Lögrétta - 30.10.1929, Síða 2
2
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA
3
t
LÖGRJETTA
Útgefandi og ritstjóri:
porstelnn Gislason
pingholtsstrœti 17. Simi 178.
Innhelmta og aignlfidi
1 Lækjargötu 2. Slmi 185.
alls ekki enska stjórnin, sem
hefur töglin og hagldimar þama
austur frá, heldur er það eins-
konar eftirlitsnefnd Gyðinga í
Evrópu, þar sem gyðinglegir
auðmenn ráða lögum og lofum.
Og Gyðingur er það, Mr. Pinhas
Ruthenberg, sem fengið hefur
einkaleyfi til hinna einu fram-
kvæmda í landinu, sem eru vem-
lega arðvænlegar, s. s. vatna-
virkjunin. Það er ennfremur
víst, segir lávarðurinn, að hug-
myndin um „þjóðlegt heim-
kynni“ Gyðinga í Palestinu er
ember hjegómi og hefur að engu
orðið. Hann segir, að enginn
maður geti dáðst meira að Gyð-
ingum en hann, en samt verði
hann að álíta, að ef Gyðingar
óskuðu í alvöru einhvers þjóð-
legs heimkynnis, þá hefði verið
hægt að útvega þeim það, án
þess að ganga greipilega á rjett
annara þjóðflokka. En sannleik-
urinn sje sá, að Gyðingar sjálfir
óski alls ekki slíks sameiginlegs
þjóðlands. Þeir hafi ekki flutst
til Palestinu og muni aldrei gera
það. Slíku dugnaðar- og gáfufólki
lítist að sjálfsögðu betur á sig í
auðsældinni í landi hinna gullnu
möguleika, í Bandaríkjunum,
heldur en 1 örbyrgð ættaróðals-
ins í Palestinu. Þeir hópar af
gyðinglegum flóttamönnum frá
Þýskalandi og Rússlandi, sem
setst hafa að í Palestinu, og lifa
þar að miklu leyti á styrk frá
gyðinglegum auðmönnum í Ame-
ríku, þeir draga dár að hugsun-
inni um „þjóðlegt heimkynni“.
Síðastliðið ár tóku einungis 2178
Gyðingar sjer bólfestu í Pale-
stinu, en 2168 fóru þaðan og af I
þeim voru 1563 óánægðir inn-
flytjendur, sem flutst höfðu
þangað eftir að „þjóðarheimil-
ið“ var stofnað þar. Og ef Pale-
stina er einskisvirði fyrir Gyð-
ingana sjálfa, þá er hún einskis-
virði fyrir Breta, sem þurfa að
sækja þangað um 7000 mílna
sjóleið. Bretskur afurðaútflutn-
ingur til Palestinu nam s. 1. ár
782 þús. pundum. En sama ár
lánuðu Bretar landinu 4milj.
punda, auk þess sem þeir báru
allan kostnað af hernaðar- og
lögreglumálum þess.
Annað íhlutunarsvæði * hafa
! Bretar einnig þama eystra, Irak,
I ekki síður kostnaðarsamt og enn
hættulegra. Það land hafði fram j
að 1928 kostað þá 225 miljónir
| punda, án þess að vonir manna
um kornyrkjuna í Mesópótamiu
eða olíulindimar hefðu rætst.
Loks leggur Rothermere mikla
áherslu á það, að íhlutun Breta
þama eystra, Gyðingum í vil,
5 geri Bretaveldi mjög óvinsælt
! meðal Araba og allra Múhameðs-
manna, en þeir sjeu þar í yfir-
gnæfandi meirihluta og geti hat-
ur þeirra þá og þegar orðið
Bretum mjög hættulegt. „Það
var þessi heimskulega ástríða
til þess að þenja heimsveldi sitt
svo að það varð landinu • ofurefli,
sem áður fyr varð rómverska
og spænska veldinu að fullkomnu
fótakefli“, segir lávarðurinn á
einum stað. „Ef Bretar verða
kyrrir í Mesopótamiu, sem lengi
j hefur verið kölluð „gröf heims-
veldanna“, þá er alvarleg hætta
á því, að Bretar sjeu einnig að
undirbúa þar hrun síns eigin
heimsveldis".
