Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.11.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.11.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 LÖGRJBTTA Utgefandi n<r ritstjóri Þoritelnn (J í ? 1 a » o n Þingholt»«tr*tí 17. Sirni 178. Innheimta og afgreiðila i Miðstrmtt 3. Að ala á ríg og óvild milli sýsln- anna hjer austanfjalls. Er bágt til að vita, að þeir skuli verða til þess, sem virðast þó hafa á því nokkum áhuga að auka menning og framfarir hjeraðsins og hafa til þess aðstöðu að vinna þörf verk á því sviði. Eru ekki Ámes- og Rangár- þing eitt og sama hjeraðið með samtviimaða fortíð og samþætta framtíð? Og býr ekki beggja megin Þjórsár eitt og sama fólk- ið, við svipuð kjör og sömu þarf- ir? — Eða em líkur til að af- farasælla verði að skjótast á ó- vildarörvum yfir ána, en að tak- ast á yfir hana bróðurhöndum, í samvinnu og samúð? Svari því hver sem honum sýnist. Jeg svara fyrir mig. Og jeg segi þetta: Allur smákóngahroki, sem elur ríg, en eyðir samvinnu milli sýslnanna hjer syðra —og hvar í sýslu eða sveit sem er — í því skyni að auka hróksveldi ein- hverra skjóðu-heims-höfðingja, eða af öðm slíku smásmugu- andleysi, má ekki spannarvítt friðland fá í heimkynni nokkurs hugsandi manns! — En eins og jeg áður sagði: Jeg vona það, að sundrungaröfl- in, sem orðið hafa hingað til, skólanum sunnlenska til mestrar tafar, sjeu nú að mestu úr sög- unni. Og eigum við ekki að vona það og vinna að því öll? Jeg hef sjálfur sjeð og reynt og veit það vel, hvers virði það er heimaöldum unglingum, sem eigi hafa verið annað sendir til menta en suður með sjó að róa eða í reykvíska eyrarvinnu, þegar best Ijet, að komast heiman að og í heilnæmi góðs alþýðuskóla einn til tvo vetur. Jeg hef sjálfur sjeð og fundið stakkaskiftin, sem flestir unglingar taka við það. Jeg hef raunstudda tröllatrú á slíkri mentastofnun, hvar í sveit sem hún er sett. Og jeg vildi óska þess öllu ungu fólki, að það ætti þess kost að vera þar að vistum. Og síðar meir ætla jeg að svo muni verða. En í bili tel jeg það bærilegt, þó eigi sje meira en einn skóli góður í landsfjórðungi hverjum. Jeg tel það oftast betra: að ætla sjer hæfilega dagleið og ná í áfangaastað, en oflanga og verða úti. Áfangi sjerskólamann- anna okkar er oflangur að sinni. Æskulýðurinn austan fjalls hefur nú þegar beðið oflengi eftir skól- anum sínum, þó sú bið yrði bráð- um á enda. Og hver er sá Sunn- lendingur, sem verða vill þar þröskuldur á vegi? Segi hann til sín! Helgi Hannesson. ----o---- Forsætisráðherrann hefur í við- tali við fulltrúa danska blaðsins Politiken sagt, að stjómin hafi í hyggju að athuga möguleika þess, að verðfesta íslensku krón- una í núverandi gengi. Einka- sölur ríkisins á olíu og tóbaki segir hann að stjómin ætli ekki að endurreisa, að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Norðmannafjelag er nýstofnað hjer í bænum. læknir á Seyðisfirði. Hann andaðist aðfaranótt 6. þ. m. á heimili sínu á Seyðis- firði eftir langvarandi veikindi, 57 ára gamall, fæddur 16. sept. 1870 á Sýmesi í Reykjadal, en þar bjuggu foreldrar hans þá: Kristján Jónsson og Kristbjörg Finnbogadóttir, er síðar fluttust að Litluströnd við Mývatn. Móðir Kristjáns á Litluströnd, Krist- jana Kristjánsdóttir frá Hluga- stöðum, var systir Kristjáns amtmanns á Akureyri. Tók amt- maður Kristján lækni til sín á bamsaldri og ól hann upp, en eftir lát amtmanns fluttist Kristján með ekkju hans til Reykjavíkur. Hann tók stúd- entspróf í Rvík vorið 1890 og próf í læknisfræði við háskólann í Khöfn í janúar 1897. Varð þá um vorið læknir á Seyðisfirði og gegndi því embætti til dauðadags. 