Lögrétta - 28.03.1928, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTA
ekki til að ganga til hans oftar.
Ung giftist Helena Matts Kottin-
en mót vilja föður síns, því ýms-
ir efnaðir menn höfðu beðið henn-
ar, en Matts var fátækur. Þau
áttu við mjög erfið kjör að búa
og urðu að lokum að þiggja
sveitarstyrk, en ekki varð það
mótlæti til að buga guðstraust
Helenu. Eitt sinn átti hún þó í
þungu sálarstríði, hjelt að hún
hefði drýgt syndina á móti heil-
ögum anda. En umhugsunin um
orð Krists á krossinum: Það er
fullkomnað, gaf henni sálarfrið.
Hún sannfærðist um, að sú synd
væri ekki til, sem mönnum fyrir-
gæfist ekki fyrir dauða Krists, ef
þeir iðruðust.
I júlí 1905 prjedikaði Helena
Kottinen í fyrsta skifti í svefni.
Þá var hún 34 ára að aldri. Hún
fjell í svefn út frá bæn og lýsir
hún sjálf því, er fyrir hana bar,
á þessa leið:
„Jeg sá geislandi ljós og í því
veru, sem jeg get ekki lýst
hversu var dýrðleg. Þessi vera
sagði við mig: „Vertu ekki
hrædd, jeg er frelsari þinn“.
Hann leit ólýsanlega ástúðlega
til mín og hvarf. Því næst sá jeg
tvo engla; þeir lögðu stóra bók
fyrir framan mig, þar sem skráð
var æfisaga ýmsra manna og þeir
flettu upp æfisögum þeirra, sem
voru í herberginu". Prjedikaði
Helena nú upp úr svefninum um
syndir áheyrendanna, og furðaði
þá stórlega á orðum hennar, því
hún talaði um margt, sem þeir
hjeldu, að þeir einir vissu. Varð
það til þess, að þeir iðruðust af
hjarta.
Eftir þetta lifði Helena í 11
ár og síðustu árin prjedikaði hún
næstum daglega í svefni. Fanst
henni þá æfinlega, sem henni væri
fengin stór bók og boðið að lesa
upp úr henni. Voru það ósjaldan
ávítunarorð um leyndar syndir
hennar og annara. Meðal annars
er sagt um hana, að hún ein-
hverju sinni sagði manni af há-
um stigum frá því, að hann
bruggaði konu sinni banaráð.
Maðurinn skelfdist og játaði að
satt væri, en þetta kom því til
leiðar, að hann sá sig um hönd
og var konunni góður upp frá
því.
Mörg hliðstæð dæmi eru sögð
af henn-i og mikið orð fór af op-
inberunum hennar. Varð hún
brátt þjóðkunn. Ferðaðist líka
talsvert um og hjelt uppbyggileg-
ar samkomur. Aðalumræðuefni
hennar var synd og náð og rjett-
læting af trúnni. Yfirleitt fylgdi
hún alveg kirkjukenningunni, og
var tíðum til altaris, enda naut
hún virðingar og trausts flestra,
prestanna engu síður en annara.
Hin konan, sem Ingibjörg ö-
lafsson skrifar um, á ólíkt sorg-
legri sögu.
Hún heitir María Ákerblom og
er frá hjeraðinu umhverfis
Gamlakarlaby. 15—16 ára byrj-
aði hún að prjedika í svefni og
hafði mikil áhrif, svo að margir
tóku sinnaskiftum. En brátt
sprettur vísirinn upp að falli
hennar. Hún gerir sjer gáfu sína
að fjeþúfu. Eftir að hún hefur
prjedikað, gengur bróðir hennar
um á meðal tilheyrendanna og
segir: „Áheyrendumir vita sjálf-
sagt, að systir mín er sárfátæk,
gefið henni fáeina aura“. Og
fólkið er fúst til að gefa.
Vald Maríu Ákerbloms fór sí
vaxandi, einkum yfir karlmönn-
um. Henni voru gefin fádæmin
öll af fje og skartgripum. Svo
langt gengur hrifningin, að bænd-
ur í Austurbotni selja sumir
hverjir jarðir sínar og reisa henni
fyrir verðið stórhýsi í Gamla-
karlaby, sem nefnt er „höllin“ í
daglegu tali. Seinna er henni gef-
inn sumarbústaður í skerjunum
við Helsingfors. Þar lifir hún ó-
hófs- og viltu skemtilífi.
1918 gerist Vartiovaara, tiginn
maður í Helsingfors, blindur á-
hangandi Mariu Ákerblom og er
hægri hönd hennar síðan. En nú
er valdafíkn, metorðagimd og
hjegómafýsn hennar gengin svo
úr hófi, að hún þolir enga gagn-
rýni eða mótspyrnu, og reynir
að koma þeim, sem hún heldur að
sjeu sjer andstæðir, fyrir kattar-
nef með fulltingi Vartiovaara.
