Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.05.1928, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.05.1928, Blaðsíða 2
a LÖG&IBTTA LÖGBJITTA Utg’efandi ag riUtjóri i>»r»tainn (í í s 1 a * a n ÞingholU»trseti 17. Simi 17S. Innheimta afgrreiðnla i Miðstræti 3. Cr“ ■ —Jifl MðtÉMM í Oslo og Bcreeu ---- Nl. Hátíðahöldin í Bergen. Eftir sýninguna hjelt borgar- stjórnin í Bergen veitslu í „Den gode Hénsigt". Salurinn var fall- ega skreyttur. Inst í honum var stór ræðupallur útbúinn eins og skrautlegur blómgarður og mitt í honum var líkneski af Ibsen. ól- afur krónprins var í veitslunni sem fulltrúi konungsins. Olsen borgmeistari bauð gestina vel- komna, en Lie borgmeistari, fjár- málastjóri borgarinnar, mælti fyrir minni konungs. Krónprins- inn svaraði, þakkaði viðtökumar í Bergen, hrósaði leikiist Bergens- búa og mintist á, hve mikið norska þjóðin ætti Henrik Ibsen að þakka. Bað menn svo að drekka minni fósturjarðarinnar. Litlu síðar hvarf krónprinsinn úr veitslunni ásamt aðjútanti sínum og mun hafa haldið heimleiðis um nóttina. Hann er ungur maður og vasklegur og nýtur mikilla vin- sælda meðal Norðmanna. — Þar næst talaði varaframsögumaður borgarstjómarinnar, H. P. Fas- mer, til útlendu gestanna, inælti á ensku og þýsku og þakkaði fyrir, að þeir hefðu lagt á sig ferðina vestur yfir fjallið frá Osló. Há- tíðarræðuna hjelt dr. Just Bing. , Sagði hann að afmælishátíðir ættu | jafnan að vera reikningsskil við fortíðina. Mintist svo á afstöðu Ibsen til samtíðar hans og á myndir þær, sem hann hefði leitt fram í ritum sínum af fulltráum þeirra tíma. Hann hefði m. a. j sýnt með lifandi mynd þau miklu áhrif, sem bergmálið hefði A í stjómmálasviðinu og hvemig í | hugsjónimar yrðu þar að gaspri, ; er þær hefðu kastast nokkram | sinnum fram og aftur; en svona | yrði það að vera, hugsjónimar j ; sjálfar væru ónothæfar í stjóm- máladeilum, en gasprið gagnlegt. i Og ræðumaður sagði, að þetta ! mundi eiga við, ekki aðeins í | Noregi, heldur einnig í flestum mexmingarlöndum. Það væri i skarpt ljós, sem Ibsen brygði yfir mannlífið, en það, sem gerði hann j ! að svo stóru skáldi, væri, að þetta ; ; skarpa ljós fjelli oft yfir það frá j I hæstu hæðum hugsjónanna. Við j hefðum ætíð hjá Ibsen fasta jörð undir fótum, en ljósbjarminn yfi r öllu því lífi, sem hann sýndi, ] kæmi frá háum hæðum, og við lifðum þar í loftstraumi utan úr 1 víðáttum heimsins. Hugo hefði sagt, að snillingurinn væri eins og i ; höfði í hafi eilífðarinnar. I aug- : um Norðmanna væri Ibsen norsk- . ur höfði í menningarlífi Evrópu. j En þetta menningarlíf væri ekk- í ert kyrstöðulíf. Það þyrfti altal j að vera að breytast. Sannleikur- inn væri eilífur, en sannleikamir yrðu sjaldan meira en í mesta lagi 20 ára. Kenningar og skoð- anir yrðu í sífellu að fæðast og deyja. Menningarlíf Evrópu væn hluti af því, sem Ibsen hefði kall- að „þriðja ríkið“. Það yrði eins og „þriðja ríkið“ að grandvallast á krossins trje. Mörgum hugsjón- um og mörgum kenningum yrði að fórna, ef það ætti að haldast við. En ný sannindi og verkefni greru stöðugt á skilningstrjenu. — Þetta er aðeins hrafl úr ræð- unni. En síðan töluðu ýmsir af út- lendingunum og fluttu kveðjur hver frá sínu landi, þ. á. m. jeg frá íslandi. — 1 