Lögrétta


Lögrétta - 22.05.1929, Síða 1

Lögrétta - 22.05.1929, Síða 1
XXIV. ár, Reykjavík, miðvikudaginn 22. maí 1929. 20. tbL Um víða veröld. w Jl ^ c 15 u m. ^ftir JísmrtR gBsen. iii. I vestri sje jeg- loga lög og ljóma slær á fjöll. En efstu sveita daladrög nú dylur þokan öll. Jeg horfði’ um auða hrjósturslóð. Nú hafði þreytan völd. Við gjá, sem hyldjúp gein, jeg stóð, og grjót og lyng varð rautt sem blóð, en kalt var þetta kvöld. Af kræklulyngi kvist jeg braut og krækti’ í hattinn minn; fann skýli’ í þröngri skútalaut og skreið svo þangað inn. Mjer fjöldi sýna flyktist að sem fólk að kirkju um jól; þær komu’ og fyltu’ í hópum hlað og horfðu’ í kring og dæmdu’ um það, sem fylgsni hugans fól. Ef værir þú ei vikin brott, mín vina frá í gær, sem hundur ljeti jeg iafa skott og legðist þjer við tær. Jeg skyldi þvo alt ilt mjer af í augna þinna lind, og dæmdum steypa’ í dauðans kaf þeim draug, sem jeg á vald mig gaf í gær við húss þíns grind. Til hæða bæn frá hjarta mjer flaug heit, er upp jeg stóð. Jeg bað þess guð, að gefa þjer öll gæði, unga fljóð. Nú samt í armi afl jeg finn og æskukrafta fjör, og skil þá, hvaða verk jeg vinn: Ó, veldu henni, drottinn minn, helst erfið æfikjör. Reis henni strauma mæðu mót og mildi þína fel, lát bjargsins urðir bíta fót, ger brattan veg á sel. Þá tek jeg hana arminn á, bið ekki þig um grið. Jeg ver hana’ öllu illu frá, og ef þú skapa henni þá vilt böl, — svo berjumst við> IV. Langt um sæinn sá er kominn suðri frá, með leyndra ósa hugarleiftur yfir enni, eins og sveiflur norðurljósa. 1 hans hlátri’ er hulinn grátur; hann er þögull, samt hann talar. En um hvað? Það er mjer hulið eins og það, sem vindur hjalar. Veldur kalda augað ótta; óþekt dýpi, svo sem hárra gnípna jökla girtra milli gljúfratjama sortablárra. Svangir hugarfuglar flökta fleti vængjaþungir yfir. Þegar stormur öldur ýfir alt á flótta snýr, sem lifir. Jeg með byssu, hann með hunda, hittumst upp við Jötnasæti, fylgdumst að og fjelag bundum, frá því slippi’ jeg, ef jeg gæti. Því hef jeg við þetta unað, þótt jeg margoft vildi skilja? Mjer finst það nú helst, hann hafi hart nær svift mig öllum vilja. V. „Hví ert þú að þrá á kvöldin þinnar móður lága kofa? Betra’ er en í fúlu fleti frjáls á heiða vídd að sofa“. Mamma sat á sængurstokknum, söng og spann og þeytti rokkinn, en jeg sveif um alla heima úti sæll með draumaflokkinn. „Hví skal heima dotta’ og dreyma? Dáðum lífs er betra’ að sinna. Betra’ en svefn hjá föllnum feðrum fræknleik reyna’ og sigur vinna. Hreinninn rennur hæstu eggjar. Hans er leið, þótt illa viðri stundum, betri’ en basl við hrjóstug börð og móa þama niðri“. Útnesskirkju klukknahringing kalla til mín oft jeg heyri. „Skevttu síst um kall frá klukku, kliður fossa’ er betri og meiri“. Mamma’ og hún til kirkju koma, klúti’ er sálmabókin vafin. „Heyrðu, karl minn, kvaðir tímans: kirkjan ætti’ að vera grafin". Þar er inndæll organhljómur, og sú ljósadýrð við gaflinn! „Betur syngja