Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.12.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.12.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 21. desember 1927. 64. tbL Um víða veröld. Bernard Shaw um kirkju og þróunarkenningar. Afstaða þróunarkenninga og trúarbragða er nú víða mikið rædd, ekki síst í ensku kirkju- deilunni.Margir hafa lagt þar orð í belg á undanförnum árum. Með- al þeirra er Bamard Shaw, ein- hver snjallasti rithöfundur Breta. Hann skrifaði fyrir nokkrum ár- um leikritaflokk, sem hann kall- aði „Back to Methuselah. A Meta- biological Pentateuch“ og ljet að vanda fylgja langan inngang um trú og vísindi og þróunarkenn- ingar og þjóðfjelagsleg áhrif þessara mála og kom viða við. Hann er þróunarsinni og hefur hom í síðu kirkju og kristin- dóms, en boðar endurfæðingu trúarinnar á vísindalegum grund- velli, því án trúar verði ekki lif- að og muni hin nýja trú skapa nýja og glæsilega list. En sýnis- hom þeirrar listar eiga leikritin að vera, sem að ofan eru nefnd. Shaw talar heldur óvirðulega um kennisetningadeilur og kirkna- krit. Hann hefur hvorki trú á ensku kirkjunni sem heillavæn- legu afli í trúar- nje þjóðfjelags- lífi. Prófsteinn kennisetningar- innar er víðfeðmi hennar eða algildi, segir hann. Þess vegna á enska kirkjan ekkert rjettmætt tilkall til valds eða áhrif a í bretsku þjóðlífi meðan hún pre- dikar nokkura kreddu sem brama- eða búddhatrúarmaður, eða mú- hameðstrúarmaður, eða aðrir sjertrúarmenn, sem eru bretskir þegnar, geta ekki aðhylst, og mun því halda áfram að vera það, sem hún er nú, spillir æsku- lýðsins, hætta fyrir ríkið og hindrun samfjelags heilags anda. Þetta hefur aldrei orðið berara en af vanmætti kirkjunnar á ó- friðarámnum. Enda segir Shaw að það sje bersýnilegt, að menn- ingunni verði ekki bjargað af mönnum, sem sjeu þannig lagað- ir, að þeir leggi trúnað á helstu kreddur kirkjunnar en sjeu þar á ofan svo trúlausir að halda að slíkur átrúnaður geti myndað trúarbrögð. Slíkum mönnum verði ekki trúað fyrir uppeldi bama. Ef hverfandi sj ertrúarflokkar, eins og enska kirkjan, rómverska eða gríska kirkjan ættu að halda á- fram að halda mannsandanum í viðjum slíkra kredda verður að útiloka þ á frá skólunum, uns þeir gefast upp eða finna þá sál, sem fólgin er í hverri kreddu. Hin sanna stjettabarátta verð- ur barátta mentastjetta og sigur- vinningurinn verður sálir barn- anna. En þótt Shaw sje þróunarsinni og mjög andstæður ýmsum kirk- jukenningum, hefur hann sitt hvað að athuga við ýmsar hinar almennustu hugmyndir manna um þróunina. Hann segir að Darwin sjálfur hafi alls ekki verið darwinisti, enda sje „dar- winskenningin“ eða þróunar- eða breytingakenningin miklu eldri en hann, eða Alfred Russel Wal- lace. Buffon hafi verið betri þró- unarsinni en þeir, forngrikkinn Empedokles hefði kent það, að allar myndir lífsins væru til- brigði fjögurra meginafla: elds, lofts, jarðar og vatns og flokkun Aristotelesar á dýrunum sje upp- haf flokkunar eftir skyldleika á- þekk þeirri, sem löngu seinna leiddi til ályktunar Darwins um skyldleika apa og manna. Hjá mörgum höfundum á undan Dar- win má sjá meiri eða minni merki þróunarkenningarinnar, t. d. hjá Goethe. En Darwin varð til þess öðrum fremur að snúa múgnum á band kenningarinnar og viðfangsefni hans, tilraunir og dæmi koma öllum almenningi kunnuglegar fyrir, en t. d. kenn- ingar Lamarck’s. Það var eink- um kenningin um úrvalið, sem varð til þess að brjóta Darwin braut, því það þóttist hver bóndi geta skilið út frá kynbótareynslu sjálfs sín. Darwin gerði ekki ann- að en að sýna fram á það, að öll tilveran fylgdi sömu reglum um undaneldi eins og þeir sjálfir. Þetta er leyndardómurinn um lýðhylli Darwins — að hann var engum manni leyndardómur. Það, að mjög fáir okkar hafa lesið (meginrit Darwins) um uppruna tegundanna spjaldanna á milli, segir Shaw, er ekki af því sprott- ið, að það sje ofvaxið skilningi okkar, heldur hinu, að við erum með á nótunum og viðbúnir að taka við allri kenningunni löngu áður en lokið er hinum löngu og óteljandi dæmum, sem í bókinni eru aðallega. Darwin verður leið- inlegur eins og sá maður, sem heldur áfram að klifa á því að sanna sakleysi sitt löngu eftir að hann hefur verið sýknaður. Iðni Darwins