Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.10.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.10.1927, Blaðsíða 3
4 IjOGBJis'í iá Skólasöngvar eftir Friðrik Bjaraason. v/aui ít útg-ata, aukin og breytt. Fæst hjá bóksölum. upp. 10. ágúst árið 70 tóku Róm- verjar musterið og brendu það, og 7. september var borgin að öllu leyti gefin þeim á vald. Hún var lögð í rústir, eftir boði Títusar, og þá var jafnað yfir brunarúst- ir musterisins svo að þar stóð ekki steinn yfir steini. Gyðingar voru höggnir niður af sigurvegurunum í stórhópum, en margir sendir til þrældómsins í námum Egifta- lands og enn aðrir fluttir til Rómaborgar sem fangar til þess að hafa þá við sigurreið þeirra Vespasíanusar og Títusar í borg- ina. Þetta gerðist alt áður en sú kynslóð, sem lifði samtíða Jesú, var til moldar gengin. Einn af lærisveinum Jesú, sem hlustað hafði á hann á Olíufjalhnu, þ. e. Jóhannes, var að minsta kosti vitni að eyðileggingu Jerúsalems- borgar. Þá er annar spádómurinn eftir. Hvenær kemur mannsins sonur aftur á skýum himinsins, er myrkrið hefur hulið jörðina og englar boðað komu hans með bá- súnublæstri? Jesús segir, að eng- inn geti sagt daginn fyrir. Manns- ins syni er líkt við eldingu, er þýt- ur yfir himininn frá vestri til austurs, við þjóf, sem læðist um á næturþeli, við húsbónda, sem farið hefur í langferð, en kemur síðan heim að þjónum sínum óvör- um. Menn verða að vaka og vera við öllu búnir. „Haldið yður hrein- um, því þið vitið ekki, hvenær hann kemur, og vei þeim sem ekki er þá við búinn, að ganga fram fyrir hann“. En þótt Jesús nefni ekki dag- inn, þá segir hann frá viðburðum, sem eigi að vera um garð gengnir áður sá dagur komi. Þeir eru tveir: fagnaðarboðskapur ríkisins á að hafa verið fluttur öllum þjóð- um, og heiðingjar eiga þá ekki lengur að troða Jerúsalem undir fótum. Bæði þessi skilyrði eru nú fyrir höndum, og vera má, að hinn mikli dagur sje nú nálægur. Það er nú enginn þjóðflokkur til á jörðinni, sem fagnaðarboðskap- urinn hefur ekki verið fluttur til af sporgöngumönnum postulanna. 1918 var Jerúsalem tekin af Tyrkjum og það er talað um endurreisn Gyðingaríkisins. Ef síðari spádómur Krists er frá orði til orðs sannur, eins og sá fyrri hefur reynst vera, þá er endurkoma hans ekki fjarlæg. Á hinum síðustu árum hefur aftur þjóð risið gegn þjóð, jörðin hefur skolfið og drepsóttir, hallæri og borgarastyrjaldir hafa herjað löndin. Orð Krists hafa á síðustu öldum verið þýdd á öll tungumál heimsins og alstaðar boðuð. Her- menn, sem trúa á Krist, þótt þeir hlýði ekki arftaka Pjeturs post- ula, drotna nú í Jerúsalem, en hún hefur eftir eyðilegginguna verið á valdi Rómverja, Persa, Araba, Egifta og Tyrkja. En mennimir lifa eins og heim- urinn ætti ætíð að verða eins og hann nú er. Því eins og mennim- ir átu og drukku og höguðu sjer | svo sem venja þeirra var á dög- ! unum fyrir syndaflóðið, segir Jesú, svo mun það og verða við endurkomu mannssonarins. -----o---- Dáin er 28. f. m. konan Guð- xún Jónsdóttir á Illugastöðum í Fnjóskadal, eftir langvarandi van- heilsu. Hún var fædd á Litlu- Strönd í Mývatnssveit 7. júní 1853 dóttir J. bónda Ámasonar og Þuríðar Helgadóttur, en systir sr. Áma prófasts á Skútustöðum, Sigurður ráðherra frá Ystafelli, Helga bónda á Grænavatni, Hjálmars á Ljótsstöðum og Hólm- fríðar í Skógum. Hún ólst upp á Skútustöðum uns hún giftist Sigtryggi Jónssyni bónda og bjuggu þau lengst af í Mývatns- sveit. En síðustu 14 árin dvöldu þau bæði hjá Þóru dóttur sinni á