16.sept.1904 kvæntist hann Krist- ínu Þórarinsdóttur kaupmanns' á Seyðisfirði, Guðmundssonar, og lifir hún mann sinn. Eiga þau 4 uppkomna syni og er Kristján söngvari, sem nú er að verða þjóð- kunnur maður, elstur þeirra. Hin- ir heita Þórarinn, Gunnar og Ragnar. Tveir hinir fyrnefndu eru símritarar á Seyðisfirði, en Ragnar verslunarmaður á Norð- firði. Kristján læknir var gáfumað- ur og vel að sjer, smekkvís og listhneigður, söngmaður ágætur og fjekst einnig nokkuð við sönglagagerð. Gleðimaður var hann á yngri ámm og mjög vin- sæll meðal skólabræðra sinna. Hann mun og hafa notið al- mennra vinsælda til dauðadags fyrir mannkosti sína og góða við- kynningu, því öllum, sem kynt- ust honum, kom saman um, að hann væri besti drengur. Á síð- ari árum gat hann ekki gegnt embætti sínu til fullnustu sakir heilsubilunar og varð þá að taka sjer aðstoðarlækni. Hefir Egill Jónsson frá Egilsstöðum á Völl- um verið aðstoðarlæknir hans nú um nokkur ár. Um eitt skeið hafði Kristján læknir töluverð afskifti af al- menningsmálum, var í bæjar- stjóm Seyðisfjarðar ög í ýmsum nefndum, sem höfðu til meðferð- ar málefni kaupstaðarins. Töframagn helgisiða. Eftir Jón Ámason. Flutt í Reykjavíkur-stúku Guðspekifjelagsins, 14. okt. 1927. Athafnir. Eins og að framan er sagt, þá er tilveran bygð upp og henni haldið við með sveiflum og sjer- stakar sveifluhræringar munu einnig eyða henni á skemri eða lengri tíma. Það má eftirgera að grípa inn í þessar sveifluverkanir. Rúmið er fylt efni. Komist einhver röskun á þetta efni, þá leitast náttúran ætíð við að koma því aftur í samt lag eða skapa í því jafnvægi. Þetta skilja menn best, ef at- hugaðar eru hita- og kuldahrær- ingar. Allir vita,að þegar kuldastraum- ar leita frá heimsskautum til miðjarðarlínu, þá veldur það því að hiti hlýtur að streyma aft- ur á móti frá miðjarðarlínu til heimsskautanna. Komi einhver röskun á í efn- inu, þá hlýtur hún að framleiða nýja hreyfingu, sem miðar að því að ná fullu jafnvægi á ný. Hver hreyfing, sem gerð er, hvort sem hún er mikil eða lítil, hvert hljóð eða tónn, sem fram- leiddur er, hvort sem hann er hár eða lágur, hlýtur að grípa inn í og raska hinum lögmáls- bundnu hræringum í efninu eða framleiða þeim óháðar verkanir. Þetta er gert í helgisiðunum. Við sjáum hreyfingarnar og heyrum hljóðið, en við getum ekki sjeð verkanimar, því þær birtast í hinum fínni og sam- feldari efnalögum í náttúrunni, en eigi sýnilegar í þeim grófu efnalögum, er við alment skynj- um. En margir finna þessi áhrif og verkanir þeirra. Við helgiathafnir eru notaðar hreyfingar, mælt mál, tón, högg og klukknahringingar. Hreyfingar móta ákveðin form eða lögun, t. d. krossmarkið, sem presturinn dregur, birtist sem ljóslínur og ákveðin mynd í hin- um fínni efnalögum og verður að farvegi fyrir andlega orku. Mælt mál myndar mismunandi hljóð og framleiðir ákveðnar lita- og ljpssveiflur í æðri efnalögum og knýr öfl til starfa, sem ann- ars hefðu eigi látið á sjer bæra. Tón eða söngur. Sama er um það að segja og mælt mál, að það framleiðir ljós- og litasveifl- ur og hefur vald á náttúruöfl- um, sem eru í samræmi við það. Tónar þessir og tónasambönd eru bygð með sjerstökum hætti, því orðin og tónamir verða í sameiningu að framleiða sjerstök hljómbrigði. — Þessvegna má eigi þýða latneska tónið, því þar er þessum skilyrðum