Lögrétta


Lögrétta - 22.05.1929, Blaðsíða 3

Lögrétta - 22.05.1929, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA að vera síhræddur, heldur þarf kalda yfirvegun og þjálfun líkam- ans til þess að auka mótstöðuafl hans gegn ytri árásum. 1 því felst hin rjetta heilbrigðishjúkr- * un til vemdunar arfinum: „Til hamingjusams og heil- brigðs lífs heyrir að vera vel kynjaður. Hver maður á rjett á að vera vel kynjaður, og á hinn bóginn gerir hver sá fullorðinn maður órjett, sem lætur heimin- um eftir miður vel kynjuð börn“. Þetta er í samræmi við erfða- lögmál náttúrunnar. Mikill hluti andlegra og líkamlegra eiginleika okkar erfum við frá foreldrum og ættingjum. Best er að mynd- imar tali: Fötin eiga að skýla líkamanum, vera í þarfir háns, en ekki að afskræma hann, nje misþyrma honum (sbr. lífstykki). Skóinn á að laga eftir fætinum, en fótinn ekki eftir skónum! Heilbrigður líkami þarf þjálfun- ar við en ekki viðgerðar! Hvemig eiga húsin að vera? Rúmgóð, loftgóð o. s. frv. Hvaða bendingar gefa hag- skýrslumar um þau? Sje tala dá- inna sett 100 í herbergjum þar sem 1—2 inenn búa, verður hún 143% þar sem 3—5 menn búa og 149% þar sem yfir 5 menn búa. Aðrar skýrslur sýna að tala dá- inna er 150 í skuggahverfum borganna á móti 100 í loftgóðum húsum. Og hæð húsanna virðist einnig hafa áhrif. í Berlín deyja á hverja 100 menn 2,9% á 1.—3. hæð, 3,3% á 4. hæð, 3,7% á 5.— 6. hæð og 3,6% í kjallara. Og húsmóðirin á 5. hæð (án lyftu) þarf að drýgja 2,2 milj. mkg. erf- iði á ári umfram stöllu sína á 1. hæð. Það jafngildir því að hún gengi með 13 kg. þunga 4 sinnum á ári upp á hæsta fjall heimsins, Mount Everest! Og 30 m. langi gangurinn kostar húsmóðurina 438 km. göngu á ári! Þessar tölur nægja til að sýna að margt má bæta með skyn- samlegum heilbrigðisráðstöfunum. Þá má nefna ýmsar hreinlætis- ráðstafanir, þvott, hreinsun tanna o. fl., sem of langt yrði upp að telja, og læt jeg því nægja að birta 2 reikninga sem þama voru birtir, með þeirri ósk að einhver lækna okkar gerði svipað yfirlit heima. Heilbrigði er ódýr, eins og þessi reikningur sýnir (í mörk- um): Þvottapoki 0,35, Svampur 0,50, Handklæði 1,20, sama 2,75, Kambur 1,50, Hárbursti 3,00, Naglabursti 0,50, Naglahreinsari 0,50, Naglaskeri 2,75, Tannbursti 0,90. Samtals 14,55. Ljós 0,00, Loft 0,00, Vatn 0,03, Orka 0,00, Kyrð 0,00, Hófsemi 0,00, Gleði j 0,00. Samt. 0,03. Veikindi eru dýr og sýnir þessi j reikningur það: Læknir 30,00, j Meðul 15,00, Sjúkrahúslega ' 250,00, Heilsuböð 300,00, Vinnu- ! tap 406,00. Samtals 1001. Ennfremur var mikið af hag- fræðisskýrslum um sjúkrasjóði, sjúkratryggingar, ókeypis lækn- ingar, matargjafir til bama og ! þurfandi o. m. m., sem heyrir j ekki einungis undir verksvið j læknanna heldur einnig hagfræð- j inga, og yfirleitt hvers hugsandi j manns. En því miður verð jeg að i láta hjer staðar numið. Það er verkefni komandi tíma, að keppa að því, að allir fái notið þeirra lífsgæða, á heilbrigðan hátt, sem náttúran hefur að bjóða. Vigfús Helgason. ---■»-- Þingfíðindi Þinglausnir. Þingi var slitið á laugardag fyr- ir hvítasunnu og voru þann dag afgreidd í einni bendu 14 lög, eða meira en fjórðungur allra þeirra laga, sem þingið afgreiddi, en 49 frumvörp döguðu yppi. Meðal þeirra, sem samþykt náðu, vom Iög um verkamannabústaði, um kjördagsfærslu (til fyrsta laugar- dags í júlí), um bann gegn íbúð í kjöllurum, um