Lögrétta - 23.01.1929, Side 2
2
LÖGRJETTA
LÖGfiJETTA
3
---------—-p
LOGRJETTA
Útgeíandi og ritstjóri:
porsteinn Gíslason
pingholtsstrœti 17. Sími 178.
Innheimta og afgreiðsla
í Lækjargötu 2. Simi 185.
| r---------- ■ ■ I
Bamvimiufjelaganna, sem hefur
ön flutning-aviðskifti sín við Eim-
skipafjelagið, hefur orðið að
panta sjerstakt aukaskip hingað
með vörur.
Sigurjón A. Ólafsson:
Saga kaupdeilumálsins á síð-
ustu árum er sú, að 1925 hefst
deila út af kröfu útgerðarmanna
am kauplækkun. Sjómenn feldu þá
tillögur sáttasemj ara og stofnuðu
átgerðarmenn þá til verkbanns,
aem stóð í heilan mánuð. Því lykt-
aði svo, að gamla kaupið hjelst
óbreytt til ársloka 1925, en þá
varð lækkun úr 260 kr. í 235 á
rnánaðarkaupi háseta, en lifrar-
þóknun lækkaði úr 30 kr. í 28 kr.
En samningar voru þá gerðir um
það, að kaupið skyldi miða við
búreikningsvísitölu hagstofunnar.
1 árslok 1926 hafði kaupið lækk-
að um 10% og lifrarþóknun að
sama skapi og í byrjun árs 1928
varð enn lækkun um 7%. Sá finn-
ur best hvar skórinn kreppir, sem
ber hann. Sjómenn fundu það að
sjálfsögðu, að kaupið lækkaði of
mikið og of ört, miðað við dýrtíð-
ina og framfærslukostnaðinn.
Vísitölugrundvöllurinn var rang-
ur. Meðalhásetakaup var komið
niður í kr. 196.70 og þóknunin
fyrir lifrarhlnt ofaní kr. 23.00.
Og útgerðarmenn fundu það 1
raun og veru sjálfir, að þetta var
orðið ósanngjarnt. Sjómenn sam-
þvktu því með öllum þorra at-
kvæða, að segja samningunum
upp nú um síðustu áramót eins
og heimilt var og voru settar fram
nýjar kröfur af þar til kjörinni
nefnd starfandi sjómanna.
— Og þær kröfur voru?
— Þær kröfur voru um c. 17%
hækkun á mánaðarkaupinu og um
c. 70% hækkun á lifrarþóknun-
inni, þannig að kaupið yrði kr.
230 og lifrarhlutinn 40 kr. á fat.
Ástæðan til þess, að iifrarhækk-
unin er svona miklu meiri en
kauphækkunin er blátt áfram sú,
að lýsisverð hefur hækkað mjög
og ágóðinn af lýsinu orðið meiri,
vegna aukinna gæða við það að
brætt er nú jafnóðum í skipunum.
En sjómenn líta svo á frá gömlum
tíma, að lifrarhlutur beri þeim
með rjettu og það hafa útgerðar-
menn viðurkent á sínum tíma og
er þá ekki nema rjett að sjómenn
fái sannvirði fyrir lifrina. Hinsveg-
ar hafa sjómenn ekki viljað vera
óbilgjamir í kröfum og gerðu því
frá upphafi ráð fyrir því, að slaka
eitthvað til á öðrumhvorum kröfu-
liðnum, ef það gæti stutt að frið-
samlegri úrlausn málsins.
— Og svör útgerðarinnar ?
— ÍJtgerðarmenn buðu 3 kr. og
30 au. hækkun á hásetakaupinu á
þorskveiðum og 50 au. hækkun á
lifrarþóknuninni. En hinsvegar
vildu þeir fá lækkun á síldveiða-
kaupinu, svo að í heild sinni hefði
samkvæmt þeirra tilboði, orðið um
kauplækkun að ræða. Annað til-
boð kom ekki frá þeim og tók
sáttasemjari þá við málinu. Hann
stakk upp á því 27. des. s. 1. að
hásetakaupið yrði kr. 212 og
þóknun á lifrarfat kr. 28 og kanp
á síldveiðum yrði óbreytt. Þessar
tillögur hans voru bomar undir ■
atkvæði allra sjómanna, sem í ■
landi vom 29. des. og samstundis
sendar loftleiðina til þeirra skipa,
sem að veiðum voru eða í Eng-
landi. Tillögumar voru feldar með
383 atkv. gegn 186. En útgerðar-
menn greiddu ekki atkvæði um
þær fyr en á gamlárskvöld, þegar
nokkuð var orðið kunnugt um
undirtektir sjómanna, og feldu
þær líka. Síðan hefur ekki skeð
annað en það, að sjómenn hafa
gengið af skipunum þegar þau
hafa komið inn. En inn em komn-
ir 26 eða 27 togarar og von á
hinum c. 10 þá og þegar. i
Eimskipaf jelagið.