Það mishepnast. Og þá er hafið
sakamál gegn þeim Vartiovaara
og Mariu. Var kona Vartiovaara
frumkvöðull þess, því henni sveið
að sjá hver áhrif Maria Áker-
blom hafði á mann hennar, þótt
hún og aðrir ætluðu og áliti enn,
að þau væru aðeins trúarleg, en
ástamál hafi ekki komið til
greina. Bömum þeirra Vartio-
vaara hafði líka verið rænt frá
henni af áhangendum Mariu Ák-
erblom og voru þau nokkur ár
haldin á laun í skemtibústað
Mariu.
70—80 manns voru viðriðnir
sakamál það, sem höfðað var
gegn Maiu Ákerblom og var
margt ófagurt borið flokknum á
brýn: morðtilraunir, meinsæri,
þjófnaður og fleira og fleira. En
einna mestri æsingu olli það, er
Mariu tókst hvað eftir annað að
flýja úr fangelsinu. Er talið að
henni hafi tekist það mest fyrir
þá sök, að hún hafi svo mikið
dáleiðsluvald yfir mönnum, og
muni hún hafa dáleitt fangaverð-
ina.
Það er álit manna, að Maria
Ákerblom sje saklaus að því leyti,
að draumprjedikanir hennar sjeu
enginn leikaraskapur eða gróða-
brella, heldur hafi hún dulræna
hæfileika til slíkra prjedikana,
eða hún flytji þær undir áhrifum
frá æðra heimi. Eins þykir víst,
að hún hafi ekki átt neitt ásta-
samband við Vartiovaara eða aðra
karlmenn, sem henni hafa verið
fylgispakastir, en að þeir muni
hafa orðið bæði fyrir trúar- og
dáleiðsluáhrifum af henni. Það
er því fjegimd hennar og hje-
gómafýsn, sem hefur komið
henni, sem byrjaði í anda, til að
enda í holdinu og að síðustu
steypt henni úr tignarsessinum á
kaldan klakann.
Dómur í málinu fjell síðastliðið
haust. Bæði Maria Ákerblom og
Vartiovaara voru dæmd til 15
ára betrunarhússvinnu.
hnýta neinu aftan við þessar frá-
sagnir. Jeg get ekki skýrt orsak-
ir þess, að menn prjedika upp úr
svefni eða 1 höfga. En jeg álít
bæði þessi dæmi fróðleg og verð
yfirvegunar. Það síðara ekki síst.
G. Á.
Bókmentii*
Jeg sje ekki ástæðu til að
Bókaverslun Þorst. M. Jónsson-
i ar á Akureyri hefur sent út Grá-
í sinnu I., gefna út af Sigurði
! Nordal og Þórbergi Þórðarsyni.
Grásinnu er ætlað, segja útgef.,
í að bjarga frá gleymsku og afbök-
! un gömlum og nýjum sögum, sem
i ganga manna á milli og koma fyr-
! ir almennings sjónir ýmsum fróð-
I leik, sem grafinn er í hand-
ritasöfnum. — Gráskinna vill
; flytja allskonar alþýðleg íslensk
fræði: þjóðsögur og munnmæli,
kynjasögur og fyrirburða, lýs-
ingar einkennilegra manna og
viðburða, gömul kvæði og æfin-
týri, skýrslur um gamla trú og
siði o. s. frv. Ritinu er m. ö. o.
ætlað að fara í svipaða átt og Huld
! fyrrum, eða vera áþekt og Blanda
Sögufjelagsins er nú (og Morg-
unn flytur einnig sumt efni svip-
að). I þessu fyrsta hefti, sem er
snoturt kver (3 kr.), eru ýmsar
sögur einkennilegar og skemti-
legar, skráðar t. d. eftir Snæ-
bimi í Hergilsey, ólínu Andrjes-
dóttur, ögmundi í Flensborg o. fl.,
en sumt uppskriftir úr gömlum
handritum, s. s. Himinbjargar
saga. Frá því er sagt, sem fáum
var kunnugt, að Snæbjöm í
i Hergilsey eigi í fóram sínum æfi-
sögu sína, og bíður hún nú prent-
unar, og mun mörgum forvitni
á henni, því Snæbjöm er þjóð-
! kunnur dugnaðar og hreysti-
! maður. — Sumt í slíkum fróð-
leik sem Gráskinna flytur, verður
nokkuð leiðigjam lestur, en
margt er samt í honum eftirtekt-
arvert og skemtilegt þegar vel er
með hann farið og svo er í Grá-
skinnu. Er svo mikil forvitni
ýmsra á þessi efni, að bókin er
líkleg til vinsælda, verði áfram-
haldið ekki upphafinu lakara.
