Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.07.1928, Blaðsíða 3

Lögrétta - 25.07.1928, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA maðurinn. „Átti ekki Kristur að J>ola þetta og ganga svo inn í dýrðarríki sitt? Kannist þið ekki við það, sem boðað hefur verið alt frá dögum Móse til okkar daga? Hafið þið ekki lesið Esekiel og Davíð ? Þekkið þið ekki sálma okkar til Drottins o g loforð hans?“ Og það lá við að gremja væri í rödd ókunna mannsins, er hann hafði upp fyrir þeim orð hinna helgu rita og þýddi spá- dómana. Hinir tveir hlustuðu með athygli á hann og andmæltu hon- um ekki, því að hann talaði af til- finningu, svo að gömlu áminning- arnar fengu nýjan hljóm í munni hans og merking orðanna varð hjá honum svo augljós, að það mátti ótrúlegt virðast, að menn hefðu getað misskilið þau áður. Tal hans ómaði í eyrum þeirra eins og bergmál af ræðu, sem þeir höfðu áður heyrt, en óljóst þó, eins og frá rödd á bak við múrvegg. Þeir voru nú komnir að ytstu húsunum í Emaus og ókunni mað- urinn ætlaði þá að kveðja þá og ljet sem hann mundi halda för sinni áfram. En vinunum tveimur þótti þá sem þeir gætu ekki við hann skilið og báðu hann að vera með sjer. „Vertu hjá okkur“, sögðu þeir, „því að nú tekur að kvölda og líða á daginn. Þú hlýt- ur að vera þreyttur eins og við og þarft að fá þjer næringu". Svo leiddu þeir hann á milli sín inn í húsið, sem þeir ætluðu að gista í. Og er þeir sátu þar við kvöldborðið með gestinn á milli sín, tók hann brauðið, braut það og rjetti hvorum sinn hluta. Þá opnuðust augu þeirra og þeir þektu hann. Þeir risu báðir upp, skjálfandi og náfölir. Nú vissu þeir, að hinn dáni var meðal þeirra. En þeir fengu ekki tíma til þess að heilsa honum, þvi þá hvarf hann frá þeim. En þeir sneru þegar í stað aft- ur á leið til Jerúsalem og komu þangað er nokkuð var liðið á nóttina. „Var ekki eins og hjörtu okkar brynnu, þegar hann talaði við okkur og útskýrði fyrir okk- ur ritningamar?“ sögðu þeir hvor , við annan á leiðinni. Lærisveinamir voru vakandi, er þeir komu til Jerúsalem, og þeim sögðu þeir undir eins, hvað fyrir þá hafði borið, en þá hafði Jesús einnig birtst Símoni, og nokkrir af lærisveinunum tóku þegar undir frásögn þeirra, sem frá Emaus komu, og sögðu að vissulega væri Jesús upprisinn. Samt voru þessar opinberanir ekki nægar til þess að eyða efa- semdum hjá þeim öllum. Sumir þeirra sögðu, að frásagnimar styddust við draumsjónir, sem sorgin og hugarstríðið vektu. Hverjir voru það, sem hjeldu því fram, að hafa sjeð Jesú ? Fyrst og fremst móðursjúk kona, sem áður hafði verið þjáð af illum öndum. Þar næst hugsjúkur maður, sem ekki hafði verið með sjálfum sjer eftir að hann afneitaði Jesú seinustu nóttina, sem hann lifði. Og svo að lokum tveir lítt merkir menn og auðtrúa, sem ekki áttu heima í hópi hinna tólf lærisveina og það virtist undarlegt, að hann skyldi taka þá fram yfir nánustu vini sína. María gat hafa sjeð of- sjónir í hugaræsing sinni. Símon þurfti uppreisnar eftir auðmýk- ing sína, og vildi ekki vera minni en hún. Hinir tveir gátu verið svikarar, eða þá skygnir menn. Því sýndi Jesús sig ekki þar sem allir lærisveinar hans vora saman komnir, ef hann var í raun og veru risinn upp? Því tók hann aðra fram yfir þá? 