Lögrétta


Lögrétta - 15.05.1929, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.05.1929, Blaðsíða 1
XXIV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 15. maí 1929 19. tbL J\ 5 o 16 it m. £|ffhr jrbemriR I. Jeg bind í snatri’ á bakið mal og byssu tek í mund; og hurðum loka’ og hirslum skal. Jeg hverf í burt um stund. Til gömlu mömmu gái’ jeg inn, en geng strax út um hæi; legg hönd á öxl og kyssi kinn. Jeg kem brátt heim í þetta sinn og segi: Vertu sæl! Svo liggur upp um berg og börð í bugðum gatan mín. Jeg lít til baka’, á lágan fjörð í logni tunglið skín. Hjá granna mínum gatan lá að garði; kvöidsins frið jeg hvíla yfir öllu sá. En eitthvað bærðist, fanst mjer þá, við garðsins grindahlið. Þar stóð hún leynd, og leit til mín, í ljósum sumarkjól, og hvíslar: Sæll! svo fríð og fín sem fjóla’, er grundin ól. Og brosi á annað augað brá, úr öðru gletni skein. Að hliði garðsins hljóp jeg þá, og hún stökk ekki burt mjer frá, þótt værum við þar ein. Um ljúfa snót jeg lagði arm; hún litum skifti fljótt. Jeg dró mjer fast að brjósti barm, er bærðist títt og ótt. Jeg sagðist elska hana heitt; það hjeldist alla tíð. Jeg gæti hana’ alt lífið leitt. Hún leit á tá sjer, sagði’ ei neitt, svo barasleg og svo blíð. Hún vildi’ í fyrstu flestu slá á frest í þetta sinn. En ást mín var svo eldheit þá og æstur hugur minn. Að lokum með mjer fylgdist fljóð. Mjer fanst með tendruð blys í hæðum dansa hulduþjóð; jeg heyrði sungin álfaljóð og kveða draug í dys. Og leiðin okkar lá upp börð °g lyngi gróinn stein. Og tunglið dræmt um dal og fjörð í dúnalogni skein. Jeg hafði’ hana upp á hamar leitt, um heljargjá í kring; og enn var mjer í huga heitt, en hún að byrja’ að verða þreytt. Þar lögðumst við í lyng. Og tíminn leið svo hægt og hljótt. Hún hvíldi brjóst mitt við, og okkur vígði norn þá 'nótt við næturgala klið. Nú hef jeg gleymt, hvar hugur flaug, er hjartans logi brann. En þótt jeg raddir heyrði’ úr haug, jeg hræddist hvorki álf nje draug, því sæll er sá, sem ann. II. 1 fjallagili’ jeg sat og sá, er sól úr djúpi rann og lyfti skuggum legi frá, en logi’ á fjöllum brann. Svo leit jeg niður, löng að sjá var leið um farinn veg, og lítið hús jeg horfði á. Þar heima áttu niður frá hún móðir mín og jeg. Um þakið riðar reykurinn. Þar rækir hún sitt starf, er vöknuð, og um vefinn sinn nú víst hún sinna þarf. 1 vanastarfi stritar þú. Þig styrki guð. — En þá, er heim jeg kem, einn hreinfeld nú jeg hef til þín. En, unga frú, mín ástmey, þú færð þrjá. Þú heyrir ei, þú sefur sætt. En svo skal öllu gleymt, sem gerðist. Enn er engu hætt, ef um það bara’ er dreymt. En vaknir þú, því víktu’ á braut úr vitund líkt og jeg. Við saman eigum sælu’ og þraut. Þú saumar nú þitt brúðarskraut. Við leiðumst lífsins veg. Það er svo hart, að hrinda mynd úr huga, sem er kær. En jeg þarf laug, sem sorg og synd úr sálu burtu þvær. Hjer stend jeg nú með nýjan hug, því nú er blóð mitt svalt, og spiltu lífi, drepnum dug og deyfð og iðrun vísa’ á bug og eys það moMu alt. Hver myrkra gimd, alt lágt og ljótt mjer leyst úr huga er. Jeg á nú gleði’ og gæfuþrótt frá guði’ og sjálfum mjer. Jeg flý þá leið, sem fyr jeg tróð, við fjörð, hjá björk og lind, og kveð, og held í hreinsins slóð, þig, heitmey kær, og móðir góð. Jeg ætla upp á tind. Fhh. Þ. G. Um vtða veröld. Unga Indland, Gandhi og Pandit JawaharlaL Þótt athygli þeirra, sem stjóm- málum sinna beinist mest að ýmsum erjum hjer í álfu, þá mun það sanni næst, að merkustu og áhrifamestu stjómmálahreyfing- arnar gerast nú austur í Asíu, að minsta kosti þegar frá er skilin meira eða minna máttlaus barátta góðra manna í Evrópu og Amer- íku fyrir afvopnun og alþjóða- samningum. Lesendum Lögrjettu er nokkuð kunnugt það helsta, sem gerst hefur á síðkastið í Kina og Japan, m. a. eftir ritum og ræðum sumra kínversku og indversku leiðtoganna sjálfra og þarf ekki að fjölyrða um þáð, hver áhrif það getur haft á stjóramál og menningu heimsins ef þessum þjóðum tekst, hvorri um sig, að sameina kraftana til þess að reka af höndum sjer er- lend yfirráð og koma skipulagi á samstæð þjóðleg ríki. En á þessu era að vísu mun meiri erfiðleikar, en menn gera sjer alment grein fyrir í fjarlægð, ekki síst af því, t. d. í Indlandi að sú stjómar- farslega eining sem að er kept er aHs ekki til í menningu og máli, trú og siðum. En þær erjur, sem af þessu spretta milli trúarflokk- anna ög þjóðbálkanna notar er- lenda valdið, Bretar, sjer svo ó- spart. Þótt Bretar sjeu taldir allra þjóða lagnastir og stjórnvitrastír nýlendumenn, fara vandræði þeirra vaxandi út af Indlandsmálunum. Enn er ekki fullkunnugt um árangur Simon-nefndarinnar, sem Lögrj. hefur áður sagt frá og meðal indversku leiðtoganna er ágreiningur um það hvað gera skuli. Út um heiminn er Gandhi lang- kunnastur leiðtogi indverskra þjóðernissinna, enda stórmerkur maður og á sínum tíma hinn valdamesti. Síðustu árin hefur hann samt lítið látið stjómmál til sín taka beinlínis og aðrir menn hafa orðið meira ráðandi í flokkn- um og margir jafnvel ráðist harð- lega á Gandhi. En Gandhi hefur samt sífelt fylgst með málunuih og haft áhrif á þau með blaði sínu „Unga Indland“. Deilan stendur hú mest um það, hversu víðtækar sjálfstæðiskröfur gera eigi á hendur Bretum. Þeir höfðu lofað því, að Indland skyldi fá heimastjóm, verða „dominion" eins og t. d. Kanada, fyrir 1930, en mörgum þykir svo sem lítið ætli að verða úr efndunum og vilja því umsvifalaust hefja bar- áttu fyrir fullum skilnaði. En Gandhi er á móti þessu. Hann segir að deilan um heimastjórn og skilnað sje ekki annað en deila um orð, eins og nú standi sakir, og vill enn semja við Breta, en segir hinsvegar, að ef ekki fáist nú fljótur og góður endi bundinn á þá samninga fyrir næsta nýár, þá vilji hann berjast fyrir full- um skilnaði. Það er annars svonefnt Nehru- uppkast, sem nú veldur hvað mest- um deilunum meðal Indverja. Motilal Nehru, sem tillögur þessar era kendar við, er auðugur ind- verskur höfðingi, sem kveðst að vísu vera með fullum skilnaði, en samt ekki á móti „dominion"- skipulaginu ef það fáist undir eins. Annars eru það ýms atriði, sem snerta stjómskipulagið inn- ávið, sem hafa orðið til þess að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.