Lögrétta


Lögrétta - 30.10.1929, Side 3

Lögrétta - 30.10.1929, Side 3
4 LÖGRJETTA Tveir í hðggi. Snemma á þessu ári tók Skúli á Ljótunnarstöðum sjer fyrir hendur það mikla nauðsynjaverk, að atyrða mig fyrir fylgi mitt við hin fornu litklæði, sem þjóð- búning íslenskra karla. Og þeg- ar jeg svo svaraði fyrir mig, hrærðist einhver Þorgeir frá Efstabæ til meðaumkunar með Skúla, og hljóp undir bagga með honum. Prýddu ritsmíðar þeirra dálka „Lögrjettu“ öðru hvoru í fjóra mánuði. Sjálfsagt væri rjettast, blaðs- ins vegna, að svara engu, enda geri jeg það eingöngu Skúla til geðs, ef honum mætti enn einu sinni veitast tækifæri til að sjá snild sína og nafn sitt á prenti. Jeg ætla þó fyrst að ljúka mjer af við manninn frá Efsta- bæ. Hans pistill nefnist „Á leið til Þingvalla í litklæðum“, og er að finna í 18. tbl. „Lögrjettu“ þ. á. Byrjar hann á því að biðja mjög hógværlega um upplýsing- ar í málinu, með því að það sje ennþá ekki „nægilega útskýrt“. — Jeg býst nú, satt að segja, við, að það verði nokkuð seint „nægilega útskýrt“ fyrir þeim, sem eru því andvígir og vilja þessvegna ekki skilja hinn ofur augljósa tilgang þessarar þjóð- búningshreyfingar. Jeg skal samt endurtaka nokkrar hinar ytri staðreyndir, ef ske kynni að það yrði Þorgeiri til sáluhjálpar. Fyrst er þá það, að víst eru litklæði jakkafötum betur fallin til að nota í þau íslenska dúka, þegar um viðhafnarbúning er að ræða. íslenskt efni mun seint verða notað í „kjól“-fatnað, en í þjóðbúninga getur það ætíð sómt sjer, um hversu mikil skartklæði sem er að ræða. Annað er það, að víst er vandaminna að sauma litklæði en jakkaföt, enda játar Þorgeir það um kyrtil og skikkju. En þá er líka alt fengið, því buxur hafa „laghentu stúlkumar í sveitinni“ ætíð getað saumað, á borð við venjulega klæðskera. Og hvers vegna skyldu klæðskerarnir, sem Skúli er einhversstaðar að ógna mjer með, hafa snúist öndverðir gegn þjóðbúningshreyfingunni? Þriðja er það, að víst eru lit- klæði ljettari, þægilegri og hlým en jakkaföt. Ljettari eru þau, af því að þau eru vestislaus og hvorki „vöttuð“ nje millifóðruð. Þægilegri, af því'að þau eru ein- faldari að gerð og þrengja hvergi að likamanum. Hlýrri, af því að þau eru samfeldari og ekki eins aðskorin. Fjórða er það, að víst er auð- veldara að klæðast innan litklæð- anna, án þess á því beri, enda sannar Þorgeir það sjálfur, með því að játa, að við jakkaföt sje peysu ætlað rúm utan yfir vest- inu. Fimta er það, að víst er hægt að nota litklæði betur út en jakkaföt, a. m. k. í sumum til- fellum. Jeg er t. d. viss um, að vestið hans Þorgeirs er alveg strá-heilt, þegar gat er komið á jakkann hans og buxumar. Og þó að erfiðismenn í sveit slíti alveg út öilum fötum sínum, hversu ósamstæð sem þau eru, þá gera ýmsir aðrir, eins og t. d. skrifstofumenn í kaupstöðum, það ekki. iSjötta er það, að víst eru lit- klæði ódýrari en jakkaföt — og það miklum mun ódýrari. Sje um viðhafnarlausan búning að ræða, kosta klæðskerasaumuð jakkaföt 150—170 kr. Sambæri- legur þjóðbúningur, óskreyttur, kostar 65—80 kr. Svipuðu máli gegnir um viðhafnarbúning. Skreytt, silfurbúin litklæði má fá fyrir ca. 300 kr., og myndu aldrei fara fram úr 500 kr. hversu mjög sem til þeirra væri vandað. En „kjól“-fatnaður, ásamt viðeigandi yfirhöfn og öðru tilheyrandi mun kosta alt að 600—800 kr. Það mun sönnu næst, að hversu vandlega ^em saman væru bomir hinir hagrænu kost- ir litklæða og jakkafata, myndu litklæðin jafnan bera þar sigur úr býtum. Þorgeir virðist ekki skilja, að skikkjan er yfirhöfn, sem ekki þarf að nota nema þegar hent- ugt þykir, og einna sambærileg- ust við möttlana og „slegnu sjölin“, sem konur nota við sína þjóðbúninga.. En jeg geri ráð fyrir að heimasæturnar frá Efstabæ skarti ekki í þesskonar flíkum, þegar þær ferðast yfir Uxahryggi á hestbaki. Eða notar Þorgeir sjálfur sama frakkann við slátt, í mógröfum og við