Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.05.1928, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.05.1928, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA nm. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 9. maí 1928. 20. tbL Um víða veröld. Sir Arthur Keith um uppruna mannsins. Deilumar um gildi þróunar- kenninganna og darwinismans sjerstaklega hafa sennilega aldrei verið eins miklar og háværar út um löndin eins og á síðustu ár- um og enn um þessar mundir standa yfir um þau efni ákafar deilur í Englandi og er fylgt með athygli. Deilumar standa fyrst og fremst um afstöðu mannsins í sköpunarverkinu. Hefur maður- inn orðið til smásaman fyrir þró- un úr lægri lífverum, svo að ekki sje eðlismunur á honum og þeim (t. d. öpum) heldur aðeins stig- munur, eða er munurinn á t. d. mönnum og öpum svo mikill, að um eðlismun sje að ræða, sprott- inn af mismunandi sköpun frá upphafi? Síðari skoðuninni hefur kirkjan að jafnaði haldið fram og gerir oftast enn, en náttúruvís- indin hinni fyrri, þótt ýmsir kirkjumenn fylgi hróunarkenning- um og ýmsir vísindamenn kirkj- unni. Einhver kunnasti fræðimaður nútímans, þeirra sem við þessi efni fást, er Englendingurinn Sir Arthur Keith prófessor. Hann er einn af þeim, sem einna mestan hátt tekur í deilunum um ])ró- unarkenningar og meðal þess, sem vakið hefur mestan gný er erindi, sem hann flutti í Leeds um upp- runa mannsins (Conceming Man’s Origin). Sir Arthur segist vera ákveðinn Darwins-sinni af bví að rannsóknir sínar og annara leiði bað betur og 'betur í Ijós, að hið stórkostlega grundvallaratriði Darwins sje hárrjett, bótt bað hafi sýnt sig, eins og eðlilegt sje. að mönnum hafi skiátlast í ýms- um einstökum atriðum og sum- staðar stigið feti framar en for- svaranlegt hafi verið. Meginvillur bróunarkenninganna hjá hinni eldri kynslóð fylgismanna hennar voru bær, að bróunin var talin einfaldari og beinni en hún er. Menn tóku ekki nægilegt tillit til bess, að afbrigðin hjá hinum upp- haflegu frumtegundum eða for- feðrum mannsins hafa verið mörg, eins og bau eru enn hjá öpum og hjá mönnunum sjálfum (hvítir menn, negrar, hottentott- ar o. fl.) og bróunin hefur bví getað gengið í margvfslegum hlykkium, og sömuleiðis hafa ein- stakir líkamshlutar bróast mjög misjafnlega r ýmsum tímum og hjá ýmsum afbrigðum, heili, höf- uðkúpa, kjálkar, handleggir o. s. frv. sitt á hvað. Enn mega rann- sóknimar á bessu heita á byrj- unarstigi, segir Sir Arthur. Hann hefur sjálfur í einhverju helsta riti sínu um manninn í foraeskju (The Antiquity of Man) gert einskonar ættartölu hans. Telur hann fyrst hinn sameiginlega lífs- stofn, á eocentíma jarðsögunnar fyrir c. 600 bús. árum nú á c. 12000 feta dýpi. I lok bess tíma fer stofninn að greinast í apakyn og heldur bví áfram á oligocen- tímanum og bá fer einnig að greinast sundur kyngrein apa og roanna og greinist enn meira á næsta tíma, miocentímanum og beim næsta, pliocentímanum (fyr- ir c. 250 bús. árum) og bá fer að magnast grein hins núlifandi mannkyns, en apagreinarnar gömlu eru sumar visnar, en )>ær, sem áfram lifa miklu renglulegri en manngreinin. Á síðasta tíma- bilinu, pleistocentímum og nútím- anum kemur svo fram frummað- urinn, sem nú bekkjast leifar af (t. d. neanderdalmaðurinn, sem deyr út) og núlifandi kynkvíslir (Evrópumenn, negrar o. s. frv.). Þetta er bví alveg víst og areiðan- legt, segir Sir A. K. að maðurinn hefur bróast úr lægri lífverum. í heila hans (en á honum veltur mest) er ekkert bað, sem ekki finst líka í apaheila, bótt hann sje minni. En samt er munurinn á apa og manni afskaplegur og í bessum mun eru mestar dásemd- irnar fólgnar. En á bví kunna vís- indin engin skil, hvemig á bví stendur, að mannsheilinn er kom- inn svo langt fram úr öðrum heil- um. Þegar sú gáta er ráðin, er alt ráðið, segir Sir Arthur Keith. ----o----- Síðustu fregnir. í Englandi er nú mikið rætt um bað, að miða kosningarrjett karla og kvenna við 21 árs aldur og beitir íhaldsstjómin sjer fyrir bví. Lægsti kosningarjettaraldur mun vera 18 ár, í Tyrklandi. Páf- inn hefur nýlega gefið út boðskap sem varar kabólska menn við Gyðingahatri og ofsóknum. No- bile er kominn til Spitsbergen í pólflugi sínu. Rúmenskir bændur krefjast bess nú að Bratiann fari frá, en