Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 18.07.1928, Síða 3

Lögrétta - 18.07.1928, Síða 3
4 LÖGRJETTA Búnaðarframkvæmdir í sumar. Ýmsir, sem kunnugir eru ís- lenskum búmálum telja, að al- mennur áhugi á jarðrækt, eink- um túnrækt, hafi aldrei verið ' hjer meiri en nú, og á þeirri skoðun er Sig. Sigurðsson búnað- armálastjóri, sem verið hefur á ferðinni allvíða það sem af er sumrinu og hefur sagt Lögrj. frá helstu búnaðarframkvæmdunum, sem nú eru á döfinni, fyrst og fremst á vegum Búnaðarfjelags- ins. Að sandgræðslu er nú mikið unnið, fyrst og fremst eitthvað meira eða minna á öllum þeim 16 sandgræðslustöðum, sem til eru. Einnig eru í sumar settar nýjar girðingar í Þykkvabæ, um ca. 2000 ha. Á tveimur bæjum í Bárðardal, Bjamastöðum og Mýri, er einnig unnið og eru þar reistar fyrstu girðingamar norðanlands. Á Keldum á Rangárvöllum er ver- ið að verja túnið fyrir sandá- gangi og einnig unnið á 6 jörðum í Holtunum, þar sem nýr upp- blástur var að byrja. Loks er svo verið að undirbúa sandgræðslu í Selvoginum og talið líklegt, að girt verði í haust hjá ’Stranda- kirkju, en nokkur ágreiningur hefur verið um það, hvort nota megi heitfje kirkjunnar í þessu skyni. Að mælingum fyrir framræslu og áveitum hefur aldrei verið eins mikið og í sumar. Pálmi Einarsson ráðunautur fer í því skyni um Suðurláglendið og Skaftafellssýslu og síðan um Eyjafjörð (á að mæla upp alla Kræklingahlíð), Skagafjörð, Húnavatnssýslu og Borgarfjörð. í Meðallandi og Álftaveri er verið að gera fyrirhleðslu til vamar vatnságangi. Safamýrina og ná- grennið á Ásgeir Jónsson að mæla upp og gera áætlanir um áveit- ur þær, sem nauðsynlegar em eftir að hlaðið var fyrir Djúpós, því engjar þar hafa þomað um of. Mjólkurbú verður í sumar reist í nánd við ölfusárbrú, en ekki er enn lokið fundahöldum og samningum um þau mál, eða lánskjörin sjerstaklega. Lítið bú er einnig reist í Márstungu í Upp-Hreppum, einkum til osta- gerðar. Á Akureyri starfar einn- ig í góðu gengi stórt mjólkurbú, sem fyr er frá sagt. Þá er það einnig teljandi til eflingar búnaði, að frystihús era reist á Sauðár- króki og á Kópaskeri. Af jarðyrkjuverkfæram er nú meira keypt en nokkru sinni áð- ur, sláttuvjelum, plógum og herf- um og fer vjelyrkja mjög vax- andi, segir búnaðarmálastjórinn. Til era nú í landinu 6 þúfnabanar og 5 þeirra notaðir sem stendur. Á Akureyri á t. d. að vinna yfir 100 ha. með þúfnabönum í sumar. Til eru einnig 19 dráttarvjelar og eitthvað unnið með flestum þeirra. — Með flot-skurðgröfu er verið að grafa í Skagafirði, en hún er sjerstaklega til þess gerð, að grafa í fenjum og foræðum. Vonandi reynist það rjett, að jarðræktaráhuginn sje mikill og vaxandi, enda ekki á öðra meiri þörf í þessu landi. Morðtilraun. 12. þ. m. kom fyrir hjer í bænum ljót morðtil- raun. Lítil telpa var úti á götu að gæta tæplega ársgamals bróð- ur síns, sem lá í kerra, og kom þá til þeirra faðir drengsins og bað telpuna að bregða sjer í búð fyrir sig eftir vindlingum. En meðan hún var fjarverandi helti hann úr saltsýruglasi ofan í bam- ið og þaut svo burtu. En baminu svelgdist á og kastaði sýrunni upp samstundis, svo hún brendi það lítið, nema nokkuð í munn- inum og náðist fljótlega í lækni, sem sá brátt hverju fram hafði farið. Líklegt er talið, að bamið fái fullan bata. Náði lögreglan svo manninum og heitir hann Sigurð- ur Eyjólfsson, Rangæingur að ætt, og er af sumum sagður ekki með rjettu ráði. Játaði hann, að það hefði