Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.09.1928, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.09.1928, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA áður hefur menn þyrst eins eftir yfimáttúrlegri frelsun og nú. Aldrei áður hefur eymdin verið eins aum og nú, aldrei sviðinn eins svíðandi. Jörðin er orðin að helvíti í skini sígandi sólar. Mennimir velta sjjer í skarni, sem er vott af tárum sjálfra þeirra. — öðru hvoru rífa þeir sig upp úr því í æði og reyna í blóðbaði að þvo það af sjer. Nú eru þeir nýkomnir úr einu slíku baði, en aftur famir að velta sjer í skarninu. Drepsóttir hafa fylgt stríðunum og jarðskjálftar drep- sóttunum. Dyngjur af líkum liggja undir grannu jarðlagi til og frá um löndin og ala ógrynni orma. Samt er morðunum haldið áfram, eins og dyngjur hinna molduðu líka sjeu aðeins fyrsta afborgunin í sjóð hinnar almennu eyðileggingar. Auðuga fólkið kúg- ar það fátæka til sveltu; upp- reisnarsveitir myrða þá, sem fyr hafa drotnað; drotnandi flokkar láta leigusveitir sínar strádrepa uppreisnarflokkana; nýir harð- stjórar rísa upp, nota sjer hrun- ið, vanmátt alls stjómarfyrir- komulags, og stýra heilum þjóð- um út í böl hungurs og hallæris, eymdar og eyðileggingar. Hin dýrslega sjálfselska einstakra manna, einstakra stjetta og ein- stakra þjóða er eftir hatursár styrjaldarinnar orðin enn magn- aðri og enn blindari en áður var. Sjálfselskan hefur eftir hrunið margfaldað hatrið, jafnt hjá smá- um sem stórum, hjá drotnandi þjónum jafnt og þrælbundnum drotnurum, hjá hinum rísandi stjettum jafnt og hinum sígandi, hjá leiðandi þjóðflokkum jafnt og hinum, sem leiðast láta, hjá kúguðum þjóðum jafnt og kúgur- unum. Græðgin í munað, löngun- in eftir allsnægtum, hefur skap- að vöntun á því, sem nauðsyn- legt er. Hin óþreyjufulla skemt- anafýsn hefur skapað nagandi óánægju og æstar frelsiskröfur hafa orðið að fjötrum um fætur mannanna. Á síðustu árunum er mannkyn- ið, sem áður átti við margs konar böl að búa, orðið hugsjúkt, orðið sinnisveikt. Hvervetna brakar í fallandi byggingum, súlnaraðir eldri tíða hyljast í sorphaugum; jafnvel fjöllin era sjúk, spúa yfir láglendin og mynda þar gróður- lausar og eitraðar hraunsljettur og leðjuhrannir. Fólk, sem áður lifði rólegu sveitalífi, sogast nú inn í skitnar hringiður borgalífs- ins. Alstaðar er óró, eyrðarleysi og óánægja. Alstaðar keppast menn um það eins og í ósjálfræðu æði, að gera hver öðrum mein. öll upphugsanleg æsingameðöl era notuð til þess að koma sem mestu illu á stað milli þeirra, sem slopp- ið hafa með lífi út úr morðvarga- sennunni, sem þeir voru reknir út í. 1 fjögur ár stóð hún yfir og átti að útkljá, hver skyldi eiga stærst land og steyttasta pyngju. Alt miðaði að því, að auðga sjálf- an sig og gera óvinina fátækari. En hvað hefur unnist? Allir era fátækari og soltnari en áður, allir verða þeir að lúta enn dýpra en áður við skitna fætur Mammons og ofra honum eigin friði og ann- ara lífi. Fjárgræðgin hefur enn meira vald yfir mönnum nú en nokkru sinni áður. Sá, sem lítið á, vill eignast mikið, sá, sem mikið á, vill eignast meira; sá, sem meira hefur fengið, vill fá alt. Óhófsár ófriðarins hafa gert spar- sama menn að eyðsluseggjum, hógláta menn ágjarna og heiðar- lega menn að ræningjum. Undir nafni verslunar og viðskifta hafa menn framið okur og rán, og und- ir fána stóriðjunnar flá fáir menn fjöldann. Óreiðumenn og þjófar fara með fjármál ríkjanna. Og f j ármálaringulreiðin hefur fest þá skoðun