Lögrétta


Lögrétta - 10.04.1929, Page 3

Lögrétta - 10.04.1929, Page 3
4 LÖGRJBTTA Endurmiimingar sr. Friðriks Friðrikssonar. Ljóðmæli Signrj. Friðjónssonar. Æfisaga Krists, eftir Papini. Eggert ólafsson eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Bókaversl. Þorst. Gíslasonar. Lskjargðtu t. er svo hræðilega leiðinlegt, að koma á ókunnan stað og vita ekkert um sjálfs sín erindi — að hafa aldrei sjálfur hugsað fram fyrir sig — hvaða erindi hann ætlaði sjer að reka — hvaða starf hann ætlaði sjer helst að rækja. Þú verður að muna eftir þvi, að það er alt á sjálfs þín valdi, hvernig þjer reiðir af á ókunnum brautum, af því það ert þú einn, sem ræður fyrir sjálfan þig, þeg- ar þangað kemur. Inni á hug- heima brautum er það aðeins þín eigin hugsun sem ræður því, hvort þú kemur þangað ókunnur og öll- um fjær, eða þú kemur þangað sem kunnugur gestur, sem allir kannast við og hafa ánægju af að taka á móti. „Með sjálfum sjer verður hver lengst að fara“, segir gamalt mál- tæki, og sá, sem byrjar á því jafn- skjótt og hann leggur á stað út í lífið, að treysta best á sjálfan sig til að rata, hann kemst langt. Sá, sem ætlar sjer að fara í landa- leit, t. d. norður í heimsskauta- höf, hann verður að treysta á sína eigin vegvísi. Honum þýðh- ekk- ert að vera að spyrja þá til vegar, sem aldrei hafa komið þar og aldrei hugsað á þær slóðir. Hið sama gildir fyrir hvern og einn, sem eitthvað vill komast inneftir eilífðarbrautinni miklu; hann verður sjálfur að hugsa sinn veg, vilji hann nokkuð komast áfram þegar mest á reynir. Hugurinn eða sálin situr kyr í sama stað, þar sem henni hafði verið vísað á meðan hún var í lík- amanum, og lengra kemst hún ekki, af því hún hafði aldrei hugs- að lengra, og altaf verið föst við þá fölsku hugsun og kenningn, að það yrði sjeð um hverja sál, sem yfirum kemur, hún væri tekin og borin í einhverja sæluvist, sem allra biði. En nú er því svo varið, að hver og ein sál verður að sjá sjer sjálfri borgið, þegar yfir er komið, ef hún vill komast út fyr- ir kyrstöðuhiinginn, og fá að njóta ljóssins og lífsins til lang- frama. % Hugsanirnar eru eins og nýr vorgróður, sem á eftir að breiða sig yfir jörð alla. Það skyldi því enginn ímvnda sjer, að hugsanir sjeu lítilsvirði, sem ekki sje vert að gefa gaum, því það eru þær, sem öllu ráða um framtíð þína. bæði hjer í heimi og þá ekki síður annars heims. Sá, sem aldrei hef- ur hugsað fram fyrír sig, óháður öllum kenningaböndum, hann þarf ekki að búast við fjölbreyttu and- legu lífi þegar yfirum er komið. Sá, sem aldrei hugsar sinn veg sjálfur, hann mun atlaf þurfa á annars leiðsögn að halda og þess vegna veit hann aldrei, hvert er með hann stefnt. Sá, sem aldrei tók það, sem hann átti, hann fær aldrei það, sem aðrir áttu. Ól. Isl. Á að fækka prestum? Jeg er mjög þakklátur kirkju- | stjórninni fyrir skipun kirkju- málanefndar, því jeg vona, og hefi enda nú þegar nokkra vissu fyrir því, að eitthvert gagn verði að starfi hennar fyrir kirkju vora og kristni. En það voru mjer mikil vonbrigði, að svo virðist, sem nefndin eða einhverjir innan henn- ar hafi hugsað sjer að fækka prestum. Ræð jeg þetta af spurn- ingum þeim sem nefndin hefur J sent út um land alt, til sóknar- ' og hreppsnefnda um þetta efni. ! Jeg hjelt satt að segja, að presta- | köll væru orðin nógu víðlend, þeg- I ar lögin um sameining presta- i kalla frá 1907 væru að fullu kom- in til framkvæmda. All háværav óánægjuraddir hafa heyrst úr mörgum samsteypu-prestaköllum, enda hefur Alþingi sjeð að þau lög gengu of langt, og breytt lög- unum