Um deilumar við Eimskipafje-
lagið segir Sigurjón A. ölafsson:
— Þær em sjerstakar, þótt
nokkuð sjeu þær skyldar hinum,
Kaupið hjá Eimskipafjelaginu
hefur farið sílækkandi seinustu
ár og hefur verið miðað við vísi-
tölur hagstofunnar. Á árinu 1926
lækkaði það um c: 9%, árið eftir
en um 10% og siðastliðið ár enn
um 7%. I ársbyrjun 1926 var
kaupið, samkv. samningi, lcr. 227
fyrir fullgildan háseta (en á tog-
urum kr. 235) og hafa þeir ekki
önnur hlunnindi (auk fæðis). En
ankavinnu, fram yfir 8 stundir á
dag, fengu þeir greidda sjerstak-
lega með 70 au. fyrir hverja hálfa
stund. Þetta hefur hvomtveggja
farið lækkandi svo að i ársbyrjun
1928 var kaupið komið niður í
191 kr. og aukavinnuborgunin of-
an í 59 au. Kyndarar, sem 1926
höfðu 252 kr. á mánuði, (en tog-
arakyndarar 336 kr., en enga lif-
ur), vom nú komnir niður í
212 kr. (en togarakyndarar höfðu
kr. 281.24). Ástæðan til þess, að
kyndarar hafa yfirleitt gert hærri
kaupkröfur en hásetar, er sú, að
þeir njóta miklu minni hlunninda. j
Kaupið, sem nú er farið fram á,
að Eimskipafjel. greiði hásetum
er 225 kr. á mánuði og 75 au. fyr-
ir aukavinnuhálftímann, en að
kyndarar fái 265 kr. Reynslan
hefur orðið sú, að aukavinna hef-
ur orðið allmikil á Eimskipafje-
lagsskipunum, en hún minkar ár
frá ári hjá kyndurunum. En fje-
lagið hefur sjálft vald á henni,
svo að tekjur af henni geta verið
óvissar.
Samningar hófust fyrst við
stjórn Eimskipafjelagsins 4. des.
og vom teknir upp aftmr 15. jan.
En samkomulag náðist ekki og
tók sáttasemjari málið þá í sinar
hendur 18. jan. og hefur síðan
haldið fundi með aðiljum daglega
og stundum langt fram á nótt. En
þeim fundum lauk nú nóttina 21.
þ. m. árangurslaust.
Samninganefnd sjómanna bauð
það til samkomulags, að háseta-
kaupið yrði kr. 215 en kyndafa-
kaupið kr. 250 (vegna þess, að
aukavinnutekjur þeirra eru
minni). Inná þetta vildi stjóm
Eimskipafjel. ekki ganga en hins-
vegar urðu aðiljar ásáttir um 70
au. kaup fyrir aukavinnuhálftím-
ann. Eimskipafjelagsstjómin vildi
hinsvegar leggja fram á árinu c :
10 þús. kr. sem einskonar uppbót
til skipverjanna. Sjómannafull-
trúamir kváðú sjer það í ljettu
rúmi liggja hvort hækkunin yrði
látin heita kauphækkun eða upp-
bót, ef hún næði lágmarkskröfum
þeirra. En það hefði samsvarað
því, að Eimskipafjalagið hækkaði
þetta framlag sitt um c: 11 þús.
kr. upp i c: 21 þús kr.
