll af fjelögum sínum á námsárum og jafnan vel metinn í öllu starfi sínu, prúðmenni í framgöngu, en hreinskilinn og einarður * og fylgdi fast fram skoðunum sín- um, þegar því var að skifta. Á starfssviði sínu átti hann oft í stríði við ýmiskonar hleypidóma, fyrst og fremst um fjárkláða- lækningarnar, sem mikið var rætt um á fyrstu árunum eftir að hann tók við dýralæknisem- bættinu, og hefur nú skoðun sú, sem hann hjelt fram á því máli frá upphafi, sigrað, svo að mik- ið fje og mikil fyrirhöfn hefðu sparast, ef ráðum hans hefði þar verið fylgt frá byrjun. Hann var auðvitað helsti ráðunautur þings og stjó’,nar í öllum þeim málum, sem atarf hans snertu, þau rúm 30 ár, sem hann gegndi dýra- læknisembættinu. En oft var hann sár yfir því, hve erfitt hann ætti með að koma skoðun- um sínum fram í löggjöfinni. Hann ljet sjer mjög ant um, að verja landið fyrir erlendum dýrasjúkdómum, og er ekki unt að segja, hve mikið gagn hann kunni að hafa unnið með festu sinni í því máli. 1 fjárbólusetn- ingarstarfinu viðurkenna allir, að hann hafi unnið þjóðþrifaverk. Magnús var vel ritfær maður °g hggja eftir hann eigi fáar greinar í blöðum og tímaritum um þau mál, sem sjerstaklega snertu starf hans og embætti. Hann var lengi einn af útgefend- um búnaðarritsins „Freys“ og rit- aði töluvert í það. Annars eru greinar hans til og frá í blöðum, hinar fyrstu í blaðinu „ísland“, sem út kom hjer fyrir alda- mótin. Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi Magnús fyrir bæjarfjelag Rvíkur. Nokkur ár átti hann sæti í bæjarstjóm og lengi í nið- urjöfnunamefnd, og var mörg ár formaður hennar. Fyrir Bún- aðarfjelagið gegndi hann ýmsum störfum og átti þátt í ýmsum fjelagsskap til atvinnureksturs, var m. a. lengi í stjóm útgerðar- fjelags, og um eitt skeið for- maður Oddfjelagareglunnar hjer. 2. maí 1901 kvæntist Magnús eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu, dóttur Lárusar Sveinbjörnsson dómstjóra, og eiga þau fjögur böm á lífi: Láms, Guðrúnu, Helgu og Byrgir. Magnús var ár gætur heimilisfaðir og heimilislíf hans hið ánægjulegasta. P Æfisaga Krists Eftiir Giovanni PapinL (Ágrip). Orð, sem ekki skeikar. Það liðu aðeins fá frá dauða Jesú áður en tákn hins fyrra spádóms fóm að koma í ljós. Falskir spámenn, falskir Kristar og falskir postul- ar spruttu upp í Judeu eins og höggormar á hundadögum. Áður en Pontíus Pílatus fór í útlegðina kom fram svikari í Samaríu, sem lofaði að finna hið helga ker, sem Móses hafði grafið niður í Gheri- zim-fjalli. Menn trúðu því þá, að sá fundur boðaði komu Messíasar og fjöldi manna safnaðist á fjall- inu, þar til þeim múgi var sundr- að af sverðum Rómverja. Á stjómarárum Kúpidusar Fadusar, sem var landstjóri á ámnum 44— 46, kom fram maður að nafni Te- uda, sem lofaði undraverkum og fjekk 400 áhangendur, en hann var hálshöggvinn og flokki hans eytt. Eftir hann kom Gyðingur frá Egiftalandi, sem safnaði um sig 4000 manna flokki, tók sjer bólfestu á Olíufjall- inu og tilkynti, að þegar hann gæfi merki, hryndu múrar Jerú- salemsborgar. Felix landstjóri ljet veita honum aðför og flýði hann þá út á eyðimörkina. Jafn- framt þessu ávann hinn alræmdi Símon Magus sjer mikinn orstír í Samariu. Hann ærði fólk með undraverkum og galdrabrellum og menn trúðu því, að hann hefði yfirnáttúrleg öfl á valdi sínu.