Lögrétta - 18.07.1928, Side 1
LOGRJETTA
XXELL ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 18. júlí 1928.
33. tbL
y
Um víða veröld. I Undirbúningsárin.
Streeter prestur
um veruleika, vísindi og trú.
* Einhver þektasti guðfræðingur
Englands er B. H. Streeter í Her-
ford eða Canon Streeter eins og
hann er venjulega kallaður. Hann
er einn af helstu talsmönnum
hinnar svonefndu nýju stefnu og
allmjög umþráttaður. Skoðanir
enskra nýkirkjumanna eru að
ýmsu leyti frábrugðnar, núorðið,
þeim kenningum, sem hjer eru
kallaðar nýguðfræði, þótt þær m.
a. eigi rót sína að rekja til Eng-
lands, einkum til eins manns, sem
síðar snerist að vísu hugur og
gerðfst gamalguðfræðingur. Þar
sem margir hugsa og deila um
þessi efni hjer mætti það verða
til nokkurs fróðleiks að kynnast
skoðunum manns eins og Street-
er’s. En hann hefur ekki alls fyr-
ir löngu skrifað allmikla bók um
samband trúar og vísinda og kall-
ar hana Veruleikann (Reality).
Canon Streeter hafði áður
skrifað ýmislegt um guðfræðileg
efni, m. a. rit um uppruna guð-
spjallanna, bók um Sadhu Sundar
Singh o. fl. Upphaflega lagði
hann stund á lögfræði og segist
hafa verið trúlaus. En síðar
hneigðist hugur hans æ meira að
heimspekilegum og trúarlegum
efnum og hann gerðist trúmaður
og segist hafa öðlast þá sannfær-
ingu, að það væri skylda sín, að
boða öðrum trú sína og tók því
vígslu. Lengi kveðst hann samt
hafa átt í ýmsu stríði vegna trú-
ar sinnar og enn segir hann að
sjer sje svo farið, að ef hann
hefði einhverja tilhneigingu til
þess að eiga í guðfræðilegum deil-
um, þá væri sjer skapi nær að
ráðast á en verja ýmislegt í krist-
indóminum, eins og hann sje
venjulega boðaður.
Höf. byrjar rit sitt með mati á
hinni svonefndu efnishyggju og
segir að athuganir nútímavísind-
anna, einkum um eðli efnisins og
aflsins og svo afstæðiskenningin,
hafi kipt meginstoðunum undan
hinni gömlu efnishyggju. Ný vís-
indaleg útsýn sje fengin, eða sje
að fást, um lífið og tilveruna, og
framhjá hinum nýju vísindum
verði ekki komist, ef menn vilji
Öðlast sannfæringu um veruleika
alheimsins og mannsins, þótt þau
kynnu að breyta eitthvað afstöð-
unni til gamalla trúarkenninga.
Annars eru það enganveginn vís-
indin ein, sem skorið geta úr um
eðli og gildi veruleikans. Veruleik-
inn er sem sje tvígildur og verð-
ur að skoða hann frá tveimur
sjónarmiðum. Annarsvegar er
Minningar frá æskuárum.
Eftir sjera Friðrik Friðriksson.
Þessi bók er nú nýkomin út og
verður, eins og fyr er auglýst,
seld á kr. 7,50 (í bandi kr. 10,00)
fram til næstu áramóta, en eftir
það á kr. 9,00 (í bandi kr. 12,00).
Hún er 335 bls. (í Skímisbroti) og
hefur fyrst birtst í tímaritinu
Óðni.
Höfundurinn segir þar frá
bemskuáram sínum, skólaárum
og dvalarárunum í Kaupmanna-
höfn, en þar las hann við háskól-
ann fyrst læknisfræði og síðan
málfræði, en sneri sjer jafnframt
svo eindregið að starfsemi fyrir
K. F. U. M., að hann þess vegna
lagði námið á hilluna og valdi sjer
það lífsstarf, eftir hvatningu frá
Þórhalli heitnum Bjamarsyni
biskupi, að ryðja fjelagsskap
þessum til rúms hjer á landi.
Kom hann heim frá Kaupmanna-
höfn sumarið 1897, gekk á presta-
skólann hjer og útskrifaðist það-
an. En jafnframt stofnaði hann
hjer deild af K. F. U. M. og hef-
ur síðan varið lífi sínu til þess
að efla, þann fjelagsskap hjer. En
K. F. U. M. er alheimsfjelag, svo
sem kunnugt er, fjölment og á-
hrifamikið, og hefur sjera Frið-
rik verið og er enn framkvæmda-
stjóri íslensku deildarinnar og líf-
ið og sálin í fjelagsskapnum frá
byrjun. Hann hefur og verið full-
trúi ýjelagsdeildarinnar hjer á
alþjóðamótum úti um heim og er
orðinn þektur maður og mikils
metinn meðal forgangsmanna fje-
lagsskaparins víða um lönd.