þessari veitslu var m. a. Hognestad biskup, sem dvaldi hjer í bænum um tíma fyrir nokkru; hann fylgist vei með íslenskum málum og spurði um margt hjeðan. Yfir höfuð virtist mjer svo sem margir Bergensbúar hefðu töluverð kynni af Islandi og íslenskum málum. Haakon Shetelig prófessor, einn af forstöðumönnum þjóðminja- safnsins í Bergen, sagði mjer, að þegar komið hefði til mála, að leigja skip í skemtiferðina, sem farin verður í sumar frá Noregi til Færeyja og Islands, hefðu þeg- ar í stað gefið sig fram svo marg- ir þátttakendur sem skipið gæti tekið á móti, þ. e. 100 manns, og kæmust nú færri með en vildu. Er hann einn af þeim, sem í för- inni verða, og á skip þeirra, Myra frá Bergen, að koma hingað í júlí og fara norður um land, eins og áður hefur verið skýrt frá í blöð- um hjer. Kl. 12 næsta dag hafði Leik- sögufjelag Bergens sýningu á ýmsum minjum um leiklist þar í borginni. á eldri tímum, sem það hefur safnað og varðveitt. Fje- lagið er stofnað haustið 1919 og forstöðumaður safnsins er Sigv. Jóhannesson, en bækistöð sína hefur það í gamla leikhúsinu. Þar Fæðingarhús Ibsens, (hjá kirkjunni). I I I er margt, sem Ibsen snertir, brjef frá honum, frá yngri og eldri ár- um, myndir, leikskrár og leik- gervi frá dvalaráram hans í Bergen o. s. frv. Safnið heitir: Leikhússafn Bergens og sýning þess nú var einn þátturinn í Ibsensminningarhátíðinni. Kl. 21/2 var gestunum boðið til veitslu uppi á Flöien, en svo heitir fjall, sem nokkur hluti borgarinnar stendur við og nær bygðin þar langt upp eftir fjalls- hlíðinni. En upp á fjallið liggur- ur jámbraut (Flöibanen) og era vagnamir dregnir beint upp fjall- ið, sem er snarbratt, og mikið af leiðinni er jarðgöng, höggvin gegnum granitkletta. Fjallið er 900 fet á hæð og uppi á því er stórt veitingahús. Er útsýn mjög fögur þaðan að ofan yfir borgina og nágrennið. Fyrir veitslunni stóð Listafjelagið í Bergen og var hún fjörag og skemtileg. Formað- ur fjelagsins, dr. Lexov, bauð gestina velkomna og sagði, að þeir mundu þegar hafa heyrt svo mikið um Henrik Ibsen talað, að lítil þörf væri að bæta nokkru við. LÖGRJETTA _ 3 Þó vildi hann taka það fram, að | Ibsen hefði verið annar maður á I eldri árunum en í æsku og fram ! eftir aldri. Þegar hann á sextugs- ! aldrinum hefði fundið, að heims- | frægðin hefði verið að nálgast, þá j hefði hann breytt sjer, bæði í háttum og útliti og lagt á sig ýmiskonar bönd í allri framkomu út á við. Hjer ætti best við, að talað væri um hinn unga Ibsen, og hann væri gott dæmi um það, hve erfitt væri að sjá, hvað í ungum listamönnum byggi, og hve varlega væri farandi í að dæma þá og spá um framtíð þeirra. Sagði hann svo, að orðið væri frjálst, en bætti því við, að stjóm fjelagsins hefði einróma samþykt, að bannað skyldi hjer eftir, meðan á þessu samsæti stæði, að nefna Henrik Ibsen. Var það bann að mestu haldið, en Ipó farið í kring um það á þann hátt, að hann var kallaður Johan HenrikWHjeldu ýmsir stuttar ræð- ur, og síðast þakkaði formað- ur sænska rithöfundafjelagsins, Emst Didring, veitsluna fyrir hönd útlendu gestanna. Meðan kaffið var drukkið fór hópur manna að syngja þjóðsöng Frakka, og til þess að ekki hall- aðist á, var á eftir sunginn þjóð- söngur Þjóðverja, en þá lýsti for- maður yfir, að