Lögrétta


Lögrétta - 20.02.1929, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.02.1929, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Samgöngximálanefnd: Halldór Steinsson, Páll Hermannsson og Einar Árnason. Landbúnaðamefnd: Jónas Krist- jánsson, Jón Jónsson og Jón Bald- vinsson. Sjávarútvegsnefnd: Halldór Steinsson, Ingvar Pálmason og Erlingur Friðjónsson. Mentamálanefnd: Jón Þorláks- son, Erlingur Friðjónsson og Jón Jónsson. Allsherjamefnd: Jóhannes Jó- hannesson, Jón Baldvinsson og Ingvar Pálmason. I neðri deild: Fjárhagsnefnd: ólafur Thors, Sigurður Eggerz, Jón Auðunn Jónsson, Halldór Stefánsson, Ásgeir Ásgeirsson, Hannes Jónsson og Hjeðinn Valdi- marsson. Fjárveitinganefnd: Pjetur Otte- sen, Jón Sigurðsson, Jón Ólafsson, Þorleifur Jónsson, Ingólfur Bjamarson, Bjarni Ásgeirsson og Haraldur Guðmundsson. Samgöngumálanefnd: Hákon Kristófersson, Jón Auðunn Jóns- son, Hannes Jónsson, Gunnar Sig- urðsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Landbúnaðamefnd: Jón Sig- urðsson, Einar Jónsson, Jömndur Brynjólfsson, Bernharð Stefáns- son og Láras Helgason. Sjávarútvegsnefnd: Jóhann Jós- efsson, Ólafur Thors, Sveinn ólafsson, Magnús Torfason og Sigurjón Á. Ólafsson. Mentamálanefnd: Magnús Jóns- son, Jón Ólafsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Bemharð Stefánsson og Sveinn ólafsson. Allsherjamefnd: Magnús Guð- mundsson, Hákon Kristófersson, Magnús Torfason, Gunnar Sig- urðsson og Hjeðinn Valdimarsson. Stjómarfrumvörp. Þessum stjórnarfrvt hefur verið útbýtt, en von á fleirum. 1. Frv. til 1. um sveitabanka. 2. Frv. til 1. um fiskiræktarfje- lög. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. nr. 43 1926, um kosningar í má!- efnum sveita og kaupstaða. 4. Frv. til 1. um rekstur verk- smiðju til bræðslu síldar. 5. Frv. til 1. um rannsóknir í þarfir atvinnuveganna. 6. Frv. til 1. um eignar og notk- unarrjett hveraorku. 7. Frv. til 1. um breytingu á 1. nr. 23 1911, um vita, sjómerki o. fl. 8. Frv. til 1. um lendingar- og leiðarmerki og viðhald þeirra. 9. Frv. til l. um breyting á L um útflutningsgjald af síld o. fl. 10. Frv. til 1. um breyting á 1. nr. 29 1925 um skrásetning skipa. 11. Frv. til 1. um loftferðir. 12. Frv. til 1. um hafnargerð á Skagaströnd. 13. Frv. til 1. um landbúnaðar- banka Islands. 14. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1930. 15. Frv. til 1. um breyting á 1. nr. 37 1922, um eftirlit með skip- um og bátum og öryggi þeirra. 16. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1927. 17. Frv. til 1. um samþykt á landsreikningnum 1927. 18. Frv. til 1. um breyting á 1. um atvinnu við siglingar. 19. Frv. til 1. um atkvæða- greiðslu um nafn Isafjarðarkaup- staðar. 20. Frv. til 1. um nöfn bæja og kaupstaða. 21. Frv. til 1. um tannlækningar. 22. Frv. til 1. um hjeraðsskóla. , 23. Frv. til 1. um gjaldþrota- skifti. 24. Frv. til 1. um kvikmyndir og kvikmyndahús. 