Stjómmál og auður
í Ameríku.
Fyrir skömmu var í Lögrjettu
nokkuð sagt frá amerískri menn-
ingu. Hún er stundum kölluð
auðsins menning öðrum fremur.
Þess gætir líka í ýmsum grein-
um, að auður og auðmenn setja
blæ sinn á menninguna, t. d. í
stjómmálum. 1 tveim nýjum
amerískum tímaritum eru eftir-
tektarverðar greinar' um manna-
val Hoovers forseta í hina nýju
stjóm. Forsetinn er lofaður fyr-
ir það, hversu vel honum hafi
tekist að velja menn í stjóm
sína, dugnaðarmenn og gáfu-
menn. En þess er jafnframt
getið, að það sje einkenni á vali
hans, að næstum því allir, sem
fyrir því hafi orðið, sjeu auð-
menn og margir miljónamæring-
ar. Þetta á ekki einungis að
vera af tilhneigingu til þess að
draga taum auðugrar yfirstjett-
ar, heldur á það að vera sprottið
af þeirri sannfæringu, að um á-
gæta menn sje að ræða og af
því, að það sje gott og jafnvel
óumflýjanlegt, að láta þá menn
fara með opinber stjórnmála-
störf, sem sjeu svo efnaðir, að
þeir geti helgað sig þeim fyrir
minni borgun en það kosti Í
raun og veru að gegna þeim.
Ýms helstu stjómarembættin
eru sem sje svo lágt launuð, en
krefjast svo mikillar risnu, að
efnalitlir menn geta ekki staðið
straum af þeim. Ungir menn,
sem hafa hug á því, að fást við
stjómmál þurfa því helst að
byrja á því að koma undir sig
fótunum fjárhagslega og verða
efnalega sjálfstæðir. Eitt dæmi
þessa er núverandi forseti, Hoo-
ver (frb. Húver). Hann er son-
ur fátæks jámsmiðs, varð
námaverkfræðingur og þegar
hann var hálffertugur var hann
orðinn svo efnaður, að hann gat
farið að hugsa til þess að brjóta
sjer braut í stjórnmálum á
sjálfstæðan hátt. Hann varð
matvælaráðherra á styrjaldarár-
unum og heimsfrægur maður.
Hinn frægi öldungaráðsmaður,
Borah, er annað dæmi. Hann
gafst upp við það í æsku að
verða stjómmálamaður, vegna
efnaleysis. Þá gerðist hann mál-
færslumaður, komst vel í álnir
og varð þá þingmaður og hefur
nú í meira en 20 ár verið einn
af helstu stjómmálamönnum
Bandaríkjanna.
Meðal miljónamæringa í hinni
nýju stjóm Hoovers má fyrstan
nefna Mellon, sem er fjármála-
ráðherra eins og áður. Hann
hefur 15 þúsund dollara árslaun.
Lamont verslunarmálaráðherr-
ann er einnig einn af helstu kaup-
sýslumönnum í Chicago og auð-
maður og sömuleiðis Stimson
utanríkisráðherra. Af 96 öld-
ungaráðsmönnum er sagt að 20
sjeu miljónaeigendur og flestir
hinna einnig stórauðugir menn.
