Lögrétta - 10.04.1929, Síða 1
LOGRJETTA
XXIV. ár.
Reykjavík, mið\ikudaginn 10. apríl 1929.
13. tbi.
Um víða veröld.
André Gide.
André Gide hefur á síðustu ára-
tugum verið einn sá höfundur, sem
hvað mest hefur borið á í frönsk-
um bókmentum. Hann var á sínum
tíma einn aðal maðurinn í mót-
spyrnunni gegn náttúrustefnunni,
fulltrúi trúrækni og hreinnar list-
ar, listarinnar vegna listarinnar.
Hann er fæddur 1869 í París, af
efnuðu fólki, og var faðir hans
kennari í lögfræði. Sjálfur var
hann nokkuð reikull í ráði framan
af, óþreyjufullur og leitandi og
hefur alla tíð verið mesti ferða-
maður og farið víða um heim. En
hann hefur einnig verið afkasta-
maður við ritstörf, gefið út um
40 rit, skáldrit, ferðabækur og rit
um bókmentir. Hann hefur m. a.
skrifað ágætt rit um Dostojevski
(höfund sögunnar Glæpur og refs-
ing, sem nú birtist í Lögrjettu,
og hann hefur miklar mætur á).
Af öðrum ritum hans má nefna
Þrönga hliðið og æskuminningar
hans í skáldlegum búningi (Si le
grain ne meurt). Hann hefur einn-
ig tekið mikinn þátt í ýmsum deil-
um í andlegu lífi frönsku þjóðar-
innar og einkum beinst gegn kenn-
ingum Charles Maurras. Deilumál-
in eru ýms svipuð og víða koma
fyrir annarstaðar og verður sett-
ur hjer kafli úr einni ritsmíð
Gides:
Hið fullkomnasta listaverk er
einnig hið persónulegasta og lista-
manni er enginn akkur í því að
reyna að hverfa í straumiðuna.
Það hefur einlægt verið skoðun
vor að það væri ekki með því, sem
einstaklingurinn þjónaði ríkinu, að
afmá sjálfan sig, heldur með þvl
að efla persónuleik sinn. Á sama
hátt er það með því, að vera þjóð
legar, að bókmentirnar geta unnið
sjer sess I veröldinni og látið til
sín taka. En af því að vjer erum
sannfærðir um þann djúpa sann-
leika sem fólginn er í orðum Krists
um það, að sá sem öðlast vilji
lífið verði að glata því, en sá sem
glati sjálfum sjer muni sannar-
lega lifa, hefur það verið skoðun
vor, að hámark einstaklingshyggj-
unnar (individualismans) væri í
því fólgið, að einstaklingurinn
fómaði sjálfum sjer af frjálsum
vilja, að persónulegasta verkið sje
það, sem hafi í sjer fólgið mesta
sjálfsafneitun og að hið þjóðleg-
asta, hið sjerkennilegasta sje
einnig, frá siðgæðissjónarmiði,
mannlegast og það sem mest geti
hrært erlendar þjóðir. Hvað er
spánskara en Cervantes, enskara
en Shakespeare, ítalskara en
Dante, franskara en Voltaire eða
Montaigne eða Pasral, rússneskara
en Dostojevski? En hverjir eru
samt alþjóðlegri, meira fyrir alt
mannkynið en þeir?
Minningai' stjórnmálamanns.
Nýlega eru komnar út í London
endurminingar jarlsins af Oxford
og Asquith, eða Herberts As-
quith, eins og hann hjet áður en
hann var aðlaður og er að vísu
enn kunnastur undir því nafni.
Endunninningar þessar (Memor-
ies and Reflections) ná yfir árin
1852—1927 og koma eðlilega víða
við, því Asquith var um langt
skeið leiðtogi frjálslynda flokks-
ins og forsætisráðherra og hafði
frá mörgu að segja. En hann hafði
ekki lokið við endurminningar
þessar þegar hann dó og er seinni
hluti þeirra því nokkuð í molum.
Þær eru ekki það besta, sem hann
skrifa ði (hann hafði áður m. a.
skrifað minningar um þingmensku
sína og um hpptök heimsstyrj-
aldarinnar) og ekki sjerlega læsi-
legar fyrir aðra en þá, sem sjer-
stakan áhuga hafa á enskum
stjórnmálum og talsverðan kunn-
ugleika á þeim (þær eru einnig
nokkuð dýrar eftir því sem hjer
gerist um bækur, nærri 50 kr.).