fullnægt, en þegar þessu er raskað, t. d. með þýðingu textans á annað mál, hefur það mist hinn upp- runalega kraft sinn. Tón þetta og tónasambönd eru töfraþulur eða Mantram, eins og það er nefnt á sanskrít. Högg hafa einnig ákveðnar verkanir í þessu tilliti, en þau verða að vera gerð eftir nákvæm- lega fyrirskipuðum reglum, eigi þau að hafa hin tilætluðu áhrif. Kaþólska kirkjan notar þau eins og mörgum er kunnugt. Hringingar. Að hringja klukk- um til tíða, halda menn að sje í því skyni gert að boða söfnuðin- um messu — og má vel vera að svo sje. En jeg hygg, að hjer sje meira um að gera. Það sje einnig verið að gera æðri verum aðvart, sem eiga að aðstoða við messugerðina. PrestafjelagsFitlð. Tímarit fyrir kristindóms- og kirkjumál. — Ritstjóri Sigurður P. Sivertsen. — Níunda ár, 1927. Þessi árgangur er, sem hinir fyrri, mjög myndarlega af hendi leystur. Hefur ritstjórinn ekki sparað neina fyrirhöfn til þess að gera ritið sem best úr garði, bæði með því að rita í það sjálf- ur og fá ýmsa aðra góða og mikil- hæfa menn til þess að leggja til sinn skerf, og eru það þá einkum andlegrar stjettar menn, svo sem gefur að skilja; en vel mundi fara á því, að fleiri leikmenn legðu og þar nokkuð til, því að í þeirra hóp eru án efa ýmsir vel ritfær- ir menn, er áhuga hafa á kristin- dóms- og kirkjumálum. Hjer verður ekki reynt til að gagnrýna erindi þau, er ritið flyt- ur til nokkurrar hlítar, heldur verður hjer aðeins gerð grein fyr- ir efninu í sem stystu máli. Ritið hefst á alllangri ritgerð eftir biskup, doktor Jón Helgason, um Guðbrand Þorláksson, Hóla- biskup, þriggja alda minning þessa höfuðskörungs íslensku kirkjunnar í lúterskum sið. Eins og höf. tekur fram, er þar ekki rakinn æfiferill Guðbrands bisk- ups, heldur er um hann vísað til „Menn og mentir“ eftir Pál E. Ólason prófessor. Það sem höf. leggur áherslu á, er að „gera grein fyrir starfi hans, að því er varðar kristnihaldið í landinu, og hvað hann fjekk afrekað þau 56 ár, er hann sat á Hólastóli, því til viðrjettingar, sem og hversu siðaskiftin hjer á landi algerast fyrir áhrif frá stórvirkni hans í embætti". Er þessu lýst í ritgerð- inni vel og fjörlega, og maklegu lofi lokið á þetta kirkjulega stór- menni. Ritgerðinni fylgja fjórar myndir af Guðbrandi frá efstu árum hans. Þá er næst „Trúarlíf Pascals. Erindi flutt í Eiðahólma o. v.“, eftir sjera Ásmund Guð- mundsson skólastjóra. Þetta erindi er hugnæm lýsing á þessum ágæta franska snillingi 17. aldarinnar, sem var hvor- tveggja, frægasti vísindamaður og, eftir langa baráttu, einlægur og heitur trúmaður. Lesi menn frægustu lýsinguna á honum, sem tilfærð er í erindinu. Næst koma bráðabirgðatillögur synódusnefndar, er kosin var 1925, um breytingar á Helgisiða- bók ísl. þjóðkirkjunnar. Má bú- ast við að um það efni verði nokkuð skiftar skoðanir, og vænt- anlega á það nokkuð í land að því máli verði ráðið til lykta. Þá er erindi flutt á Akureyri og víðar eftir ritstjórann, er nefn- ist: Kristileg festa. Tekur höf. aðallega þrjú atriði til athugunar: Festu í guðsdýrkun, festu í lífs- skoðun og festu í siðferði. Er er- indi þetta mjög tímabært, eins og nú er högum háttað í and- legum efnum. Næst kemur synóduserindi sjera Friðriks J. Rafnar, er hann nefnir: Eftir dauðann. Er það út- dráttur úr bók Sadhu Sundar Singh, þessa alkunna dultrúar- og vitranamanns. Þá kemur Kirkjudagur og Kirkjudagsræða eftir sjera Þor- stein Briem. Vill höf. vekja upp hinn foma kirkjudag feðra vorra, með þeim