Meira ber ekki á milli. Kröfux
sjómannanna em ekki ægllegrí
eða ofsalegri en það, að þær
mundu hafa í för með sjer 21
þús. kr. útgjaldaauka fyrir fje-
I . •
lagið. Þetta munar fátæka ein-
staklinga dálitlu, en umfang&mikla
stórútgerð engu. Það eru einar 11
þús. kr. sem Eimskipafjelags-
stjómin hefur látið samkomulag-
ið stranda á, eða c: 2200 kr. á
hvert skip og getur hver sann-
gjam maður sjeð í hendi sjer á
hverju það veltur hjá fjelagi, sem
áætlar sjer síðastliðið ár c. 400
þúsund króna reksturshagnað. Og
ennfremur — trúa menn því virki-
lega í aívöru, að fjölskyldumenn
geti lifað í Reykjavík á lægra
kaupi, en sjómenn fara fram á að
Eimskipafjelagið borgi, á minna
en 215 kr. fastakaupi á mánuði?
En undirrót kauphækkunarkröf-
unnar er frá sjómanna hálfu eng-
in önnur en þessi, hversu dýrt er
að lifa hjer. Stundum er talað um
kaup danskra sjómanna í sam-
bandi við þessar deilur, og er
rjettmætt, þegar gerður er rjett-
ur munur á því, hveraig á stend-
ur. Danskir farmenn hafa fram-
lengt sína samninga óbreytta (kr.
192.72 íslenskar). En menn verða
að gæta þess, að hjer er t. d.
húsaleiga meira en helmingi hærri
en í Kaupmannahöfn, og að hjer
er c. 7—8% dýrara að lifa en þar,
fyrir sömu peninga. — Sem sagt,
sjómenn hafa farið fram á sann-
gjama hækkun og svo lága, að á
minna skamti geta þeir ekki lifað
sæmilegu Mfi. Þeir hafa verið
neyddir til að ganga af skipun-
um í bili til þess að knýja hana
fram. En væntanlega lyktar deil-
um þessum vel.
Jón Ólafsson:
Þegar menn ætla að mynda sjer
rjetta hugmynd um það, hvað sje
sanngjamt kaup á togurunum nú
og hvað þeir þoli mikla hækkun,
verða menn að gera sjer glögga
grein fyrir öllu ástandi útgerðar-
innar. Árið 1926 var svo ljelegt
ár, að fæst útgerðar fjelögin gátu
greitt halla þess með tekjum árs-
ins 1927. Hinsvegar virðist 1928
ætla að verða gott ár, en samt fer
gróði þess hjá æðimörgum til þess
að jafna hallann frá 1926 og 1927,
því ýmsum tókst ekki þá að rjetta
við eftir árið 1926. Það má sjálf-
sagt segja, að þriðjungur þeirra,
sem að togaraútgerðinni standa
eigi nú ekkert af framlögðu
hlutfje sínu og þó nokkrir þar
fyrir utan eiga lítið af því. En
um helmingur þeirra, sem að
flotanum standa, munu eiga
hlutafje sitt og sumir meira. En
heildarútkoman úr þessu verður,
eins og hver maður getur sjeð,
ekki glæsileg fyrir afkomu og
aukið gjaldþol útgerðarinnar, því
auðvitað gengi kauphækkunin
hlutfallslega jafnt yfir alla út-
gerðina.
Um það má lengi þrátta, hvað
sje hæfilegt kaup og má vel segja,
að sjómenn sjeu upp og ofan ekk-
ert ofhaldnir af kaupi sínu og vel
get jeg unnað svo röskum mönn-
um alls hins besta. En menn
verða líka að taka sanngjamt til-
lit til þess, hvað atvinnuvinnuveg-
urinn í heild sinni getur borið, svo
að hann verði þjóðfjelaginu til
styrktar. Lágmarkstekjur togara-
háseta hafa verið (miðað við afla
1927 og kaupgjald 1928) 377 kr.
á mánuði, auk ákeypis fæðis. En
á hverju skipi em 9—10 yfirlaun-
aðir menn, sem svo era nefndir
og hafa þeir mun hærri tekjur.
Hækkunarkröfur sjómanna námu
c: 57%% og að því vsr auðviðað
ekki hægt að ganga. Og þegar
sáttasemjari stakk upp á mála-
miðlun, sem hefði haft í för með
sjer c. 15% kauphækkun, þá var
sú tillaga einnig feld. Menn geta
gert sjer nokkura hugmynd um
það, hver baggi þessar kaup-
hækkanir yrðu á útgerðinni með
því að athuga það, að hækkun
sáttasemjara hefði numið 11.900
kr. aukning á útgerðarkostnað
hvers skips til jafnaðar, en upp-
haflegar kröfur sjómannanna
hefðu haft í för með sjer til jafn-
aðar 41.585 kr. árlega aukning á
reksturskostnað hvers skips eða
kr. 29.033 á það lægsta og kr.
