Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.10.1928, Blaðsíða 1

Lögrétta - 31.10.1928, Blaðsíða 1
LOGRJETTA xxm. tr. Reykjavík, rniðvikudaginn 31. október 1928. 48. tbl. Um víða veröld. Þjóðabandalagið. í erlendu fregnunum, sem hing- að berast, er þjóðabandslagsins oft getið og starfa þess, eins og að líkindum lætur. Því þótt ekki hafi úr því orðið alt það, sem fyrir forgöngumönnum þess vakti, sjerstaklega Wilson, og ýms störf þess hafi ekki borið mikinn árang- ur, þá er hjer um að ræða merk- asta árangur friðarsamninganna og milliríkjamála síðustu ára, merkilegan vísi þess friðsamlega alþjóðastarfs, sem hinir bestu menn hafa baríst fyrir. Það á að geta orðið upjfhaf þess, að rjett- urinn, en ekki hnefarjetturinn ráði í viðskiftum þjóða eins Qg einstaklinga, að svo miklu leyti sem unt er. En þótt þjóðabandalagið sje þannig allfyrirferðarmikið í flestu því, sem við ber í viðskiftum þjóða og ríkja og í ýmislegri menningarstarfsemi, þá er það ekki að sama skapi mikið, sem allur almenningur veit um vinnu- brögð þess og fyrirkomulag eða lagalega afstöðu þess. Það er einnig fremur fátt, sem um það hefur verið skrifað á íslensku. I „Heimstyrjöld“ Þorst. Gíslasonar komu hjer einna fyrst frásagnir um það og eru að ýmsu leyti það ítarlegasta sem um það hefur enn verið skrifað á íslensku. Þar er t. d. í heild sinni hið upphaflega framvarp Wilsons o. fl. (sbr. bls. 623, 682 o. v.). Síðar kom t. d. grein um það í Eimreiðinni og ný- lega hefur dr. Björn Þórðarson, sem hefur kynt sjer starfsemi þess í Genf sagt frá því í fyrir- lestri. Þjóðabandalagið, sem er frjálst samband óháðra ríkja, sem hvert um sig heldur þjóðlegu sjálfstæðu sínu, er til þess' stofnað, segir í stjórnarskrá þess, að efla sam- vinnu þjóðanna og tryggja frið þeirra og öryggi. Þess vegna skuldbinda bandalagsríkin sig til þess, að hefja ekki ófrið sín á milli, að fara stranglega eftir öll- um reglum þjóðarjettarins og að halda uppi heiðarlegum og rjett- látum milliríkjaviðskiftum. En slíkt eru í rauninni lítið annað en orðatiltæki, áþekk þeim, sem oft eru notuð í sáttmálum milli þjóða og hafa oft reynst haldlítil þegar á hólminn kom. Alt veltur á því hvernig um hnútana er búið í starfi og valdsviði bandalagsins. I raun og veru eru ýms ákvæðin um valdsviðin óákveðin og mikið af áhrifum og gildi þjóða- bandalagsins byggist ennþá á þvi, hvernig einstakir stjómmálamenn beita því. Bandalagið hefur með öðrum oi'ðum ráðgjafar- en ekki úrskurðaratkvæði, nema sjerstak- lega sje til tekið. Það er ekki sjálfstæð stofnun fyrir utan eða ofan ríkin, sem í því eru, en sam- bandsliður milli þeirra, sem á að gæta tiltekinna hagsmuna þeirra og ræða þá. Það hefur ekki sjálft framkvæmdavald og ekki lög- regluvald til þess að beita refsi- ákvæðum ef brotið er í bág við vilja þess, nema einstök ríki þess vilji annast það af sjálfsdáðum. Um þetta hefur verið rætt og deilt mjög mikið. Margir halda fram nauðsyn á stofnun einskon- ar alþjóðalögreglu í sambandi við þjóðabandalagið, jafnframt al- mennri takmörkun á vígbúnaði. Nýlega sagði Lögrj. t. d. frá til- lögum prófessors McDougals um alþjóða lofther. En engu slíku hefur enn fengist framgengt og höfuðstörf þjóðabandalagsins eru enn fólgin í umræðum og tillög- um og þeim áhrifum, sem slíkt getur haft. Þessi störf fara fyrst og fremst fram á þingi bandalagsins, sem kemur saman árlega. En á því sitja fulltrtúar bandalagsríkj- anna. En eiginleg störf þess fara að mestu fram í sex nefndum, sem þingið kýs á öndverðum þing- tímanum og fulltrúar allra ríkja eiga sæti í. Þessar nefndir fást við: 1. Afvopnunarmál. 