Lögrétta


Lögrétta - 07.08.1929, Page 1

Lögrétta - 07.08.1929, Page 1
LOGRJETTA XXIV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 7. ágúst 1929. 31. tbL Um víða veröld. Hendrik de Man og jafnaðarstefna framtíðarinnar. Það er kunnugt, að jafnaðar- stefnan hefur á síðustu árum ver- ið að taka ýmsum stakkaskiftum, svo í raun og veru má tala um margar j afnaðarstefnur. Að ýmsu leyti er þetta ekki meira tiltöku- mál um jafnaðarstefnuna, en um aðrar stjórnmálastefnur, sem vit- anlega koma fram á nokkuð mis- munandi hátt í ýmsum löndum og á ýmsum tímum. Ensk íhalds- stefna er t. d. talsvert öðru vísí núna en á dögum iSalisburýs, þó að ekki sje lengra farið. Um jafn- aðarstefnuna á það þó að ýmsu leyti við, að hrej'-fingarnar innan an hennar eru mun meira áber- andi en annarsstaðar og deilum- ar harðvítugri, einkum milli bolsjevíka og sócialdemokrata og hefur Lögrj. áður sagt frá ýmsu, sem þetta snertir. Einn af merkustu fræðimönnum jafnaðarstefnunnar nú á dögum heitir Hendrik de Man. Hjá hon- um hefur hvað greinilegast komið fram sú skoðun ýmsra yngri jafnaðarmanna, að í þjóðfjelagi nútímans sje jafnaðarstefnunni það nauðsynlegt, að „sigrast á Marx“. Það er gagnrýnin á mörg- um kenningum Marx, sem annars er talinn alt að því óskeikull íkennifaðir stefnunnar, sem mest einkennir hina ungu jafnaðar- menn með de Man o. fl. í fylk- ingarbroddi. Þeir segja að Marx hafi skjátlast að ýmsu og að ástandið sje að ýmsu leyti orðið öðravísi, én hann gerði ráð fyrir að það yrði — hann sje úreltur þó að gildi hans og áhrif hafi ver- ið mjög mikil. Það er ekki hin mikla persóna Marx, sem þeir segjast hafa á móti, heldur þær kenningar hans, sem voru of bundnar sínum tíma til þess að unt sje að hafa þær sem trúar- setningar við breyttar aðstæður nútímans. Þetta er ekki svo að skilja, að de Man telji að jafn- aðarstefnan eigi að verða borgara- legri, sem kallað er, en hún áður var. öðru nær. Hún á að vísu ekki að vera æst byltingastefna, en hennar rjetti andi er andi, sem er alveg gagnstæður þeim borg- aralega anda, sem ráðið hefur undanfarið í vestrænni menningu. Það er einmitt mein jafnaðar- menskunnar, að hún hefur látið smitast alt of miikið af þessum anda. Það má jafnvel taka svo djúpt í árinni, segir de Man, að fullyrða, að auðvaldsandi verka- mannahreyfingarinnar hafi á síð- ustu áratugum þroskast meira en andi iafnaðarmenskunnar. Þetta er samt ekki svo að skilja, að nú sje ekki eins mikill hetjuskapur í starfinu fyrir flokkinn og stefn- una og áður, eða að menn hafi á tímum Marx og næst þar á eftir verið glæsilegri og fómfúsari en nú. Þvert á móti. Hetjuskapur- inn er meiri nú en áður. En hann er annars konar. Áður fyr var j afnaðarstefnan lítið annað en trú, henni var haldið uppi af söfnuði nokkurra ,,agitatora“. Þeir voru postular og stundum píslarvottar nýrrar trúar. Síðan hefur úr jafn- aðarstefnunni orðið umfangsmikil lýðhreyfing, voldugur alþýðu- flokkur. Margir, sem flokkinn fylla, gera það aðallega í hags- munaskyni, gera það vegna efna- legs ávinnings. Flokksleiðtogam- ir verða svo að taka ýmislegt til- lit til þessa fólks líka. Alt þetta hefur áhrif á stefnuna og breyt- ir henni