Lögrétta


Lögrétta - 07.08.1929, Side 3

Lögrétta - 07.08.1929, Side 3
4 LOGRJETTA Óvíða einu sinni blóm til prýðis á leg-stöðunum um hásumarið. Er ekki vert að kippa þessu í lag. Ekki kostar það fjárframlög, sem crísandi er undir, — aðeins rjett- an skilning og vilja og samtök safnaðanna. Sjálfsagt eru heppilegir staðir fyrir kirkjugarðana og góðar girðingar umhverfis þá auðfengn- ar, þar sem slíkt er nú ekki fyrir hendi. Menn geta ekki talið þá smámuni eftir sjer. Hitt verður ef til vill erfiðara, að fá þá ein- staklinga, sem hlut eiga að máli, til að hirða vel leiði ættmanna sinna. En ekki þarf annað til þess, en að oss skiljist að það er j merki um ómenning, virðingar- leysi og vanþakklæti, að láta leiði 1 ástvina vorra liggja óhirt fyrir hunda og manna fótum. Það sýnir ! líka að vjer erum heiðin í hjarta, | því það ber vott um, að vjer höf- um gleymt því, að nöfn þeirra, sem vjer unnum, og látin eru, I eru skrifuð í lífsins bók. Annars j hugsa jeg, að ekki þurfi annað til að bæta úr þessu, en að einn eða j fleiri í hverri sókn taki sig til og láti sjer ant um leiði vandamanna sinna: hlaði þau vel upp, setji á þau snotur minnismerki, og rækti . fyrst og fremst á þeim fögur blóm, bestu tákn þess, að þótt vor ytri maður hrömi, endumýjast vor innri maður dag frá degi og lifir að eilífu. En hverjir eiga að hirða leiði þeirra, sem engan áttu að í líf- í inu, eða eiga þá ekki lengur í nánd við legstað sinn? Auðvitað j þeir, sem spyrja. Því þetta era j leiði vorra minstu bræðra og systra, sem oss ber að gera vel til lífs og liðinna. Gleymum þessu ekki. Að bera virðing fyrir minning þeirra, sem , báru með oss byrðamar á vegferð lífsins, sem meðal annars á að lýsa sjer í ræktarsemi við legstaði lík- ama þeirra og fyrirbænum fyrir sálum þeirra, er skylda vor allra, sem kennum oss við Krist. Það á að vera oss meira en skylda — vjer eigum að telja það sjálfsagt, ekki að láta oss koma annað til hugar en að rækja það. Jófríður Jónsdóttur j húsfrú andaðist á heimili sínu, Neðrar Hól í Staðarsveit, 23. jan. s. 1. eftir langar og strangar þjáning- ar, er hún bar með frábæru þreki og stillingu. Dauðamein hennar var innvortis meiðsli, er hún hlaut af byltu. Jófríður sál. var fædd á Hóla- j koti 1 Staðarsveit á jónsmessudag 1857. Foreldrar hennar vom Jón smiður Þorgilsson bóndi á Hólkoti og kona Steinunn Sigurðardóttir. Jófríður sál. ólst upp í foreldra- húsum til fullorðins ára, giftist haustið 1880 Boga Bjamasynl ■ bónda í Syðri-Tungu Jóhannsson- ar prests á Jónsnesi Bjamasonar j á Brimilsvöllum. Sambúð Boga j og Jófríðar varð stutt, því Bogi í andaðist í mislingasóttinni þungu 1882. Einn son eignuðust þau ! hjón Bjama Jóhann, og er hann bóndi í Neðra-Hól, maður röskur og vel greinagóður. Tveim árum síðar giftist Jófríður aftur Kjart- ani Magnússyni frá Hraunsmúla, og er Kjartan í karllegg í fram- ætt kominn af Magnúsi sýslu- manni á Krossholti, þeim er hjelt þinghöldin í Syðri-Görðum í Staðarsveit, á tíð Kristjáns amt- manns Möller, í hinu svokallaða og alkunna „Kríumáli". Jófríður sál. var kona fríð sýn- um og svaraði sjer vel að vallar- sýn, þróttmikil og styrk í máli, mesta þrifnaðar og reglukona var hún, útsjónar og úrræðagóð, og mjög gestrisin, og bar þá hvað mest á rausn hennar og skörungs- skap. Hún var ágæt búsýslukona, og ljet sjer mjög ant um garð- rækt, og hygg jeg að hún hafi verið einasta konan hjer um slóð- ih, sem árlega ræktaði