Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.10.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.10.1927, Blaðsíða 3
4 LÖGRJÍTTA frelsar allar þjóðir; hann skrifar ekki lögmál á steintöflur, heldur í hjörtu manna, og hans fyrir- heitna land er ekki land með grösugum högum og frjósömum vínekrum, heldur ríki heilagleik- ans. Blóðið í kaleiknum er tákn sálar, sem hefur fórnað sjer til þess að gera aðrar sálir sjer líkar. Oddyseivur rjeð Akkillesi til þess að gefa Grikkjum brauð og vín áður en þeir gengju til or- ustu. Grikkir álitu, að styrkur líkamans væri undir brauðinu kominn, en vínið veitti hugrekki. Vínið átti að æsa hugina til manndrápa og brauðið að gefa líkamlegan styrk til eyðilegging- arverksins. Það brauð, sem Krist- ur gefur, er fyrir sálimar og hans vín örvar hinn guðdómlega kærleika, þann kærleika, sem postulinn til ergelsis fyrir eftir- komendur Oddyseivs nefnir æði krossins. Jádas neytti brauðsins og víns- ins, eins og hinir lærisveinamir. En Jesús sagði: „Sannlega segi jeg ykkur, að einn af ykkur mun svíkja mig“. Lærisveinunum verður felmt við og þeir spyrja hver eftir annan: Er það jeg? eða: Getur það verið jeg? Júdas spyr líka: Getur það verið, að það sje jeg, meistari? En Jesús svaraði ekki spumingunum, en endurtekur það, sem hann hafði áður sagt: „Einn af þeim, sem drap höndinni í fatið með mjer, mun svíkja mig“. Og er allir horfa enn spyrjandi á hann segir hann: „Hönd þess, sem svíkur mig er hjá mjer hjer á borðinu“. Meira sagði hann ekki. En svo fylti hann vínbikarinn í fjórða sinn og ljet hann ganga í kring. Svo var sálmurinn sunginn, sem átti við lok páskamáltíðarinnar og Jesús endurtók kraftmestu setningar sálmsins: „Drottinn er með mjer, jeg þarf ekkert að ótt- ast, því hvað geta mennimir gert mjer . . . Opnið fyrir mjer hlið rjettlætisins; inn um það vil jeg ganga og lofa drottinn . . . Sá steinn, sem húsgerðamennimir köstuðu frá sjer, er nú orðinn hornsteinn . . . Bindið fórnardýr hátíðarinnar, þangað til að það verður leitt að homi altarisins ..“ Fómin var tilbúin og íbúar Jerú- salems áttu næsta dag að sjá nýtt altari gert af trje og jámi. En vera má að lærisveinamir, sem voru þreyttir og órólegir, hafi ekki skilið dularfullu bend- ingamar í hinum gamla sálmi. Þegar hann hafði verið sunginn, gengu þeir út úr salnum og burt frá húsinu. Þegar þeir voru komn- ir út, hvarf Júdas í myrkrinu, en hinir ellefu gengu þegjandi með Jesú áleiðis til Olíufjallsins. ----o----- Brúarfoss er nýkominn til Eng- lands, með fyrsta farm sinn af kældu keti og frystu, um 20 þús. kroppa. Kæliáhöld skipsins kváðu hafa reynst vel. ■Fisksalan. Isfiskmarkaðurinn í Englandi er nú aftur orðinn mjög tregur. Saltfiskurinn er í háu og hækkandi verði og seldar hjer um bil allar birgðir. Islensk utanríkisnál. Skipulaa- íslenskra utanríkis- mála er eitt af vandasömustu úr- lausnarefnum hjer. En samt hef- ur þessum málum verið fremur lítill gaumur gefinn. Hefur það ekki verið sjáanlegt, að nokkuru ákveðnu skipulagi hafi verið fylgt í meðferð þeirra. Hjá þeim þjóðum, sem best vilja telja mannaðar stjómarfarslega, er þó að jafnaði rík áhersla á það lögð, að utanríkismálunum sje haldið í góðu og föstu horfi, hvað sem iíður flokkadráttum og stefnu- skiftum innanlands. Þess vegna hafa stjómarskifti oft og einatt engin áhrif á gang utanríkismála, þó ýmsar breytingar verði á afstöðunni til innanríkismála. Hjer hefur þessa, sem sagt, lítið eða ekki gætt — m. a. af því að skort hefur að mestu leyti skiln- ing á því, að