Þeg- ar hann sá kraftaverk Pjeturs postula, vildi hann verða kristinn og hjelt að guðspjöllin væru dul- fræðirit frá Austurlöndum og að ekki þyrfti annað en að láta kenna sjer rjetta meðferð þeirra til þess að fá vald yfir áður ókunnum öflum. En Pjetur vildi ekkert hafa saman við hann að sælda, og eftir það varð Símon faðir villutrúarkenninganna. Hann kendi, að frá guði streymdi efni, sem hann kallaði ennoia og væri það bundið í mannkyninu og sjer- staklega í kvenmanni, sem fylgdi honum og hjet Helena frá Tyrus, en hún var vændiskona, og kendi Símon, að til frelsunar væri mönnum nauðsynlegt að trúa á þau. Lærisveinar hans voru þeir Serinthus, sem er fyrsti lærifaðir gnostíkanna, en móti honum er guðspjall Jóhannesar skrifað, og Menandros, sem kallaði sig fréls- ara heimsins. Einnig Eukasai,sem blandaði saman gamla og nýja sáttmálanum, jók inn í stjörnu- speki og talaði um mörg fyrir- brigði hliðstæð Kristi. Sagt er og frá manni, sem Tebútis hjet og viðurkendi Messíasartign Jesú, en hjelt að öðru leyti fast við trú Gyðinga. í brjefunum til Timo- teusar varar Páll við ýmsum mönnum, sem breiði út villutrúar- lærdóma í hinum fyrstu söfnuð- um. Zelótar komu á stað hverri uppreisninni eftir aðra með ræð- um sínum um að reka bæri Róm- verja og alla heiðingja út úr landinu, svo að guð gæti komið aftur til þjóðar sinnar. Annað táknið, sem Jesús benti á, kom einnig brátt í ljós, þ. e. ofsóknirnar. Undir eins og post- ularnir tóku að flytja boðskap sinn í Jerúsalem, var þeirn Pjetrí og Jóhannesi varpað í fangelsi. Þeir voru þó litlu síðar látnir lausis, en gripnir á ný og húð- strýktir og þeim jafnframt bann- að að tala oftar 1 nafni Jesú. Stefán, sem var einn af fyrstu og áköfustu fylgismönnum hinnar nýju trúar, var leiddur út fyrir hlið Jerúsalems og grýttur. Árið 42 ljet eftirmaður Heródesar líf- láta Jakob postula, bróður Jó- hannesar, og Pjetur var þá hand- tekinn í þriðja sinn. Árið 50, eða þar um bil, gerði Klaudius kristna Gyðinga útlæga frá Róm. 58 hefj- ast. ofsóknir gegn kristnum mönn- um í Róm, er hefðarkonan Pom- ponía Græsína tekur kristna trú. Árið 64 kveikir Neró keisari í Rómaborg og kennir kristnum mönnum um brunann og verður það orsök til grimmilegra of- sókna. Fjöldi kristinna manna deyr þá píslarvættisdauða bæði i Róm og í skattlöndum Rómverja. Píningamar voru hræðilegar. Sumir voru krossfestir, sumir klæddir í eldfim föt og síðan kveikt í, sumum var kastað fyrir ljón á leiksviði Rómverja o. s. frv. Pjetur postuli var krossfest- ur og höfðinu snúið niður. Páll postuli var hálshöggvinn, og alt líf hans, eftir að hann snerist til kristni, var nær óslitin röð af þjáningum. Tíu árum fyrir dauða sinn hafði hann verið húðstrýkt- ur fimm sinnum af Gyðingum og þrisvar sinnum laminn svipum af