En margt er þó auðvitað í minn-
ingabók þessaii markvert og
skemtilega sagt frá mönnum og
málefnum og ýmislegt nýtt. Má
t. d. geta um frásögnina um það,
þegar Fisher lávarður Ijet af
stjóm bretska flotans á stríðsár-
unum. Fisher hafði heimtað nokk-
urskonar alræðisvald yfir flotamál-
unum og vildi láta svifta völdum
og virðingum ýmsa helstu menn
flotans og flotamálaráðuneytisins.
Hann var áreiðanlega snjall mað-
ur á pörtum, en hann þjáðist einn-
ig af stórmenskuæði (megalo-
mani) og því varð að láta hann
fara, segir jarlinn. Eftirtektar-
verðar eru einnig frásagnirnar um
myndun fyrstu samsteypustjórn-
arinnar og um fall Asquith’s. (Um
þessa atburði má lesa samtíma-
frásögn í Heimsstyrjöld Þorst.
Gíslasonar). Oxford jarl var einn
af merkustu stjórnmálamönnum
sinnar samtíðar, ágætur ræðumað-
ur og góður lærdómsmaður. Vin-
um hans og andstæðingum kemur
saman um það, að hann hafi verið
manna heiðarlegastur og óeigin-
gjarnastur. Því er við brugðið, að
hann gerði ekkert til þess að
tryggja sjer bein eða bita, er hann
ljet af stjómarstörfum og skutu
vinir hans því saman í heiðursgjöf
handa honum. Þegar hann dó var
hann sagður eignalaus maður.
-----o----
Gjöf. Skólabörn í Bolungarvík
sendu stallbróður sínum, sem nú
er sjúklingur í barnadeildinni á
Vífilsstöðum 150 kr. að gjöf nú
um páskana og hefur Lögrj. verið
beðin að færa þeim þakklæti fyrir
þetta.
Skúlaskeid
Hjer í næstu sveit, Hrútafirð-
inum, eru Ljótunnarstaðir. Þar á
heima yngispiltur, er Skúli heitir,
Guðjónsson.
„Maður þessi“ hefur skeiðað,
heldur en ekki aðsúgsmikill, fram
á ritvöllinn í 6. tbl. „Lögrjettu“
þ. á. Er það víst fyrsti sprettur-
inn, sem hann tekur á þeim vett-
vangi opinberlega, og er það senni-
lega vegna þess að jeg er nágranni
hans, að jeg hefi orðið fyrir þeim
ómaklega heiðri, að verða fyrstur
manna fyrir gustinum af kostum
hans. — Því vissulega á jeg —
því miður — minstan þáttinn. í
þeirri hreyfingu, sem hann gerir
þar að árásarefni og honum er
svo hjartanlega illa við.
Þessi ritgerð hans „íslenskur
þjóðbúningur“, er að vísu skemti-
lega skrifuð, en þai- kennir svo
ómaklegrar lítilsvirðingar gagn-
vart málefni, sem stendur eða
fellur í sínum fulla rjetti, að jeg
tel mjer skylt að bera hönd fyrir
höfuð þess, — hvað sem sjálfum
mjer, sem „sýningargrip“ og „út-
völdum ættjarðarvini“ líður.
Það er einn kaflinn í fyrirlestri
mínum, er birtist í „Iðunni“ síð-
astl. ár, sem virðist hafa komið
Skúla af stað, enda líklega eina
heimildin hans. Þar leitaðist jeg
við að færa nokkur mk — vitan-
lega frá mínu sjónarmiði — fyrir
gildi og þýðingu þjóðbúninga.
Ekki skal jeg lengja þessar línur
með því að þylja þaú hjer upp
aftur, enda reynir Skúli ekki til
að hrekja þau með einu orði. Hann
virðist yfirleitt ekki kæra sig um
neina sanngimi. Hreyfinguna kall-
ar hann „markleysu", „auðvirði-
legt hjegómamál“, „álf út úr
hól“ eða „afturgöngu“. Og þá
menn er að henni standa, hugsar
hann sjer ýmist sem „fífl“ eða
„sýningargripi“ og gefur margt í
skvn um þjóðræknishræsni þeirra.