þannig, að nú er 3 presta- i köllum fleira, en þar er ráð fyrir gert. Jeg hafði því ekki haldið að sú leið að fækka prestum, væri svo ofarlega á baugi. Jeg er að vísu ekki hræddur við svar þjóðarinnar í þessu máli, það verður á einn veg hjá öllum þeim sem málið skiftir nokkru. Þjóðin vill ekki fækkun presta, sem betur fer. Og vona jeg að nefndinni verði það fullljóst af svörum þeim er henni berast. Það hafa ýmsir látið í ljósi, að hugsanlegt væri að fækka prest- um, en sá eða þeir sem þessa skoðun hafa látið í ljósi, hafa víst sjaldan viljað tapa sínum eigin presti, eða láta stækka sitt prestakall. Menn segja sem svo: Það er að líkindum einhversstað- ar hægt að fækka prestum, en það er ekki hægt hjá okkur. Það er gamla sagan: Ef það nær ekki til mín!!! Jeg vildi með þessum fáu línum vekja athygli þeirra j sem hlut eiga að máli, að með I svörum sínum taka þeir á sig ! mikla ábyrgð. * I fyrsta lagi legg jeg áherslu á, [ að mjög viðsjárvert er fyrir fá- | mennar nefndir að svara, eða gera ! tillögur um gagngerða breytingu á skipun míkilsverðra mála, sem varða alla þjóðina, og haldist hafa um langan aldur, án þess að gefa almenningi tækifæri til að láta skoðun sína í ljósi. Jeg veit ef til vill ekki hvað fyrir þeim vakir, sem vilja fækka prestum. En jeg býst við, að fyrii sumum stjórnmálamönnum vaki fyrst og fremst spamaðarhugsun- in. Auk þess líta menn á sam- göngubætumar í sumum sveitum. Það er mikið rjett, að samgöngur hafa mikið batnað hjer á síðustu 20 árum. Býst jeg þó við, að víða út um land finnist fólki nokkuð skorta á, að þær sjeu orðnar svo góðar sem æskilegt væri. Og enn sem komið er, ná þær samgöngu- bætur nær eingöngu til sumarveg- anna. En mest ferðalög presta eru einmitt á vetrum, og skeð getur að enn komi íslenskur vetur. Fækkunarmenn segja, að nú megi fara um alt í bíl, en í fyrsta lagi vantar enn mjög víða bílfæra vegi, eins og jeg gat um. í öðru lagi er alls ekki hægt að skikka þá presta sem nú sitja í embætt- um, til að þjóna stærri prestaköll- um. Er þetta því að taka langt fram fyrir sig. Auðvitað fordæmi jeg það ekki, ef jeg gæti sjeð að það væri til uppbyggingar. Það er heldur ekki hægt nema með þeirra samþykki, þó þeim væri boðin hærri laun. En jeg býst við, þó launin yrðu hækkuð um að þá vildu margir og væri eins gott fyrir þá að sitja við sömu laun, ' heldur en taka við stækkuninni, svo örðugt sem það væri víða Jeg hef heyrt sagt, að sumir telji mögulegt að sameina hjer i sýslu Akranes og Saurbæ, þannig að presturinn hefði 4 kirkjur. j Hjer. í sókn (Garðasókn) eru nú | um 1500 manns. En ef stækkað ! yrði, væri um 15 tíma lestaferð j frá Akranesi á insta bæinn í hinni nýju sókn. Sjá allir hve mikið vit væri í þessu. Grunar mig að víðar standi líkt á. Jú svo eru bílamir. | Þennan veg, í svokölluðu besta hjeraði landsins (Borgarfirðinum) í er ekki enn hægt að fara í bíl. En I þó svo væri, að hægt væri að fara ’ í bíl, um landið þvert og endi- ! | langt, þá býst jeg þó við að bíl- j i ferðir kosti presta nokkuð, eins og ! annað fólk. Og hugsanlegt er, að ! svo lengi, og mikið sje hægt að sverfa að prestum, að þeir dagar komi að þeir fari að gera kröfur eins og aðrir menn, sem þurfa að lífa. Þar sem prestaköllin yrðu stækkuð, væri óhjákvæmilegt að greiða prestum ferðakostnað eins og öðrum embættismönnum, gæti það orðið nokkur upphæð fyrir ríkissjóð, og vega langt á móti fækkun embættanna, því að sjálf- sögðu myndi nokkur hluti þess ferðakostnaðar lenda á ríkinu. En að hinu leytinu er það jafn sjálf- sagt, að fyrir aukaverkin yrði viðkomandi maður