laganefnd, um lendingarbætur í Þorlákshöfn (fyrir alt að 80 þús. kr.), um að leggja Ártún og Árbæ undir Reykjavík, um bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, um innflutning og ræktun sauðnauta og um síldar- einkasöluna. Meðal þeirra mála, sem dagaði upp, var till. um færslu alþingis á Þingvöll, vinnu- dómurinn og almannatryggingar. Þingið hjelt alls 158 fundi, ein- um fleira en í fyrra. Fyrir þingið komu 147 mál, 116 frv., þar af 31 stjómarfrv., 29 þingsályktun- artill. og 2 fyrirspumir, 53 lög voru samþykt, þar af 23 eftir stjórnarfrv. og 30 þingmannafrv. og gerðar 18 þingsályktanir. ---o---- Rjettarstaða Grænlands í fornöld. Dr. Jón Dúason hefur undan- farin ár haft mikinn áhuga á ýms- um málum, sem Grænland snerta, ekki síst atvinnnmöguleikum þar og aðstöðu íslendirnga til þeirra. Hefur hann kynt sjer þessi mál mikið og skrifað mikið um þau. Eitt af því er bókin um Rjettar- stöðu Grænlands, sem hann varð doktor fyrir við Oslóar-háskóla, en deilur risu um. Tveir hinna opin- beru sækjenda og annar þeirra próf. Koht, einn af bestu sagn- fræðingum Norðmanna, luku lofs- orði á bókina, þótt þeir fettu fingur út í ýms einstök atriði, en einn sækjandinn, einnig ágæt- ur sagnfræðingur, próf. Bull, fór mjög hörðum orðum um hana. 1 íslenskum ritdómum hefur bókar- innar verið að litlu eða engu get- ið, þótt viðfangsefni hennar hafi áður vakið hjer talsverða athygli. En fyrsti erlendi ritdómurinn hef- ur nú birtst í Statsvetenskaplig Tidskrift. Ritdómarinn er docent í rjettarsögu við háskólann í Upp- sölum, juris doctor J. E. Almquist. Hann telur það fullsannað, að sömu lög hafi gilt á Grænlandi og á íslandi bæði undir Grágás og lögbókunum Járnsíðu og Jónsbók. Ennfremur telur hann það sann- að, að ekkert lögþing hafi verið á Grænlandi í lok 14. aldar. — Þar með er óbeinlínis sagt, að Al- þingi á Islandi hafi hlotið að setja Grænlandi þessi einshljóðandi lög og Grænland því verið í „várum lögum“. Beinan dóm leggur hann aðeins á bókina sem heild og segir að framsetningin sje skýr, yfir- , litið glögt og áhugavekjandi og | beri vott um, að höfundurinn sje ; nákunnugur hinum oft torskýrðu j lögtextum og þeim bókmentum er i snerti efnið. Docent Almquist virðist vera vel að sjer í íslenskri sögu og í fomlögum vorum og kann auðsjáanlega íslensku full- um fetum. -----(V--- Ræðii fjöld i \n ngm anria. Samkvæmt skýrslu alþingis- skrifstofunnar voru á þinginu 1928 haldnar alls 2646 ræður. Framsóknarmennimir 19 hjeldu 1028 ræður, íhaldsmennimir 16, 999 ræður (en alls nokkm lengri), jafnaðarmennimir 5 hjeldu 374 ræður og Sig. Eggerz (frjálslyndi flokkurinn) 93 ræður og utan- flokkamaðurinn Gunnar Sigurðs- son 64 ræður, en forsetamir 88 smáræður. Flestar ræður hjeldu ráðherramir, eins og venja er til, forsætisráðherrann, Tr. Þórhalls- son 202, alls 196 dálka, dómsmála- ráðherrann J. J. 171 ræðu, 555 dálka. Af öðram þingmönnum flutti Jón Þorláksson flestar ræð- ur, 163, (336 dálka), en lengstar Magnús Jónsson (345 dálka) og J. Bald. og Magnús Guðm. 129 ræð- ur hvor (en M. G. nokkm lengri). Ólafur Thors hjelt 119 ræður, Magnús Jónsson 105, Pjetur Otte- sen 85, Hjeðinn Valdimarsson 94, Ingvar Pálmason 87, Halldór Stefánsson 62, Jörundur Bryn- jólfsson 56, Jóhann Jósefsson 49 o. s. frv. Fæstar ræður hjelt Þor- leifur í Hólum, 4, og þá Ingólfur í Fjósatungu, 12. Síldareinkasalan hefur birt