breytingum, er teljast mættu hæfa eftir breyttum ástæð- um. Færir hann mörg og góð rök fyrir því, að slíkur sjerstakur hátíðisdagur mætti vel verða til þess að glæða ást safnaða til kirkju sinnar, glæða og göfga minninguna um látna ástvini o. s. frv. Kveður höf sig vita til þess, að í einum söfnuði hafi kirkjudagshaldi verið komið á aft- ur og orðið öllum þar til ánægju og blessunar. Þá er erindi sjer Sveinbjam- ar Högnasonar flutt á presta- V. Hugo. VESALINGARNIR. í homið og sallaði yfir hana ýmsum orðum um það, hvað hún væri Ijót. — Þegiðu, vínsvelgurinn þinn, sagði Cour- feyrac. — Farðu eitthvað annað og sofðu úr þjer vímuna, sagði Enjolras, sem stóð uppi á virkinu með byssuna í hendinni. Hjer er þörf á hrifningu, en ekki drykkjuskap. Þú mátt ekki gera virkinu smán. Þessi orð verkuðu þann- ig á Grantaire, að hann virtist verða algáður. Hann sagði að það væri best, að hann fengi að sofa þama, en Enjol- ras vildi reka hann burtu. — Jeg má sofa hjerna, þangað til jeg dey. Enjolras horfði fyrirlitlega á hann og sagði — Grantaire, þú getur hvorki trúað, hugsað, viljað, lif- að eða dáið. Grantaire svaraði alvarlega — Þú skalt nú sjá það. Svo drafaði hann nokkur fleiri óskiljanleg orð og fjell svo sofandi fram á borðið. Bahorel var mjög hrifinn af virkinu og Courfeyrac var að reyna að hugga veitingakonuna. Hann sagði, að þeir skyldu hefna þess, sem hún hafði sjálf kvartað svo sáran um, að vinnukonan hennar var nýlega kærð fyrir það, að hrista rekkjuvoð út um gluggann. Frúnni virtust þessar aðfarir lítil raunabót. Afstaða hennar minti á ara- bisku konuna, sem kærði það fyrir föður sínum, að maður hennar hefði lostið hana kinnhesti og var að launum lostin öðmm löðmngi á hinn vangann með þessum orðum — Gleddu þig nú, því þín er hefnt. Maðurinn þinn hefur barið dóttur mína, en jeg hef barið konu hans. Uppstytta var komin. Flokkurinn efldist. Verka- mennimir höfðu falið í fómm sínum púður, vítríólsflösk- ur, blys og mislita lampa, sem þeir höfðu geymt frá því á hátíðahöldunum á afmælisdag konungs. öll götuljósker í nánd við virkisstaðinn vom brotin. Enjolras, Combe- ferre og Courfeyrac höfðu stjómina á hendi. Þeir ljetu reisa tvö virki. 1 öðra þeirra, sem var fremur veikbygt, vora fimmtíu verkamenn og var það fremur hjákátlegur hópur á að sjá, en þrjátíu þeirra vora vopnaðir. En allir voru eins og bræður, þótt þeir þektust ekki hót í eldhús- inu var bál kynt og á það varpað öllum tináhöldum húss- ins, könnum, skeiðum og göflum, og var drakkið fast á meðan kúlur og skotfæri ultu um borðið milli glasanna. Hái maðurinn, sem slegist hafði í förina, var góður liðs- maður við virkisbygginguna, en ungi maðurinn, sem spurt hafði eftir Maríusi heima hjá Courfeyrac var horf- inn aftur. En götustrákurinn var í essinu sínu. Hann þaut fram og aftur, fullur af fjöri og kátínu og æpti af ánægju. Hann hjelt kjarkinum uppi hjá öllum hinum og geystist um alt eins og hvirfilvindur. Hann eggjaði þá, sem daufir voru, hvatti þá, sem latir voru, bljes lífi í þá þreyttu, gladdi suma, stríddi öðrum og kom alstaðar á lífi og fjöri, hrópaði og baðaði út höndunum og bar að virkinu. • Blöðunum skjátlaðist, þegar þau sögðu frá því. að hið ramgerða virki í Rue de la Chanvrerie hefði náð upp í fyrstu hæð hússins. Sannleikurinn var sá, að það var ekki nema sex eða sjö feta hátt. Það var þannig reist, að þeir, sem í því börðust, gátu hvort sem þeir vildu, varist inni í því, eða gengið upp á það að innanverðu. Að utan- verðu