56.062 á það hæsta. En skipin em
38—39, svo að alls hefði kaup-
hækkunin lagt á útgerðina 1 milj.
og 620 þús. kr. árlegan bagga um-
fram það, sem nú er. Geta menn
farið nærri um það, hvemig flest-
ir mundu rísa undir honum, sam-
kvæmt því sem áður er sagt um
afkomu fjelaganna.
En sem sagt, þótt útlitið sje nú
ekki gott, þar sem verkfall er haf-
ið og ekki reynt að semja sem
stendur, má gera ráð fyrir því, að
fram úr málunum ráðist áður en
mjög langt líður. Atkvæðagreiðsl-
an, sem varð til þess að miðlun-
artillögu sáttasemjarans var
hafnað, fór fram í hálfgerðu
flaustri með loftskeytum. En þeg-
ar sjómenn em komnir í land og
geta sjálfir ráðið ráðum sínum
saman í skynsamlegri ró og aftur
tekið upp samninga, má gera ráð
fyrir þvi, að frekar dragi saman
en áður, og að skynsamleg og
sanngjöm niðurstaða fáist. Það
er ekki tiltökumál þó í hart slái
stundum og hver vilji halda á sín-
um kröfum. Það er gömul reynsla,
að íslenskir sjómenn em ekki ein-
ungis dugnaðarmenn, en upp og
ofan einnig gætnir skynsemdar-
menn. Vinnumáladeilur valda
þjóðarheildinni og ednstaklingun-
um stórtapi. Væntanlega tekst
að afstýra þeim þjóðarvoða, sem
af alvarlegu verkfálli leiðir og
langvarandi.
■ -»— ■
Almenn
bókmentasaga
Just Bing, Verdens Littera-
tur Historie. H. Asche-
houg & Co., Oslo.
Norðmenn hafa hingað til ekki
átt neina ahnenna bókmentasögu,
en nú er Aschehoug forlagið í
Oslo byrjað að gefa út sögu
heimsbókmentanna eftir Just
Bing, dr. phil. Hann er einn af
hinum bestu bókmentafræðingum
Norðmanna, hefur áður ritað sögu
norskra bókmenta, yfirlit yfir
bókmentir Norðurálfunnar á 19,
öldinni og ýmislegt annað.
1 bókmentasögu þessari á að-
eins að segja frá aðalatriðunum
og merkustu ritunum, þeim rit-
um, sem lesin em enn þann dag
í dag. Bókmentasaga þessi byrjar
því á Hómer og kvæðum hans.
Af bókmentum Austurálfunnar
segir ekki af öðm en bókmentum
Gyðinga. aðallega Bibliunni, enda
væri ómögulegt að sleppa henni,
þýðingarmestu bókinni í heims-
bókmentunum og í mannlífínu.
Just Bing er snjallur rithöfund-
ur. Hann segir ljóst og skipulega
frá. Hin norska bókmentasaga
hans er af mörgum talin snildar-
verk. Með því að skýra einungis
frá meginþáttunum í bókmentun-
um og merknst.it ritunum, verður
| bókmentasagan ljettari, en þá er
I margt er talið. Sá kostur er líka
við þessa aðferð, að rúm vinst til
þess að segja rækilegar en ella
frá ágætustu ritunum, og allur
DOSTOJEWSKI: Glæpur og refsing.