Svo er sagt, að það sje heldur
ekki gerlegt fyrir nokkum mann
að vera þingmaður í neðri mál-
stofunni, ef hann geti ekki eytt
í það, að minsta kosti 5 þúsund
dollurum á ári, í viðbót við laun
sín. Mr. Castle nokkur, sem nú
er aðstoðarráðherra utanrfkis-
mála hefur í árslaun 4500 doll-
ara. Það nægir ekki fyrir veitsl-
um þeim, sem sjálfsagt þykir að
hann haldi. Það þarf reyndar
ekki að leita til Ameríku til að
finna dæmi þess, að ráðherrar
hafi þurft að borga úr sjálfs sín
vasa til risnu vegna embættis
síns. Það mun einnig hafa komið
fyrir hjer á landi. En meðal
stórþjóðanna er þetta oft mjög
áberandi, t. d. í Englandi og
ekki síst í Bandaríkjunum. Það
er sagt að sendiherrar Bandar
ríkjanna í London og París, sem
ávalt era auðmenn, þurfi að
borga úr sjálfs sín vasa að
minsta kosti 50 þúsund dollara á
ári. Og einn af sendiherrunum í
London, Davis, þurfti eitt árið
að greiða úr sjálfs sín sjóði upp-
undir 70 þús. dollara, eða yfir
300 þús. kr. til þess að geta
komið fram fyrir hönd þjóðar
sinnar eins og hann taldi nauð-
synlegt. ;
Síðustu fregnir.
I Kákasus hefur komist upp
um andróðursfj elag gegn Rússa-
stjórn. 14 leiðtogar þess vora
líflátnir. Daladier hefur verið fal-
in stj órnarmyndun í Frakklandi.
ítalska ríkiserfingjanum var ný-
lega sýnt banatilræði í Belgíu
og era ítalskir fascistar Frökkum
stórreiðir fyrir það, að þeir
skjóta, sífelt skjólshúsi yfir and-
stæðinga þeirra; en stúdentinn,
sem á prinsinn skaut, kom frá
París og segist hafa gert þetta
til þess að vara heiminn við hætt-
unni af fascismanum. Enn er bar-
ist í Kína. Sænski eldspítna-
hringurinn hefur lánað Þjóðverj-
um 125 milljónir marka til 50
ára með 6% vöxtum.í staðinn fær
þýskt fjelag einkasölu á eldspít-
um og á sænski hringurinn helm-
ing hlutanna í því, en Þjóðverjar
hitt. Fall, fyrrum ráðherra í
Bandaríkjunum hefur verið
dæmdur sekur um mútuþágu í
Teapot Dome olíumálinu. I New
York hefur nýlega komist upp
um geysistórt vínsmyglarafjelag.
Síðustu misseri kvað það hafa
grætt 2 milljónir dollara. Bæði
lögreglumenn og menn úr strand-
varnarliðinu eiga að hafa verið
við fjelagið riðnir og sömuleiðis
7 bankar og kunnir málaflutn-
ingsmenn.
----o----
„Óðmn“
„Óðinn“, september-desember-
heftið, er nýkominn. I því er
fjöldi mynda og greina, um er-
lend efni og innlend og æfisögur
og myndir ýmsra merkismanna.
Er það, eins og kunnugt er, mik-
ið safn og merkilegt, sem í
Óðni hefur komið í þeim efnum
á undanförnum aldarfjórðungi,
svo að varla munu annarsstaðar
vera til í einu riti meiri þess-
háttar heimildir eða fjölbreytt-
ari, því Óðinn hefur flutt mynd-
ir og æfilýsingar fólks úr öllum
stjettum um alt land. Eru þetta
mikil drög og merk að íslenskri
mannfræði og menningarsögu. í
þessu hefti, — sem hefst annars
á grein um þjóðabandalagið —
! eru myndir af og greinar um
Benedikt Sveinsson forseta, Sig.
.Sigurðsson skáld, IGemens Jóns-
son fv. ráðherra, Sr. Magnús á
Gilsbakka, varðskipaforingjana
Jóhann P. Jónsson og Friðrik
Ólafsson, sr. Kristinn Ólafsson
forseta kirkjufjel. í Vesturheimi,
! sr. Hauk Gíslason í Khöfn, dr.
j Bjarna Sæmundsson, dr. Gunn-
! laug Claessen, Jakob Bjamason í
Seatle (eftir Jón S. Árnason
lækni), Baldvin Stefánsson prent-
ara, Bjama Pjetursson á Grand
og Eggert Stefánsson söngvara.