reikninga sina. Einkasalan hefur selt: 126,455 tunnur af saltsíld, 3639 tunnur af millisíld, 7106 tn. j af magadreginni síld, 810 af I hreinsaðri saltsíld, 22,792 tn. af kryddsíld og 12,799 tn. af sykur- saltaðri síld fyrir alls 5,494,276 kr. Greitt hefur verið til síldar- eigenda kr. 4,546,929. Ákveðið ! hefur verið að greiða 20 aura til 1 viðbótar á tunnu. Sextugsafmæli á Guðm. Bergs- ! son póstmeistari næstkomandi | laugardag. Ahrenberg flugmaður ráðgerir að koma hingað frá Stokkhólmi á leið til Ameríku 4. júní. Hann býðst til að taka póst hjeðan til ! Ameríku og á að kosta rúmar 25 ! kr. undir 10 gramma brjef. Samsæti var Magnus Olsen pró- j fessor haldið 18. þ. m. og var 1 fjörugt og fjölment. Þjóðvinaf jelagsbækumar eru ! nýkomnar: Andvari, Almanakið ' og fyrsta bindi af æfisögu Jóns ! Sigurðssonar, eftir Pál E. Óla- i son. Alt ritið verður 5 bindi. j í fulltrúaráð íslandsbanka til 1935 kaus Alþingi nýlega Halldór Stefánsson. Hvítárbakkaskólann mun nú eiga að flytja' að Reykholti og reisa honum þar veglegt hús. Útrýmið rottunum! Þaö er nú fullsannað, að afkvæmi einna^ rottuhjóna geta á einn ári orðið 860 rott- nr. Af þessu er auðsæ þörfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er þvi tryggast að nota Ratln og R a t i n i n . Ratin sýkir rottumar, og þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær umgangast meöan þær eru veikar, og drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir á þær rottur, sem jeta það. Ratin-aðferðin ers Notið fyrst Ratin, sro Ratinin, þá fæst góöur árangur. Sendið pantanir tii RÁTINKONTORET, KÖBENHÁTN Allar upplýsingar gefur . ÍGÚ8T JÓSEP8SOM heilbrigðisfulltrúi, Reykjavlk. Ný fegurð fyrir bros yðar. Náið burtu húðinni, sem gerir tennurnar dökkar. 'T'ANNHIRÐINGAR hafa tekið stórum * framförum. Tannlæknavísindin rekja núfjölda tann- : villa til húðar (Iags), sem myndast á lönnunum. Rennið tungunni yfir tenn- urnar; þá finnið þér slímkent lag. Nú hafa vísindin gert tannnastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til að eyða að fullu þessari húð. Það losar húðina og nær henni af. Það inniheldur hvorki kfsil né vikur. Rcynið Pepsodent. Sjáiö, hvernig tenn- ursar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf- ur. Fárra daga notkun færir yður heim sanninn um mátt þess. Skrifið eftir ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H. Riise, Afd. 2513) 40 • Bredgade 25, EX, Kaupmannahöfn, K. FÁIÐ TÚPU í DAG! P«5£ZA4i\l Vörumerkl Afburða-tannpasfa nútímans. Hefur meðmæll helztu tannlækna í öllum heimi. 2613 20 þús. króna á að afla með samskotum og Borgarfjarðar- og Mýrasýslur leggja fram 30 þús. kr. hvor. Yfirskoðunarmenn Landsreikn- inga vom kosnir í þinglokin Magnús Guðmundsson, Pjetur í Hjörsey og Gunnar Sigurðsson. Reykjavíkurstúlkan hjet erindi sem Guðmundur Kamban flutti hjer nýlega. Bar hann mikið lof á reykvísku kvenþjóðina, taldi hana halda af glæsimensku uppi merki göfugrar siðfágunar og taldi henni m. a. til gildis drengjakoll, stutta kjóla og and- litsfegrun og farða. Iðnó, aðalsamkomuhús bæjar- ins, hefur Alþýðuflokkurinn ný- lega keypt. Kappreiðar fóru fram hjer á annan í hvítasunnu. Á skeiði varð „Sjúss“ fyrstur, og fjekk II. verðlaun en engin 1. verðl. voru veitt. Á stökki varð fyrstur Dreyri Eyjólfs Gíslasonar og vann silfurbikar. Prentam. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.