bændaforinginn Maniu myndi stjórn. Erfiðar deilur eru enn með Bretum og Egiptum. Japanar hafa sent her til Kína. Suðurherinn )>ar vinnur nú á. I Bretlandi eru nú 562 miljónaeig- endur og greiða um helming tekna sinna í opinber gjöld. Ný- lega var flogið milli London og París á 80 mínútum. ----o----- Tvö blöð koma út af Lögrjettu í dag. Konungurinn staðfesti 7. b- m. öll lög síðasta bings. flr. Kid flðsissen Einhver frægasti fræðimaður Dana, og heimskunnur landkönn- unarmaður, Dr. Knud Rasmussen, dvelur hjer nú á vegum háskól- ans, sendur hingað til fyrirlestra- halds af danska kenslumálaráðu- neytinu. Mun bað vera ætlunin að taka upp bað skipulag, að senda öðruhvoru lausamenn hingað til háskólans í stað bess að hafa hjer fastan kennarastól eins og áður var. Er það skipulag líklegt til vinsælda, ef áframhaldið verð- ur upphafinu líkt. En annars hef- ur það ekki altaf verið sjerlega merkilegt eða skemtilegt, sem „bræðraþj óðinni“ hefur verið boð- ið af dönskum fyrirlestrum og bókum í upplýsingarskyni — t. d. af Dansk-íslenska fjelaginu. En fyrirlestrar Dr. K. R. hafa verið ágætlega sóttir, enda einstaklega fróðlegir og skemtilegir, þótt sum ummæli hans hafi skotið nokkuð skökku við því, sem al- ment er álitið hjer, t. d. lofgerð hans um dönsku einokunina og innilokunina á Grænlandi og fjárhagstjón Dana af yfirráðun- um þar. En íslendingum, landa- fundum þeirra og frásögnum bar hann mjög vel söguna og er ná- kunnugur íslenskum fornsögum, sem að Grænlandi lúta og að vísu manna fróðastur um alt það, sem Eskimóa snertir. Hann hefur dvalið langdvölum meðal þeirra og rennur nokkurt blóð þeirra í æð- um hans í móðurætt og fæddur er hann í Grænlandi. Hann er maður kominn fast að fimtugu (f. 7. jan. 1879) og hefur helgað æfi sína eskimóarannsóknunum, farið erfiðar og hættulegar rann- sóknarferðir og safnað margvís- legu efni til upplýsinga um sögu, lifnaðarhætti og andlegt líf eski- móa og leitt í Ijós merkilegar nýjungar. Hann byrjaði ferðalög sín á Lapplandsferð 1901, var í leiðangri Mylius-Ericksens 1902— 1904, sendur 1905 af stjóminni til að rannsaka möguleika hrein- dýraræktar í Grænlandi, var þar enn 1905—1906 til að safna þjóð- sögum og aftur 1910 til a,ð stofna rannsóknar- og verslunarstöð með Peter Freucken. Kallaði hann stöðina Thule og við hana hafa verið kendar ýmsar rann- sóknarferðir um þessar norður- slóðir og er merkastur síðasti leiðangur dr. K. R., hin svo- nefnda fimta Thuleferð (1921— 1924). Síðan Grænlands-bók þeirra Finns Jónssonar og Helga Pjet- urss kom út, og varð vinsælt rit, hefur lítið verið skrifað í heild um grænlensk fræði á íslensku, en nokkuð fylgst með ýmsum málum þar, einkum atvinnumál- um og birti Lögrj. m. a. um eitt skeið margar greinir um þau efni. Rit Knud Rasmussens hafa verið hjer lítið kunn til þessa (í Lögrj. hefur þó verið sagt frá hinu merka safni hans af græn- lenskum þjóðsögum og sögnum). En hann er skemtilegur rithöf- undur og hefur skrifað ferðabæk- ur og sögur, sem aðgengilegar eru öllum almenningi, auk ýmsra skýrslna, sem meira eru vísinda- legs efnis. Auk sagnasafnsins, sem fyr getur (Myter og Sagn fra Grönland) má geta eskimóalýs- inga hans í „Nye Mennesker**, „Min Rejsedagbog" og „Grön- land langs Polhavet" og sögu- safnsins „Under Nordenvindens Svöbe“. Hann hefur einnig skrif- að þrjár bækur á grænlensku og er einn af brautryðjendum græn- lensks ritmáls, en bókmentir á málinu eru enn fábreyttar, þótt dálítil blaðaútgáfa sje í landinu og nokkuð hafi verið býtt á grænlensku, m. a. úr íslendinga- sögum, sem Grænland snerta. Titlana á hinum grænlensku bók- um Dr. K. R. má tilfæra til gam- ans, þótt þeir sjeu mestu tann- brjótar, en sýna dálítið hið ein- kennilega mál. Þær heita: „av- angnisalerssarutit“ (1910), „sil- arssuarmiulerssarutit" (1913) og „sermerssuakut tunuliamilers- sarutit“ (1916). Knud Rasmussen er heiðursdoktor við Hafnarhá- skóla og hefur hlotið ýmsan ann- an vísindaframa og hjeðan fer hann að minsta kosti með þakk- læti margra áheyrenda fyrir hin fróðlegu og áheyrilegu erindi. ----o---- Ráðherramir, Tr. Þórhallsson og Jónas Jónsson eru nýfarair til útlanda ásamt frúm sínum. Magnús Kristjánsson gegnir nú einsamall öllum ráðherrastörfum. V

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.