2. Stjórn- skipuleg og lögfræðileg mál. 3. Skipulagsmál. 4. Fjármál og ýms fjelagsmál bandalagsins. 6. Þjóð- fjelagsmál. 6. Stjómmál. Fundir þingsins og nefndanna eru opin- berir. En þetta þing er ekki nema einn þáttur þjóðabandalagsins. Ráðið (le Conseil) er sá þáttur þess, sem oft ber hvað mest á. I því sitja fastir fulltrúar 5 ríkja og svo fulltrúar 9 annara ríkja, sem skift er um á tilteknu árabili og hafa oft orðið allmiklar deil- ur um þser kosningar. Ráðið getur komið saman hvenær, sem þörf þykir, minst einu sinni á ári, en að jafnaði 4—5 sinnum og tek- ur til meðferðar flest hin meiri mál. Þá er hið fasta skrifstofu- ráð bandalagsins (le Secrétariat Permanent) mikilsverð stofnun, stjómað af aðalritaranum, en hann er sá, sem í raun rjettri hef- ur á hendi stjóm daglegra mála bandalagsins og ber því hvað mestan hita og þunga stai'fsins. Ásamt honum sitja í ráði þessu ýmsir sjerfræðingar í málum þeim, sem bandalagið fjallar um og þeim til aðstoðar er svo ýmis- legt skrifstofufólk. Alls em í þjónustu þjóðabandaiagsins um 400 manns af c. 30 þjóðum. Þá er alþj óðadómstóllinn, sem situr í Haag, einn liður þjóðabanda- lagsins og kosinn af því til 9 ára í senn. I honum sitja 11 dómarar og 4 varadómarar. I sambandi við þjóðabandalag- ið, en óháð því, er alþjóðavinnu- málanefndin (l’orginisation Inter- national du Travail) og taka all- ar bandalagsþjóðir einnig þátt í starfi hennar. í henni sitja bæði stjórnarfulltrúar og fulltrúar verkamanna og vinnuveitenda. Verkefni hennar er rannsókn- á ýmsum atvinnumálum og tilraun- ir til þess að bæta þau, til þess að koma á skipulegum rekstri og mannúðlegum vinnuskilyrðum. Samþyktir þessarar nefndar eru ríkisstjómir bandalagsins skyld- ar að leggja fyrir þjóðþing sín, en þær hafa ekki gildi í hverju landi um sig nema þingið sam- þykki þær. Það kostar að sjálfsögðu all- mikið fje að halda uppi þjóða- bandalaginu og greiðir hver sam- bandsþjóð skatt til þess eftir efn- um og ástæðum. Árleg gjöld þess eru kringum 20 miljón frankar. Mál bandalagsins eiu franska og enska. Bandalagið sjer sjálft um þýðingar af einu þessu máJi á annað. Hverjum fulltrúa er samt heimilt að tala sitt mál, en verð- ur þá sjálfur að láta túlka það á annaðhvort höfuðmálanna. Sveitir og bæir. Álit Bryce lávarðar. t umræðunum um þjóðmál heyrist hjer oft talað um mis- vöxtinn í bæjum og sveitum og þann háska, sem stafi af fólks- straumnum úr sveitunum í bæina. Oft er látið svo sem þetta sje nýtt fyrirbrigði, hafi komið upp á síðustu árum og sje jafnvel sjer- kennilegt fyrir íslenskt ástand. Hvorugt er rjett. Þetta er æfa- gamalt vandamál, og varð mönn- um þungt í skauti þegar í róm- verskri fomöld. Nú á dögum er mikið um þetta rætt í öllum menn- ingarlöndum og hefur verið síð- asta