nokkur veruleg þÖrf væri á því að láta utanríkis- málin nokkuð til sín taka. Það lítið sem að þeim hefur verið unnið, svo að opinbert sje, hefur verið gert af hálfum huga og með hangandi hendi og rifið niður einn daginn, það sem upp var bygt annan daginn. Þetta hefur komið fram um sendiherraembættið í Kaupmannahöfn. Deilumar um það verða ekki raktar hjer. En sannleikurinn mun sá, að þótt ýmislegt gagn hafi af því hlotist, muni jafnvel meiri nauðsyn á áþekkum embættum annarsstað- ar en í Kaupmannahöfn. Um það mætti skrifa langt mál, hver nauðsyn Islendingum er á skynsamlegri og víðtækri utan- ríkisþjónustu. Lögrjetta hefur hvað eftir armað bent á ýms tækifæri, sem Íslendingar hafa látið ónotuð til þess að taka þátt í alþjóðlegri samvinnu, sýningum og slíku, sem landi og þjóð mætti að gagni verða og' utanríkisað- stöðu þeirra til styrktar. Hún hef- ur hvatt til þess, að utanríkis- málum yrði sint eftir megni og þáttur tekinn í milliríkjastarfi eft- ir því sem efni og ástæður leyfa, þar sem íslendingar hafa eitthvað að bjóða eða eitthvað að læra. Efnin eru að vísu lítil, en þau hafa einnig verið illa notuð á þessu sviði. Bæði á sviði við- skiftalífs og andlegs lífs þurfa ís- lendingar að fara að sinna þess- um málum meira en áður. Danskt blað (Köbenhavn) hef- ur nýlega orðið til þess að ympra á þessum efnum á merkilegan hátt, en svipaðar skoðanir hafa einnig komið fram hjer. Blaðið bendir á það að sumstaðar þar sem Danir fari með utanríkisþjón- ustu beggja, eins og þeir eiga að gera samkv. sambandslögunum, sje miklu meira um það að ræða, að gæta íslenskra en danskra hagsmuna. Þess vegna væri það einnig eðlilegt, að íslendingar yrðu látpir gæta þessara hags- muna, en ekki Danir. Er t. d. á það bent, að gera mætti íslend- ing að aðalræðismanni á Spáni eða Italíu eða jafnvel að sendi- herra. Með þessu er vafalaust vikið á rjetta stefnu í þessum málum. Islendingar ættu að leggja áherslu á það, að íslenskir menn störfuðu í utanríkisþjónustunni, þar sem þörf er á, meðan þessi starfsemi á annað borð er sameiginleg fyrir bæði löndin. Samstarfið mundi gera utanríkisþjónustuna bæði vinsælli (að minsta kosti hjá ís- lendingum) og sterkari og betri. Islendingar eiga einnig sanngim- iskröfu til þess, að þeirra hags- munum, heiðri og sjerstöðu sje meiri sómi sýndur í utanríkis- þjónustunni, en oftast á sjer nú stað hjá Dönum. Menn geta verið vissir um það, að verði utanríkis- málin látin danka lengi ennþá í því áhugaleysi og skipulagsleysi, sem nú er á þeim, verður það Is- lendingum til hnekkis og sjálf- sagt efni í ýms deilumál milli þeirra og Dana. Þessi mál ætti því að ^aka til nákvæmrar og skipu- legrar athugunar og endurskoðun- ar. ---o-- Bæknr. Nýlega er komin út hjá norska Gyldendal bók eftir Roald Amund- sen um æfi hans sem norðurfara. (Mitt liv som polarforsker).Það er stór bók með mörgum myndum og var í síðasta blaði sagt frá einum kafla hennar, um Vilhj. Stefáns- son, þar sem nokkuð kennir sleggjudóma. Ýmislegt er í bók- inni fróðlegt og skemtilegt, enda hefur Amundsen í ýms æfintýri ratað og verið afreksmaður á sínu sviði. Nú segist hann vera hættur norðurferðum og setstur í helgan stein, enda hafi hann náð því marki, sem hann hafi ungur sett sjer, og hefur hann komist á báða pólana og er sá eini maður, sem það hefur gert. I helstu svaðilförum hans hefur verið með honum maður, sem Wisting heit- ir og eitt sinn var hvalveiðamað- ur hjer við land. Margt af efni þessarar /bókar er áður kunnugt, en sumt fremur leiðinlegt