var dæmalaus, dugnaður hans eins og mannlegum mætti er frekast megnugt. En hann kafaði aldrei dýpra fyrir og sveif aldrei hærra yfir staðreyndir sínar en svo, að hver meðalmaður gat fylgt honum. Sjálfur ætlaði hann athugunum sínum aldrei mjög alment gildi, setti þær ekki fram eins og þær snertu alla náttúru- fræði, taldi það, sem hann hafði bent á, eina af starfsaðferðum þróunarinnar, en ekki þá einu, ekki þá einu sönnu, sem útilok- aði allar aðrar. Hann var 1 stuttu máli sagt, alls ekki darwinisti, hann var heiðarlegur náttúru- fræðingur, sem vann að verkefn- um sínum svo laus við allar guð- fræðilegar bollaleggingar, að hann átti aldrei í neinum deilum við þann evangeliska sjertrúarflokk, sem hann var fæddur í og var alt til dauðans sú einfalda og almennilega sál, sem hann hafði verið í æsku sinni, þegar eldra fólkið efaðist um það, hvort nokkuð ætlaði að verða úr honum í veröldinni. Svona eru í stuttu máli skoð- anir þær, sem Shaw setur sjálfur fram í löngu máli og skemtilegu. Eða rjettara sagt, svona voru skoðanir hans fyrir skömmu, 1920. En hann hefur stundum leiðrjett sjálfan sig á skemmri tíma, án þess hann vilji þess vegna láta telja sig hringlanda. Hann hefur t. d. lengi undanfar- ið verið jafnaðarmaður. En nú eru jafnaðarmenn í dálitlum vandræðum með hann, því nýlega tók hann upp á því að fara að hæla Mussolini. Og jafnan er hann óragur við að segja skoð- anir sínar, hverjar sem þær eru og skrifar manna smellnast. Hann hefur einhvemtíma kallað sjálf- an sig hirðfífl enska auðvaldsins. En í öllum galsanum er hann alvarlegur boðberi alvarlegra mála. Síðustu fregnir. t Kína er borgarastyrjöldin enn í blossa. Fyrir nokkru náðu kom- múnistar yfirráðum í Kanton, en fyrir fáum dögum tóku þjóðem- issinnar borgina herskildi og ráku burtu sendisveit Rússa, sem þeir sögðu, að róið hefði undir bylt- ingunni og slitu öllu sambandi við Rússa. Út af þessu hafa orð- sendingar farið milli Tjitjerins og Chianz Kai Sek og mótmæla Rússar allri hlutdeild sinni í bylt- ingunni. Milli Rússa og Svía og Finna hinsvegar em nú nokkrar stjómmálaværingar, vegna þess að rússnesku sendisveitimar í Stokkhólmi og Helsingfors em granaðar um að stjóma hermála- njósnum á Norðurlöndum. Stjóm- arskifti eru nýorðin í Finnlandi, Sanila hefur myndað bænda- flokksstjóm. í bæ einum í Kan- ada brann nýlega bamahæli og fórust 307 böm. Amerískur kaf- bátur sökk á dögunum við á- rekstur á annað skip. Voru í hon- um um 40 manns og segja skeyti í morgun, að enn muni ýmsir þeirra vera á lífi, en varla unt að bjarga þeim. Fjöldi manna hefur nýlega farist af vatnavöxt- um í Algiere. Ihaldskona, greifa- frú ein, hlaut nýlega kosningu til enska þingsins og er sjöunda konan, sem þar á sæti. North- cliffes-blöðin gömlu, sem Rother- mere lávarður stjómar nú, og hefur undanfarið látið styðja í- haldsstjóm Baldwins, em ní meira og meira að hneigjast til fylgis við Lloyd George, en þau áttu á sínum tíma mikinn þátt í því, að hann fór frá völdum. Ólafur Finnssou hreppstjóri að Fellsenda f. 1. júlí 1851. — d. 7. des. 1927. I húsum býr nú harmur og hjörtum Dauði nær. — En dýrð sje góðum Guði, er gaf oss heillir þær: að þessi stund er þjáning, að þetta er sorgarlag. Vjer fylgjum merkum manni til moldar nú í dag. Þú satst hinn æðsta sessinn við sæmd og auðnu-hag og ljúft er oss að lofa hinn langa vinnudag. Vjer fólumst þinni forsjá — þinn frami lengi skín — og dagur ríkra dáða, er Dölum minning þín. Vjer minnumst þess nú margir við merki glögg og stór, að órækt var hjer áður og urð og þýfður mór. Er vetur brottu víkur og vaknar fegurð öll, — er urðin breytt í engi og iðjagrænan völl. Hjer ljóma fríðar lendur, er lýsir vorsins sól og aðli merkt þitt óðal — hið unga höfuðból; og háa garða hlóðstu og hikaðir við fátt. Og yfir Dali alla þín afrek bera hátt. Og orðstír þinn og auðlegð svo oft í ræður bar — því Fellsendi var frægur og fremstur bæja þar. — En vel er sá að verki, er veldi þvílíkt á — ef andúð merkist ekki frá eignaminni þá. Um ríkidæmi og risnu er raunar löngum valt. — Um dagfar þitt og dáðir er Dölum kunnugt alt og þarflaust margt að mæla um mannsins dýrsta hrós. — Svo hár var ólafs hróður að hann var sannnefnt ljós.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.