bannað væri að fleiri þjóðsöngvar væru sungnir. Um kl. 6 var samsætinu slitið, ! svo að menn kæmust á rjettum j tíma í leikhúsið. Þar var byrjað kl. 8 og Pjetur Gautur sýndur í nýja leikhúsinu, eða þjóðleikhúsinu (Den nationalc Scene), sem er vegleg granit- bygging, frá 1876, með rúmgóðu leiksviði og að öllu hin vandað- asta. Á hlið við leikhúsið er stórt líkneski af Bjömson, eft- ir Vigeland myndhöggvara. — Ekkert sæti var autt í leikhúsinu. Orkestrið ljek hátíðasöng Svend- sens og Kolbjöm Buöens las for- málskvæði eftir Nordahl Grieg. Svo opnaðist leiksviðið og menn sáu inn í átthaga Pjeturs Gauts. Hann var leikinn af H. Fries, en móðir hans, Ásu, ljek Doris Jo- hannessen. Þrír fyrstu þættir leiksins voru sýndir; era þeir 12 sýningar, og enda á dauða Ásu. Jeg hafði ekki áður sjeð Pjetur Gaut á leiksviði og þótti mikið til þess koma. Útlendu gestimir hrósuðu sýningunni yfir höfuð, en j mest sal Dofrakarlsins og því, sem j þar fór fram. Fylgdi dynjandi ; lófaklapp hverri sýningu. Áur en I þriðji þáttur hófst hjelt prófessor í Hans Brix frá Kaupmannahöfn, ; ritdómari Kngl. leikhússins, stutta , ! ræðu frá sæti sínu og þakkaði í , nafni útlendu gestanna hinar ; hjartanlegu viðtökur, sem þeir ; hefðu fengið í Bergen. H. P. Fas- j j mer svaraði í nafni Bergensbúa og þakkaði gestunum fyrir kom- una. Þegar leiknum lauk, fylgdi langvint lófaklapp. Þetta var end- ir hátíðahaldsins. Snemma næsta morgun hjeldu gestimir aftur austur yfir fjall til Oslóar. Eins og þegar er fram tekið í j byrjun þessarar greinar, sýndu ! Norðmenn hina mestu rausn í öll- j um þessum hátíðahöldum, og var ekkert til sparað, að gera gestun- um dvöldina í Noregi sem ánægju- legasta. 1 forstöðunefnd hátíða- haldanna voru 21 og formaður nefndarinnar var S. M. Hasund kirkju- og kenslumálaráðherra. Hinir voru formenn eða með- stjómarmenn ýmsra fjelaga eða stofnana, og hafa margir þeirra verið nefndir hjer á undan. Ein kona var í nefndinni, frú Jóh. Dybwad leikkona. Ritari nefndar- innar var Jacob Vidnes formaður blaðastofu utanríkisráðaneytisins, og mun hann ekki síst hafa átt í mörgu að snúast meðan á há- tíðinni stóð, því til hans sneru útlendu gestimir sjer einkum, þegar þeir þurftu leiðbeininga ^ við. Ýmsir af útlendu gestunum hafa þegar verið nefndir. En sá af þeim, sem jeg var mest með, var tjekkoslóvakinn Emil Walter. Hafði jeg kynst honum fyrir nokkrum árum hjer 1 Reykjavík. 1924 skrifaði hann fróðlega grein í Lögrjettu um ættland sitt, sögu þess og afstöðu í Evrópu eftir að það varð sjálfstætt ríki. Hann var þá nýlega orðinn sendisveitarrit- ari Tjekkóslóvakíu í Stokkhólmi, og það er hann enn. Hefur hann þýtt nokkuð af fornritum okkar V. Hugo: VESALINGARNIR. allra á þessari örlögþungu stund. Enjolras var þranginn af hugsjón byltingarinnar. Sjónarmið Saint-Justs hafði mjög haft áhrif á hann, en Anacharsis Cloots of lítið. En í ABC-fjelaginu, meðal upplýsingarvinanna, hafði Combe- ferre dregið hann að sjer með segulkrafti, svo að hann hafði smámsaman gengið af trúnni á óskeikulleik bylting- arinnar og farið að líta á hlutina frá víðara sjónarmiði og að hylla framfarimar. Hann fór að skoða allsherjar frí- ríki mannkynsins sem lokatakmark þróunarinnar. En að því leyti hafði hann ekki