Myndir eru ennfremur af höll
þjóðabandalagsins, af Knut Ham-
sun, Zandén málara, af hæsta
reynitrjenu í Reykjavík (sem
dr. Bjami Sæmundsson á), 3
myndir af hlaupi úr Hagavatni
með giæin, og myndir af Reykja-
vík í gamla daga. Ennfremur er
í heftinu allítarleg frásaga um
Grænlandsferð Islendinganna á
Gottu og fylgja henni 9 skemti-
legar myndir og einkennilegar.
Síðast en ekki síst er svo í heft-
inu upphaf á síðara hluta end-
urminninga sr. Friðriks Frið-
rikssonar. Þennan þátt kallar
hann „Starfsárin“ og mun fram-
haldið koma í næstu Óðinsheft-
um. 1 þessu hefti byrjar hann
að segja frá Prestaskólaárum
sínum og koma þar við sögu
margir menn, sem fjöldi fólks
kannast við. Fyrri bókin af end-
urminningum sr. Friðriks, sem
til er einnig í mjög vandaðri bók,
varð mjög vinsæl og mikið lesin
og er líklegt að starfsárin verði
það ekki síður.
Óðinn er fjölbreyttur og fall-
egur vegna myndanna og mikill
fróðleikur samankominn í hon-
um, en hann er ódýr eftir því
sem hjer gerist um, svo stórt
tímarit. Er það góð og skemtileg
bókaeign að eiga hann. G.
----o-----
Heiðursverðlaun úr sjóði Krist-
ján IX. fyrir búskapardugnað
hafa þeir fengið Stefán Jónsson
á Munkaþverá og Kristmundur
Jóhannsson í Goðdal í Stranda-
sýslu.
Fæðingar og nianndauði.
Fæðingar voru með fæsta móti
síðastliðið ár. Alls fæddust 2536
böm lifandi eða 1410 fleiri en
dauðsföll voru (þau vora 1126).
Af bömum þeim sem fæddust
vora 1328 sveinar og 1208 meyj-
ar. Andvana fæddist 61 bam.
Tvíburafæðingar vora 40, en þrí-
burafæðing engin, þær hafa
komið fyrir 4 á áranum 1921—
1925. Af öllum fæddum bömum,
lifandi og andvana vora 384
óskilgetin eða tæplega 15% og er
það nokkra meira en verið hefur
undanfarin ár, síðan um alda-
mót.
Manndauði er tiltölulega með
minsta móti hjer á landi og fer
minkandi, er nú orðinn meira en
helmingi minni en hann var fyrir
50 árum, aðeins rúml. 10 af þús-
undi (10,8). Svo lág dánarhlut-
föll þekkjast ekki annarsstaðar í
Evrópu, nema í Hollandi og á
Norðurlöndum, en era nokkra
lægri í Ástralíu. Barnadauði var
s. 1. ár minni en nokkru sinni áð-
ur og helmingi minni en hann
var fyrir c. 50 árum og minni
en í nokkra öðru Evrópulandi.
----o----
Sigríður Magnúsdóttir, sem
verið hefur hjúkrunarkona á
Vífilsstöðum síðan hælið tók til
starfa, hefur nú látið af stÖrfum
sínum þar, því hún er farin að
eldast, en starfið erfitt. Þegar
hún fór, voru henni afhentar
fagrar heiðursgjafir frá hælinu
og sjúklingum þess, enda hefur
hún verið mjög vinsæl af sjúkl-
ingum og samverkafólki sínu,
dugleg hjúkranarkona og mjög
alúðleg og skyldurækin.
DGSTOJBVSKU: Giiepur og refaing.
klædd. Við rúmstokkinn stóð yngsta stúlkan, sveipuð í
tötra, og beið þangað til að henni kæmi. Dymar út í
göngin voru galopnar til þess að koma út tóbaksreyknum,
sem þrengdist inn í þjettum skýjum úr næsta herbergi og
kom á hverri stundu löngum hóstahviðum upp í brjóst-
veikri konunni. Katerina Ivanovna virtist hafa megrast
þessa síðustu viku og rauðu dílamir á vöngunum voru
ennþá hitalegri og ömurlegri en áður.
