Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.03.1928, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.03.1928, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXin. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 28. marts 1928. 13. tbL Um víða veröld. Sænskir biskupar um ríki og kirkju. Samband ríkis og kirkju er nú meira og meira að verða eitt af vandasömustu úrlausnarefnum ýmsra þjóða. Trúarglundroðinn og erjumar fara vaxandi og þar með óánægja ýmsra yfir þvi, að ríkið haldi fremur verndarhendi sinni yfir einni kirkju en annari. Aðrir halda samt fast fram nauð- syn og gildi þjóðkirkjunnar, — þótt þeir telji trúarbragðafrelsi annars sjálfsagt —, til þess að mynda heilbrigt íhald gegn vax- andi upplausn og öfgum í trúar- efnum. Þessi mál eru nú m. a. mikið rædd í Svíþjóð og hefur ekki alls fyrir löngu komist nýr skriður á þau vegna þess, að tveir nýkjömir biskupar þar, hafa tekið þau til athugunar í hirðisbrjefum sínum. En það eru þeir Aurelius í Linköping og Stadener í Strangnás. Sá fyrnefndi segir m. a.: Ef kirkjan er, eins og Luther segir, konungsríki náðarinnar, þá á hún erindi til allra undantekningar- laust og getur ekki sett sjer nein takmörk. En þá verður það skipu- lag henni einnig eðlilegast, sem best og víðast nær ti 1 allra manna. Við eigum ekki að leita neins þess skipulags, sem er „kirkjulegt“ á þann hátt, að það sje ekki fyrst og fremst „einnig kristilegt". Þeim, sem halda að kirkjan sje fánýtt hús, að falli komið, verður best svarað með því, að sýna þeim það í verkinu, hvernig líf guðs anda, sem aldrei verður fyllilega heimfært til nokk- urs fonns, veitir nýju blóði í all- j lesendum er einnig kunnur, skrif- þarfnist ekki guðs og orðs hans, allar kirkjur sjeu því óþarfar. Af- drif kirkjumálanna velta mest á því að hverjum þessara flokka allur almenningur hallast, en um það ræður aftur nokkru afstaða forráðamanna þjóðkirkjunnar (ríkið), eftir því hvaða skilyrði það setur borgurunum fyrir veru sinni eða úrsögn úr þjóðkirkjunni og kemur bamauppeldi (í trúar- og siðferðisefnum) ekki síst til greina þar. En áherslu á að leggja á það, að fæla menn ekki að óþörfu frá kirkjunni og haga starfi hennar skynsamlega. Hvervetna verður þess vart, að þjóðkirkjan uggir um sig. Ný öfl (sem sum eru reyndar einnig gömul) gera vart við sig. Skiln- aður ríkis og kirkju er augljós möguleiki í úrslitum trúardeil- anna, bæði á Norðurlöndum og í Bretlandi og flestir sjá, að oft munar ekki nema hársbreidd hvernig fer. Tekst kirkjunni að sameina það, sem hún telur meg- inverðmæti sín og kröfur hinna óánægðu, eða verður hún að slá af þeim kröfum vegna þeirra, eða missa hina óánægðu til að halda þessum verðmætum sínum og sigla sinn eigin sjó. Framtíð og styrkur evengeliskrar kristni velt- ur á þessu. Hermann Keyserling greifi um framtíð menningarinnar. Á síðustu árum hefur margt verið rætt um framtíð hinnar vestrænu menningar. Virðist sum- um svo, að sú menning sje nú að hruni komin og eru kenningar Spenglers, sem Lögrj. hefur áður rakið allnákvæmlega, kunnastar þeirra skoðana. Einnig hefur Keyserling greifi, sem Lögrjettu- ar