25. Frv. til 1. um löggjafar- nefnd. Auk þessa leggur stjóminfram: Till. til þál. um kaup á áhöldum til þess að bora með eftir heitu vatni og gufu. -----o---- Sjera Jón Ó. Magnússon fyrram prestur að Ríp í Skagafirði andað- ist hjer í bænum 17. þ. m. Hann var Skagfirðingur, fæddur 10. febrúar 1856, sonur Magnúsar bónda Andrjessonar á Steiná og Rannveigar Guðmundsdóttur frá Mælifellsá, en hún var dóttir Ingi- bjargar eldri í Bólstaðahlíð og er sú ætt alkunn. Sr. Jón varð fyrst prestur að Hofi á Skagaströnd, síðan í Hvammi í Norðurárdal og svo að Mælifelli í Skagafirði og loks að Ríp. Hann varð að láta af prestsskap árið 1904 vegna radd- I bilunar og keypti þá Bjamarhöfn á Snæfellsnesi og reisti þar bú. Síðustu árin dvaldi hann hjer í Reykjavík. Systur sr. Jóns era frú Ingibjörg í Flögu í VatnsdaJ Þórunn og Rut í Ameríku,' en synir hans eru Magnús alþm. og prófessor í guðfræði og Þorsteinn bankaritari. Sr. Jón var gáfu- og j fróðleiksmaður og þótti góður I kennimaður, og var gestrisinn | heim að sækja, fáskiftinn um op- i inber mál, en fylgdist vel með og j var víðlesinn. ! Ferðir á Alþingishátíð. Merkur maður á Austurlandi skrifar Lög- j rjettu, að töluvert sje talað um j það þar eystra að fara landveg á Alþingishátíðina 1930. Telur j hann því æskilegt, að greiða götu j manna þá leið með því að merkja j leiðina um Vonarskarð, og setja j ferjur á vötn, ef einhver eru, j Kreppu heldur hann helst. Þessu er hjer með skotið til athugunar j rjettra aðilja. Kveðskapur er nú talsvert iðk- | aður hjer og er vinsæl skemtun. Ýmsir kvæðamenn hafa látið hjer til sín heyra við góða aðsókn. Dómur er nýlega fallinn í máli j því, er dómsmálastjómin ljet j höfða gegn Jóh. Jóhannessyni fyrv. bæjarfógeta vegna búaskifta hans hjer. Setudómarinn, Bergur | Jónsson sýslumaður Barðstrenu- j inga, dæmdi Jóh. Jóh. í 15 daga einfalt fangelsi, með því skilcrði, j að refsingin fjelli niður verði af- i brot ekki ítrekað næstu fimm ár. j Jóh. Jóh. áfrýjaði samstundis til , hæstarjettar. Kirkjumálanefnd hefur kirkju- og dómsmálaráðherra nýlega skipað. 1 nefndinni eiga sæti prestamir Þorsteinn Briem á Akranesi, Jón Guðnason á Prests- j bakka og Sveinbjöm Högnason á Breiðabólsstað og tveir leikmenn, Jónas Þorbergsson ritstjórí og 1 Runólfur Björnsson á Komsá. j Nefndin mun eiga að athuga sam- band ríkis og kirkju, möguleika á Undirbúningsárin Eftir sjera Fr. Friðriksson. Hækkun á verði þeirra frá byrjun þ. á, sem áður hefur verið auglýst, er hjer með feld niður, og selja bóksalar þau framvegis með sama verði og áður, þ. e. kr. 7,50 heft og kr. 10,00 í bandi. Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar Lækjarg. 2, Reykjavík. skilnaði eða sjálfsforræði og ýmis- legt annað, er henni kann að þykja nauðsynlegt. Nefndarmenn eru komnir hingað til bæjarins og munu halda hjer fundi fyrst um sinn. Eldgos? 17. þ. m. sást eldur í norðurátt úr Holtunum, af Land- inu og úr Fljótshlíðinni. Hefur verið giskað á, að eldur sje úppi í Dyngjufjöllum eða Kverkfjöllum. Eldingar óvenjulegar sáust hjeðan 17. þ. m. í suðvestur, mikl- ar eldingar og örar og var það einkennileg og falleg sjón hjeðan úr bænum að sjá og stóð alllengi. Togari strandar. 16. þessa mán. strandaði bretskur togari, King- ston Jasper, á Steinsmýrarfjöra. Menn björguðust allir í land á línu, en talið óvíst að nokkru verði bjargað úr skipinu. Hlaðafli er nú fyrir Vesturlandi „Óðinn“ tók nýlega enskan tog- ara í landhelgi og var hann sekt- aður um 12.500 kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstj. áfrýjaði dóminum til hæstarjett- ar. Influensa allmikil hefur gengið hjer í bænum og sumum skólum verið lokað um stun^arsakir. Húsmæðrafræðsla. Á Búnaðar- þingi 1927 var samþykt tillaga um skipun þriggja manna nefnd- ar til þess að rannsaka það, hvem- ig best yrði komið fyrir hús- mæðrafræðslu í landinu. 