— Þú getur ekki gert þjer neina hugmynd um það,
Poljenka, sagði hún, — í hvaða ánægju og allsnægtum
við lifðum heima hjá pabba og hvaða eymd þessi drykkju-
rútur hefur steypt okkur í, mjer og ykkur öllum. Pabbi
minn var foringi og var að því kominn að verða amtmað-
ur. Allir sögðu líka við hann: „Að vissu leyti skoðum við
yður nú þegar eins og amtmann okkar“. Þegar jeg — hún
hóstaði ákaft — þegar jeg, ó, bölvaða líf — kallaði hún
og greip höndum um brjóstið og spýtti eftir hóstahvið-
una. — Þegar jeg ... æ, þegar Bersemelnaja furstafrú sá
mig á síðasta dansleiknum hjá aðalsmarskálknum, það var
hún, sem seinna gaf mjer blessun sína þegar jeg varð
brúður föður þíns, jæja, hún spurði mig undir eins: „Er-
uð þjer ekki laglega stúlkan, sem dönsuðuð slæðudans-
inn á eftir skólaprófinu?“ ... Það verður að taka í þetta
gat, sæktu nál og rympaðu það saman undir eins, annars
tætir hann sundur alla skyrtuna ... kallaði hún og tók
andköf af hóstanum. — Þá var Stjegolski fursti einmitt
nýkominn frá Pjetursborg og ætlaði að koma daginn eftir
til þess að bjóða mjer hönd sína, en jeg þakkaði honum
sjálf mjög virðulega og sagði honum, að hjarta mitt væri
fyrir löngu öðrum gefið. Það var faðir þinn, Polja litla.
Pabbi var afar æstur. ... Er vatnið tilbúið? Jæja, kondu
þá með skyrtuna, hvar era sokkamir? ... Ljena, sagði hún
við yngri stúlkuna, — sofðu skyrtulaus í nótt. Láttu
sokkana í vatnið, það er best að þvo þá undir eins ...
Hvað er orðið af þorparanum ... drykkjurútnum. Hann
hefur ekki haft skyrtuskifti óralengi, hún er orðin eins
og karklútur og gauðrifin. Jeg hefði getað undið úr henni
núna um leið, til þess að þurfa ekki að þræla í þessu tvær
nætur. Ó, guð minn góður — hún var aftur að kafna í
hósta. — Hvað er þetta, kallaði hún, þegar hún sá mann-
fjöldann, sem raddist upp stigann með einhverja byrði.
— Hvað er þetta, með hvað eruð þið?
— Hvar eigum við að leggja hann? sagði annar lög-
regluþjónninn og leit í kringum sig, þegar þeir voru komn-
ir alveg inn í herbergið með Marmeládof, blóðstokkinn
og meðvitundarlausan.
— Hjerna á legubekkinn, leggið þið hann á legubekk-
inn, höfuðið hjema megin, sagði Raskolnikof.
— Það var ekið yfir hann á götunni, hann var full-
ur, kallaði einhver í stiganum. Katerina Ivánovna stóð
kyr, náföl og móð og másandi. Bömin urðu óttaslegin.
Ljena litla hljóðaði og hljóp til Poljenku og þrýsti sjer að
henni, skjálfandi. Þegar Marmeládof hafði verið lagður á
legubekkinn, flýtti Raskolnikof sjer til Katerinu Iván-
ovnu.
— I guðs bænum verið þjer rólegar, verið þjer ekki
hræddar, hann gekk yfir götuna þvera og vagn ók yfir
hann, en verið þjer rólegar, hann kemur til sjálfs sín aft-
urj, jeg bað um það, að farið yrði með hann hingað, jeg
hef komið hingað einu sinni áður, munið þjer það? Hann
nær sjer, jeg skal borga.
— Hann hefur drepið sig, hann hefur ætlað sjer það ?
æpti Katerína Ivánovna og æddi að manni sínum. Ras-
kolnikof sá það samstundis, að þetta var ekki ein af þeim
konum, sem yfir líður undir eins. I einni svipan var kom-
ið fyrir kodda undir höfði Marmeládofs. Katerína fór að
afklæða hann, athugaði hann nákvæmlega og var sífelt
yfir honum og fataðist hvergi. Hún gleymdi öllu sínu eig-
in og þrýsti saman vörum sínum til þess að kæfa ópið,
sem var að brjótast út. En Raskolnikof sendi boð eftir
lækni í næsta hús.