hjá mönnum, að hið eina eftirsóknarverða á þessum himni svifta hnetti sje gull og það, sem fyrir gull fæst. I þessu pestarlofti deyr hver neisti af trú. Eitt lögmál gildir í heiminum og guðir hernaðarins, auðsins og nautnanna era hin tignaða og tilbeðna þrenning og musteri hennar eru herbúðirnar, kauphallirnar og saurlifnaðarhús- in. Konungsríki og lýðveldi era ekki lengur til. Sjerhvert stjómar- fyrirkomulag er nú orðið tildur og blekking. Auðvald og skrílræði, sem era andleg systkini og fara í sömu áttina, berjast nú um ráðin yfir hinum æsta múg, og í þeirri viðureign rís skamveldið hærra og hærra og vex þeim báðum yfir höfuð. Alt þetta veitst þú, Jesús Krist- ur; þú sjerð, að fylling tímans er aftur komin og að þetta pestsjúka, dýrslega mannkyn verður annað- hvort að fá ægilega refsingu eða þá að frelsast fyrir þína milli- göngu. Það eina, sem enn gnæfir hreint og sterkt upp úr skarpi tímanna, er kirkja sú, sem þú reistir á hellubjargi Pjeturs, eina kirkjan, sem verðskuldar að bera það nafn og talar fyrir munn full- trúa þíns í Róm óskeikul orð. Árásimar hafa styrkt hana, deil- umar hafa víkkað hana og tíminn hefur yngt hana. En þú, sem yfir henni vakir með anda þínum, veitst, hve margir lifa fyrir utan lögmál hennar, jafnvel af þeim, sem innan hennar eru fæddir. Þú hefur áður sagt: „Ef einhver er einmana, þá er jeg hjá honum. Veltu steininum til hliðar, og þar finnirðu mig. Skerðu í börk trjes- ins, og þar er jeg“. En til þess að finna þig þar þarf vilja til þess að leita þín og hæfileika til þess að sjá þig. Nú á dögum vantar flesta þann vilja og þá hæfileika. Ef þú ekki lætur hvem einn finna hönd þína yfir höfði sjer og rödd þína í hjarta sínu, halda þeir áfram að leita aðeins sjálfra sín, og finna ekkert. Því biðjum við þig, Kristur, við, hinir seku og syndugu, við, sem í ótíma eram fæddir, við, sem enn munum þig og reynum að lifa með þjer, en eram þó langt frá þjer, við, hinit síðustu, hinir örvingluðu, sem erum slopnir heim frá hættum og hyldýpi tortímingarinnar, við biðj- um þig þess, að þú komir einu sinni enn til mannanna, sem deyddu þig og aftur munu deyða þig, að þú komir aftur og færir okkur, morðingjunum í myrkrinu, aftur lífsins sanna ljós. Aldrei hefur verið eins mikil þörf á boð- skap þínum og nú, aldrei hefur hann verið jafngleymdur og sví- Stanley Melax: Þrjár gamansögur alt ástarsögur, eru nýkomnar út og fást hjá öllum bóksölum og kosta aðeins kr. 4,00. Áður er útkomið eftir sama höfund: „Ást- ir“, tvær stórar sögur, er enn fást hjá flestum bóksölum. virtur sem nú. Ríki Satans hefur nú náð fullum þroska, og það frelsi, sem allir leita fálmandi eftir, getur aðeins fengist í þínu ríki. Nú er það okkar eina von í örvingluninni, að þú komir aftur. Við væntum þín, og við ætlum að vænta þín hvern dag, þótt óverð- ugir sjeum. En verði samt þinn vilji nú og ætíð á himni og á jörðu. -----o---- Ragnar Ólafsson kaupmaður og konsúll á Akureyri, andaðist í Kaupmannahöfn, á Ríkisspítalan- um, 14. þ. m. Hann hafði verið veikur lengi. Lík hans var brent í K.höfn. Hann var vel þektur kaupsýslumaður, einn af helstu borgurum Akureyrar og talinn einhver ríkasti maður landsins. Þjóðleikhúsinu mun nú endan- lega valinn staður við Hverfis- götu, næst fyrir ofan Safnahúsið. 