Illugastöðum og manni hennar, Sigurði Vilhjálmssyni, sem ýms- um er kunnur af kvæðum hans (Sólskinsblettum, sem komu í óðni). önnur böm þeirra á lífi era Kristján bókbindari á Húsa- vík, frk. Hólmfríður á Illugastöð- um frk. Guðbjörg í Rvík. Guðrún sál. var gáfuð kona og skemtileg og unni mjög ýmsum þjóðlegum fróðleik, kunni mikið af sögum og sagði vel frá. Hún var dugn- aðarkona, trúrækin og kjarkmikil og bar vel veikindi sín. Hún var vel metin og vinsæl og mun henn- ar verða lengi minst af þeim, sem þektu hana. Tímaritin Prestafjelagsritið, Eimreiðin og Fylkir era nýkomin út. 7 menn druknuðu síðast í fyrra mánuði af færeyska skipinu Ridd- arinn. Vora þeir á leið á báti frá skipi til lands við Fagranes á Langanesi. Einn maður komst af. Sigurður E. Hlíðar hefur verið viðurkendur þýskur varakonsúll á Akureyri. Sigurður Einarsson er skipaður prestur í Flatey, var áður settur þar. Sfld. Þessi var afli togaranna í málatali. Kári Sölmundarson 10932, Austri 10176, Snorri goði 9100, Egill Skallagrímsson 8800, Skallagrímur 8600, Hávarður ís- firðingur 7800, Þórólfur 6800, Arinbjöm hersir 6400, Njörður 4262. Þeir seldu allir í bræðslu, Jón forseti seldi 4500 mál í bræðslu, en saltaði 1800 tn., Gylfi ljet braíða 5523 mál, en saltaði 2181 tn. Isak Lund heitir grænlenski fjárræktarmaðurinn, sem hjer er nú staddur, ungur maður. Fjár- ræktinni fer mjög fram í Græn- landi. Hófst það fyrst 1915 að íslenskt fje var flutt þangað og er þar nú um 3000 fjár af þeim stofni. í Brattahlíð er mest sauðfjárbú, höfðu bændur þar 100 fjár 1924 en nú 400 og fjeð er vænt. 35 kg. hafa verið bestu skrokkamir, en 20-—30 kg. er venjuleg þyngd dilksskrokka að hausti. Hjónaband. Nýlega vora gefin saman í hjónaband hjer í bæn- um Sigurlaug Einarsdóttir frá Brimnesi og Ólafur Einarsson stud. med. et chir. I Þjórsártúni brann nýlega heyhlaða, fjós og hesthús og brannu inni tvær kýr, kálfur og nokkur hænsni. Um Akureyrarprestakall sækja prestarnir sr. Friðrik Rafnar á Útskálum, sr. Sveinbjöm Högna- son á Breiðabólstað og sr. Sig. Einarsson í Flatey og Ingólfur Þorvaldsson settur prestur þar. Skólarair era nú um það bil að byrja hjer í bænum og eru all- fjölsóttir. í Háskólanum era um 150 stúdentar, í Mentaskólanum um 280 nemendur, í Kennaraskól- anum um 60, í Verslunarskólan- um rúml. 100, í Samvinnuskólan- um rúml. 40, í Iðnskólanum um 150, í Kvennaskólanum um 100, í Vjelstjóraskólanum 23 og í Stýri- mannaskólanum 15. I Bamaskól- anum eru um 2000 börn. All- margir einkaskólar starfa einnig, tungumálaskólar, kvöldskólar, hannyrðaskólar o. fl. Fagginger Auer, ameríski pró- fessorinn, sem hjer er á vegum Eddisjóðy-sjóðsins er nú að byrja fyrirlestra sína í guðfræðidedld- inni og fjalla þeir um saman- burðarguðfræði. Prófessorinn er Hollendingur að ætt, hefur stundað heimspeki og guðfræði bæði vestra og í Þýskalandi og Hollandi og gegndi um skeið prestspjónustu í lúterskum söfn- uðum og únítarískum uns hann varð prófessor við Tuft College. íshús mikið á að fara að reisa hjer niður við höfnina fyrir sænskt fjelag. Verður það að sögn stærta hús bæjarins. Eru þá í smíðum hjer í bænum þrjú stór- hýsi, íshúsið, landsspítalinn og bamaskólinn, auk fjölda annara húsa og hefur verið bygt óvenju- mikið í sumar. Benedikt Elfar söngvari er nú staddur hjer og heldur eina hljómleika. Hann hefir dvalið er- lendis undanfarið, mest í Svíþjóð, við söngkenslu og hljómleikahald, en verður á Akureyri í vetur. Hafnfirðingar hafa nú reist sjer stóran og myndarlegan