nokkuð. Barátta fyrir breyttum og bættum kjörum er mikilsverð, en hún ein þarf ekki að vera jafn- aðarstefna. Þegar lögð er ein- hliða áhersla á hana getur hún einmitt orðið til þess að læða anda auðvaldsskipulagsins inn í jafnaðarstefnuna. Það sýnir ,,re- formisminn" svonefndi innan floikksins, að áliti de Man. Aðalatriði jafnaðarstefnunnar er það, að skapa nýjan hugsunar- hátt, nýja trú svo að segja, á önnur menningarverðmæti en þau borgaralegu, sem eru fyrst og fremst verðmæti peninganna. Það er nauðsynlegt að losa alþýðuna við þann hugsunarhátt, að líta upp til borgarastjettanna, eins og borgararnir væru æðri verur. Þetta verður ekki með öðru gert en því, að losa alþýðuna við fá- tæktina. Það getur verið lofsvert, að gerast fátækur af sjálfsdáðum. En það er mikið mein, að vera fátækur gegn vilja sínum, að vera neyddur til að vera það, það er mein, af því að það hindrar þroska sálarinnar, hamlar menn- ingunni, meðal annars vegna þess, að það elur þá trú, að ham- ingja og auður sje eitt og hið sama. Menning jafnaðarstefn- unnar er því aðeins möguleg, að þessari trú hjá alþýðu sje eytt. Þá fyrst verður hægt að endur- meta öll verðmæti. Það er nauð- synlegt að fá nýja menn, betri menn, jafnaðarmenn, menn sem endurbæta jafnaðarstefnuna, menn sem hafa sigrast á Marx og skilja menningargildi og menn- ingartilgang stefnunnar. Minningabók Dr. Eduard Bene’s og upphaf Tjekkóslóvakíu. Heimsstyrjöldin hafði í för með sjer margvíslegt rask á ríkjaskip- un Evrópu og margt gerðist þá merkilegt opinberlega og að tjaldabaki, sem gerbreytti því á- standi, sem áður var. Eitt af því eftirtektarverðasta var baráttan fyrir stefnu tjekkoslóvakiska rík- isins og þar af leiðandi barátta á móti keisarardæminu í Austur- rí ki-U ng ver j alandi. Helstu menn þeirrar baráttu voru prófessor Masaryk og dr. Benes og er hinn fymefndi nú forseti í lýðveldi tjekkó-slóvaka, en hinn síðar- nefndi utanríkisráðherra þess. Báðir hafa þeir á síðustu árum skrifað endurminningar sínar eins og flestir aðrir forustumenn í stjómmálum og hermálum þess- ara ára. Lesendum Lögrjettu mega vera sum þessi mál nokkuð kunn, því frá Tjekkóslóvökum og Masaryk einkanlega hefur verið sagt nokkuð nákvæmlega hjer í blaðinu áður og einnig hefur ver- ið sagt frá minningabók Masa- ryks sjerstaklega („Weltrevoluti- on“ heitir hún á þýsku). Um þessi mál má einnig lesa á ýms- um stöðum í heimsstyrjöld Þor- steins Gíslasonar, (s. s. bls. 365, 550, 901). En einhver nákvæmasta frá- sögnin um það hvernig tjekk- neska lýðveldið varð til, er í minningabók Benes, sem komin er út ekki alls fyrir löngu (m. a. á ensku og heitir þar „My war Memoirs“, eða stríðsminningar mínar). Þar er í skilmerkilegri og skemtilegri frásögn rakin saga þess hvernig hinn fámenni flokk- ur tjekkneskra þjóðeraissinna kom ár sinni smámsaman svo fyr- ir borð, að hann gat safnað Tjekk- um og Slóvökum innanlands og utan saman í sterkan andstöðu- flokk gegn austurrísku stjórainni og látið hann ikoma fram með sjálfstæðiskröfur sem Bandamenn urðu að taka til greina og töldu sjer hag í að taka til greina að stríðinu loknu. Fáir stjórnmála- menn stríðsáranna hafa verið öt- ulli og