Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.10.1928, Blaðsíða 3

Lögrétta - 31.10.1928, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA Samvinnusaga Islands flvarp til samvinnumanna Stjórn og fulltrúaráð Sambands íslenskra samvinnufélaga hefir ákveðið að láta safna drögum og heimildum um upphaf og sögu samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Hefir mér undirrituðum verið falið að leggja fyrstu drög að verkinu. — Heimildir þessar eru vitanlega dreifðar um alt land í gjörðabókum samvinnufélaganna, minnum manna þeirra, er fyrir hafa beist í samvinnumálum, tekið virkan þátt í starf- semi félaganna eða af öðrum ástæðum fylgst með þróun og sögu hreyfingarinnar, og loks í einkabréfum, ritgerðum og skrif- legum frásögnum, birtum eða óbirtum. Flestir af elstu frumherjum hreyfingarinnar eru nú að vísu fallnir í valinn, og þeir, sem eftir lifa, komnir af fót- um fram. Bréfum og ritgerðum, er kynnu að geyma fróð- leik um þessi efni, liggur og við glötun. Er því í hæsta lagi tímabært að hefja þetta verk. Af framan greindum ástæðum leyfi eg mér hér með að skora fastlega á íslenska samvinnumenn, heima og erlendis, yngri jafnt og eldri, þá er lesa ávarp þetta og gætu miðlað einum eða öðrum fróðleik um þetta efni, að gera það nú á komandi vetri eða svo fljótt, sem ástæður framast leyfa. — Til leið- beiningar þeim mönnum, er sjá sér fært að verða við þess- um tilmælum, skal eg leyfa mér að gefa eftirfarandi yfirlit um efnisval og niðurskipun þeirra heimilda og sögulegs fróð- j leiks, sem æskt er eftir: / 1. Itarleg frásögn um verslunarástæður, vöruverkun, búnað- arhætti, klæðaburð, mataræði og heimilislíf Islendinga éður og um þær mundir, er verslunarsamtök bænda hófust, eða um og eftir miðja síðastliðna öld. Æskilegt væri, að frá- sagnir þessar væru í ritgerðaformi, með það fyrir augum, að þær mætti fella, lítt eða ekki breyttar, inn í forsögu eða inngang að sögu samvinnunnar. 2. Frásagnir um elstu verslunarsamtök almennings í landinu, alt til stofnunar samvinnufélaganna. 3. Nöfn samvinnufélaga, heimilisfang og varnarþing, félags- svæði, stofnár, lokaár þeirra, sem hætt eru störfum, for- göngumenn, formenn, stjórnarnefndir og framkvæmda- stjórar frá upphafi félaganna og fram á þennan dag. 4. Myndir af frömuðum samvinnumála og þeim mönnum, er koma við sögu félaganna samkvæmt því, sem greint er undir tölulið 3. Séu nöfn greinilega rituð aftan á mynd- irnar, helst eiginhandarnöfn. Ennfremur fylgi þeim stutt ágrip af ættartölum og helstu æfiatriði mannanna og þá sérstaklega frásögn um þátttöku þeirra í samvinnumálum. 5. Myndir af byggingum og öðrum mannvirkjum félaganna og fylgi saga bygginganna, þar sem tilgreint er um verð þeirra, notkun og innri gerð. 6. Yfirlit um þróun félaganna frá upphafi þeirra og fram á þennan dag: Félagatal, verslunarveltu, sjóði, fram- kvæmdir og útfærslu starfsgreina. 7. Yfirlit um skipulagsþróun félaganna: Eintök af lögum félaganna eða samþyktum, eldri og yngri, rituð eða prent- uð, ásamt yfirliti um verðsálagningaraðferðir, ábyrgðar- skipulag (samábyrgð innan deilda), stjórn félaga, deilda- skipun, breytingar þær er orðið hafa í þessum efnum og tildrög breytinganna. 8. Gjörðabækur félaga, sem liðin eru undir lok. tJtskriftir úr gjörðabókum félaganna um þau atriði, er máli skifta fyrir þróun þeirra og sögu og þá tilgreindir rnerkir dag- ar og ártöl. 9. Árbækur félaga og ársrit og það, er kann að hafa verið ritað um sögu þeirra. Ritgerðir, birtar í skrifuðum fé- lagsblöðum, sveitarblöðum eða öðrum málgögnum. Einka- bréf, heil eða brot, sem á einn eða annan hátt fjalla um þessi mál. 10. Allur hugsanlegur fróðleikur um þetta efni, sem hér kann að vera ógetið og þá eigi síst það, hvar og hjá hvaða mönnum unt muni vera að fá skýrslur, frásagnir, gjörða- bækur og annan fróðleik um elstu félög, — ennfremur vísbendingar um hvar í blöðum og ritum í bókasöfnum landsins muni vera að finna ritgerðir eða ákveðinn fróð- leik um efnið. Þar sem gert er ráð fyrir, að heimildir þær, er kunna að safnast