bama- skóla. Er það þrílyft hús og hið reisulegasta, teiknað af Einari Erlendssyni en smíðað af Ásgeir Stefánssyni. Kostaði húsið sjálft 162 þús. kr., miðstöðvartæki 12 þús kr. og ýmislegur kostnaður við aðgerðir kringum húsið, s. s. til leikvallar um 14 þús. kr. Kostar skólinn því alls um 200 þús. kr. Rafmagnsloftræsting er í kenslustofunum og skólinn allur útbúinn vandlega eftir nýjustu kröfum, bæði fyrir bóklega og verklega kenslu (smíðar, og mat- reiðslu). Skólinn var vígður há- tíðlega s. 1. sunnudag að viðstödd- um m. a. kenslumálaráðherra og fræðslumálastjóra. Magnús Jóns- son bæjarfógeti og Þórður læknir Edilonsson, formaður skólanefnd- arinnar fluttu ræður og sömu- leiðis skólastjórinn Bjarni Bjama- son. Steinn Sigurðsson hafði orkt vígslukvæði. Hafnarfjörður er uppgangsbær með framtakssömu dugnaðarfólki og er þessi skóla- bygging einn vottur þess. í gengisnefnd hefur Ásg. Ás- geirsson alþm. verið skipaður for- SAGA, missirisrit Þ. Þ. Þor- steinssonar til hugljettis íslenskri alþýðu. Þjóðlíf vort eystra og vestra sýnt í sönnum sögum, skáldsögum, munnmælum, rissi og rími, margt fleira til fróðleiks og og skemtunar. Ágætt rit. Kaupið Sögu frá byrjun. Fæst hjá bók- sölum. ÍSLENSK ENDURREISN eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er stærsta ritið, sem skrifað hefur verið um sögu 18. og 19. aldar- innar sjerstaklega og fjaflar um eitt mikilsverðasta tímabil í sögu þjóðarinnar. Út eru komnar tvær bækur. íslensk endurreisn, Tíma- mótin í menningu 18. og 19. ald- ar og Eggert Ólafsson. — Fást hjá bóksölum um land alt, báðar saman eða hvor um sig. maður, í stað Sig. Briem póst- meistara, sem látið ' hefur af starfinu, eftir að hann varð for- maður bankaráðs Landsbankans. tslensk söngkona hefur nýlega vakið talsverða athygli suður á ttalíu, en þar hefur hún sungið í söngleikjahúsi við mjög góðan orðstír, en verið áður við nám í Milano. Hún er aðeins rúmlega tví- tug, kallar sig Leonítu Lanzoni, en heitir annars Kristín Sigurðar- dóttir Gunnlaugssonar og er faðir hennar ættaður úr Hjaltastaða- þinghá í Múlasýslu. Vestur-Is- lendingar kváðu hafa í sínum hóp ýmsa góða söngkrafta og hefur Lögrj. áður minst á það, hvort ekki væri framkvæmanlegt að menn fengju hjer að heyra ein- hverja af þeim bestu við tækifæri, t. d. 1930, — þegar alt gott á að gerast, — ef þá kemur hvort eð er heim hingað mikill hópur landa, eins og vonandi verður. Góðir listamenn eru áreiðanlega ekki lökustu sendiboðamir milli þjóðbrotanna. Tíminn. Við ritstjórn hans er nú tekinn Jónas Þorbergsson, en Þórólfur í Baldursheimi er orðinn ritstjóri Dags. Ritstjóraskifti era einnig sögð í vændum við Vörð. Lætur Kr. Albertson af stjóm hans um áramót. Tvö Lögrjettublöð koma í dag. Sjóðþurðarmál Branabótafje- lagsins hefur stjórnin nú afhent. til sakamálarannsóknar. Bjöm Þórðarson hæstarjettarritari hef- ur verið skipaður setudómari í því. Gjaldkeri fjelagsins hefur verið settur í gæsluvarðhald. Eggert Stefánsson hefur undan- farið ferðast um norður- og austurland og haldið söngskemt- anir við góða aðsókn og góðar viðtökur eftir því sem fregnir segja. Gísli Bjaraason cand. jur. frá Steinnesi hefur verið skipaður fulltrúi í fjármálaráðuneytinu. Kartöflusýki nokkurrar hefur orðið vart í Rangárvallasýslu, en ekki sögð mikil brögð að henni. Innflutningur nam í ágústmán- uðu c. 5 milj. 678 þús. kr. Af þessu var flutt inn til Reykja- víkur einnar fyrir 3 milj. 417 þús. kr. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.