af heima- stofni gulrófnafræ, og vann að því með eigin höndum, og reynd- ist það fræ mætavel. Jófríður sál, var gædd frábæru þreki og kjarki, og þurfti hún á því að halda á lífsleiðinni, þar sem maður henn- ar, Kjartan hefur um langt skeið æfinnai verið lamaður að heilsu af taugaveiklun, og hjartabilun, en þrekkonan gugnaði eigi, og reyndist manni sínum ágæt eigin- kona. Og þrátt fyrir sína heilsu- bilun má telja gamla manninn, Kjartan Magnússon, fyrirmyndar- mann í allri reglusemi, ráðdeild, og búsumhyggju, út úr allri hans umsýslan skein þrifnaður og snoturleikinn. Enda þótt efni þeirra hjóna, yrðu eigi mikil, þá var það samt svo, fyrir samtaka útsjón og hagsýni þeirra, að þeim sjálfum og heimili þeirra leið vel. Börn þeirra hjóna, Kjartans og Jófríðar, eru þessi: Vilborg ekkja á Slítandastöðum, Una, kona Jóns Kristjánssonar bónda á Efra-Hóli, og Sigrún heima á föðurgarði, og bera allar þessar systur þess greinilegan vott, hvar í garði gæs er alin, um þrifnað og snoturleik. Það mun oft reynast þannig, að sjaldan er ein báran stök, og svo var í þetta sinni. Á meðan Jó- fríður sál. lá á líkbörunum, brann mikill hluti heyja gamla manns- ins, Kjartans, og hafði eldinn bor- ið þannig að, að gneistar soguð- ust út úr eldavjelarröri, og sló þeim niður, á heyin í heygarðin- um, er stóð allnærri baðstofu, eldsins varð vart kl. 8 að kvöldi til, stóð þá eldur um öll heystæð- in, fimm, og alt að fara í bál og bruna, og varð lítt við ráðið, því vatnsskortur varð straks, og var þá sóttur sjór er eigi dugði eins vel sem vatn, en meira brann en heyið, mikið af timbri brann líka, því öll vóru heystæðin innra og ytra lögð viðum hjá gamla snyrtimanninum. Þettað atvik var mikil ofraun fyrir hinn gamla syrgjandi mann, ofan á andlát ástkærrar eiginkonu. Jófríður sál verður af þeim er til hennar þektu ætíð og alstaðar vel minst lífs og liðinnar, og nú síðast er hennar minst með prýð- isvel gjörðum eftirmælum í ljóði eftir Jón G. Sigurðsson óðals- bónda í Hofgörðum. Kjartan Þorkelsson. Björgunarbáturinn. Kvæði Ág. Jónsonar við vígslu björgunarbátsins í Sandgerði, sem frá var sagt í síðasta blaði, er svohljóðandi: Inn til búðar þinnar „þorsteinn" þjer er fylgt1 í dag. Fagnar þjer og þínum málum þetta bygðarlag. þeim er sendu’ oss þig til starfa þökk og heiður ber. Með þjer sókn og drenglund djarfa drýgja [fúsir] kjósum vjer. :,: Inn til búðar þinnar „þorsteinn“, þegar nauðir hrjá, gengið verður greiðum sporum greiðslumála að fá. þá munu’ bæði karl og kona kjósa giftu þjer, :,: er frá búð til bjargráðanna á bvlgjur [sævar] hafs þú fer. :,: | Drottinn gegn um brim og boða blessi hvern þinn keip, Helgi’ og styrki’ á hrannarbárum Hverja sjómannsgreip, sem að ber á borði þínu í bylgjur hafsins ár :,: eða’ um stýrisstjómvöl heldur strengi [þína] segl og rár. :,: Hjer við þessar hættu-strendur j Hald þú traustan vörð, innanborðs með öflgar hendur að er steðjar hörð orustan við ægisdætur, að þeim kappleik svíf, :,: til að frelsa’úr dauða-dróma dýrmæt [elskuð] sjómanns líf. :,: þá mun orðstír ýtur vaka yfir „þorsteins búÖ“ j og að þessum óskamálum ötullega hlúð. Blessun drottins bjargráðunum búi heillagnægð. i :,: Sigur fylgi sjómönnunum, samúð [gifta], táp og frægð. :,: Bílferðir aukast í sumar mjög um landið. Eru nú stöðugar ferð- ir með bílum norður til Akureyr- ar, og þaðan norður um Þingeyj- arsýslu. Á Suðurlandsleiðinni eru nýkomnar bílfærar brýr á Bakka- kotsá og Hafursá. Jarðarför Pjeturs kaupm. Thor- í steinssonar fór fram 5. þ. m. frá . Fríkirkjunni. Ræður fluttu Ámi Bjömsson prófastur og sjera Bjami Jónsson. Grænlandsfarið Gotta sendi þá fregn hingað 4. þ. m., sem norskt skip hafði flutt til loftskeyta- stöðvarinnar á Jan Mayen, að för- ; in norður hefði gengið vel, en j Gotta hitti norska skipið úti fyr- ; ir Franz Jósephsfirði. 