einbeittari en Masaryk og Benes og fjelagar þeirra í þess- um málum. Frásögnin um starf þeirra er víða spennandi og æfin- týraleg og þeir urðu að þola ýmsar raunir og lentu í ýmsum hættum. Þeir sáu rjett hverju fram vatt. Og rás viðburðanna var þeim hliðholl. Kenningar Wilson’s bljesu þeim byr undir báða vængi, ákefð Bandamanna í það að nota þá til eyðileggingar Austurríkis hjálpaði þeim stór- um og svo var Masaryk í áliti sem fræðimaður, sem heimspek- ingur og skrifaði ritgerðir til þess að rjettlæta eða sanna heim- spekilega og stjóraarfarslega á- gæti þess málstaðar, sem Banda- menn börðust fyrir og nauðsyn styrjaldarinnar fyrir þeim mál- stað, en á móti drottnunarstefnu Þjóðverja. Um margt af þessu má deila aftur og fram og eins um rjettmæti ýmislegs þess, sem j framkvæmt var á annara kostn- i að til þess að koma fótum und- ' ir Tjekkóslóvakíu. En um annað verður ekki deilt — hinn mikla dugnað þeirra Masaryks og Be- nes í þessum málum. Hann skín ljóslega úr minningabók Benes, þó að hún sje skrumlaust skrifuð. Hún er ein af bestu og læsileg- ustu þessháttar bókum frá ófrið- arárunum. En síðan sjálfstæðisbaráttunni lauk hefur eins farið í Tjekkosló- vakíu og víða annarsstaðar, að frelsisáhuginn og einingin hefur dofnað og ný úrlausnarefni innan- lands og deilumál komið fram. Um þetta segir dr. Benes í bók- arlok: Hversdagslegur gnýr hins daglega lífs, árekstrar hagsmuna og skoðana, væringar stjetta, flokka og einstaiklinga skutu nú upp höfðinu og kröfðust úrlausn- ar og fólkið gleymdi hjer um bil undir eins hinum minningaríku dögum baráttunnar fyrir frelsinu, þegar andstæðingar fjellust í faðma, þegar helsta hugsun mannanna var sameiginlegt starf fyrir þjóðlegt málefni, þegar ó- eigingjarnar fómir voru færðar af mönnum sem gegndu skyldu sinni æðrulaust þegar sárast svarf að. Samt segir Benes, að síðustu árin hafi styrkt bjartsýni sína, örugga, starfsama og hik- lausa bjartsýni. Bjartsýnin er annars ekki venjulega höfuðein- kenni þeirra, sem mest tala um hin síðustu umbrotaár menning- arinnar og það sem framundan sje, sem ávöxtur þeirra og af- leiðing. Margt það sem styrjald- arárin sköpuðu, þar á meðal | Tjekkóslóvakía, hefur sjálfsagt j ekki ennþá staðist þyngstu próf j sín. j Síðustu fregnir. i Þýska loftskipið „Zeppelin j greifi“ hefur á síðastl. dögum : farið frá Þýskalandi til Ameríku j og ferðin gengið vel. — Ahren- j berg er enn í Ivigtut, hefur ný- lega gert tvær tilraunir til þess að fljúga þaðan yfir til Labrador, en ekki tekist, í fyrra skiftið var ólag á flugvjelinni, í síðara skift- ið sneri hann við eftir langt flug vegna þoku. Ráðgerir hann nú að fljúga aftur til Islands ef vestur- ferðin hepnist ekki í þessari viku. Jowitt dómsmálaráðherra enska ráðaneytisins, sem lagði niður þingmensku um leið og hann tók við ráðherraembættinu, hefur nú verið endurkosinn. Nýlátinn er Gregers Gram áður forsætisráð- herra Norðmanna og lengi full- trúi þeirra í Haag, fæddur 1846. Rússar hafa nú helgað sjer Franz-Jósefsland, sem er óbygður eyjaklasi í Norðuríshafinu. Bri- andsstjórnin í Frakklandi hefur fengið traustsyfirlýsingu sam-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.