breytt skoðun sinni, að hann á- leit, að nota þyrfti handaflið til -þess að koma hugsjón- inni fram. Hann stóð á steinþrepinu og studdist við byssu- hlaup. Hann skalf öðra hvoru. Úr augum hans sindraði falinn eldur. Alt í einu hóf hann höfuð sitt og var sem geislabaugur stæði um það. — Borgarar, sagði hann, getið þið ímyndað ykkur framtíðina? Götur bæjanna glampa í ljósi, dyrastafimir era skreyttir grænum greinum, þjóðimar era eins og systur. Mennimir eru rjettlátir, öldungamir blessa böm- in. Fortíðin elskar framtíðina. Spekingamir hafa fult frelsi til þess að lýsa hugsunum sínum. Meðal trúaðra er fullur jöfnuður, því trúarbrögð koma frá himnum. Guð er sjálfur prestur, samvitska mannanna er orðin að alt- ari. Ekkert hatur erjramar til. Stúdentar og verkamenn era bræður. öll hegning og öll laun era í því fólgin, a<5 verkin era öllum augljós. Rjetturinn er öllum jafn. Frið- ur ríkir meðal allra. Engar blóðsúthellingar fara fram, engar styrjaldir era háðar. Mæðumar eru hamingjusam- ar. Fyrsta sporið er það, að temja efnið, það næsta að gera hugsjónina að veraleika. Hugsið um það hverju framfarimar hafa þegar áorkað. I fymdinni störðu hinar fyrstu kynslóðir mannanna höggdofa á ófreskjuna, sem ærði upp hafið, drekann, sem spjó eldi, illfyglið, sem flaug yfir þeim á amarvængjum með tígrisdýrsklóm. Og allar voru ókindumar manninum máttugri. En maðurinn lagði út net sín, heilög net andans, og veiddi að lokum ó- kindumar í þau. Við höfum tamið ófreskjuna, hún heit- ír gufuskip. Við höfum tamið drekann og hann heitir eimreið og við erum um það bil að temja illfyglið, það heitir loftfar. En þegar þessu Promeþeifsverki er lokið, hefur maðurinn sveigt þessar ófreskjur undir vald vilja síns og ræður yfir vatni, eldi og lofti og verður öðr- um hlutum sköpunarverksins, sem sál hefur, eins og goð fomeskjunnar. Höldum öraggir áfram. — En borgarar, að hvaða marki keppum við þá? Við keppum að því að gera vísindin að ríkjandi afli, við keppum í áttina til þeirrar sólarapprasar, þar sem sannleikurinn rennur upp. Við keppum að einingu mannanna, að einingu einstakl- ingsins við sjálfan sig. Við munum ekki lifa í skrumi og lífslygum. Veruleikinn, sem stjómað er af sannleikanum, er hið eina mark okkar. Menningin skal há dómþing sitt í mikilli löggjafarsamkomu hinna upplýstustu manna. Heimurinn hefur fyr sjeð eitthvað áþekt. Gríska þjóða- sambandið hjejt tvö þing árlega, annað í Delfi, goða- staðnum, hitt við Þermopylæ, hetjustaðinn. Allur heimur- inn skal verða þjóðabandalag. Frakkland ber þessa dásam- legu framtíð í skauti sínu. Frakkland er verðugt þess, að fullkomna það, sem Grikkland byrjaði. Borgarar, hvort sem við föllum eða sigrum í dag, þá er það bylting sem við framkvæmum. Eins og húsbruni lýsir upp allan bæinn, svo upplýsa byltingamar alt mann- kynið. Og hverskonar bylting er það, sem við framkvæm- um. Jeg hef þegar sagt það — það er bylting sannleikans. Frá stjómarfarsins sjónarmiði er aðeins til ein grand- vallarsetning, einveldi mannsins yfir sjálfum sjer. Þetta vald mitt yfir sjálfum mjer er kallað frelsi, og þar sem tvö eða fleiri slík veldi taka saman, þar hefst ríkið. En í slíku sambandi er ekki um neitt hásætishrun að ræða. Hver einvaldur lætur af hendi nokkum hluta