an. Hinum knæpugestunum gaf embætti smaðurinn ekki
minsta gaum, hann leit stoltaralega niður á þá, eins og
þeir væm úr lægri stjett og þroskastigi, menn, sem ekki
væri talandi við. Hann var um fímtugt, meðalmaður og
þjettvaxinn, gráhærður og hvirfilsköllóttur. En andlitið
var myglulegt og næstmn grænleitt drykkjumannsandlit,
hvarmamir þrútnir og hann var píreygður og glitti í lítil
blóðhlaupin augu. En samt lifði eitthvað mjög furðulegt í
þessum augum, eins og ofsi, en einnig andríki og gáfur —
og stundum blakti í þeim bjarmi eins og af sturlun. Hann
var í gömlum, svörtum, ótrúlega ræfilslegum samkvæmis-
frakka. Hnapparair vom dottnir af honum nema einn,
sem lafði á nokkrum spottum og með honum hnepti hann
frakkanum, auðsjáanlega til þess að vera virðulegri. Út-
undan snjáðu vestinu skein í bögglaða, óhreina og rifna
skyrtuna.. Andlitið var rakað á embættismannavísu, en
þjettir, bláleitir skeggbroddar báru þess vott, að langt
var frá þeim rakstri. Fas hans minti einnig ótvírætt á
embættismanninn. En hann var allur á nálum. Hendin var
á einlægu iði um hárið, en stundum hvíldi hann höfuðið
í Iófum sjer, eins og í sáru þunglyndi, og studdi olnbogun-
um á óhreint, kámugt borðið. Loks leit hann hispurslaust
framan í Raskolnikof og sagði hátt og hiklaust:
— Má maður taka sjer það bessaleyfi, minn heiðraði
herra, að reyna að koma á þægilegri samræðu við yður?
Jafnvel þótt þjer komið ekki beinlínis fram í þeim búningi
sem stjettinni hæfir, eins og komist er að orði, þá finn
jeg það samt á mjer, að þar sem þjer erað, er við ment-
aðan og hófsaman mann að eiga. Sjálfur hef jeg einlægt
virt þá mentun, sem er samfara góðu hjartalagi. Jeg er
annars embættismaður, jeg heiti Marmeládof. Má jeg
spyrja, hafið þjer máske líka verið í þjónustu ríkisins?
— Nei, jeg er við nám, svaraði ungi maðurinn dálít-
ið undrandi og fór hjá sjer við þetta snögga og hispurs-
lausa ávarp. Þótt hann hefði sárþráð einhvern til að tala
við fyrir stuttri stund, vaknaði nú undir eins í honum,
þegar haxm var ávarpaður, venjuleg beiskja hans, hinn
órólegi og ömurlegi fjandskapur hans við alla ókunnuga,
sem ætluðu að nálgast hann.
— Jæja, stúdent, eða fyrverandi stúdent! sagði em-
bættismaðurinn. Jeg átti von á því. Jeg hef sem sje tals-
verða reynslu, heiðraði herra, talsverða reynslu, sagði
hann og studdi vísifingri á ennið. — Þjer voruð stúdent,
eða töldust að minsta kosti til lesnu mannanna. En þjer
leyfið máske .... Hann stóð upp, hnaut dálítið, greip
flösku sína og glas og settist andspæms unga manninum.
Hann var ölvaður, en talaði samt reiprennandi og ekki
óglæsilega og drafaði sjaldan. Hann hrifsaði Raskolnikof
með einskonar græðgi, sem gat verið vottur um margra
mánaða þrá eftir mannlegum fjelagsskap.
— Heiðraði herra minn, sagði hann næstum þvi há-
tíðlega, örbirgðin er ekki löstur, það er dagsatt. Jeg veit
það ósköp vel, að drykkjuskapurinn er ekki dygð, þvi
miður, má vel segja! En beiningamaðurinn, minn heiðraði
vinur, beiningamaðurinn er í sannleika lösturinn í holdi
og blóði. 1 örbirgðinni, í eymdinni getið þjer varðveitt
göfgi tilfinninga yðar, en ef þjer verðið beiningamaður er
úti um allan hreinleika. Menn hafa ekki einu sinni fyrir
því, að hrekja beiningamanninn frá sjer með stafnum
sínum, honum er sópað út úr mannlegu fjelagi með sorp-
vendi, honum er skolað burtu í skólpræsunum, svo að hann
geti fundið sem sárast til niðurlægingar sinnar. Og það
er rjettlátt, því beiningamaðurinn er sjálfur reiðubúinn
til þess að niðurlægjast fyrir alt annað á jörðunni. Og af
því kemur drykkjuskapurinn. Heiðraði herra, fyrir einum
mánuði kom það fyrir, að hr. Lebesjátnikof lúbarði kon-
una mína, og konan mín er betri sál en jeg. Skiljið þjer?
