Lögrétta


Lögrétta - 20.02.1929, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.02.1929, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXIV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 20. febrúar 1929. 7. tbL Um víða veröld. Framleiðendur og neytendur. Álit Sir Emest Benn. Sir Emest Benn er lesendum Lögrjettu nokkuð kunnur af frár sögn þeirri, sem áður hefur birtst hjer í blaðinu um eitt höfuðrifc hans: „Játningar auðmannsins". En Sir Emest, sem er einn af helstu blaða- og bókaútgefendum Bretlands, hefur skrifað ýms fleiri rit um hagfræði og þjóðfjelags- mál. Hið síðasta er dálítill bækl- ingur um framleiðendur og neyt- endur (Producer v. Consumer). Svo gæti virtst, segir Benn þar, sem í eðli okkar væri eitthvað svo deilugjamt eða ólíkt, að það gerði nauðsynlega skiftingu mannanna í stjettir eða flokka, svo að stöð- ugt hljóti að verða til frjálslyndir menn og íhaldssamir, lendir menn og útlendir, fátækir og ríkir, vinnuveitendur og verkamenn o. s. frv. Margar af þessum skiftingum verða samt því ógreinilegri sem menningin vex meira. Allar eru þessar skiftingar að vissu leyti óeðlilegar og sumar beinlínis fjar- stæðar. En samt sem áður er til ein skifting, sem er raunveruleg skifting og einlægt sjáanleg. Það er skiftingin í framleiðendur og neytendur. Og hagsmunir þeirra rekast einnig sífelt á. Með því að skifta fólkinu á þennan hátt kom- ast menn einnig hjá ýmsum þeim misskilningi, sem oft leiðir af annari skiftingu, því við emm, hver og einn, bæði framleiðandi og neytandi. Togstreitan milli þessara tveggja flokka fer fram í brjósti hvers einasta manns. Hver maður ætti því að geta skil- ið aðstöðu beggja og þannig ætti að vera til möguleiki til þess fyrir þjóðfjelagið að koma á jafnrjetti. Venjulega eru menn altof þröngsýnir í skoðunum sínum á því, hvað sje framleiðsla og hverjir framleiðendur. Framleiðsla og auður, sem af henni sprettur, er miklu flóknari en svo, að sagt verði, eins og Marx sagði, að auð- ur sje vinna, sem beitt er við jörðina. Framleiðsla er ekki bund- in við vinnu handarinnar og jafn- vel ekki við vinnu heilans ein- göngu. Framleiðsla er mjög flók- inn verknaður og felur í sjer starfsemi margra manna, frá eyr- arvinnumanninum til þess, sem leggur fram fje. Auður er eins og Mill kendi okkur, nauðsynlegir og þægilegir hlutir, sem hafa við- skiftagildi. Þeir, sem leggja. ein- hvem skerf til þess að skapa slíkt viðskiftaverðmæti, eru framleið- endur. Það getur verið að sumir neyti meira en þeir framleiða, en aðrir framleiði meira en þeir neyta. En j afnvægið er nauðsynlegt. öll mannleg starfsemi stefnir að jafnvægi. Við erum einlægt öll háð andstæðum öflum, sem toga í ýmsar áttir, en halda öll saman við því jafnvægi, sem við lifum á. Þetta kemur fram í einu og öllu, í því hvemig það, sem við telj- um rjett og rangt, gleði og sorg verkar á okkur o. s. frv. Það kemur fram í afstöðu einstaklings og ríkis o. s. frv. En af þessari togstreitu sprettur margt skrítið og erfitt. Frá sjónarmiði einstak- lingsins eins er reyndar aldrei neinn efi á því, hvað er rjett og hvað rangt. En þegar skoða á þetta frá sjónarmiði þjóðfjelags- ins eða heildarinnar verður vafinn til. Það er t. d. rjett að afklæða sig í baðherberginu, en rangt að gera það á götunni. Það er rjett að setja út björgunarbát