af veldi sínu til þess að mynda sameiginlegan rjett og þessi hluti er jafn stór fyrir alla. Þessi eining ívilnananna, sem sjer- hver gerir öllum, kallast jöfnuður. Hinn sameiginlegi rjettur er ekki annað, er sú vemd fyrir alla, sem Ijómar yfir rjett hvers einstaks og þessi vemd fyrir alla heitir bræðralag. Þar sem öll þessi sameinuðu einveldi koma sam- an, heitir þjóðfjelag. Eins og frelsið er hátindurinn, er jöfnuðurinn grandvöllur ^ hjóðfjelagsbyggingarinn- ar. En jöfnuður, borgarafí ^ki það ástand, þar sem alt vex jafnhátt, samfjeM ^grasstráa og lágra eiki- trjáa, þar sem einn reynit ^na annan kraftinum af öfundsýki. Nei, það er, bo^ga sagt, í því fólgið, að allir hæfileikar fá sama ff^ iyí að njóta sín, er stjóm- arfarslega sjeð í því fólgtf' £ atkvæði mega sín jafn- mikils, trúarlega sjeð í því rU* að allar samvitskur hafa sama rjett. Til þess að Wma jöfnuðinn þarf ó- keypis skólaskyldu. Undiríi' ■ er rjetturinn til þess að læra að lesa. Allir eiga að ví*skyldugir til þess að fara í alþýðuskóla og æðri meJ^u< að vera öllum heimil. Úr samstæðum skóla kemuí s^tt þjóðfjelag. Já, upp- lýsing, Ijós, Ijós! Alt kexíur 3 íjósinu og alt hverfur ti) þess aftur. Borgarar! Nítj^^din er mikil, en sú tutt- ugasta mun verða hamingju^i Þá fer lífið ekki lengur eftir gamla laginu. Þá þflP^i framar að óttast land- rán eða vopnaða kepni þj<$^> eða lykkju á leið menn- ingarstarfsins vegna koh^iftinga, eða erjur milli tveggja tráarbragða, sex# ^ast eins og bukkar á hengiflugi óendanleikans. ekki framar að óttast hungursneyð, eða það, $sterki níðist á hinum veika, að konur gerist skÆ^ ^ neyð, að menn sjeu fá- tækir af atvinnuleysi, eða° iiarsmíðar og rán af til - viljun einni eigi sjer stað atburðanna. Það mætti næstum segja svo, að eflíP^Wrðir verði framar. Við verðum öll hamingjusöni- ^kynið fer eftir lögbund- inni braut sinni, eins og í*-/1 fer eftir sinni braut, og þá verður samræmi aftih" á milli sólarinnar og stjörnunnar. Sólin mun Hm sannleikann, eins og hnötturinn um Ijósið. Vinij Þetta er dimmur tími og drangalegur nú, þegaf J^^ipa ykkur. En framtíð- in er dýru verði keypt. ^''u'Slin er gjaldið. Ó, mann- kynið verður ofurselt, eD og huggað. Við heitum því í þessu virki. Hvaðai) ^Verða lyft rödd kærleik- ans, ef það er ekki gert a* fórnarinnar. Ó, bræð- ur mínir, hjer er staður eih^^tmar fyrir þá sem hugsa og þá sem þjást. Virkið eí ái rejs^ jjr grjóti og járni, það er hlaðið úr tveimur köstum, kesti hugsananna og kesti þjáninganna. Hjer mætast eymdin og hugsjónin. Hjer faðmar dagurinn nóttina og segir: Jeg dey með þjer og þú skalt fæðast aftur með mjer. Trúin fæðist í faðm- lögum örvæntinganna. Þjáningarnar koma hingað með kvöl sína og hugsanimar með ódauðleika sinn. Þessar kvalir og þessi ódauðleiki eru að taka höndum saman og bragga okkur bana. Bræður, við sem deyjum hjer, deyjum í geislaflóði framtíðarinnar og við göngum til grafar, sem ljómar í dagrenningu“. Nú víkur sögunni til Maríusar og hans hugsana. Honum .var þetta alt eins og sýn. Honum virtist hann þegar vera kominn í gröfina, eða standa í kirkjugarðin- um og horfa dauðs manns augum á hinar lifandi verar. Honum datt ekki í hug að spyrja sjálfan sig þess, hvern- ig stæði á ferðum Fauchelevents þangað. Það