Rómverjum, sjö sinnum hafði hann setið í varðhaldi, þrisvar sinnum orðið skipbrotsmaður og einu sinni hafði hann verið grýtt- ur, svo að hann lá sem dauður væri. Og flestir hinna postulanna höfðu líkar sögur að segja. Tóm- as dó píslarvættisdauða í Indlandi. Andrjes var krossfestur í Patras, Bartolomeus í Armeníu. Símon Zelotes og Matthías dóu einnig- á krossi. Þegar Jesús var líflátinn ríkti enn friður Ágústusar keisara á jörðinni. En brátt rís þjóð gegn þjóð og ríki gegn ríki. Á dögum Neros sigruðu Bretar Rómverja og hjuggu þá niður, Parþar gerðu uppreisn og kúguðu her Róm- verja, Armenía, Sýrland og Gallía gerðu uppreisn. Neró flýði og framdi sjálfsmorð. Á tveimur ár- fremja 2 keisarar sjálfsmorð og aðrir tveir eru drepnir. Úr öllum áttum berast fregnir um stríð og styrjaldir. Hallæri og landfarssótt- ir höfðu herjað Rómaborg. Á einu hausti dóu þar 30 þúsundií manna. Árin 61 og 62 urðu jarð- skjálftar miklir í Asíu og Grikk- landi. Næsta ár á Ítalíu, í Neapel og Pompei. I Gyðingalandi voru sífeldar óeirðir og uppreisnir. Fyrsta Zelotauppreisnin endaði á því, að foringjarnir, bræður tveir, voru krossfestir. Á dögum síðasta landstjórans, Gersíusar Florusar, á árunum 64—66, breiddist upp- reisnarbálið yfir alt landið. Zel- otar tóku þá musterið og Flórus varð að fíýja. En svo kemur sú eyðilegging, sem Daníel hafði spáð og Kristur talað um. Á óeirðaárunum hafði musterið orð- ið hæli morðingja og hinir fögru garðar höfðu verið ataðir blóði. Árið 66 settist Sestius Gallus um Jerúsalem með fjörutíu þúsundir hermanna, en varð frá að hverfa. Næsta ár tók Vespasianus Galileu, og er hann nokkru síðar fór til Róm, til þess að verða keisari, fól hann Títusi syni sínum yfirstjóm hersins, og meðan stóð á páska- hátíðinni árið 70 kom Títus með her sinn til Jerúsalem og settist um borgina. Varð þar ógurleg hungursneyð áður borgin gæfist steininum og hypjaðu þig nú. En Epónína var ekki á því að sleppa honum og fór aftur að gæla við hann — Hvemig fórstu að sleppa, pabbi, þú verður að segja mjer frá því. Og hvar er mamma? Hefur hún það gott? — Hún hefur það sjálfsagt gott, sagði Thénardier, jeg veit ekki vitund um það. Láttu mig í friði og farðu gráskjótt. — Geturðu fengið það af þjer að vísa mjer burtu þegar jeg hef ekki sjeð þig í fjóra mánuði, sagði hún og tók aftur um háls honum. — Þetta er aumur þvættingur, sagði Babet. — Við skulum flýta okkur burtu áður en lögreglan kemur, sagði Guelemer. Epónína sneri sjer nú að hinum þorpur- unum, nefndi þá með nafni og spurði hvemig þeim liði. Thénardier varð óþolinmóður og sagði — Jæja þá, nú verðurðu að fara. — Við höfum annað um að hugsa, sagði Montpamasse og þegar Epónína greip um hönd hans bætti hann við — Gættu að þjer, að þú skerir þig ekki, því hníf- urinn minn er opinn. — Elsku Montpamasse minn, sagði Epónína blíðri rödd, þið verðið að treysta mjer. Þið báð- uð mig að ransaka málið og þið vitið að jeg er ekkert fífl. Jeg hef oftar gert ykkur greiða. Það er ekki til neins að stofna sjer í hættu vegna þessa húss. Jeg