Leyfið mjer að gera eina fyrirspum, þótt það virðist vera
einskær forvitni: Hefur það nokkumtíma komið fyrir yð-
ur, að vera nótt í heypramma á Nevaánni?
— Nei, það hefur ekki komið fyrir mig, svaraði
Raskolnikof. En við hvað eigið þjer með spurningunni ?
— Jæja, jeg er einmitt að koma þaðan, hef í fimm
nætur .... Hann helti glasið sitt fult, tæmdi það og sökk
í hugsanir sínar. 1 fotum hi*s og hári voru virkilega sum-
staðar heyflyksur og h£tmsr&- Það var sennilegt, að hann
hefði ekki farið úr fðtur sólarhringum saman og ekki
þvegið sjer. Það sást einlinri á höndum hans, sem vom
kámugar og rauðar og negurnar svartar. Orð hans virt-
ust vekja athyglí. DrengirÚ við diskinn fóru að hlægja
og veitmgamaðurinn., sem hnn að eitthvað mundi verða
um að vera, kom út úr hliðfherberginu og settist nálægt
embættismanninum og teýði úr bífunum og geispaði.
Marmelálof var auðsjáanl^a vel þektur gestur þarna.
Málæðishneigð hans stafað sennilega frá þeim ahnenna
sið drykkjumanna, að raba við ókunna knæpufjelaga.
Þessi siður verður að ás'íðu hjá þeim drykkjuriitum,
sem heima hjá sjer verða frir háði og hnjaski. I fjelags-
skap annara drykkjudrabbia reyna þeir með margmælgi
að fá uppreisn og, ef unt ei einnig virðingu.
— Skrítin skepna, sagí gestgjafinn hátt, það skyldi
ekki vera hægt að vinna, vaöti jeg? Hversvegna eruð þjer
ekki í embætti? Þjer vomðeinu sinni embættismaður?
— Hversvegna jeg er íki í embætti, heiðraði herra’
svaraði Marmeládof og snci sjer eingöngu að Raskolni-
kof, rjett eins og hann hef1 spurt — hversvegna jeg er
ekki embættismaður? Nagr það ekki ennþá hjartað í
mjer, að árangurslaust —árangurslaust flatmagaði jeg
eins og skriðdýr. Þegar h'- Labesjatnikof barði konuna
mína með eigin hendi fyrir-ÍGUm mánuði og jeg lá sjálf-
ur drukkinn á gólfinu, híáið þjer, að jeg hafi þá ekki
þjáðst? Leyfist mjer að sjfÚa, ungi maður, hafið þjer
ef til vill einhverntíma ... i hui, vonlaust beðið mann um
lán?
— Víst hef jeg gert 'a^> en við hvað eigið þjer —
vonlaust?
— Gersamlega vonlaus': ^egar þjer eruð sjálfur viss
um það fyrirfram, að það ;t°ðar ekki vitund. Þjer vitið
það til dæmis áreiðanlega ram, að maðurinn, sem
þjer eruð frammi fyrir, ^-’^urskrýndur og duglegur
borgari, vill ekki fyrir n0‘ ÍU!"u mun styrkja yður með
peningum. Þótt jeg biðji hann um þá, er það nokkur á-
stæða fyrir hann, má jeg spyrja, til að láta mig fá þá?
Hann veit vel, að hann fær þá ekki aftur. Af meðaumk-
un? ójá, hr. Labesjatnikof, sem er fylgjandi öllum ný-
tísku hugmyndum, sagði nýlega, að á okkar tímum væri
meðaumkunin meira að segja bönnuð af vísindunum, og
að byrjað væri að framkvæma þetta í Englandi, þar sem
menn fást við þjóðhagsfræðina. Mjer er því spum, hvers-
vegna átti þessi heiðurskrýndi maður að gefa mjer pen-
inga ? Og sjáið þjer til, þó jeg viti fyrirfram, að hann
lætur mig ekkert fá, fer jeg samt til hans, og ...
— En hversvegna? greip Raskolnikof fram í.
— Hvert fara menn ekki, þegar menn vita ekki.
framar hvert á að fara? Reyndar ætti hver manneskja
að eiga einhvera vísan stað. Þær stundir koma, að maður
verður að vita það afdráttarlaust hvert maður á að fara.