— Það er nú það eitt að segja um
svona lagaðar staðhæfingar, að
þær em ekki einu sinni svo mikið
sem „goluþytur einskisverðra
drauma“. Um þær má miklu frem-
ur segja, það sem í vísunni stend-
ur:
Sá sem rökin flýja fer
fljótt verður blindur.
Kjarninn í hans orðum er
eintómur vindur,
— ekkert nema eintómur vindur.
Annars er það um þjóðbúnings-
, hrevfinguna að segja, að hún er
„ekkert nýtt undir sólunni“. Sig-
urður fornfræðingur, Sigurður
málari og fleiri, sem þjóðin hefur
til þessa talið háðlaust til sinna
útvöldu ættjarðarvina, gerðust svo j
| skyni skroppnir, að þykja hug- |
j mvndin nokkurs verð. Nokkrir j
Norðlendingar riðu í litklæðum til I
Þingvalla nær þrjátíu árum áður
en jeg fæddist, og þegar jeg var
á 8. árinu, var samþykt á þingi
U. M. F. 1. að reyna ,,að endur-
vekja hinn forna, íslenska hátíða-
búning karla — litklæðin".
Hitt er rjett, að síðasta og
veigamesta hreyfingin í þessa átt
hófst í maí 1927. Gerðist þá
Tryggvi Magnússon listmálari for-
vígismaður málsins og er það enn.
Vil jeg ráða Skúla á Ljótunnar-
stöðum til að lesa ritgerð eftir
hann, sem heitir „Islenskur þjóð-
búningur karla“ og birtist í „Skin-
faxa“ í nóv. 1927. Hefir ritgerð-
in einnig komið út sjerprentuð og
getur Skúli fengið hana lánaða
hjá mjer ef hann vill.
Jeg býst við að formælendur
litklæðanna leggi mismunandi
mikla áherslu á hina ýmsu kosti
þeirra. Einn kann að telja það að-
alkostinn, hversu fögur þau eru,
annar hversu hagkvæm og hinn
þriðji hversu þýðingarmikil þau
gætu orðið sem þjóðbúningur. —
Jeg skal játa, að síðasta atriðið
er mjer mikilsverðast, og má hver
leggja þann skilning er honum
þóknast í þá „þjóðrækni“ mína.
En á þeirri skoðun er bygð ósk
mín um sem almennastan litklæða-
burð á Þingvöllum 1930. Jeg renni
augunum til þeirrar miklu þjóðhá-
tíðar í von um, að alvarleg vakn-
ing gæti risið upp í sambandi við
hana. Og mjer er mikil ánægja
að hugsa mjer litklæðin sem einn
ytri hlutann í heild þeirrar vakn-
ingar, — eitt hinna sýnilegu
tákna, er tengdu saman fortíð
vora og framtíð.
Það sem gerir litklæðin að
þessari óttalegu ófreskju í augum
Skúla á Ljótunnarstöðum virðist
einkum vera tvent:
I fyrsta lagi, að þau sjeu öllum
öðrum klæðnaði fáránlegri og
„ópraktiskari“.
I öðru lagi, að þau voru borin
af íslendingum fyrir nokkrum
öldum síðan.
Um það hversu „fáránlegur"
búningurinn sje að útliti, getur
Skúli aðeins sagt fyrir sig einan,
— ef hann hefur þá nokkumtíma
sjeð litklæði, sem jeg reyndar ef-
ast um. Jeg býst hvort sem er við,
að hann hafi ekki, enn sem komið
er, fengið neitt allsherj ar-umboð
hjá þjóðinni til úrskurðar um
smekk hennar í klæðaburði. Mjer
t. d. þykja litklæði fögur og feg-
urri hinum almenna nútíðarbún-
ingi.og jeg veit, að þeir eru þó
nokkuð margir sem sömu sögo
hafa að segja. Og sú staðreynd
er ekki hótinu ósannari fyrir það,
þótt Skúli á Ljótunnarstöðum
kalli okkur alla „fífl“ eða eitthvað
þessháttar. Við gætum vitanlega
goldið Skúla í sömu mynt, ef við
teldum það sjálfum okkur sam-
boðið.