Lögrétta - 23.01.1929, Side 1
—-----------
XXIV. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 23. janúar 1929.
3. tbL
Um víða veröld.
Trú og vísindi framtíðarínnar.
Skoðun J. B. S. Haldane.
Trúaralda gengnr yfir heim-
inn. Hún kemur fram á ýmsan
hátt og ireinist í ýmsar áttir.
Fólk hallast að kirkjunum, ka-
þólskri kirkju eða mótmælenda-
kirkjunum, eða það hallast að ein-
hverri „frjálsri" trú, meira eða
minna ákveðinni. Jafnvel úr ýms-
um þeim áttum sem áður, einkum
á síðastliðinni öld, andaði kaldast
úr í garð trúarinnar, fær trú-
hneigðin nú beinan og óbeinan
stuðning, sem sje frá náttúruvís-
indunum. Ýmsir helstu náttúru-
fræðingar menningarlandanna
viðurkenna nú fúslega rjett trú-
arinnar og gildi hennar fyrir líf
einstaklinga og þjóða, þótt þeir
þykist hafa ýmislegt að athuga
við deilur og kenningar guðfræð-
innar. Á svipaðan hátt eru nú
ýmsir trúmenn og kirkjumenn
famir að tala öðruvísi en þeir áð-
ur gerðu um „vísindin", segja að
þau geti á ýmsan hátt orðið
tiúnni til endumýjunar og
styrktar. Menn eru með öðrum
orðum að reyna að brúa djúpið,
sem áður var talið að væri milli
trúar og vísinda, reyna að koma
á milli þeirra samvinnu og samúð
í stað ófriðar. Þeir, sem að stað-
aldri hafa lesið greinamar í bálk-
inum „Um víða veröld“ hjer í
blaðinu hafa kynst sumu af því
helsta, sem fram hefur komið í
þessum efnum á síðkastið úti um
heiminn, bæði frá náttúmfræð-
ingum og heimspekingum og
kirkjunnar mönnum.
J. B. S. Haldane heitir einn
af kunnustu náttúmfræðingum
Breta. Hann hefur ekki alls fyrir
löngu skrifað talsvert um afstöðu
vísinda og trúar (í bókinni
„Possible Worlds and Other
Essays“). Trúarreynsla er vem-
leiki, segir hann, sem ekki verð-
ur frarahjá gengið. Kraftur bæn-
arinnar er einnig slíkur vemleiki,
hvemig sem menn annars vilja
skýra hann. í>að má máske skýra
hann á sálfræðilegan hátt og svo,
að ekki sje nauðsynlegt, að gera
ráð fyrir að gripið sje á guðlegan
hátt inní rás náttúmnnar. En alt
um það leikur ekki efi á því, að
það að biðja sjálfur, eða það að
vita um fyrirbænir annara, getur
verið vöm gegn freistingum og
nokkur eða algerð lækning á sjúk-
leikum í starfi taugakerfisins.
En trúarreynslu geta menn ekki
skiftst á beinlínis. En þeir, sem
fyrir henni hafa orðið geta gert
aðra þátttakandi í henni með
helgiritum og helgisiðum. Þetta
vita Hindúar manna best. Hinir |
ómentuðu meðal þeirra trúa heilu
kerfi af helgisögnum og snúa sjer
til allskonar goða. Hinir mentaðri
menn trúa ekki á sannleika sagn-
anna eða á önnur áhrif siðanna en
sálaráhrif. Hindúi einn, sem er
vel þektur stærðfræðingur og svo
staðfastur í siðum trú&rbragða
sinna, að hann mundi heldur
deyja, en borða nautasteik, spurði
einu sinni enskan stallbróður
sinn, hvort það mundi þykja
nokkuð furðulegt í Bretlandi, þótt
erkibiskupinn í Kantaraborg neit-
aði í lávarðadeildinni kenningunni
um tilvem guðs. Svo virðist, að í
Indlandi hefði áþekk neitun ekki
vakið meiri undmn, en það mundi
vekja hjer, þótt einhver háskóla-
kennari í sálarfræði færi að neita
tilvem sálarinnar, eða þótt ein-
hver prófessor í eðlisfræði efaðist
um vemleika efnisins. Þetta má
samt alls ekki skiljast sem vöm
fyrir trúarbrögð Hindúa, sem hafa
umborið og afsakað allskonar
ósiði, morð, saurlifnað og óþrifn-
að og hafa ýmsar leiðinlegar
sagnir. En alt um það er viðgang-
ur og útbreiðsla þessara trúar-
bragða staðreynd og áhrif þeirra á
líf áhangendanna. Það er þá líka
staðreynd, að það er ekki nauð-
synlegt að kennisetningum sje
trúað til þess að þær hafi áhrif.