byljir heiða, betur ljómar sól á skaflinn“. Komdu þá, í hríð og hörku heiðaskafla vil jeg troða. Látum hina lötra’ í kirkju, leiðir nýjar skal jeg boða. Frh. Þ. G. Charles Maurras og dagleg störf ritstjórans. Charles Maurras hefur um alllangt skeið verið einhver að- sópsmesti maður í frönsku þjóð- lífi, sem skáld, stjómmálamaður, ferðabókahöfundur og ritskýr- andi. Hann' hefur, ásamt Léon Daudet, verið helsti leiðtogi kon- ungssinna og kaþólskra manna. Þótt flokkur konungssinna hafi nú mjög lítil hagnýt áhrif á frönsk stjórnmál og Maurras sje nú fallinn í ónáð páfans hefur rithöfundarstarfsemi Maurras haft mjög mikið gildi. Hann er fulltrúi hinnar klassisku stefnu, talsmaður fyrir röð og reglu, fyrir aga og skjmsemi og þjóð- rækni gagnvart allskonar upp- lausnar- og byltingaröflum, ó- þjóðlegum að hans áliti, öflum sem hafi orðið frönsku og ev- rópisku þjóðlífi til tjóns frá dög- um upphafsmanns þeirra Rouss- eaus. Þótt margar skoðanir Maurras orki mjög tvímælis, ork- ar hitt ekki tvímælis, að sann- færingarkraftur hans og fram- setningargáfa er stórmikil. Mörg rit Maurras eru, sem listaverk, talin til hins besta í nýfrönskum bókmentum. Maurras er að ýmsu leyti fyrst og fremst blaðamaður og kraftur hans er ekki síst í blaðamensku hans fólginn, hún mótar mörg rit hans og hann mótar blaðamenskuna með ýms- um bestu rithöfundahæfileikum sínum. Blaðamenskan verður að skörpu vopni, sem oft er óvægi- lega beitt, en hún verður einnig að fínni list og að öruggu og fræðandi uppeldismeðali. Þegar hún er þannig, er hún eins og hún á að vera. Hún er það hjá þeim blöðum og blaðamönnum sem bestir eru. En oft verður misbrestur á þessu, sjálfsagt bæði t. d. hjá Maurras og öðrum. En af því að oft er talað um á- hrif og störf blaðamannanna og Maurras er einn af helstu blaða- mönnum nú á tímum, er ekki úr vegi að segja lauslega frá dálít- illi lýsingu, sem einn samverka- manna hans hefur gefið á honum sem blaðamanni. Gerið ykkur í hugarlund, segir hann, einskonar leikan Bene- diktsmunk, sem er svo fróður sem hugsast getur og hefur starfsþrek, sem ekki verður mælt af öðrum en þeim, sem þekkja það af eigin reynd, sem lifir inn- anum bækur, pjesa og blöð sem hlaðið er upp í furðulegustu hrúgur í hverjum krók og kima, svo að enginn getur áttað sig þar á neinu nema Maurras sjálf- ur — hann gengur að öllu vísu. Maurras hefur eytt síðara hluta dagsins til þess að lesa hvert ein- asta blað og tímarit sem út hefur komið í París, frá fyrstu til fjórðu síðu og hefur strikað með bláum blýanti við það, sem vakið hefur athygli hans og hann ætl- ar að nota í ritstjómargrein sjálfs sín. Svo fer hann að fást við blaðið. Hann gengur um all- ar deildir ritstjómarinnar, spyr um hvað eina, hvað fyrir hafi komið síðan í gær, leggur alt á minnið, smátt og stórt, meðan hann gengur gegnum herbergtn. Hann gefur ráð, hvatningar, bendingar. Hann hefur auga á öllu, hann rekur augun í það

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.