verið ætlun sín að ráða af dögum bamið, sem er óskil- getið. Prestafjelag Hólastiftis var endurreist á prestastefnunni nyrðra, nú nýverið. Formaður þess er vígslubiskup Hólastiftis. Einar H. Kvaran er nýkominn úr för til Norðurlands og hefur m. a. flutt erindi á Akureyri um frumkristni, kirkjuna og sálar- rannsókniraar. Messíasarleikur mikill, eftir belgiskan, kaþólskan prest,er leik- inn um þessar mundir í útileik- sviði í Ulfadölum við Kaupmanna- höfn. Meðal leikendanna er Har- aldur Bjömsson, sem leikur æðsta prestinn. Alls taka 500 manns þátt í leiknum. I Húsavík er nýkjörinn sóknar- prestur Knútur Arngrímsson með 257 atkv. Jakob Jónsson hlaut 204 og Þormóður Sigðurðsson 16 atkv., en einn umsækjendanna dró sig í hlje, áður en til kosn- inga kæmi. Á kjörskrá era 568. Kosningin er lögmæt. Síldarvixlarair rússnesku, fyrir andvirði síldarinnar, sem Rússar keyptu í fyrra, hafa nú allir ver- ið greiddir. Magnús Jónsson lagaprófessor varð fimtugur í gær og var þá staddur í sumarbústað sínum við Þingvallavatn, en hann er ættað- ur þaðan austan að, frá Úlfljóts- vatni, og á þá jörð. Nokkrir kunn- ingjar hans hjeðan úr bænum heimsóttu hann þennan dag. Magnús prófessor er vinsæll mað- ur og víða heima og hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum hjer síð- asta áratuginn, síðan hann flutt- ist heim hingað, var m. a. ráð- herra um skeið, en áður var hann starfsmaður borgarstjómarinnar í Kaupmannahöfn og er kvæntur danskri konu. Hann hefur verið lagaprófessor síðan 1920 og m. a. skrifað rit um Almannatrygging. Jón Auðunn Jónsson varð fimt- ugur í gær. Hann var lengi banka- stjóri á Isafirði og er víða kunn- ur hjer af stjómmálaafskiftum sínum og þingsetu. Minnismerki veglegt er verið að reisa á gröf Hallgríms Kristins- sonar. Berlín heitir þýskt skemtiskip, sem var hjer í vikunni. Stúdentastyrkur. Utanfarar- styrkur þessa árs hefur verið veittur fjóram nýútskrifuðum stúdentum. Þeir heita: Sig. Lín- dal Pálsson (enska, latína og franska, í París). Haukur Þor- leifsson (stærðfræði, uppeldis- fræði). Finnbogi R. Valdimarsson (alþjóðarjettur, í Frakklandi). Ól. Hannsson (þjóðskipulagsfræði). Grammófónar era nú orðið mjög víða hjer og mikið keypt af allskonar grammófónplötum. En ýmsum þykja þær alldýrar og brothættar í flutningum, hjer eins og víða annarsstaðar. Erlendis hefur því Verið að því unnið að endurbæta plötumar og nú þyk- ist enskt fjelag hafa komist yfir heppilega úrlausn og gerir ráð fyrir að geta framleitt 12 miljón plötur á ári. Nýju plötumar eru óbrothættar og beygjanlegar og á að vera hægt að brjóta þær sam- an og hafa í vösum sínum eða senda í almennum brjefum. Þær eru Ijettari en almennar plötur og á að vera hægt að spila hverja plötu 100 sinnum með sömu nál. Á plötumar á að vera hægt að prenta texta eða myndir. Ekki era þessar undraplötur komnar á markaðinn hjer, en svona lýsa framleiðendumir þeim. Vikursteinn. Sveinbjöm Jóns- son byggingameistari á Akureyri hefur gert plötur úr vikursteypu, sem hann notar í stað korks eða annara hitaeinangrunarefna inn- an á húsveggi. Rannsóknir kváðu hafa leitt í Ijós, að 5 cm. þykk vikurplata einangri hita eins vel og 3 cm. þykk korkplata, en verð- ið er jafnt. Vikurplötumar kvað mega saga eins og trje og negla í þær og mála þær eða veggfóðra án sjerstakrar slípunar. Sv. J. steypir þegar allmikið af plötum þessum, úr vikri úr Þingeyjar- sýslu. Mira heitir norskt skemtiskip sem lagði af stað frá Bergen 