0g hvers- vegna kom hann fram langt fyrir utan Jerúsalem. Þessum og því- líkum spurningum vörpuðu þeir fram. Þeir trúðu á 'upprisuna, en hugsuðu sjer hana sem tákn, er boða ætti síðustu byltingu jarð- lífsins, þegar alt væri fullkomn- að. Nú, er hún átti að flytjast úr fjarlægri framtíð til yfirstand- andi tíma, kom hún í algerða mót- sögn við eldri skilning þeirra á þeim málum og olli árekstri, sem traflaði líf þeirra og hugsanafer- il. Ef Jesús var risinn upp frá dauðum, þá merkti það, að hann væri í sannleika guð. En gat það verið að sannur guð hefði látið pína sig og deyða? Ef vald hans ^r svo mikið, að hann gat sigr- að dauðann, hversvegna tók hann þá ekki fram fyrir hendur dóm- aranna og Pílatusar og lamaði krafta þeirra, sem krossfestu hann? Elða hver var hinn undar- legi og óeðlilegi leyndardómur, sem gat valdið því, að hinn al- máttugi Ijeti þá vanmáttugu sví- virða sig? Svona hugsuðu sumir af lærisveinunum, sem oft höfðu hlustað á Jesú, en ekki skilið hann. En þeir voru varkárir og dirfðust ekki að neita upprisunni beinlínis gegn vitnisburði hinna, sem trúðu og fluttu mál sitt með ákafa. En þeir áskildu sjer rjett til þess að geyma sínar skoðanir, íhuguðu málið og óskuðu eftir skýrum sönnunum, sem þeir þó gerðu sjer ekki neinar vonir um, að þeir fengju. I Leíkhúsíð. Uiilinasii í IU. BnsiasM 3 Reykjavík. Eins og að undanfömu starfar skólinn vetrarmánuðina, og kenslan fer fram að kvöldinu. Kenslufyrirkomulag verður líkt og áður. Inntökuskilyrði í yngri deild: að hafa lokið lögskipuðu barna- skólanámi, og að hafa, samkvæmt læknisvottorði, engan smitandi sjúkdóm. Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar. ÍSLEIFUR JÓNSSON P. 0. Box 713. Sími 713. Það er nú sagt, að hætt sje við að reisa leikhúsið væntanlega á lóðinni við Hverfisgötu, milli Landsbókasafnsins og húss Jóns heitins Magnússonar forsætisráð- herra, og er ástæðan sú, að lóðin þykir ekki nógu stór. Nú er talað um, að reist verði þar hið væntan- lega veitingahús og gistihús með nýtísku sniði, sem bænum er bráðnauðsynlegt að upp komi sem fyrst og ætti að vera fullgert 1930. — En hvar á þá leikhúsið að vera? Benda má á einn stað, sem að öllu leyti mætti teljast vel valinn, ef fáanlegur væri, en það er lóðin norðan við götuna um tjamarbrúna, austan tjamar, sunnan við íbúðarhús Thors Jen- sen. Þar er fallegt leikhússtæði í brekku, sem hallar niður að tjöm- inni, en fjölfamar götur era á þrjár hliðar, og staðurinn má heita í miðju bæjarins. —o— Sigurður á Bamafelli heitir 17 ára piltur þingeyskur, sem hlotið hefur verðlaun úr hetjusjóði Camegies fyrir björgun móður sinnar og bróður úr lífsháska fyr- ir svo sem tveimur áram. Danska blaðið Politiken bauð honum í vor til Danmerkur og hefur hann ver- ið þar á ferð undanfarið og verið vel tekið. Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað á Akureyri ungfrú Rann- veig Tómasdóttir og Otto Grundt- . vig cand. pharm. . ' Rögnvaldur Pjetursson, vestur- íslenski presturinn, hefur nýlega verið gerður heiðursdoktor í guð- fræði (D. D.) af guðfræðaskólan- um í Meadville, Penn., sem kvað vera deild í háskólanum í Chicago. Dr. Rögnvaldur stundaði áður guðfræðanám sitt við þennan skóla. Skipströnd. Tveir vjelbátar úr Vestmannaeyjum hafa nýlega strandað, Mars á Siglunesrifi og | var bjargað af Óðni, og Rap á Skallarifi og næst líklega ekki út. Manntjón varð ekki. i Síld veiðist mjög mikil nyrðra, j á Skagafirði og Húnaflóa. Um 30 þús. mál hafa þegar verið látin í bræðslu. Um trjá- og runnarækt heitir fróðlegur bæklingur nýkominn ; út eftir Sig. Sigurðsson búnaðar- I málastjóra. Þorbjörg Ámadóttir heitir ung ! ísl. hjúkranarkona, sem undan- farin ár hefur dvalið erlendis til : að fullnuma sig í hjúkran. Eftir i að hafa stundað hjúkran hjer fór í hún til Kaupmannahafnar og síð- ' an til Ameríku og hefur nýlega lokið prófi við stóran spítala í Seattle með einhverjum hæsta vitnisburði,sem gefinn var við það próf. Síðan mun hún ætla til New York til enn frekara náms og þá heim hingað. Hallgrímur Jónsson rithöfund- ur, kennari við Barnaskóla Rvík- ur er nú í Englandsför til þess að kynna sjer uppeldismál. j Sr. Friðrik Friðriksson hefur síðastliðinn mánuð ferðast um i Austfirði, samkvæmt boði þangað, : og haldið guðsþjónustur og flutt i erindi á ýmsum stöðum, sumstað- ar tvær eða fleiri samkomur, þar | sem aðsókn var mikil, en fólk sótti j þær víðsvegar að. | Norðmannaflokkurinn, sem kom | hingað með Miru, er nú farinn norður um land. Hjeðan ferðaðist hann til Þingvalla og austur í Fljótshlíð. Samkoma var haldin í Nýja Bíó og töluðu þar m. a. próf. Hannaas og Lars Eskeland skóla- Veðdeildarbrjef. Dnfcmvttxt«br)«f (vmðdeildar- brfaf) 7. ftokk* vMdmildar Landmbankan* Mat kaypt 1 Landabankanam o% útbúum hana. Vaxtír af bankavaxtabrjafum þaaaa ftokk* em §\, ar graið- aat f tvanau iagi, 2. janúar og 1. jdktf ár hvart. Söhivarð brjafanna ar M krdnur fýrir 100 krdna brjaf að nafnvarði. Brjafln hijóða á 100 hr., COO kr., 1000 kr. og 8000 kr Lanossanki (suands ' Drepandi kossar Bókin um svipu mannkynsins. Hjónabandsbókin Eina bókin, sém gefur fullkomnar upplýsingar um takmörkun barna- fæðinga, eftir dr. Malaohowski, dr. Harris og d. Lesser. Báðar bækurnar með mörguni myndum. Se.ndast án burðargjalds fyrir kr 1,25 (isl.j hvor í frimerkjum eða gegn póstkröfu að viðbættu burðargjaldi. ^^hedsmagasjnet^M^^^MOúvv^b^ Ó K E Y P I S og án burðargjalds sendist okkar nyt- sama og myndarika vöruskrá yfir gúmmi- heilbrigðis- og leikfangavörur, einnig úr, bækur og póstkort. Samariten, Afd, 67, Kebenhavn K. stjóri, en Per Berge ljek á Harð- angursfiðlu. Eitt kvöldið sýndu Is- lendingar glímu, en Norðmenn dansa á Austurvelli. Flug til Islands. Formaður flug- fjelagsins hjer, dr. Alexander Jó- hannesson hefur nýlega fengið skeyti um það að flugmaðurinn Hasse ætli að fljúga hingað frá Ameríku um 26. þ. m. Sr. Hálfdán Helgason á Mosfelli hefur verið settur til að þjóna Þingvallaprestakalli. Búnaðarsamband Austurlands hjelt aðalfund sinn á Egilsstöðum 22. og 23. f. m. og mintist þá m. a. aldarfjórðungsafmælis síns. Við Geysi hefur Sigurður glímu- kappi Greipsson gistihús í sumar og framvegis á sumrum og notar til þess hús íþróttaskólans, sem hann rekur á vetram og hitað er með hveravatni. Norrænt leikhús á að opna í haust í Lubeck og sýnir eingöngu norræn leikrit. Meðal fyrstu leik- ritanna, sem sýnd verða er Stjarna eyðimerkurinnar eftir Kamban. Prentumiðjan Aeta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.