athafnir okkar. Og þeim, sem halda að kirkjan sje einhver ver- aldarvaldsstofnun, verður að sýna það, að vald það og áhrif, sem að er kept, hvíllr á fagnaðarerindinu einu. En áminningum þeirra, sem óánægðir eru, og þykir of þröngt um sig í kirkjunni, á að taka með hógværð og jafnvel þakklæti og nota til leiðbeiningar í starfinu. Biskupinn meinar m. ö. o. að lofa eigi trúarlífinu að leika sem frjálsast, innan vissra takmarka, og forðast erjur og sprengingu í þjóðkirkjunni. Hinn biskupinn segir, að þrenn andleg öfl sjeu einkum að verki í þjóðfjelaginu. fyrst og fremst hin gamla en sí- felt endurlífgaða þjóðkirkja, síðan ýmsir sjertrúarflokkar eða frí- kirkjur, sem myndast hafi af þeim, sem að einhverju leyti sjeu óánægðir með þjóðkirkjuna, en vilji ekki sleppa allri kirkju og trú og loks þeir, sem álíta, að þeir að um þetta, en er mun bjart- sýnni en Spengler. Er hjer á eftir sagt frá nýrri ritsmíð eftir hann um þetta. Við stöndum nú á þröskuldi nýs myrkurtímabils, tímabils eins og þess, sem kom á eftir tímum hins rómverska glæsileiks. Þetta merk- ir ekki það, að hnignunartími sje um það bil að koma á eftir fram- faratíma, en aðeins það, að nýtt tímaskeið er fyrir höndum, ólíkt, í eðli sínu þyí tímabili, sem lá milli endurreisnaraldarinnar og heimsstyrjaldarinnar. Tími undir- búnings, en ekki fullkomnunar. Og hvar skeður undirbúningur nýs tímabils, ef ekki í myrkrinu? Og úr myrkrinu kemur það í ljós gegnum óskapnað og ófegurð. Tímabil ljóssins eru ekki, eins og flestir halda, þýðingarmestu tímamir. Þeir eru blátt áfram tímar uppskerunnar, fullkomnun- arinnar. Þvi munu þessi tímabil sífelt skiftast á. Hin sönnu öfl sögunnar eru ekki efnisleg, heldur andleg. Efnisöflin, sem slík, hafa nauðalítið gildi. Það er merking þeirra og tilgangur, sem á veltur. Því það er einmitt þetta, sem menn kalla merking og tilgang, eða meiningu, sem lýsir hinu skapandi afli mannsins. Enginn maður lifir fyrir það, sem að hans áliti er ekki vert þess að lifa fyr- ir það. Þeir tímar hafa verið til, að mannkynið taldi fátæktinni, sem hugsjón, alt það til gildis, sem menn nú telja góðum lífs- kjörum til gildis. Merki hinnar nýju myrkuraldar eru augljós. Nú á tímum, eins og í upphafi miðaldanna, lætur hin nýja kynslóð sjer gersamlega í ljettu rúmi liggja hugsjónir og markmið feðra sinna. Menningar- arfurinn hefur ekki lengur sín gömlu áhrif, hversu fagur sem hann kann að vera, hvorki í trú- málum, þjóðfjelagsmálum nje list- um. Svo má segja, að sú mann- tegund, sem kalla má bílstjóra- manninn, sje nú alstaðar að verða fyrirmynd og hugsjón, en það merkir, að maðurinn er aftur að komast á hið frumlega sálarlífs- stig, en hefur á valdi sínu alla vjeltækni nútímamenningarinnar. Heimsstyrjöldin hefur sannað þetta alt. Hin raunverulega af- leiðing heimsstyrjaldarinnar er ekki fólgin í sigri bandamanna, eða stjórnarfarsbreytingum ríkj- anna, hún er fólgin í breytingu á sálarlífi og eðliseinkennum. Það er ekki í Rússlandi einu, að ný manntegund vex upp. Það á einn- ig við um Þýskaland og England, jafnvel Ameríku. Og hinn nýi maður er ekki menningarmaður, hann er ,,bílstjóri“, það er að segja, hann er þrunginn af frum- legu ofbeldi, fullur af lífsfjöri og yfirlæti æskunnar. í sögu heimsins hafa orðið margar breytingar menningar og andlegs lífs. En við þekkjum að- eins eina slíka breytingu, sem með rjettu kallast ,,myrk“, — miðaldir Vesturlanda. Breytingamar, sem nú eru að verða eru eins róttæk- ar og þær, sem gerðust fyrir 2000 árum. Og þá þverbrotnaði bein- línis samhengið milli fomaldar og miðaldaheimsins, því það sem lifði úr hinu gamla var notað til þess að holdga nýja sál. Ef litið er í einni svipan yfir mannkyn nútímans, munu menn sjá, að það er bolsjevismi en ekki þjóðræði (demokrati) sem hefur orðið hin almenna afleiðing heimsstyrjaldarinnar, ekki krafa um frið, heldur um ofbeldi, ekki virðing fyrir gömlum rjettindum, heldur stofnun nýrra rjettinda, það er mark aldarandans. Amer- íka er nú einangru^ frá öllum um- heimi, Bandaríkin ein hafa haldið í niðurstöður hins gamla skipu- lags. Þess vegna er því svo farið — gagnstætt því, sem alment er talið, — að heimurinn hefur aldrei verið fjær því en nú, að verða ameríkanskur. Amerískar hugsjónir og fyrirmyndir hafa aldrei verið heiminum í heild sinni fjarlægari en nú. Andi hins svonefnda nýja heims er farinn að verða gamall og úr sjer geng- inn. Menn trúa nú tæpast lengur á hugsjónir lýðræðisins, á rjett eignanna, strangleika siðvendn- innar. Munur hins nýja og gamla sjest á muninum á Rússlandi og Ameríku og skýtur hið nýja þó einnig upp höfðinu í Ameríku. En hvorki Rússland nje Ameríka eru fyllilegt framtíðarmark. Þjónusta og „samstarf" voru orðtök og einkenni miðaldanna, engu síður -en nútímans. En sam- fjelagsríki (collektivt-ríki) er ekki menningarríki langt á leið komið, það er hið almenna, frumlega ríki. En það er ekki hið almenna, held- ur hið einstaka, sem sýnir blóma menningarinnar. Þegar menn aft- ur eru vaxnir upp úr samfjelags- ríkinu, sem er nauðsynlegur liður þróunarinnar, munu nýjar ein- staklingsstefnur aftur ná sjer niðri. Nú vill alt mannkynið lifa lífinu fullkomlega. Það vill eyða öllum sjerrjettindum. Hið nýja myrkurtímabil, sem fyrir höndum um er, er hlið þessa æðra ríkis. Látum okkur því ekki örvænta vegna þeirrar baráttu og erfið- leika, sem bíða okkar. Þær einar geta látið nýja og æðri menn- ingu fæðast. Síðustu fregnir. Spánverjar eru aftur að ganga í þjóðabandalagið. Viðsjár eru enn í Kína. Nýlega urðu æsingar í Amoy gegn Japönum, sem hand- tóku tvo Kóreumenn, og rjeðust Kínverjar á ræðismann Japana. Kosningahríðin er nú hafin í Frakklandi. Afvopnunarmálin ganga enn í þófi og sleit Genfar- fundinum svo, að engin ákveðin niðurstaða fjekst. Rússar vilja al- gerða afvopnun innan fjögurra ára, og Þjóðverjar og Tyrkir styðja þá í aðalatriðunum. Lit- vinov hefur borið fram þá vara- tillögu, að stórþjóðirnar minki herbúnað sinn um helming, en smáþjóðimar um helming móts við það, sem nú er. Enska stjóm- in hefur sett fram tillögur um takmörkun herskipabygginga, en Japanar og Bandaríkjamenn taka þeim dauflega. Noregsbanki hef- ur lækkað forvexti um hálfan af hundraði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.