14. þ. m., með rúml. 100 farþega á- leiðis til Hjaltlands, Orkneyja, Færeyja og Islands, til þess að skoða ýmsa foma sögustaði og kynnast högum og háttum. I för- inni era m. a. Ben. Sveinsson for- seti og Joannes Patursson kongsbóndi, til leiðbeininga. Hjer munu Norðmennimir ferðast eitt- hvað um og skoða ýmsa staði, þar sem hinar „gamalnorsku“ sögur gerast, eins og Norðmenn kalla Islendingasögumar. Pro- fessor Hannaas mun vera einn helsti leiðtogi fararinnar og í henni era ýmsir, sem áhuga hafa á íslenskum efnum. Slys í skipi. I gufuskipinu Björgúlfi, sem var að þorskveið- um út af Siglufirði, kom það fyr- ir 14. þ. m. að vjelstjórinn, Guðm. Steinsson fanst örendur á gólfinu við vjelina, særður á höfði. Er talið svo, að hann hafi hlotið högg í vjelinni og beðið bana af því. P. Nielsen á Eyrarbakka hefur nýlega fengið danskt heiðurs- merki, sem veitt var nokkram f Útrýmið rottunum! Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna ! rottuhjóna <reta á elnu ári orðið 860 rott- j nr. Af þessu er auðsæ þörfin á að útrýma ; rottunum. Ti! þess að ná góðum árangri , er þvi tryggast að nota R a t i n og R a t i n i n . Ratin sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær ! umgangast meöan þær eru veikar, og I drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin j hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir | á þær rottur, sem jeta það. Ratin-aðferðin er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir ti! RÁTINKONTORET, köbenhayn Allar upplýsingar gefur ÁGÚST JÓSEFSSON heilbtigðisfulltrúi, Reykjavik. Ó K E Y P I S og án burðargjalds sendist okkar nyt- sama og myndarika vöruskrá yfir gúmmi- heilbrigðis- og leikfangavörur, einnig úr, bækur og póstkort. Samariten, Afd, 67, Kobenhavn K. þeim, sem á lífi era úr dansk- i þýska stríðinu 1864. Orinoco hjet skemtiskip, sem kom hingað 14. þ. m. með margt farþega, mest ÁKieríkumenn. Hjónaband. Nýlega giftust hjer í bænum frk. Unnur Pjetursdóttir 1 (Ingimundarsonar slökkviliðs- stjóra) og Einar Pjetursson kaupm. Y firullarmatsmaður á Suður- landi er settur Þorvaldur Áma- son ullarfræðingur, í stað Jóns H. Þorbergssonar, sem fluttur er búferlum til Norðurlands. Dýralæknir í Reykjavík, í stað Magn. heitins Einarssonar, er nú skipaður Hannes Jónsson dýra- j læknir í Stykkishólmi. Strandferðaskipið. Stjómin hef- ur nú látið gera teikningu að nýja strandferðaskipinu og boð- ið smíði þess út. Tilbúinn áburður. Stjómin hef- ur nú komist að beinum viðskift- um við erlenda áburðarhringinn, sem ríkiseinkasalan skiftir við og fengið áburðarsöluna í hendur Sambandinu. Síldareinkasalan. Sverrir Thor- oddsen er ráðinn skrifstofustjóri hennar nyrðra. Síldarsöluna er- lendis mun danskt fjelag, Bröd- rene Leví, annast fyrir einkasöl- una. Hafsíldarverkun má ekki byrja fyr en 25. júlí. tslensk húsgögn. Samband norð- ! lenskra kvenna og Heimilisiðnað- arfjelag Islands hjetu nýlega tvennum verðlaunum fvrir bestar ! teikningar af íslenskum húsgögn- ■ um og baðstofutilhögun. Verð- launin hafa nú verið veitt Ríkarði Jónssyni, hærri verðlaunin, og frú Kristínu Jónsdóttur hin, fyrir bað stofuna, en dómnefndin hafði dæmt frú K. J. aðalverðlaunin. Á hjólum fóru nú fyrir helgina þrír menn frá Akureyri í Borgar- nes, í fimm áföngum. Þeir komu af kennaraþinginu og hjetu Stein- ; dór Bjömsson (frá Gröf), Þorst. j G. Sigurðsson og Pálmi Jósefsson. Prentamiðjan Aeta.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.