áratuginn. I ritgerða og ræða- safni eftir Bryce lávarð er m. a. tekið upp erindi, sem hann flutti í háskóla vestur í Ameríku fyrir kringum tuttugu árum um þessi efni. En Bryce ljet mörg mál til sín taka og viturlega og verður sagt hjer nokkuð frá skoðunum hans á þessu til samanburðar við þær umræður, sem nú fara fram. Það er sagt að í Kaliforniu, eins og alstaðar annarsstaðar, hafi íbú- arnir tilhneigingu til þess að flykkjast úr sveitunum í bæina. Samt eru í Kalifomíu ágæt skil- yrði sveitalífs, fagurt landslag, mildur vetur, frjósamur jarðveg- ur og skamt milli bæja. Samt þykir fólkinu sveitalífið einmana- legt og einangrað. í Kaliforníu búa tveir fimtungar allra íbúanna í stórbæjunum San Francisco og Los Angeles. Þeir stækka, sveit- irnar minka. Þetta er óheppilegt. Það er miklu betra fyrir heilsufar og lík- amsatgerfi fólksins að allur þorri þess búi í sveitum og vinni þar í góðu lofti. Það er betra fyrir hugsun og skapferð þjóðarinnar, að menn sjeu í sambandi við náttúruna, en að vera hrúgað upp í borgarstrætum. Gamall talshátt- ur segir svo, að guð skapaði sveit- ina, en maðurinn bæinn. Það er betra fyrir öryggi og festú stjóm- arfarsins að bæjamenn beri ekki sveitafólk ofurliði, því fólk í þjett- býli er gjamara á það, að láta leiðast af augnabliksæsingu en sveitafólk. Margir smábændur, sem rækta hver sitt land, veita ríkinu öryggi og kraft. Þeir eru síður flasfengnir en bæjamenn, röð og regla er í þeirra þágu og gott stjómarfar. Jeg dirfist ekki að fullyrða, eins og sumir gera, að yfirráð bæjanna þurfi óhjá- kvæmilega að vera hættuleg, en þau eru ekki æskileg, stjórnar- farslega eða heilsufarslega. Hvemig er hægt að hefta strauminn úr sveitunum? Með aukinni mentun, fyrst og fremst búmentun, svo að j arðræktar- manninum lærist að nota vísindin í þjónustu köllunar sinnar og gleðjast yfir því að geta það. Með því að vekja áhuga sveitabama á náttúrunni umhverfis sig. Það yrði þeim ánægjuuppspretta alla æfina. Með því að koma á sam- vinnu milli jarðyrkjufólksins, líkt og í Danmörku. Með því að bæta samgöngumar, einkum rafmagns- brautir, með því að leggja ódýra síma um sveitimar. Þannig fær sveitafólkið ýms þægindi bæjanna, sem það langar i, þótt við bæja- menn sjeum þreyttir á sumum þeirra og langi í kyrð sveitanna. Þetta eru meginatriðin úr máli Bryce og á margt við enn og er enn deiluatriði, því bæði sveita- mönnum og bæja hættir oft við því að tala ósanngjarnlega hverjir um aðra. Því verður ekki neitað, að bæimir hafa lagt til mikil menningarverðmæti, þótt ræktun jarðarinnar sje ávalt mikilsvert og göfugt starf. Bergmál loftskeyta. Frá því er nú sagt, að norskur verkfræðingur heyrði í sumar bergmál loftskeyta frá radiostöð- inni í Einhooken. Prófessor Stor- mer hefur rannsakað bergmál þessi. Rannsóknin hefur sýnt, að bergmálið heyrist þremur til seytján sek.(?) seinna en loft- skeytin. Skeytin endurkastast frá stöðum úti í geimnum hálfri milljón til hálfri þriðju milljón kílómetra frá jörðinni. Stormer álítur, að loftskeytið afturkastist vegna þess, að sums staðar í geimnum eru rafmögnuð svæði, sem loftskeytin geta ekki komist í gegn um.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.