varð ekki gengið upp á það. Milli þess og húsanna, sem fjærst vora veitingahúsinu, var bil, sem maður gat skotist í gegnum. Vagnstöngin var fest upp með reip- um og settur á hana rauður fáni, sem blakti yfir virkinu. Minna virkið í Mondétourgötu sást ekki, því veitinga- húsið skygði á það. Flokkurinn hafði því einskonar varn- argarða á fjóra vegu og var aðeins op á einu svæði í Mondétourgötu, því þeir Enjolras og Courfeyrac vildu halda opnu einhverju sundi til umheimsins og óttuðust þar að auki ekki umferð úr þeirri átt, því gatan var erfið umferðar. Virkisvinnan var unnin óhindrað í klukku- stund, án þess að nokkuð bólaði á hermönnum. Þeir borg- arar, sem ennþá dirfðust það, að ganga um þessar slóð- ir flýttu sjer burtu, þegar þeir komu auga á virkið. Þegar virkisbyggingunni var lokið og fáninn dreginn við hún, var borð borið út úr veitingahúsinu og skreið Cour- feyrac upp á það. En Enjolras kom út með kassann og opnaði hann. Hann var fullur af skotfærum. Þegar þau sáust fór titringur um W& hugrakkastir vora og sló andartaksþögn á hópim1, H^feyrac deildi skotfærunum meðal manna brosandi °^ekk hver þrjátíu patrónur. En margir höfðu sjálf^ og fóra að bræða blý í kúlur. Púðurtunnan stóð ®sJer á borði rjett við dyrn- ar og var geymd þangáð phma. Um alla París voru h4ur barðar. En enginn veitti lengur athygli þessu tilbr41£arlausa hljóði. Byssurnar vora hlaðnar hægt og h^ja. Enjolras setti þrjá verði utan við virkin, sinn 1 hve.£ötuna. I þessum hræðilegu smágötum var öll umferð 3 sug 0g húsin auð og dauða- leg og skuggamir lengdu3 , rökkrið vafðist um þau og alt var á að sjá eins og e’^að hörmulegt og hryllilegt vofði yfir. En meðan oU^essum herbúnaði fór fram, drógu nokkrir hinna uD^.^hna sig út úr og settust í eitt hom veitingahússin® ,|SUngu ástavísur, en hölluðu hlöðnum byssunum upp vJ|5tólbökin. Æskuminningam- ar, stjömurnar, sem fóru blika. á himninum, hin öm- urlega kyrð í mannlauSUItl|ötUnum, ósveigjanleg örlög- in, sem í nánd voru, alt vaJ)etta skáldlegum blæ á ljóð- in, sem Jean Prouvaire, ljúfa, hvíslaði í rökkrinu. Á minna virkinu vSg vrikt á mislitum lampa, en yfir því stærra brann bbar bjarmann á fánann. Gatan sjálf og virkið C^ri hulið og sást ekki ann- að en rauði fáninn, í uh^^Um eldrauðum bjarma. Al- dimt var orðið, en enhF,i.st enginn vottur ófriðar. í fjarska heyrðist glamraI1(vv^ði og byssuskot endur og eins langt í burtu. Frest( Jíl> sem gefinn var, benti á það, að stjórnin færi ^ega og safnaði öllum her- styrk sínum. Fimmtíu átt von á árás sextíu þúsunda. Enjolras fann b .^ar óþolinmæði, sem altek- ið getur hugrakka ment j7. 't' beir bíða ægilegra átekta. Hann gekk til götustráK^V^m Var að búa til skotfæri inni í einni stofunni. A ^ llUi loguðu tvö kerti og var púðri dreift um það alt- hugsaði strákurinn meira um annað en skotfærin. ^ T'hn úr Munkastræti var ný- kominn inn í stofuna ^ist í skuggann með byssu sína. Hingað til hafði strákurinn haft annað skemtilegra að skoða en hann, en nú fór hann alt í einu að virða mann- inn fyrir sjer. Maðurinn hafði athugað gaumgæfilega virkisbygginguna og uppreisnarmennina, en eftir að hann kom inn í stofuna varð hann mjög hugsi og virtist ekki veita því neina athygli, sem fram fór í kringum hann. Strákurinn fór að læðast á tánum í kringum þennan hugs- andi mann. Svipurinn á barnsandlitinu, sem var í senn frekur og alvarlegur, lýsti nú bæði efa og óvissu. Það var eins og hann segði við sjálfan sig: Getur það verið? Nei, jeg