I þessari bók segir sjera Frið-
rik æfisögu sína fram til þess, er
hann stofnaði hina íslensku deild
stærð hans eða umfang á ytra
borðinu (quantity), hinsvegav
innra eðli hans og gildi (quality).
Hrein vísindi skoða veruleik-
ann frá sjónarmiði ytra borðsins,
eða sem stærð. En gildið er við-
fangsefni trúar og listar. Hvorki
vísindi nje trú og listir eru vera-
leikinn sjálfur, heldur ímyndir
hans eða ígildi, en gildið er að
sínu leyti alveg eins verulegt og
stærðin.innra borðið eins veralegt
og ytra borðið. Veruleikinn allur
er of víðáttumikill og of fjöl-
breyttur til þess að takmarkaður
mannshugur geti gripið hann í
heild sinni. Sannleikann um gildi
veruleikans geta menn aðeins
fundið, menn öðlast hann með til-
finningunni. Listin getur t. d.
látið menn finna til gildis, sem
eru fyrir utan og ofan takmörk
Sjera Friðrik Friðriksson.
K. F. U. M., en framhald mun var. Höf. lýsir nákvæmlega öllu
eiga að koma í annari bók, sem því, sem mótað hefur trúarskoð-
þá mun jafnframt verða saga anir hans, og í formála bókarinn-
fjelagsskaparins hjer á landi. 1 ar segir hann m. a.: „Mig hefur
þessari bók eru margar frásagnir, langað til að lesendur mínir gætu
ýmist skemtilegar eða alvarlegar, komið auga á það, sem jeg tel
sem munu hljóta að draga að mikilverðast, nefnilega á hand-
sjer athygli. Þar er lýst latínu- leiðslu Guðs, því hana sje jeg á
skólalífinu á síðasta tug 19. ald- bak við rás viðburðanna; finst
ar, m. a. er þar fróðleg ferðasaga mjer að jeg sjái, hvernig hann
skólapilta eitt haustið frá Norð- frá byrjun hefur leitt mig upp að
urlandi til Reykjavíkur, landveg, ' æfiköllun minni“.
og geymir sú frásögn ekki ó- Bókin kemur út til minningar
merkilegt atriði úr menningarlífi um sextugsafmæli höfundarins,
þeirra tíma, en nú era slík ferða- sem var 25. maí síðastliðinn.
lög með alt öðrum hætti en þá
] reynslu þeirra. 1 trúarbrögðum ,
koma fram ýms sömu einkenni og *
j í listum, þau nota ýmsar sömu
aðferðir. Þau eru einnig ímynd j
veruleikans, eða vissra og mikils- :
verðra hliða á honum, sem vísind- j
in ná ekki til. Þetta á einnig við
önnur trúarbrögð en kristindóm-
inn, að þau sýna einnig sannleika
veruleikans, stundum ekki síður
en hann, þótt kristindómurinn sje
að vísu svo fullkomin trúarbrögð,
að ef t. d. nefnd sjerfræðinga í
samanburðartrúfræði kæmi saman
til þess að velja úr öllum trúar-
brögðum og steypa úr því hina
bestu allsherjartrú, þá er mjög
líklegt, að sú trú yrði mjög á-
þekk kristninni. Og þótt líta eigi
á kristilega trúarjátningu sem
sögulega heimild, sem lítur á við-
1 fangsefnin á „symbolskan“ hátt,
þá er hún ekki helgisaga eða þjóð-
saga af sama tagi og saman-
burðartrúfræðingar þekkja ann-
ars. En það kemur til af því, að
Kristur var ekki þjóðsagna- og
goðfræðahetja heldur söguleg
persóna. Um Krist fjallar einn af
helstu köflum ritsins og lítur höf.
á hann fyrst og fremst sem
mann, sem fyrir kraft lífs síns og
dauða eigi öðram mönnum frem-
ur að kallast guðssonur. Aðrir
aðalkaflar bókarinnar fjalla um
i lífsaflið og guð, um skapandi bar-
áttu, (þ. á m. andmæli gegn kenn-
j ingum Nietsches), um trúarbrögð
j in og hina nýju sálarfræði og
j um ódauðleikann. Einn af mestu
i köflum ritsins fjallar um þján-
! inguna og hið illa í heiminum og
útrýmingu þess. Þar andmælir
höf. m. a. hinni indversku karma-