með þessum hætti, verði notaðar og lagðar til grundvallar, er rituð verður „Samvinnusaga íslands", skiftir vitanlega mestu og er reyndar alls um varðandi, að frásögn öll verði í samræmi við sögulegar staðreyndir. Skortur á fullri vissu um einstök atriði má að vísu eigi valda því, að eigi sé frá þeim greint. En brýnt skal það fyrir mönnum, að taka það jafnan fram, ef vafi leikur á um sögulega vissu og jafnframt að vísa til annara heimilda eða heimildarmanna til samanburðar, ef þeirra er kostur. Og þótt svör einstakra manna kunni að verða aðeins um fátt eitt af því, sem hér er drepið á, má það engum hamla að greina það, er hann veit. Verða jafnvel einstakir fróðleiksmolar kærkomnir og geta orðið harla mikilsverðir. Þess er fastlega vænst, að vinir samvinnunnar, gamlir menn og ungir, sem kynnu að geta aðstoðað í þessu efni, gerist fúslega sjálfboðaliðar í því verki, sem á að geta orðið upphaf þess, að i’ituð verði, af víðtæki’i þekkingu, saga merk- ustu félagsmálahreyfingar, sem uppi hefir verið í landinu. Skal eg svo að lokum leyfa mér, fyrir hönd Sambands íslenskra samvinnufélaga, að ítreka framangreind tilmæli og áskorun með þeirri skýrgreiningu, sem nú hefir verið gefin og vænti góðs árangurs. Virðingarfylst Jótias Þorbergsson ritstjóri Slrai 2219. Pósthólf 961. Reykjavlk. honum hjá ljósmyndamiðli í London, svo góð að ekki yrði um vilst. Erindið var svo fjölsótt sem húsrúm leyfði og hafa ýmsir ósk- að þess, að það yrði endurtekið opinberlega. Áburðar-iðnaður. 1 Donmörku fæst stórt samvinnufjelag meðal annars við áburðarverslun (Dansk Andels-Gödningsforret- ning) og er formaður þess P. Jeppersen landþingsmaður. Á fundi, sem þetta fjelag boðaði ný- lega til í Hjörring, skýrði formað- urinn þá frá því, að til tals hefði komið, að fjelagið tæki við verk- smiðju einni, sem það skiftir mik- ið við (brennisteinssýrusmiðju) og er mikilsverð fyrir áburðar- framleiðsluna. En kaupmannafje- lögin hefðu sett sig svo ákveðið á móti því, að samvinnumenn fengju yfirráð yfir verksmiðjunni að þeir hefðu hótað útilokun (boycotting) á dönskum áburðar- iðnaði og því hefði þessi ráðagerð fallið niður. En jafnframt skýrði hann frá því, að fjelagið hefði í hyggju að koma upp sinni eigm áburðarverksmiðju og hefði fjár- magn til þess. Rannsókn hefði sýnt, að verksmiðjan sem full- nægði þörfum þess, c. 100 þúsund smálestum af superfosfat á ári. mundi kosta 4—5 milljón krónur. Sigurjón Friðjónsson. Ljóðmæli hans eru nú komin út eins og auglýst er, og er það allstór bók og vönduð. Hefur Sigurjón orkt margt vel, en því aldrei verið safnað í bók fyr en nú. Suður Sprengisand frá Akur- eyri kom hingað nýlega ungur norskur verkfræðingur, över- gaard. Lá hann úti átta nætur, fór gangandi, en hafði hest í * Drepandi kossar ' Bókin um svipu mannkynsins. Hjónabandsbókin Eina bókin, sem gefur fnlikomnar upplýsingar um takmörkun barna- fæðinga, eftir dr. Malachowski, dr. Harris og d. Lesser. Báðar bækurnar með mörgum myndum. Sendast án burðargjalds fyrir kr 1,25 (isl.) hvor í frimerkjum eða gegn póstkröfu að viðbættu burðargjaldi. taumi undir farangur. En þegar hann fór yfir Tungná losnaði af hestinum og synti hann aftur til sama lands, en maðurinn sjmti yf- ir ána og dró farangur sinn yfir hana í taug, en ekki hirti hann frekar um hestinn. Kenslumálaráðherra vígir Laug arvatnsskólann 1. n. m. I Reyðarfirði var fjártaka í haust 18 þúsund. Þar af 15 þús. hjá Kaupfjelaginu. Þau örfáu eintök, sem óseld eru af Úrvalsritum Sigurðar Breið- fjörðs (útgáfu Einars Benedikts- sonar) í skrautbandi, eru í mín- um vörslum. Verð 8 kr. 50 aur. Óbundin kostar bókin 5 kr. 35. au. Munið bækur Fræðafjelagsins. Skrá yfir þær send ókeypis hverj- um þeim sem óskar. Snæbjörn Jónsson, 4 Austurstræti, Reykjavík. Jóhannes Kjarval málari hefur gefið Laugarvatnsskólanum nýja mikið málverk eftir sig og er það af þremur íslenskum bændum og sagt ágætt verk. Páll postuli og frumkristnin um hans daga heitir ný bók eftir Magnús Jónsson prófessor. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.