get bölvað mjer upp á það, að hjer er ekkert að hafa. — Hjer em einstæð- ings kvenmenn, sagði Guelemer. — Nei, þær eru fluttar. Ljósið þeirra er að minsta kosti ekki flutt, sagði Babet og benti á ljós, sem borið var um uppi í húsinu og sást milli trjátoppanna. Það var ráðskonan, sem enn var á ferli og hafði verið að hengja upp þvott. Epónína gerði eina til- raun enn — Þettá em fátæklingar og eiga ekki grænan eyri. — Farðu til fjandans, æpti Thénardier, þegar við höfum snúið öllu við í húsinu skulum við segja þjer, hvað upp úr því er að hafa. Hann hratt henni frá sjer og ætlaði inn. — Vinur minn, Montpamasse, sagði Epónína, þú ert góður náungi, þú ferð ekki inn. — Varaðu þig, þú getur skorið þig, svaraði hann. Epónína slepti hönd Montpam- asses, sem hún hafði aftur gripið og sagði — Svo þið ætl- ið þá inn í þetta hús? — Auðvitað! Hún sneri bakinu að veggnum horfði framan í vopnaða þorparana, sem skuggi næturinnar gerði að djöflum og sagði lágt en einbeitnis- lega — En jeg ætla ekki að láta ykkur fara inn. Þeim fjell- ust hendur. — Vinir mínir, hjelt hún áfram, hlustið þið nú á. Ef þið farið inn í garðinn, þá æpi jeg, ber á hurð- ina, vek alla, læt taka ykkur alla fasta, kalla á lögregluna. — Hún væri vís til þess, sagði Thénardier. — Já, og byrja á föður mínum, sagði hún. Hann gekk nær henni. — Ekki lengra, maður minn, sagði hún. Hann hörfaði undan og tautaði — Hvað gengur að stelpunni? Hann hafði í hót- unum. — Þið um það, sagði hún, en inn farið þið ekki, af því mjer þóknast það ekki. Jeg skal ekki hundur heita til einskis. Jeg gelti ef þið hreyfið ykkur. Jeg er ekki vit- und hrædd við ykkur. Komið þið, ef þið þorið. Hún gekk ofurlítið nær þorpurunum. Hún var ægileg og hló — Nei, jeg er ekki hrædd. Jeg svelt í sumar og skelf af kulda í vetur. En jeg er ekki hrædd við ykkur. Þó þið sjeuð van- ir því að stelputuskur, sem þið dinglið við og daðrið, skríði undir rúmið af hræðslu við ykkur, þá óttast jeg ykkur ekki — ekki einu sinni þig, pabbi, sagði hún og hvesti augun á Thénardier. Hvað varðar mig um það, sagði hún við hina þorparana, þó jeg finnist hjema á stjettinni á morgun drepin af kuta föður míns eða hvert hræið af mjer verður slætt upp af árbotni eftir eitt ár. Hún þagnaði og hjelt síðan áfram — Jeg þarf ekki annað en að æpa, þá er úti um ykkur. — Jæja, talaðu að minsta kosti ekki svona hátt, sagði Thénardier. Svo þú ætlar að hindra okk- ur í starfi okkar, dóttir sæl ? En við þurfum að vinna fyr- ir okkur alt um það. Þykir þjer ekki framar neitt vænt um hann föður þinn? — Mjer leiðist þú, sagði hún. — En við þurfum að lifa, þurfum að jeta . . . — Sveiattan, sagði hún og settist niður og raulaði vísu og studdi oln- boganum á hnje sjer og hönd undir kinn. Þorpararnir undruðust stómm festu hennar og rjeðu ráðum sínum í skugganum. Þeim þótti það ilt að verða af veiðinni, en sogðu, að líklega hefði stelpan eitthvað til síns máls, væri sennilega skotin. — Farið þið hinir inn, sagði Montpam- asse, jeg skal vera hjá stelpimni á meðan, og ef hún gerir sig