til þess að bjarga manni, sem hlaupið hef- ur fyrir borð. En það væri ekki rjett að hlaupa fyrir borð til þess að sjá, hvort nokkur björgunar- bátur kæmi og hvort honum tæk- ist björgunarstarfið. Það er enn- fremur efalaust, að í lýðfrjálsu landi hafa t. d. fjórir námumenn leyfi til þess að bindast samtök- um um það, að vinna þriggja manna verk. Samúð okkar er meira að segja oft með þess- um fjórum, þó við vitum upp á okkar tíu fingur, að þrír menn geta vel gert alt sem gera þarf. En við gætum þess ekki hvað við mundum sjálf gera. Við höfum máske samúð með þeim í orði kveðnu, sem gera kolin dýrari en ella, með óþarflega óskynsamlegri vinnu. En okkur mundi aldrei detta í hug, að fara til kolakaup- manns og bjóða honum 1 krónu meira fyrir skippundið, en mark- aðsverðið er. Við getum hælt okkur í ræðu- stólnum af óeigingirni okkar og þjónslund gagnvart „heildinni“, en slíkt eyðir ekki þeirri baráttu, sem sífelt fer fram innra með okkur um þessi efni. Við höfum sífelt tilhneigingu til þess, að afla eins mikils og við getum, og láta af hendi eins lítið og við getum. Um þessi efni hafa verið sögð ókjörin öll af heimsku af þeim, sem eru nógu fávísir til þess að halda að þeir sjeu nógu vísir til þess að vita upp á hár hvemig ráða á fram úr vandræðum vinnu- málanna. Auðvitað fylgir vinn- unni talsverð gleði — og sumri vinnu meiri gleði en annari. Til eru margir menn, sem þykir vænt um starfið starfsins vegna. En samt er það mjög vafasamt hvort jafnvel þeir menn, margir hverjir, mundu vinna verkin, ef þeir væru ekki til þess knúnir af jámharðri nauðsyn baráttunnar fyrir tilver- unni. Þau störf eru langsamlega fæst, sem eru þannig löguð, að þau grípi gersamlega huga starfs- mannsins. Benn segist t. d. halda að hann sje eins skyldurækinn og starfsamur og hver annar. (ITann rekur starfsemi, sem hefur gert hann að einum tekjumesta manni Bretlands). „Jeg hef gengið að störfum mínum í næstum því 40 ár,“ segir hann, „en sá morgun hefur aldrei mnnið upp yfir mig, að jeg væri viss um það, hvort jeg væri í raun og veru viðbúinn að gangi til starfsins. Jeg þarf mjög mikinn svefn. Jeg á stund- um ilt með að sofna, en jeg á alt- af tíu sinnum verra með áð vakna. Ef jeg væri laus við nauðsyn lífs- baráttunnar efast jeg um það, að jeg hefði gengið að störfum mín- um í 40 daga, hversu aðlaðandi sem þau kunna að vera, hvað þá 40 ár“. En menn þurfa að berjast fyrir lífinu, berjast á móti fátæktinni. Stjómmál og flest þjóðfjelagsmál eru ekki annað en ýmsar myndir, sem vandamál fátæktarinnar og úrlausn þess birtist í. Þjóðfjelags- heildinni er hagur í útrýmingu fá- tæktarinnar. Níu af hverjum tíu lagaboðum stefna í þessa átt, En samt gefa menn því nauðalítinn gaum, að rannsaka eðli fátæktar- innar. Jeg hef heyrt mörg hundr- uð ræður um þetta, segir Benn, og lesið um það urmul af grein- um, en mig undrar sífelt allra mest skilningsskorturinn á því, hvað fátækt er. Benn segist ekki geta skýrgreint fátæktina betur en svo, að segja að hún sje skort- ur á einhverjum hlutum (the absence of things). Fátæktin wlt- ur ekki á peningum, frá sjónar- miði heildarinnar, þó peningar sjeu alt í öllu frá sjónarmiði ein- staklingsins. Þú getur ekki etið peninga, ekki klæðst peningum og peningar geta ekki látið stytta upp rigningu. Ef þú skiftir pen- ingum milli