25 ára starfsafmæli hjelt H. f. Pump Separator í Stockhólmi hinn 1. sept. þ. á. Þetta fjelag hefir unnið sjer mikið álit vegna hinna ágætu skilvinda, sem það smíðar. Það eru Víking og Dia- bolo-skilvindurnar, sem margir hjer á landi þekkja og eiga. í tilefni af afmæli þessu, hefur fjelagið samið og gefið út minn- ingarrit, með margvíslegum fróðleik um starfstilhögun verk- smiðjunnar, rekstur hennar og aukningu. Á þessum 25 áram, sem verksmiðjan hefur starfað, hefur hún aukist og fullkomnast svo, að úr litlu fyrirtæki hefur á þessum áram orðið stærsta og fullkomnasta skilvindu-verk- smiðja í heimi. Undirbúningsárin,. eftir sjera Friðrik FViðriksson, hafa nú ver- ið send bóksölum úti um land. — Menn minnist þess, að verðið, sem nú er á þeim(7,50, ib. 10,00) helst til áramóta, en ekki lengur. Æfisaga Krists endar nú í þessu blaði, en stuttur eftirmáli fylgir í næsta blaði. Er hún nú orðin 23 arka bók og verður reynt að koma henni svo fljótt út, að hún verði send bóksölum með næstu ferð Esju. Vesalingarnir. V. og síðasta þætti þeirra er nú innan skamms lokið í Lögrjettu. TV. þátturinn, „Draumur og dáð“, hefur nú ver- ið sendur bóksölum úti um land. Allir, sem lesið hafa söguna ó- slitið í Lögrjettu, segja, að hún sje stórfengilegasta skáldsagan, sem þeir hafi lesið. Stefán Jóh. Stefánsson hæsta- rjettarlögmaður er nýkominn úr utanför og sat m. a. fjelagsmála- fund í Helsingfors. Vökumaður á vjelbát sem lá hjer við hafnarbakkann fjell ofan í lest á bátnum aðfaranótt sunnu- dagsins 16. þ. m. og beið bana Nær útseldar bskur. Bókaverslun Þorsteins Gíslason- ar hefur nú kallað þessar bækur inn frá bóksölum úti um land: Bessa gamla, eftir Jón Trausta, kr. 6,00. Sjómannalíf, eftir R. Kipling j (þýðing eftir Þ. G.) kr. 2,50. Bartek sigurvegara, eftir Zien- kiewich (þýðing eftir Kr. Kr.) kr. 0,75. Fáir tugir eintaka era nú eftir af þessum bókum og geta menn, á meðan þeir endast, pantað þær hjá Bókav. Þ. G. — Bóksalar fá auðvitað eins og áður venjulegan afslátt, en mega ekki láta þær bækur liggja hjá sjer óseldar. p Brepandi kossar p Bókin um svipu mannkvnsins. Hjónabandsbókin Eina hókin, sem srefur fullkomnar upplýsinyar um takmörkun barna- fæðinga, eft.ir dr. Malachowski, dr. Harris og d. Lesser. Báðar bækurnar meö mörgum myndum. Sendast án burðargialds fyrir kr 1,25 (isl.) hvor i frimerkium éða yevn póstkröfu að viðbættu burðararjaldi. ^Jjyhedsmaaasinet^ld^2^^bh^(^^ Ó K E Y I 8 og án burðargjalds sendist, okkar nyt- sama og myndarika vöruskrá vfir gúmml- heilbrigðis- og leikfangavörur, einnig úr, bsekur og póstkort. Hamariten, Afd, 67, Kobenhavn K. af. Hann hjet Jón Kr. Sigurðsson. Skipstrand, Norska gufuskipið Varild strandaði á Siglunesi við Eyjafjörð og talið ómögulegt að bjarga því, en menn björguðust allir. Það var fullfermt kolum og tómum tunnum til dr. Paul á Siglufirði. Stjórnmálafundir era um þess- ar mundir haldnir í Skaftafells- sýslu og sækja þá ýmsir stjórn- málagarpar úr Reykjavík og kváðu hafa orðið allsnörp átök milli stjórnarsinna og stjómar- andstæðinga. En ekki hefur Lög- rjetta ennþá frjett neitt með sannindum af fundunum. En af flokksblöðunum er helst svo að sjá, að allir flokkar sjeu í yfir- gnæfandi meirihluta austur þar. Með „Islandinu“ síðast fóru til útlanda m. a. Einar Jónsson myndhöggvari og frú og frk. Nanna Þ. Gislason. Sigurður Skagfield hjelt kveðju- hljómleika í Fríkirkjunni 16. þ. m. með aðstoð Páls Tsólfssonar. Hann hefur öðlast miklar vin- sældir hjer 1 sumar og aðdáun margra söngelskra manna. Slys það vildi til á botnvörp- ungnum ólafi 15. þ. m. að Guðm. Kr. ólafsson fyrrum skipstjóri fjell útbyrðis og druknaði. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.