er einkenni örvæntingarinnar, að menn líta sömu augum á aðra sem á sjálfa sig. Honum virtist það því sjálfsagt, að allir ættu að deyja. Angurvær mintist hann Cósettu. Fauch- elevent veitti honum heldur enga athygli og ljetti Marí- usi við það. Fimm-menningamir, sem sendir voru heim, fóru úr virkinu, eftir Mondétourgötu. Einn þeirra grjet. Áður en þeir fóra, föðmuðu þeir þá, sem eftir urðu. Þegar þeir höfðu verið sendir aftur til lífsins mintist Enjolras hins dauðadæmda manns og fór aftur inn í gestastofuna, þar sem Javert stóð bundinn við stoðina, og þungt hugs- andi. — Þarfnastu einhvers? spurði hann. — Hvenær ætlið þið að drepa mig? svaraði Javert. — Þú vei-ður að bíða. Sem stendur þurfum við á öllum okkar skotum að halda. — Gefið þið mjer þá eitthvað að drekka, sagði Javert. Enjolras fjekk honum sjálfur vatnsglas og hjálp- aði honum til þess að drekka úr því. — Er þetta alt og sumt, sem þú þarfnast, spurði hann. — Jeg stend illa við stoðina, svaraði Javert, þið erað harkalegir við mig, að láta mig standa hjer alla nóttina. Fjötrið þið mig eins og þið viljið, en þið gætuð látið mig á borð eins og hinn, sagði hann um leið og hann benti með höfðinu til Ma- beufs. I stofunni stóð breitt og langt borð, sem notað hafði verið við skotfæragerð, en var nú tómt. Enjolras benti fjórum uppreistarmönnum að leysa Javert frá stoð- inni, en sá fimti hjelt á meðan bragðnum byssusting fyrir brjósti hans, uns hann var reyrður niður við borð- ið. En meðan þessu fór fram stóð maður á þröskuldinum og virti Javert fyrir sjer mjög nákvæmlega. Skuggi hans varð til þess, að fanginn sneri sjer við. Hann leit upp og þekti Jean Valjean. Honum brá ekki. Stoltur leit hann undan og sagði aðeins: það er mjög eðlilegt. Dagurinn hækkaði óðum á himni. En engum glugga var lokið upp og engar dyr stóðu í hálfa gátt. Morgun- roðinn var kominn, en ekki sú vaka, sem venjulega fylgir honum. Ekkert er ömurlegra en dagrenning í auðum göt- um. Ekkert sást. En álengdar heyrðist dularfullur þys. Það var áreiðanlegt, að úrslitastundin nálgaðist. Útverð- irnir komu allir inn í virkið. Samkvæmt ráði útvarðarins, sem hafði auga með torgunum, tók Enjolras þá mikil- vægu ákvörðun, að hlaða virkisgarð í Mondétourgötu, sem annars var opin, til þess að ekki yrði unt að koma þeim í opna skjöldu. En með þessu varð liðið einnig alveg einangrað. — Þetta er bæði kastali og gildra, sagði Cour- feyrac í spaugi. Þögnin var nú svo djúp í þeirri átt, þar sem árásarinnar var von, að Enjolras skipaði hverjum á sinn stað til orustu. Einnig fengu allir dálitla koníaks- glaðningu. Ekkert er eins heillandi og virki, sem býst við árás. Undir eins og foringinn fyrirskipar að alt skuli búið til orastu, hætta allar óreglulegar hreyfingar. Virkisbúar stjaka ekki lengur hver við öðram og hópast ekki sam- an. Athygli allra beinist að áhlaupinu. Fyrir orustuna er alt í glundroða í virkinu, en meðan á henni stendur, er þar algerður agi. Hættan kemur reglu á alt. Þegar Enjoli-as var kominn á sinn stað með tví- hleyptu byssuna þögnuðu allir. Lágir skellir og smellir heyrðust, þegar spentir voru gikkirnir á byssunum. Ann- ars voru virkismennirnir stoltari og öruggari en nokkru

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.