manna, eins og stjórn- málamenn gera oft, þá leiðir ekki af því annað en hækkað verðlag. Þetta sjest ljóslega á húsum og byggingarkostnaðL Samskonac hús hefur á 10 árum kostað frá 300 upp í 1200 pund, aðeins af því að stjómmálamenn hafa reynt að ráða fram úr húsnæðisvand- ræðunum með peningum. (Lögrj. hefur áður sagt frá deilunum um bretsku húsnæðismálin). En hús eru bygð úr steini eða timbri, en ekki úr peningum eða atkvæðum. Mönnum hættir við því, að skoða fátæktina frá of persónulegu sjón- armiði. En fátæktin er annarskon- ar úrlausnarefni fyrir þjóðfje- lagsheildina en fyrir einhvem ein- stakling. Hugsið ykkur hvað nauðsynlegt yrði að aðhafast til þessa að sópa burtu fátæktinni úr þjóðfjelaginu. Það yrði nauðsyn- legt að sjá fyrir ákaflega miklu af allskonar þægindum, ákafleg- um fjölda af allskonar smáhlufc- um, ekki þessháttar hlutum, sem venjulega er talað um á stjóm- málafundum, heldur einföldum litlum hlutum til heimilisþarfa, hlutum sem valda því, að fólk er fátækt, þegar það hefur þá ekki. Slíkir hlutir em t. d. ketlæri, eða skyrta, þægilegt rúm, eða t. d. viku sumarfrí. Þessa þarfnast fá- tækt fólk og sumt af því hefur það ekki. Nú er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að í heiminum sje til neinn verulegur forði af ket- lærum, sem ekki em etin á sínum tíma. Enginn lætur sjer detta í hug, að einhversstaðar sjeu faldar birgðir af flúneli 1 skyrtur, sem gætu verið nógar í skyrtur handa öllum fátæklingum. Enginn sakar auðvaldið um það, að það lumi einhversstaðar á svo og svo miklu af rúmstæðum til þess að. öreig- arair geti ekki fengið þau. Þegar fátæktin er skoðuð svona blátt áfram sjest það greinilega, að hún er sprottin af skorti á vissum hlutum eða þægindum, sprottin af því, að framleiðendum hefur ekki tekist að sjá fyrir því sem þurfti til að verjast fátækt- inni. Neytendumir geta lítið bætt úr skák, nema að því litla leyti, sem þeir gætu neytt minna og skift afganginum milli annara. En um þetta munar mjög lítið og að því er snertir t. d. ketlæri og flúnelsskyrtur munar það hjer um bil alls engu, því auðmenn eru yf- irleitt ekki meiri átvögl en aðrir, eða borða ekki meira en þeir þurfa. Sannleikurinn er því sá, þegar öllu er á botninn hvolft, að sá auður, sem nú þegar er fyrir hendi í heiminum, hrekkur skamt til þess að ráða fram úr vanda- máli fátæktarinnar. I því hefur stjómmálamönnunum, sem flokki, gersamlega skjátlast. Þeir hækkk^, skattana, þeir auka gjöldin, þeir dreifa út peningum. En af því að ' þeir skilja það ekki, að fátæktin er skortur verður árangur starfa þeirra mjög lítill. Það var einu sinni gmndvöllur jafnaðarstefn- unnar, að skifta ætti upp öllum auði. Nú er þessi hugmynd að veslast upp. Það er auðvitað mjög eðlilegt, að fátækur maður haldi að hann verði betur á vegi stadd- ur, ef hann fær hlutdeild í sparisjóðsbók hins auðuga ná- granna síns. Það er ekki einungis eðlilegt, það er dagsatt. En frá sjónarmiði heildarinnar skiftir þetta litlu. Það er að hafa vasa- skifti á peningunum. Það gerir einn rikan, en annan fátækan. Það getur jafnað persónulegt órjett- læti hingað og þangað. En það bætir ekki einu einasta ketlæri og ekki einni einustu skyrtu við þjóðarauðinn og bætir ekki hætis- hót úr fátæktinni, þegar hún er

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.