aflestr- ar, t. d. ádeilan á Nobile og virð- ist Amundsen þó aðþrengdur þar til andmæla og fær Nobile illa útreið. Aðrir kaflar eru skemti- legir, einkum frásögnin um fyrstu minningar hans og fyrsta undir- búning hans undir æfistarfið á skíðaferðum í vonskuveðri yfir heiðar heima í Noregi. Erfið- leika og leiðindalaus hefur æfi Amundsens enganveginn verið, hann hefur verið hafinn til skýj- anna og níddur á víxl, haft með höndum of fjár og verið gjald- þrota, en altaf verið marksækinn þrekmaður. Eftir Gunnar Gunnarsson er nýkomin bók, sem heitir „Det nordiske Rige“. Er þar safnað saman fyrirlestrum hans og greinum um samvinnu Norður- landa, sem hann hefur mjög látið til sín taka á síðustu árum. Iútið gætir áhrifa af þeim boðskap, þótt allmikið hafi verið um hann rætt, en G. G. segir ýmislegt vel um þessi mál og af krafti sann- færingarinnar. I haust kemur út eftir hann ný skáldsaga, fram- hald af sögu Ugga Greipssonar. ----------------o----- SVEITAMENN! Verslið altaf við Einar Eyjólfsson, Þingholts- stræti 15, því hann hefur altaf bestar og ódýrastar vörur. SíldL. I síðustu Lögrjettu var sagt frá störfum enskrar hagfræða- nefndar, sem mjög hvatti til auk- innar síldameytslu. Hreyfing hef- ur einnig verið í þessa átt hjer á landi, og hefur Lögrjetta með- al annar flutt um málið nokkrar greinar, til dæmis eftir Run- ólf Stefánsson, sem haft hefur mikinn áhuga á þessum efnum. Hann hefur nú einnig gengist fyrir því, ásamt Edv. Frederik- sen matreiðslumanni, að haldin var nú um helgina sýning á ýms- um síldarrjettum, en Fiskifjelag- ið veitti nokkurn styrk til henn- ar. Hafði E. Fr. matbúið síld á nærri tuttugu mismunandi vegu, en telur annars að unt sje að gera úr henni að minnsta kosti 25 rjetti. Var notuð algeng pækil- síld síðan í sumar, vötnuð í einn sólarhring og síðan lögð í ediks- blöndu í 2—3 klst. eftir að helstu beinin höfðu verið tekin úr henni og hún hreinsuð.Rjettimir voru að sjálfsögðu misjafnir, bæði í sjálfu sjer og eftir smekk hvers eins. Þar voru m. a. auk soðinnar og steiktrar síldar, tvenskonar „boll- ur“, soðin „maríneruð síld“, „upp- bakað salat“, steikt síld með tó- mötum o. fl. o. fl. Sýningin lýsir lofsverðum áhuga forgöngumann- anna og er ljós vottur þess, að hagnýta má síldina miklu meira og miklu betur en gert er, og er það einbert sleifarlag og vankunn- átta að svo er ekki gert. Aðsókn- in að sýningunni, sem var ókeypis fyrir hvem sem vildi smakka á rjettunum, sýndi einnig mikinn áhuga, eða að minsta kosti mikla forvitni, fólks, og alment var svo vel látið af rjettunum, að sýningu ætti að hafa orðið að liði. En sá ljóður er á þessu ráði, að síld er svo óhæfilega dýr í smásölu í búð- um hjer, að fólk skirrist þess vegna við að nota hana, eins og það vildi og eins og vert væri. ----o----- Eggert Stefánsson hjelt íslenskt söngvakvöld sem fyr var getið um 14. þ. m. við sæmilega aðsókn og ágætar viðtökur áheyrenda. Guðm. Hagalín er nú að gefa út nýja sögu eftir sig, er heitir Brennumenn. Búnaðarritið er nýkomið út. Lengsta greinin er um búfjáreign hjer á landi að fomu, eftir Sig- urð Þórólfsson. Rússneska byltingin á 10 ára afmæli 10. næsta mánaðar og verða þá ýms hátíðahöld, eink- um í Moskva. Verkamannafjelag- inu Dagsbrún hefur verið boðið að senda þangað fjóra fulltrúa. En búist er við því að enginn fari, vegna fjárhagsörðugleika, en fje- lagið á sjálft að kosta ferð full- trúanna til Rússlands og frá, en í Rússlandi yrðu þeir gestir stjómarinnar. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.