Lögrétta


Lögrétta - 24.07.1929, Qupperneq 1

Lögrétta - 24.07.1929, Qupperneq 1
XXIV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 24. júlí 1929. 29. tbl. Um vtöa veröld. Skærur Rússa og Kínverja. Friðurinn og framtíðin. Ennþá dregur upp alvarlega ófriðarbliku, þar sem Rússar og Kínverjar eru farnir að berjast, þótt ekki sje enn komið til opin- berra friðslita, en stjórnmálasam- bandinu hefur verið slitið. Og máske tekst enn að jafna málin. Viðsjár hafa lengi verið með Rússum og Kínverjum og veldur margt. En Mansjúríu-málin eru nú hvað mest áberandi og vilja bæði Rússar og Japanar seilast þar til valda, en deilur um járn- brautir hafa verið ófriðarefni á yfirborðinu. Japanar eignuðust Port Arthur 1905 og leyfðu Kín- verjar þeim þá að halda áfram brautinni frá Mukden til Antung og í samband við Kóreubrautirnar og 1912 var sett hliðarlína til Kirin, eins af höfuðstöðum Man- sjúriu. Þessar brautir eru einnig í beinu sambandi við rússnesku brautirnar til Leningrad. Flestar brautirnar þarna eystra voru til skams tíma komnar undir sameig- inlega stjóm og eru mikil fyrir- tæki, eins og nokkuð má marka af því, að höfu^stóll þeirra var um 440 miljón yen og velta þeirra var árið 1926 um 108 miljón yen. En togstreita hefur samt verið um yfirráðin yfir ýmsum brautar- hlutum. Að sjálfsögðu eru það samt ekki járnbrautimar út af fyrir sig, sem um er deilt, heldur land- ið sem þær veita aðgang að. En Mansjúria er eitt af mestu kosta- löndum heimsins, en hlutfallslega lítið hagnýtt ennþá. Landið er allstórt, c: 360 þús. ferm. (ensk.) og íbúar eru síðast taldir upp undir 25 miljónir. Fólksflutningar til landsins hafa verið afar miklir og örir á síðustu árum, eink- um frá Mið-Kína, c: 1 miljón manna á ári. Höfuðborg landsins er Mukden (c: 250 þús. íb.) Landið er eitt hið frjósamasta og hefur auðgast óðfluga á seinustu árum. Baunarækt er þar í miklum uppgangi og mikið ræktað af hveiti og hrísgrjónum, einnig bómull, tóbak og ópíum. Alls eru ræktaðar um 82 þús. ekrur, þar af baunir á um 19 þús. ekrum og hveiti á um 7200 ekrum. Mansjúr- íumenn eru nú sjálfir að koma á hjá sjer korniðnaði og hafa um 40 millur. Tóbaksframleiðslan var 1926 c: 53 miljón katy (katy er kínverskt pund, nærri þriðjungi meira en íslenskt pund). I land- inu eru einnig miklir skógar og í jörð er mikið af kolum, jámi, gulli og silfri. Af þessu sjest nokkuð hvílíkt kostaland hjer er deilt um. Þótt það sje ekki sjerlega mikill hluti Kínaveldis að stærð eða fólks- fjölda, þá er það mjög mikils virði. I Kína sjálfu eru c: 414 mil- jón íbúar, eða nærri 17 sinnum fleiri en í Mansjúríu, en vegna verslunar og atvinnuvega og af hernaðarástæðum þykjast Kín- verjar ekki geta gefið upp Man- sjúríu. En á margan hátt hafa þeir ! verið aðþrengdir í þessum efnum ■ og kemur margt af því til greina i í þeim erjum, sem nú vofa yfir. ! Japanar og Evrópu-stórveldin | hafa mjög seilst til valda í Kína, | einkum með verslun, og með því að fá ýms sjerleyfi. Útlendingarn- ir eru að vísu tiltölulega fáir í hinum mikla manngrúa. Japanar eru flestir, 218 þúsund (1925), þá Rússar um 80 þús., Bretar rúml. 15 þús. og Ameríkumenn um 10 þús. En í ríkinu voru ný- lega 7921 erlend fyrirtæki, flest, 3940 japönsk, 1141 rússnesk, 725 bretsk og 377 amerísik. Samgöng- ur við útlönd eru mjög í erlend- um höndum. Kínverskt eimskipa- fjelag er til og á 31 skip og ýms smá strandferða- og fljótaskip eru kínversk. En þegar þess er gætt, að c: 170 þús. skip koma árlega í kínverskar h'afnir, flest bresk, þá sjest, að Kínverjar ráða ekki sjálfir miklu af siglingum sínum. En það eru þessir verslunarhags- munir fyrst og fremst, sem stór- veldin þykjast þurfa að vemda með íhlutun sinni í kínversik mál, sem mjög hefur orðið til þess á síðustu árum að efla kínverska þjóðræknishreyfingu, þótt skykkj- ótt hafi gengið með samheldnina innanríkis og alt logað í borgara- styrjöldum langa lengi. í Peking hefur þá setið stjóm fyrir Norð- ur-Kína, en í Kanton fyrir Suður- Kína, og þar hefur þjóðræknis- flokkurinn (kuomentung) ráðið. í