Þegar einkadóttir mín kom í fyrsta skifti heim með gula
brjefið*), þá fór jeg líka . . . dóttir mín lifir nefnilega upp
a gult brjef, skal jeg segja yður, skaut hann inn í og
horfð; hikandi á unga manninn. — Skiftir engu, heiðraði
vinur, skiftir engu máli, bætti hann við í flýti, eins og til
að gera hann rólegri, þegar drengimir bak við diskinn
fóru að hlæja og gestgjafinn brosti í kampinn. —
Hverju skyldi það svo sem skifta. Menn geta hrist höf-
uðið eins og þeir vilja, jeg læt það ekki á mig fá. Allir
vita það, og alt sem hulið er verður einhvemtíma opin-
bert. Jeg tek öllu hnussi mcð jafnaðargeði, en ekki með
fyrirlitningu. Hverju skiftir það? Hverju skiftir það?
Maðurinn, sem þjer sjáið nú fyrir yður ... Fyrirgefið þjer,
ungi maður, getið þjer, nei, það þarf að segjast ákveðnar,
sterkar, ekki: getið þjer, heldur: Þorið þjer, þegar þjer
horfið nú á mig, að fullyrða, að jeg sje ekki svín?
Ungi maðurinn svaraði engu orði.
— Jæjaþá, sagði hinn og beið þess með virðulegum
svip, að hláturinn í stofunni þagnaði. — Jæja, en jafnvel
*) »Gult brjef" ljet lögreglan vændiskonur hafa. pýð.
þó jeg sje svin, bá er hún dama frá hvirfli til ilja. Jeg
geng um eins og skepna. en Katerina Ivánovna, konan
mín, er mentuð kona, dóttir yfirhershöfðingja. Já, þó jeg
sje margfaldur erkiþorpari — hún á hjartans sanna aðal
og í krafti mentunar sinnar er hún líka ljóngáfuð. Og
samt. .... ó, ef hún þrátt fyrir alt gæti miskunnað sig yf-
ir mig! Heiðraði vinur, heiðraði vinur, þarf ekki hver
einasta mannssál að minsta kosti einn stað, þangað sem
hægt er að fara og finna meðaumkun? En, sjáið þjer til,
Katerina Ivánovna er ekki, þrátt fyrir hina dásamlegu
auðlegð sálar sinnar, beinlínis rjettlát kona. Og samt finn
jeg það sjálfur, að þegar hún slöngvar mjer til á hár-
inu, þá gerir hún það af meðaumkvun hjartans. Því, jeg
endurtek það án þess að fyrirverða mig, hún slengir mjer
burtu á hárinu, ungi maður, sagði hann með auknum
virðuleik, þegar hann heyrði hláturinn í kringum sig. —
En drottinn minn dýri, hvaða tjón skyldi svo sem hljótast
af því þó hún aðeins einu sinni jæja, sei sei nei, alt
er þetta heimskulegt hjal. Nóg um það. Aldrei á æfi
minni hef jeg orðið fyrir neinni þrá, aldrei orðið fyrir
neinni meðaumkvun, það sjest á andlitinu á mjer. Jeg hef
alla mína hundstíð verið skepna.
— öldungis rjett, sagði veitingamaðurinn og geisp-
aði. Marmeládof sló hnefanum í borðið.
— Svona er jeg á að sjá, ójá! Vitið þjer það, herra
minn, vitið þjer það, að jafnvel sokkunum hennar hef jeg
svallað út. Ekki skónum hennar, nei, það gæti bent á eins-
konar reglusemi. Sokkana hennar, aðeins sokkana hennar
seldi jeg fyrir drykkjuskilding. Geithársmenið hennar,
hennar eigið, því hef jeg líka svallað, það var gjöf.....
Við erum í kaldri íbúð. 1 vetur sem leið varð hún inr
kulsa, nú er hún síhóstandi. ... Blóði hóstar hún 1P ^
Bömin eru lítil ennþá, við eigum þrjú og Katerina Þ ^
ovna keppist við frá því fyrir allar aldir á morgnan
fram á rauða nótt. Hún þvær og skolar og vaki .a o->-
hreinlæti barnanna, því hreinlæti, herra minn, er 1 r yf jr
blóðið borið. En brjóstið er veikt og, jeg fiim þí aenn/ f
Á&> mót~