Ef haldið er áfram að álíta, að
átrúnaður sje prófsteinn á trú, þá
virðist mjer, segir Haldane, að eitt
af þrennu geti komið fyrir. Áhrif
kirkjunnar geta orðið til þess að
gera ófrjósama alla vísindalega
hugsun og drepa niður mannleg-
um framförum, svo að fylgisþjóðir
kirkjunnar standi uppi eins vam-
arlausar gegn ókristnum þjóðum,
semu væm opnaðar vísindum, eins
og ókristnar Asíuþjóðir vom
vamarlausar gegn kristnu þjóð-
unum á nítjándu öld. Ef einhver
Asíuþjóð fer að hugsa á líffræði-
legan hátt á undan þjóðunum af
Evrópu uppmna, þá munu þær
drotna yfír heiminum, ef draga
má nokkurar ályktanir um fram-
tíðina af reynslu fortíðarinnar.
Sumir telja það, í öðru lagi,
hugsanlegt, að öll trú hyrfi eða
yrði áhrifalaus. Slíkt yrði sjálf-
sagt til ills. Ef við höfnuðum
trúnni algerlega mundum við
sennilega fara að gera sjálf okkur
guðdómleg og haga okkur mjög
eigingimislega, eða við mundum
gera ríkið að guði. Það getur ver-
ið að trú,9 eins og við þekkjum
hana, geti einhvemtíma horfið,
þvi ýmsir lifa nú góðu lífi án
hennar. Það er mögulegt að verða
á heimspekilegan hátt sannfærður
um hinn æðsta veruleika og um
nauðsyn hins andlega án þess að
gera ráð fyrir öðrum heimi, eða ,
jafnvel persónulegum guði. Og
slíka sannfæringu mætti styðja
með dulrænni reynslu. En allur
I
þorri manna hefur ekki hæfileika !
\ til svo óhlutrænnar hugsunai'. Og
það er jafnvel ennþá erfiðara,
| þótt mögulegt sje það að sjálf-
gæðissannfæringu, eins og Ber-
| trand Russel gerir, en trúa því
jafnframt, að hún sje óverulegt
aukaatriði í tilvem, sem í heild
sinni láti sig hana engu skifta.
Þriðji möguleikinn er sá, að á
rústum kristindómsins rísi ný
trúarbrögð í samræmi við hugs-
unarhátt nútímans, eða í sam-
ræmi við hugsunarháttinn fyrir
einni öld. Drög að slíkum kenn-
ingum finnast í ummælum merk-
ustu spíritista, í hagfræðikenning-
um kommúnistaflokksins og í rit-
um þeirra, sem trúa á skapandi
þróun og víðar. t nýrri trú mundu
krystallast samtímavísindi, eins
og í gömlum trúarbrögðum eru
úrelt vísindi.
En jafnvel þótt einhver slík ný
trúarbrögð gætu í svip orðið
framfaraspor í vísindalegu og sið-
ferðilegu uppeldi mundu þau
verða vísindalegum og siðferði-
legum framförum framtíðarinnar
miklu alvariegri hindrun en krist-
mdómurinn.
Að öllu þessu athuguðu hallast
Haldane því helst að því, að trú
og vísindi mætti kalla tvenskonar
listræn form, sem menn nota til
þess að lýsa reynslu sinni. Bæði
guðfræði og náttúrufræði geta
verið verðmætar leiðbeiningar til
góðrar breytni, eins og þau geta
verið fögur í sjálfu sjer. En þar
I fyrir þurfa hvorki guðfræði nje
' náttúrufræði að vera sönn. Trú
er aðferð til að lifa lífinu og af-
staða til alheimsins. Hún kemur
mönnum í nánara samband við
innra eðli veruleikans. Fullyrð-
ingar um staðreyndir, gerðar í
hennar nafni, em ósannar í ein-
stökum atriðum, en oft sannur
kjaminn í þeim. Vísindin eru
einnig aðferð til að lifa lífinu.
og afstaða til alheimsins. Þau
snerta alt, nema eðli veruleikans.