janúar í fyrra tók her þess flokks Peking og ríikishöfuðstað- urinn er fluttur til Nanking. En einnig síðan hafa verið sífeldar erj_ ur. Rússar áttu um eitt skeið mik- il ítök í þjóðræknisflokknum og hafa að ýmsu leyti góða aðstöðu austur þar, m. a. vegna áhrifa | sinna í Mongólíu, en Khaninn þar hefur verið í sambandi við Sovjet- stjómina. Ýmsir telja það samt ó- líklegt að til alvarlegrar eða lang- vinnrar styrjaldar komi, einkum vegna þess, að bæði Rússar og Kínverjar sjeu í fjárþröng. Og hvorugur eigi greiðan aðgang að erlendu fje. Kínverjar eru öðr- um allháðir í þessum efnum, ríkis- skuldir þeirra voru í janúar 1926 um 215 miljónir punda og er það að vísu ekki mikið hlutfallslega móts við ófriðarskuldir ýmsra Ev- rópuríkjanna. Her Kínverja er Varðskipið Ægir. heldur ekki sjerlega mikill eða öfl- ugur. Nýtísku her" þeirra er líka ungur, eiginlega frá 1894 er Hu Yiin-wei kom skipulagi á hann. og seinna Yan Shi-Kai og voru þá í honum um 8000 menn. En borg- arastyrjaldirnar hafa valdið þvi, að miklu fleiri hafa hervæðst síð- ustu árin og var svo talið, að í fyrra væru milli 5 og 10 miljónir manna undir vopnum í Kína. Það er ennþá ófyrirsjáanlegt, hvað orðið getur úr Kínaveldi, það er ósamstætt og sjálfu sjer sundurþykt. Það hefur verið hrjáð á margan hátt af erlendri íhlutun . En hættan er yfirvofandi og geigvænleg ef það hervæðist í alvöru og í öllu veldi sínu á vest- ræna vísu. Þó að oft sje talað fá- víslega um „gulu hættuna" er hún ekki tóm ímyndun. Bertrand Russel hefur skrifað ágæta bók um kínversk mál og nú, þegar þau eru alvarlegt íkyeikju- efni, sem ef til vill getur sett heiminn í bál og brand, er tíma- bært að rifja upp nokkur ummæli hans. Hann segir m. a. í bókarlok: Það er ekki ólíklegt, að hinar miklu hemaðarþjóðir nútímans verði til þess að glata sjálfum sjer vegna vanmáttar þeirra til þess að forðast styrjaldir, sem munu með hverju ári verða vís- indalegri og meira eyðileggjandi. Ef Kína tekur þátt í -þessari vit- firringu, mun Kína farast eins og hinar þjóðirnar. En ef kínverskir endurbótamenn hafa sjálfsafneit- un til þess að nema staðar þegar þeir hafa gert Kína fært tll sjálfsvamar og geta varist land- vinningum; ef þeir geta, þegar þeir eru orðnir öraggir heimafyr- ir, snúið baki við efnishyggju- braski stórveldanna og helgað frelsi sitt vísindum og listum og því, að koma á betra efnahags- skipulagi, þá hefur Kína farið með hlutverk í veröldinni, sem-því hæfir og mun hafa gefið mann- kyninu í heild sinni nýja von á mestu nauðastund þess. Þessa von langar mig til þess að sjá gagn- taka hið unga Kínaveldi. Þessi von er framkvæmanleg. Og vegna þess að hún er framkvæmanleg, verð- skuldar Kína virðingarsess hjá hverjum þeim, sem ann mannkyn- inu. Síðustu fregnir. Skáldið Hugo von Hofmans- thal er dáinn. Viðsjár era enn með Rússum og Kínverjum og Rússar gert nokkurar árásir og tekið Kínverska staði herskildi. Bretar og Rússar eru að semja um ýms deilumál sín. Kardinálakoman. Þessa dagana fara fram mikil hátíðahöld kaþólskra manna í Landakoti og er þeim einnig fylgt með athygli af öðrum bæjar- mönnum. Það er fyrst og fremst koma Vilhjálms kardínála van Rossum, sem þessu veldur. En hann er hingað kominn til þess að vígja hinu nýju Kristskirkju í Landakoti og til þess að vígja Meulenberg prefect til biskups. Venjulega sækja biskupsefni vígslu til yfirboðara sinna og er það því talinn sjerstakur heiður, sem kardinálinn veitir Islandi að koma hingað sjálfur þessara er- inda, en hann hefur látið sjer ant um byggingu kaþólsku kirkjunn- ar og hefur áhuga á íslenskum efnum vegna hinnar fomu kirkju- sögu og bókmenta íslendinga, sem i hann er kunnugur og metur mik- ils, auk þess, sem hann vegna ; embættis síns fyrst og fremst hefur áhuga á eflingu trúar sinn- ar, en hann er yfirmaður hins kaþólska trúboðs. Kaþólski söfn- uðurinn hjer hefur verið fámenn- ur og lítið um afturhvarf til hans trúar, en Landakotsfólkið hefur orðið hjer vinsælt af góðri framkomu sinni í ýmsum öðrum

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.