9 ísbimi j höfðu þeir veitt á Gotta. — Yngri j fregn segir, að Gotta sje komin til Mýfjarðar, sem er norðan við ; mynni Frans Jósefsfjarðar, og er j þar loftskeytastöð, sem stendur f j sambandi við stöðina á Jan Mayen. Hjörtur Þórðarson rafmagns- fræðingur í Chicago hefur fengið meistaratitil fbá Wisconsín-há- \ skóla, en forstjóri hans er fræði- ! maðurinn og rithöfundurinn dr. j Glen Frank. „Hjörtur Þórðarson ; er algerlega sjálfmentaður mað- j ur, sem með gáfum sínum og el- I Utrýmið rottunum! Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna rottuhjóna geta á einn ári orðið 880 rott- nr. Af þessu er auðsæ þörfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er því tryggast að nota R a t i n og R a t i n i n . Ratin sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær umgangast meöan þær eru veikar, og drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir á þær rottur, sem jeta það. Ratin-aðferðin er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir til RATINKONTORET, köbenhavn Allar upplýsingar gefur Arúst jósefsson hei lb rigði» fulltrúi, Reykjavik. janþreki eingöngu hefur komist í fremstu röð starfsbræðra sinna“, segir „Heimskr.“. Sigfús Einarsson tónskáld er nú nýkominn heim úr för sinni á norræna söngmótið í Khöfn. Fór hann suður til Vínarborgar að mótinu loknu til þess að ráða þar nýjan kennara til næsta vetrar handa Hljómsveit Reykjavíkur. Þorbergur Þórðarson rithöfund- ur hefur sótt nýafstaðið alþjóða- mót ungra jafnaðarmanna í Vín- arborg og fór þaðan á alþjóða- þing jafnaðar-esperantista í Leip- zig. Ernir. Páll Zóphoníasson ráða- nautur, sem nýkominn er úr ferðalagi um Vestfirði, segir í Morgunbl., að hann hafi frjett þar til 14 amarhreiðra og að of miikið sje úr því gert, hve emir sjeu orðnir sjaldgæfir hjer á landi. Síldveiðarnar. Samkv. skýrslu frá Fiskifjelaginu var síldarafl- inn á öllu landinu orðinn þetta 3. ág.: Saltaðar 29645 tn., kryddað- ar 1165 tn., settir í bræðslu 326836 hektolítrar. I fyrra var aflinn 4. ág.: Saltaðar 19332 tn„ kryddaðar 3332 tn., settir í bræðslu 240874 hektol. — Byrjað var að salta síld 1. ág. Hafði þá að undanfömu veiðst svo mikið að bræðsluverksmiðjumar höfðu ekki við og urðu veiðiskipin að bíða afgreiðslu í marga daga, en sum fleygðu afla sínum í sjóinn. Sjera Kristinn Ólafsson, forseti Kirk j uf j elags Vestur-íslendinga, er nýkominn hingað til lands, fór í land á Kópaskeri. Marteinn hiskup í Landákoti fer til Noregs með Lym á morg- un og þaðan í för suður um Ev- rópu. Magnús Torfason alþingisf^r- seti er nýfarinn til Þýskalands og Austurríkis. P. O. A. Andersen ríkisskulda- stjóri Dana, er nýlega dáinn, fæddur 16. mars 1862. Kona hans, eftirlifandi, var af íslenskum ætt- um, Sigríður Johnsen frá Odense, ^onarsonardóttir Steingríms bisk- ups. Andersen var viðriðinn ýms íslandsmál og sagður hlyntur Is- lendingum. Um íslensk handrit hefur próf. Halldór Hermannsson skrifað bók og er hún síðasta bindi í Island- ica-safninu. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.