— Nú kemur læknir undir eins, sagði hann,4— verið
þjer áhyggjulausar, jeg borga. Hafið þið vatn. ... Fáið
þjer mjer þurku eða handklæði eða slíkt undir eins. Það
sjest ekki ennþá hvort slæmt. Hann er aðeins
særður, ekki dáinn. V$ nú til, hvað læknirinn
segir.
Katerina lvánovna herl>ist út að glugganum. Þar í
horninu stóð stóll og á sápubrot og leirfat með
vatni, sem þvo átti úr íet ýhmsins og barnanna. Þennan
næturþvott framkvæmd' ^erina sjálf að minsta kosti
tvisvar í viku og stundilrí ° ár, því nú voru þau svo langt
leidd, að ekki voru til níer t til skiftanna. En Katerina
þoldi óhreinlæti síst af öllu í>á vildu hún heldur vera á
fótum, þegar allir sváfu» ogt>ræla alla nóttina sjálfri sjer
langt um megn, til þeS® a þvo götótt fötin og hengja
þau til þerris á snúruf- llll þreif fatið til þess að færa
Raskolnikof það, en var dottin með það. Raskolni-
kof hafði fundið handkl^1, r8etti það og fór að þvo blóðið
úr andliti Marmeládofs- ^erina stóð rjett hjá honum,
dró andann þungt og k^Ulega og þrýsti höndum að
brjóstinu. Hún var sjálí h^lparþurfi. Raskolnikof fór að
sjá, að það hefði ef til viLi verið illa gert, að láta flytja
særða manninn þangað Uph Uigregluþjónninn stóð ennþá
ráðalaus á miðju gólfi.
— Polja, kallaði Kateril*u — hlauptu til Sonju, fljótt!
Ef hún er ekki heima, Þa ‘!jgðu þeim, að ekið hafi verið
yfir pabba hennar, og $ ^íi verði að koma undir eins.
Flýttu þjer, Polja, þaru^ hyma!
— Flýttu þjer, flýttu -ier, hrópaði alt í einu barnið
í stólnum og sat svo já^j, •’ugult og hæglátt og áður.
En herbergið var ofðlDsv0 fult af fólki, að varla var
hægt að hreyfa sig. LO^Iuþjónamir voru allir famir,
nema einn. Hann reyndi a íera afturreka þá, sem af for-
vitni raddust fram. En rium herbergjunum komu nú
allir leigjendur frú LipPeVÍ':sel fram í dyrnar og’ ruddust
inn í þjettum hóp og fýltu ^erbergið. Katerina varð fok-
vond.
.— Látið þið hanfl sjáið þið ekki, að hann er
að deyja? æpti hún. "" . haldið að hjer sje eitthvert
spaug á seiði. Þið konúð 1 með vindlinga í munnvik-
inu. Hún hóstaði ákaft. -— Því ekki með hatt á höfðinu?
Þarna kemur einmitt einn með hatt. Hipjið þið ykkur út.
Berið ’þið virðingu fyrir deyjandi manni.
Hún var ,að kafna í hóstanum. En ávarpið hreif.
Menn báru auðsjáanlega virðingu fyrir Katerinu Iván-
ovnu. Leigjendurnir hipjuðu sig burtu hver á fætur öðr-
um með þeirri einkennilegu ánægjutilfinningu, sem
óafvitandi gerir vart við sig hjá hverjum manni, þegar
einhver annar verður fyrir óláni, jafnvel þó að það sje
einhver honum nákominn. Enginn maður, alls enginn, er
laus við þessa tilfinningu, hversu einlæg og djúp sem
meðaumkunin og samúðin er.
Að hurðarbaki heyrðust einhverjir tala um sjúkra-
hús og það, að alveg ósæmilegt væri að gera fólki hjer
svona ómak og æsa það upp.