1 nefnd- inni hlutu sæti frú Guðrún J. Briem, frú Ragnhildur Pjeturs- dóttir og Sig. Sigurðsson búnaðar- málastjóri. Nefnd þessi hefur nú skilað rækilegu áliti. Er þar m. a. lagt til, að komið verði upp hús- mæðraskólum í hverjum lands- fjórðungi, fyrst um sinn ráðnar fjórar konur til umferðakenslu í matreiðslu og öðrum húsmæðra- störfum. Finskur aðalræðismaður er L. Andersen stórkaupmaður nýlega orðinn í stað L. Kaabers banka- stjóra, sem beiðst hafði lausnar frá starfinu. Heyskapur varð samkvæmt skýrslu Hagstofunnar á öllu land- inu árið 1927: 864 þús. hestar taða og 1 miljón 385 þús. hestar úthey. Töðufengur varð þvi 4% minni en árið 1926 en útheyskap- ur 7% meiri. Leikf jelagið hefur nú lengi leik- ið Nýársnóttina við ágæta að- sókn, en er nú að byrja að sýna nýjan leik, enskan, og heitir hann „Sendiherrann frá Mars“. Það er góður leikur og skemtilegur og tekst meðferðin vel og einkum er útbúnaður á leiksviðinu góður. Byggingarkostnaður á að hafa verið orðinn á síðastliðnu ári 171% hærri en 1914, en 1% lægn en 1927, samkvæmt skýrslu húsa- meistara ríkisins. Einlyft, port- bygt og krossreist steinsteypuhús með kjallara og lofti og gólfi úr timbri, útveggir þiljaðir og alt húsið strigalagt og málað á sam- kvæmt áætlun húsameistara að hafa kostað hjer s.l. ár nærri 20 þús. kr. án allra pípulagninga. Kartöfluuppskera varð óvenju- mikil 1927 eða 42*4 þús. tunnur. Af rófum og næpum fengust á sama ári 17 þús. tn. Kirkjugarður. Rætt er nú um nauðsyn þess, að koma upp nýj- um kirkjugarði fyrir Reykjavík. Talað hafði verið um það, að setja hann í Fossvog. En Guðm. Hannesson prófessor, sem falið hefur verið að athuga málið, telur þann stað slæman og telur besta staðinn meðfram Elliðaárgili austan Sogamýrar, alllangt utan við bæinn. Galdra-Loftur Jóhanns Sigur- jónssonar hefur nú verið þýddur á ensku. Þýðinguna hefur gerc frk. Sigríður Gunnarsson ensku- kennari og hafa enskir rithöfund- ar, sem sjeð hafa þýðinguna lokið á hana lofsorði. Æskilegt væri að þetta leikrit gæti komist út í Eng- landi eða Ameríku. Kjaival sýnir um þessar mundir í Haraldarskemmu nokkrar stórar myndir af skóglendi, einkennilegar og fallegar. Hitt og þetta Sacco og Vanzettimáhn vöktu á sínum tíma heimsathygli og lauk eins og kunnugt er þannig, að Sacco og Vanzetti voru teknir af lífi, dæmdir fyrir morð af dómar- anum Webster Thaylo, gegn mót- mælum frá fólki og fjelögum um víða veröld. Þeir voru stjómleys- ingjar að stjómmálaskoðun og hafði það áhrif þeim til ills. Mál þeirra hefur engan veginn fallið niður eftir dauða þeirra og sífelt er það heimtað, að mál þeirra verði tekið upp á ný. Meðal helstu talsmanna þess era Upton Sinclair og Edward Holton Jam- es (frændi William James heim- spekingsins). Tímaritið Outlook hefur einnig látið fram fara sjálf- stæða rannsókn á málinu. Og nú er sagt, að sannað sje sakleysi ítalanna og fundnir þeir, sem unnið hafi það, sem Sacco og Vanzetti voru dæmdir fyrir og liggurfyrir skrifleg játning annars þeirra, Frank Silva. Sinclair hefur skrifað um málið sjerstaka bók, ! sem heitir Boston. Er nú búist við því, að málið verði tekið upp á ný. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Ólafur krónprins Norðmanna og sænska prinsessan Mártha. Trúlofunin vekur mikla ánægju bæði Svía og Norðmanna. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.