Fullyrðingar um staðreyndir,
gerðar í nafni þeirra, eru venju-
lega rjettar í einstökum atriðum,
en geta aðeins leitt í ljós form, en
ekki raunverulegt eðli veruleikans.
Vitur maður sníður breytni sína
bæði eftir trú og vísindum, en
skoðar hvorugt sem fullgilda
sannreynd, heldur sem form eða
ímynd.
SíSustu fregnir.
Fyrir franska þinginu liggur nú
tillagá, að smíða á þessu ári 18 ný
herskip, samtals 50 þús. smálestir.
1 Italíu eru ríkisgjöld til flotans á
þessu ári áætluð 48 milljónum líra
hærri en í fyrra. Hjer um bil al-
staðar er flotaaukning og þar með
aukin ófriðarhætta. Þó eru Kín-
verjar að minka her sinn. Þeir
hafa haft 2(4 milljón hermanna.
En nefnd, sem athugað hefur
máhð undanfarið, álítur að kom-
ast megi af með 8Ö0 þús. manna
her. I Kína hafa verið miklir
landsskjálftar undanfarið, í Shanai
og fórst margt manna, en hung-
ursneyð er á landskjálftasvæðinuu
I hafnarbænum Cumane í Vene-
zuele hafa nýlega orðið miklir
landskjálftar og fórust 200 manns
að minsta kosti. Áme Borg hefur
nýlega sett heimsmet í sundi, í
Astralíu, synti 880 yards á 10
mín 27 sek. Finninn Tliunberg
hefur einnig nýlega sett heims-
met í 500 metra skautahlaupá,
42,8 sek. og sömuleiðis Norðmafi-
urinn Wallengrud í 5000 metra
skautahlaupi, 8 mín. 24.2 sek. í
Jugóslaviu eru 3Ífeldar viðsjár.
Einræðisstjómin hefur, sam-
kvæmt lögum, sem hún hafði áð-
ur gefið út, látið lögregiuna í
Agram leysa upp alla Króatisk*.
þjóðemisflokka, þ. á. m. bænda-
flokk Miatcheks, en gerði upptæka
sjóði og skjalasöfn flokkanna.
Morgan hefur verið kosinn fuH-
trúi Bandaríkjanna í skaðabóta-
nefndina og vekur það óánægju
bæði Frakka og Þjóðverja. Undan-
famar 7 vikur hafa 26 þús.
manns dáið úr innflúensu í Bandar-
ríkjunum. Talið er að franskur
fræðimaður, Normet, hafi fundið
serum til að ráða bót á blóðmissi.
----o-----
Deilurnar» útgerðina
Eins og áður hefur verið sagt,
þá hafa staðið hjer kaupdeilur
milli sjómanna og útgerðarmanna
og hefur samkomulag ekki tek-
ist. En verkfall er nú hafið á tog-
araflotanum og skipum Eimskipar
fjelagsins. Til þess að geta gefið
lesendum sem nánastar og hlut-
lausastar fregnir af deilumálun-
um hefur Lögrj. snúið sjer tíl
tveggja mikilsmegandi manna,
sem að þessu standa, alþingis-
mannanna Sigurjóns A. Ólafsson-
ar formanns Sjómannafjelagsina
og Jóns Ólafssonar framkvæmda-
stjóra og fer frásögn þeirra hjer
á eftir. Væntanlega tekst að ráða
deilumálunum til heppilegra lykta
áður en langt um líður, svo að
sem mest verði komist hjá þeirri
úlfúð og því fjárhagslega tjóni,
semaf langri vinnustöðvun hlýtst.
Það virðast heldur ekki vera eins
mikið sem milli ber nú orðið, eins
og á horfðist í fyrstu. Sjerstak-
lega mundi stöðvun á kaupferð-
um koma hart niður á alþjóð
manna og verður að krefjast þess
afdráttarlaust af samningsaðiljum
að þeir láti einskis ófreistað til
þess að binda enda á Eimskipa-
fjelagsdeiluna hið allra fyrsta.
Siglingastöðvunin hefur þegar
haft þau áhrif að t. d. Samband