— Er það ósæmilegt að deyja! hrópaði Katerina og
æddi að hurðinni og ætlaði að rífa hana upp og hella reiði
sinni yfir fólkið fyrir handan. En í dyrunum rakst hún á
frú Lippeveksel sjálfa, sem rjett í þessu hafði heyrt um
slysið og var nú komin til þess að koma reglu á. Hún var
þýsk að ætt, afar treggáfuð og tyrrin.
— Já, guð á himnum, hrópaði hún og sló saman hönd-
unum. — Nú hefur drykkjuræfillinn, maðurinn yðar,
orðið fyrir hesti. Hann verður að fara í sjúkrahúsið
undir eins. Hjer er jeg húsmóðir.
— Amalia Ludvigovna. Jeg bið yður að gæta þess
hvað þjer segið, sagði Katerina drembilega, því hún kom
ávalt drembilega fram við húsmóðurina, svo að hún „gæti
áttað sig á því við hverja hún ætti“. Jafnvel á þessu
augnabliki gat hún ekki neitað sjer um þessa ánægju. —
Amalia Ludvigovna. ...
— Hef jeg ekki sagt yður það áður, að þjer eigið
ekki að dirfast að kalla mig Amaliu Ludvigovna? Jeg
heiti Amalia Ivánovna!
— Þjer heitið alls ekki Amalia Ivánovna, heldur
Amalia Ludvigovna, og af því að jeg legg mig ekki nið-
ur við auðvirðilegt smjaður, eins og hr. Lebesjátnikof,
sem nú stendur þarna að hurðarbaki og hlær, þá ætla jeg
að kalla yður Amalíu Ludvigovnu og jeg skil ekki hvers-
vegna þetta nafn er ekki hæfilegt fyrir yður. Og satt var
það, að hurðarbaki heyrðist lágur hlátur og var sagt „nú
fara þær í hár saman“. — Þjer sjáið nú sjálfar hvernig
ástatt er fyrir Semen Sakarovitsj. Hann er að deyja. Jeg
bið yður að loka þessum dyrum umsvifalaust og hleypa
engum inn. Hann má að minsta kosti deyja í friði. Ann-
ars segi jeg yður satt, að sjálfur stiftamtmaðurinn skal
fá að vita um framferði yðar undir eins á morgun. Furst- t
iim þekti mig þegar jeg var telpa og minnist Semen
Sakarovitsj ennþá vinsamlega og hefur gert honum ýms-
an greiða. Allir vita, að Semen Sakarovitsj átti marga,
marga vini og velgerðarmenn, sem hann sneri sjálfur baki
við í drengilegu stolti, af því að hann fann sjálfur til
óláns veikleika síns. En nú — hún benti á Raskolnikof
— er okkur veitt hjálp af þessum göfuglynda unglingi,
sem er efnaður og hefur sambönd — Semen Sakarovitsj
þekti hann í æsku hans, og verið þjer vissai um það,
Amalia Ludvigovna ...
Það óð á henni og því meira, því lengur sem hún tal-
aði. En áköf hóstahviða stöðvaði straum mælsku hennar.
1 sömu andránni kom hinn deyjandi maður til sjálfs sín
og fór að stynja. Katerina flýtti sjer til hans. Hann opn-
aði augun og án þess að kannast nokkuð við sig eða skilja
nokkuð, einblíndi hann á Raskolnikof, sem laut að honum.
Hann andaði þungt og djúpt og skrykkjótt. Blóðfroða
fór að sjást í munnvikunum og svitinn bogaði af enninu.
Án þess að þekkja Raskolnikof leit hann af honum og
horfði stefnulaust í kringum sig. Katerina horfði angur-
vær á hann og áður en langt um leið flóðu tárin niður
vanga hennar.
— Guð minn góður! Alt brjóstið er brotið! Sjáið þið
alt blóðið, hrópaði hún 1 örvæntingu sinni. Við verðum
að afklæða hann. Snúðu þjer dálítið, Semen Sakarovitsj,
ef þú getur ...
Marmeládof þekti hana.