eitthvað uppástönduga, þ'- • . Hann ljet um leið blika á brugðinn hnífinn við ljósk^laetuna. Thénardier sagði ekkert og virtist reiðubúinn » hvers sem væri, en Bmjon dró úr öllu og varð það úr, að'eir fóm burtu. — Hvar eig- um við að sofa í nótt? sög^ t>eir. — 1 skólpræsunum. Epónína horfði á eftir þeim * s^epti ekki af þeim augun- um fyr en þeir hurfu út í mÝkrið og aftur varð alt kyrt í Plumetgötu. Meðan þessu fór fraöL tafði Maríus setið hjá Có- settu inni í garðinum. Hinú^nn hafði aldrei verið eins stjömubjartur og nú, trjeö ^drei eins fögur og blómin aldrei eins ilmandi. En CÓS^ v&r hrygg. Hún var rauð- eygð og hafði grátið, því hennar hafði sagt, að hún skyldi vera viðbúin, þau f^ máske í ferðalag. Það fór hrollur um Maríus frá hvirf^ d ilja. Það var eins og hann vaknaði alt í einu upp af <^Unh. Síðustu sex vikurnar hafði hann smámsaman ei^ósettu alla. Þegar unnað er í fyrsta skifti, vinst sálip löngu á undan líkamanum, síðar er líkaminn tekinn á u°dan sálinni og stundum er sálin alls ekki tekin, vegna ^Ss að hún er engin, mundu líkar Faublas og Pradkomö165,^æta við. En slík hæðni er ástæðulaust guðníð. MaríU5 ^afði lifað fyrir utan lífið svo að segja. Nú var hann ví ,*nn aftur til lífsins nokkuð hranalega við fregnina um V > að Cósetta væri að fara. Hann var orðlaus. En CósetU^ana ag hönd hans var köld. Hann sagðist ekki skilja hva® nn sagði. Hún útskýrði það fyrir honum grátandi. —- verður þegar jeg fer og þú getur ekki komið með? í-s^arðu mig? sagði hann. — Jeg tilbið þig. Þeim kom saö1^ Urn, að það gæti ekki verið guðs vilji að þau skildu. ^að hana að bíða sín tvo daga. Honum hafði dottið ^ug, þó honum virtist það ómögulegt. Hann hafði tek^ a vörðun í örvæntingu sinni. Gillenormand varð um leyti níutíu og eins árs Hann bjó ennþá með dóttiF ^lnni í gamla húsinu og beið dauðans rólegur. Samt haf$ en£Íð af honum á síðkastið. Hann rak vinnukonum €kki lengur löðrunga og barði ekki niður stafnum sínum, þótt alt gengi ekki að óskum. Júlíbyltingin var honum ekki til gremju nema svo sem misseristíma og hann las það næstum því rólegur í einu blaðinu, að borgaralegur maður væri orðinn kon- ungkjörinn þingmaður. Hann fann til þess með sjálfum sjer, að honum fór aftur. Hann hafði beðið þess í fjögur ár að Maríus kæmi einn góðan veðurdag og berði að dyr- um hans. Honum var óbærileg sú hugsun, að hann sæi ef til vill aldrei framar strákskömmina. Því þótt hann vildi ekki viðurkenna það með sjálfum sjer, hafði honum aldrei þótt eins vænt um nokkra unnustu sína eins og Maríus. En samt sagðist hann heldur skyldi deyja en verða til þess að fyrra bragði, að nálgast Maríus aftur. Gagnvart höfðalaginu í svefnherberginu hafði hann hengt mynd af móður hans þegar hún var átján ára. Hann starði stöðugt á þessa mynd og einu sinni sagði hann ósjálfrátt að þau væra mjög lík, Maríus og móðir hans. En þegar dóttir hans ætlaði að brjóta upp á því að tala um „veslings Maríus“ varð hann reiður og sagði — Sá er nú heldur vesalingur, þorparinn sá ama, hjartalaus gikkur og strákormur. Svo