Vaka er nýkomin, með ýmsum
læsilegum greinum, enda stendur
að henni góður flokkur menta-
manna. En ærið er hann sundur-
leitur í skoðunum og kenningum,
og togar nokkuð hver á móti öðr-
um, svo erfitt verður oft „bók-
mentalegum almúganum" og finna
úr því „fótfestuna á himni og
jörðu“, sem útgefendurnir sögðu
í boðsbrjefinu, að fólkið vantaði
einna helst. Um sumar greinarnar
deila menn og hafa þó í þeim
verið athyglisverðar tillögur, svo
sem um íslenska lögbók. Einnig
I hefur í Vöku komið grein um ís-
lenska bókaútgáfu og ríkisforlag,
! eflaust borin fram af góðum
j hug, en full af fjarstæðum. —
I Annars hafa í ritinu komið ýms-
. ar greinar, skemtilegar eins og
' vænta mátti. f síðasta heftinu t.
d. um bolsjevisma eftir Áma
Pálsson, um ísl atvinnusögu eftir
Þorkel Jóhannesson og um bók-
mentir eftir Sig. Nordal.
Ýmsar bækur Einars H. Kvaran
hafa á síðustu áram verið þýddar
á sænsku. Hin síðasta mun vera
Smælingjar (Smáfolk. Historier
frán Islands dalar). Um þær
hefur dr. Knut Barr ekki all3
fyrir löngu skrifað í Stockholms
Tidningen m. a.: Hann (E. H. K.)
getur sagt skoðun sína á hinum
dýpstu og erfiðustu úrlausnarefn-
um á nokkram ljett og lipurt
skrifuðum blaðsíðum . . . hann
er afburða sálkönnuður, og einkar
geðþekkur siðspekingur, sem
fengið hefur frásagnarlistina í
vöggugjöf. Prófessorsfrú Holm-
gren skrifar einnig m. a.: Kvaran
getur lýst fólki, sem er stórfelt
í öllum einfaldleik sínum . . .
Fegurri lýsingar kærleika og
móðurástar verða sjaldan fyrir
manni.
----o-----
Konungshjónin hafa gefið 1200
kr. til nýju fornritaútgáfunnar
og tjáð sig fús til að gerast vemd-
arar fyrirtækisins.
Kaffi og sykur. Nd. hefur
samþ. að fella niður 25% gengis-
viðaukann á kaffi- og sykurtolli-
Sjúkrasamlag Reykjavíkur taldi
um síðustu áramót 2336 fjelaga,
þar af 1555 konur og fjölgaði
mikið á árinu. Það hafði rúml.
106 þús. kr. tekjur(þ. á. m. ca. 20
þús. kr. styrk úr ríkis- og bæjar-
sjóði). Mest var greitt fyrirýmis-
konar sjúkravitjanir, tæplega 50
þús. kr„ þá fyrir sjúkrahúsvist
tæpl. 24 þús. kr. og lyf lækna
tæplega 20 þús. kr. Rekstrar-
kostnaður varð 7 þús. kr.
Háskólinn. Sú bráðabirgðaráð-
stöfun hefur verið gerð í guð-
fræðadeildinni, að Magnús Jóns-
son dócent er orðinn prófessor,
en kenslu þá, sem Har. Níelsson
hafði á Ásmundur Guðmundsson
á Eiðum að annast sem dócent.
Hann var einn þeirra þriggja, sem
sóttu um dócentembættið, þegar
M. J. fjekk það. Einnig var unl
það talað, að sr. Sveinbjöm
j Högnason, sem lagt hefur sjer-
staka stund á gamlatestamentis-
fræði erlendis. yrði eftirmaður
H. N. En kenslumálaráðherra
leitaði álits deildaiinnar um mál-
ið og mælti hún með Á. G.
Póstþjófnaður. Þegar Esja kom
! hingað síðast varð þess vart, að
stolið hafði verið úr póstklefa
hennar allmiklu af verðpósti að
norðan og nokkura af öðrum
brjefum. Nokkra seinna fanst
hjer vestur í fjöra, á steini og
steinn ofan á, almenni pósturinn,
póstskrá frá Blönduósi og tvö
peningabrjef og skrá frá þjófnum
um afganginn, sem hann hafði
stolið og ætlar sýnilega ekki að
skila aftur. En ekki mun bók-
færsla þjófsins hafa komið lög-
reglunni neitt á sporð. Póstklefi
skipsins kvað venjulega vera
ólæstur, að því er komið hefur
fram við vitnaleiðslur, og er slíkt
vítavert hirðuleysi, þótt póstur
sje reyndar oft mikill og erfiður.
Prentamiðjan Acta.