að greiða ferðakostnað, gæti það orðið nokkuð mikið í víðlendu presta- kalli, enda þótt farið væri í bíl!!! Jeg hvgg t. d. að bíll inn að ! Stóra-Botni (þegar bílfært væri orðið þangað) mundi ekki kosta undir 50 krónum, yrði það þá dýr ferð fyrir þann sem ætti að borga. Því hvernig væri hægt að ætlást til þess, jafnvel af presti, — sem flest þykir annars bjóðandi —, að hann kosti bíl- ferð í einn eða tvo daga t. d. til að skíra barn, og fái 3—4 krón- ur fyrir. Áður en menn svara of- annefndum spurningum nefndar- innar, ættu menn því vel að at- huga, hve mikinn kostnað menn hljóta að baka þeim mönnum, sem koma til með að búa langt frá presti sínum, ef prestaköllum er fækkað. Fyrir þeim sem vilja fækka prestum, vakir að líkindum ,.sparnaður“ eins og jeg gat um áður, því ekki er hugsanlegt að neinum detti í hug að starfið verði betur rækt með sameining prestakallanna og margskonar auknum erfiðleikum. Og ekki er jeg viss um að þjóðin álíti þann „sparnað“ æskilegastan. I erindi mínu í Reykjavík s. 1. haust, um Ríki og kirkju, vild; jeg ef mögulegt væri, láta þjóð- ' ina rumska í þessum málum. Að ‘ Ný fegurð fyrir bros yðar. Náið burtu húðinni, sem gerir tennurnar dökkar. 'T'ANNHIRÐINGAR hafa tekið stórum * framförum. Tannlæknavísindin rekja nú fjölda tann- kvilla til húðar (lags), sem myndast á tönnunum. Rennið tungunni yflr tenn- urnar; þá finnið þér slímkent lag. Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til að eyða að fullu þessari húð. Það losar húðina og nær henni af. Það inniheldur hvorki kísil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn- urnar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf- ur. Fárra daga notkun færir yður heim sanninn um mátt þess. Skriflð eftir ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H. Riise, Afd. 2613. Bredgade 25, EX, Kauprhannahöfn, K. FÁIÐ TÚPU I DAG! íflBk Skrísett « Vðrumerki Afburða-temnpasta nútímans. Hefur meömæli helztu tannlaekna í öllum heimi. 2613 40 hún sjálf, öll, gerði sjer grein fyr- ir hvemig þeim málum er nú komið. Hvort æskilegt væri að breyta nokkru, og þá á hvern veg. Þessi mál varða svo mjög al- þjóð, að hún verður öll að láta þar álit sitt í ljósi, og með það á- lit fyrir augum, verður að ræða um framtíðarfyrirkomulag kirkju- málanna. Fvrir mjer vakir fvrst þessi spurning: Vill þjóðin, þarf þjóðin kristindómsins við ? Þessu ætla jeg ekki að svara hjer, gerði það í áðumefndu erindi. En þessu þarf hver einstakur að svara. Mín skoðun er, að henni hafi ef til vill aldrei riðið meira á því að vera kristin þjóð en einmitt nú. Ef vjer eigum að viðhalda kirkju og kristni, þá eigum vjer að gera það fyrst og fremst með lifandi þátttöku hver og einn. Ef það er þjóðarnauðsyn, þá er ekki hægt að spyrja hvað vjer getum-kom- ist af með fæsta aura. Heldur hvernig má það verða happa- drýgst fyrir hvern einstakan og þjóðina í heild. Ef t. d. ætti að sameina Saur- bæ og Akranes, og vjer Akumes- ingar ættum þannig fyrir þings- ins náð að hafa einhvern part af presti, þá býst jeg við að vjer mundum reyna að komast af án þeirrar náðar hins háa Alþingis. Og mundum heldur, þó ekki sje- um fríkirkjumenn, neyðast til að fara þá leiðina. Jeg teldi það mik- inn skaða fyrir menningarlíf þjóð- arinnar í heild að íslenska kirkjan yrði fríkirkja. En eitt mvndi þá áreiðanlega vinnast: Þingmanna- efni og stjórnmálamenn mundu þá vilja vera meiri vinir kirkj- unnar en nú er, a. m. k. þá stund- ina er þeir koma til okkar á bið- ilsbuxunum. Ól. B. Björnsson. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.