sneri hann sjer undan til þess að dóttir hans sæi það ekki að tár hrundu úr augum hans. Þremur dögum seinna sagði hann, er hann hafði lengi setið hugsandi — Jeg hafði reyndar beðið þig að nefna hann aldrei á nafn. Dóttir hans hjelt því að honum væri enn í nöp við Maríus. En mishepnaðar tilraunir hennar til þess að koma Theodule í hans stað urðu til þess eins að gamli maðurinn saknaði Maríusar ennþá meira en áður. Eitt kvöld, það var 24. júní — sat hann einn í her- bergi sínu og hjelt á bók, en las ekki í henni heldur hugs- aði um Maríus og reyndi að venjast þeirri sáru hugsun, að hann ætti aldrei að sjá „strákskömmina“ aftur áður en hann dæi. Þá kom þjónn hans alt í einu inn og spurði — Getur húsbóndinn tekið á móti herra Maríusi? Gamli maðurinn stóð upp og bliknaði — Hvaða herra Maríusi? — Það veit jeg ekki svaraði þjónninn og kom fum á hann, jeg hef ekki sjeð hann, en Nicoletta sagði að ung- ur maður væri kominn og hjeti herra Maríus. Gillenor- mand sagði stamandi — Látið hann koma inn. Svo sett- ist hann, vaggaði höfðinu og horfði hvast á dymar. Þær opnuðust og inn kom Maríus og stansaði eins og hann biði eftir því, að sjer yrði boðið að koma nær. Það var svo dimt að ekki sást hversu illa hann var til fara. En vel sást hið rólega og alvarlega en undarlega angurværa andlit hans. Nokkrar mínútur liðu áður en Gillenormand gæti áttað sig, svo var hann fullur imdranar og ánægju. Hann sá Maríus í ljósi og ljóma og honum lá við yfirliði. Loksins! Eftir fjögur ár. Hann virti hann fyrir sjer í einni sjónhending. Honum virtist hann göfugmannlegur og fínlegur, fyrirmannlegur í fasi og elskulegur í fram- göngu. Hann langaði til að þjóta á móti honum, taka hann í fang sjer, hjarta hans svall af fögnuði og ástúð- legustu orð fyltu barm hans. En þegar hann ávarpaði hann urðu orð hans snögg og harðneskjuleg vegna tví- skinnungsins í eðli hans — Hvaða erindi eigið þjer hing- að ? sagði hann. Maríus svaraði feimnislega — Herra minn . . . Gillenormand hefði fúslega viljað, að Maríus hefði varpað sjer í fang hans. Honum mislíkaði bæði við sjálfan sig og Maríus. Hann fann til þess að sjálfur var hann harðneskjulegur og Maríus kaldranalegur og tók því beiskjulega fram í fyrir dóttursyni sínum — Jæja, hvert var þá erindið eiginlega? Maríus horfði í fölt andlit afa síns og byrjaði aftur — Herra ... — Komið þjer til þess að biðja fyrirgefningar. Hafið þjer sjeð að yður skjátlaðist? Hann hjelt að með þessu kæmi hann drengn- ur af stað. En Maríus hjelt að hann ætlaðist til þess, að hann afneitaði föður sínum og sagði — Nei, herra. Gamli maðurinn varð óþolinmóður og gramur og sagði — Hvað viltu þá að jeg geri fyrir þig? — Herra, hafið meðaumk- un með mjer. Þessi orð höfðu nokkur áhrif á Gillenormand. hefðu þau verið sögð nokkru fyr hefðu þau hrært hann, nú komu þau of seint. Hann reis upp úr sæti sínu, studdi báðum höndum á staf sinn, varir hans voru fölar, ennið hrukkótt og hann beygði sig yfir Maríus, sem stóð álútur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.