sje sýnir — og samt . . . Hann krepti hnefana í vösum sínum og teygði álkuna. Hann var eins og yfir- geldingur á ambáttamarkaði, sem finnur kjörkvendi í stelpnahóp, eða eins og safnari, sem finnur Rafaelsmynd í myndakös, sem talin var fánýt. Það var bersýnilegt, að hann hafði komist á snoðir um eitthvað. En í miðjum þessum hugleiðingum hans kom Enjolras til hans og sagði — Þú ert lítill og enginn sjer þig. Farðu út fyrir virkið og læðstu meðfram húsunum og skygnstu dálítið um og segðu mjer hvers þú verður áskynja. Strákurinn reisti sig dálítið og sagði — Það er þá svo, að strákar era til einhvers nýtir. Það kemur sjer vel. Nú skal jeg fara. En næst skuluð þjer reiða yður á þá litlu, en vara yður á þeim stóra. Um leið og hann sagði þetta teygði hann upp höfuðið og bætti við í lægri róm en áður og benti á mann- inn úr Munkastræti — Sjáið þjer háa manninn þama? — Hananú, hvað er um hann? — Hann er lögreglunjósn- ari. — Ertu viss um það? — Það er ekki nema hálfur mánuður síðan hann tók mig niður af brúargrindum, þar sem jeg var að fá mjer frískt loft. Enjolras gekk sam- stundis burtu og hvíslaði einhverju að verkamanni einum. Hann hvarf og kom að vörmu spori með þrjá aðra kröft- uga menn. Enjolras gekk til ókunna mannsins og spurði — Hver eruð þjer? Maðurinn hrökk við. Svo horfði hann beint í augu Enjolras, eins og til þess að lesa hugsanir hans, brosti einstaklega háðslega og svaraði svo í stoltri alvöru — Já, jeg skil, það er öldungis rjett. — Eruð þjer lögreglunjósnari ? — Jeg er vörður laganna. — Hvað heitið þjer? — Javert. Enjolras gaf mönnum sínum bendingu, og áður en Javert gat áttað sig, var honum kastað niður og hann ramlegá bundinn. Þegar leitað var í vösum hans fanst þar lítið spjald, límt milli tveggja glerja. Öðramegin á því stóð skaldarmerki Frakklands með einkunnarorðunum: Árvekni og skyldurækni og hin- um megin: Javert, lögreglufulltrúi, fimmtíu og tveggja ára, og svo undirskrift lögreglustjórans. Pyngju sinni fjekk hann að halda, en í henni voru nokkrir gullpening- ar. Hjá úri hans, í vestisvasanum, fanst miði og skrifað á hann með eigin hendi lögreglustjórans: Þegar Javert fulltrúi hefur lokið stjórnmálaerindi sínu, á hann að leita upplýsinga um það, hvort rjett sje að misyndismenn hafi bækistöð á hægri Signubakka, nálægt Jenabrúnni. Þegar rannsókninni á Javert var lokið, voru hendur hans bak- bundnar og sjálfur var hann reirður með reipi við stoð í stofunni miðri. Strákurinn hafði horft á þettá alt og samþykt það með augnaráðinu og gekk nú til Javerts og sagði — Nú hefur músin komið kettinum í gildruna. Alt hafði þetta skeð með slíkum hraða, að því var lokið áður en nokkur utan veitingahússins vissi um það. Javert hafði ekki bært á sjer. Coufeyrac og fleiri komu hlaup- andi þegar þeir sáu hann bundinn við stoðina. Hann horfði á þá rólegur eins og sá, sem aldrei hefur sagt .ó- satt orð. Enjolras sagði þeim, að þetta væri lögreglu- njósnari og sneri sjer svo að Javert og sagði — Þjer verðið skotinn tíu mínútum áður en virkið verður unnið. Fanginn svaraði skipandi röddu — Því þá ekki undir eins. — Nei, við þurfum að spara púðrið. — Gerið þið þá út af við mig með hnífsstungu. — Njósnari, svaraði Enjolras virðulega, við erum dómarar en ekki morðingjar. Síðan sneri hann sjer til stráksins og sagði — Gerðu það sem jeg sagði þjer. Og strákurinn fór með byssu Javerts. Meðal þeirra, sem af tilviljun höfðu slegist í för með

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.