skepnuhirðingu, eins og þegar hann gengur um götumar í Reykj avík ? Það er ekki til neins fyrir and- mælendur litklæðanna, að vera sífelt að tönnlast á því, að „þaö haldi velli, sem hæfast er“, og að það lifi — þrátt. fyrir „ís og hungur, eld og kulda“, sem hefur lífsgildið í sjer fólgið“. Það er hægt að sanna það með þúsundum dæma, að þetta „hæf- asta“ sem verið er að tala um, er ekki altaf það besta. Og það er hægt að sanna með jafnmörg- um dæmum, að það, sem best er talið, getur dáið þrátt fyrir alt sitt „lífsgildi“. — Álíka mikill misskilningur er líka hitt, að þjóðbúningshreyfingin sje „aft- urhvarf til fornrar þjóðmenning- ar“. Það er einmitt ný, skapandi þjóðmenning, að vísu með ræt- umar fastar í fornum jarðvegi, sem óskað er eftir. 1 þá átt mun stefna „vakningin" sem jeg von- ast eftir í sambandi við Al- þingishátíðina, og sem veldur Þorgeiri þessum þvílíks ótta, að hann fer að vitna í vísu um sjálf- an skrattann. Er leitt til þegs að vita, ef hinum viðsjála „skapara“ hefur tekist betur að koma anda sínum í Þorgeir en Þórarinn. Kveð jeg svo rithöfundinn frá Efstabæ, með þeim heilræðum að kasta sem fyrst klæðum sín- um, því hálfu verri þorparar hafa gengið í jakkafötum um þessa vondu veröld en þeir Hrapp- ur á Grjótá og Mörður Valgarðs- son. Jóhannes úr Kötlum. -----o---- 1930. Um 20 þúsundir manna hafa nú pantað tjöld á Þingvöll- um. Reykvíkingar eru flestir, hafa pantað 1600 tjöld fyrir um 11 þúsundir manna. Úr Gull- bringu og Kjósarsýslu og Hafnar- firði hafa verið pöntuð tjöld fyr- ir um 2000 manna, úr Ámessýslu fyrir um 1300 manns, úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fyrir um 1100 manns, úr Vestmannaeyjum fyrir um 550 manns og úr Rang- árvallasýslu fyrir um 400 manns. Mest er pantað af 5 manna tjöld- um, en minst af þeim stærstu fyrir 15 menn. Flestar sýslur hafa einnig pantað stór almenn- ingstjöld fyrir 200—300 sæti hvert. Bátur ferst með 11 mönnum. Vjelbátinn Gissur hvíta hefur vantað nú lengi og ekkert til hans spurst. Er talið víst, að hann hafi farist- Á bátnum, sem gerður var út frá ísafirði, voru 11 dugnaðarmenn og skipstjórinn var Jóhannes Hjaltason en stýri- maður Baldvin Sigurðsson. Glímumennirnir, sem til Þýsku- lands fóru undir stjóm Jóns Þor- steinssonar, eru nú komnir heim. Um háttatal Snorra Sturluson- ar hefur dr. Finnur Jónsson ný- lega skrifað í Arkiv för nordisk Filologi. Þórður Sveinsson prófessor hef- ur haldið hjer fyrirlestur um miðilstilraunir um samband við próf. Har. Níelsson hjá 7 miðl- um í Englandi og Danmörku og taldi öruggar sannanir fengnar fyrir því, að próf. H. N. hefði gert þar vart við sig. Frk. Júlíana Sveinsdóttir hefur nú opna málverkasýningu. Sauðnautin. 5 af 7 kálfum, sem hingað voru fluttir frá Grænlandi eru nú dauðir, eftir lifa tvær kvígur. Níels Dungal hefur fund- ið í innyflunum bráðapestargerla, en dýralæknir segir, að pestin j hafi komið alt öðru vísi fram í í sauðnautunum en í sauðkindum. j Leikf jelag stúdenta ætlar nú að fara að leika heimskunnan gam- anleik eftir Moliere og síðan ný- j tísku þýskan leik, sem mikla at- hygli og umtal hefur vakið er- lendis. Fjelagið er í uppgangi og vinsælt, en góðir leikir eru vel þegnir hjer af mörgum. Morgunn lífsins (Livets mor- gen) heitir ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson, sem komin er út hjá Aschehoug í Osló. Börn detta í Tjörnina hjer í bænum oft um þessar mundir, en hana lagði í fróstunum um daginn. Þau gera sjer leik að því að hlaupa á ísnum mörg saman og brotnar hann oft undir þeim. j Nýlega duttu tveir drengir þann- ; ig í Tjömina, 5 og 6 ára, og voru j svo hætt staddir, að engu mátti ; muna, einkum um annan þeirra, j að þeir druknuðu. En þá gat Egill Vilhjálmsson framkvæmdar- | stjóri B. S. R. bjargað þeim með snarræði sínu og aðstoð manna úr brunastöðinni. Maður druknar. 25. þ. m. fjell maður útbyrðis af vjelbátnum Harpan og druknaði. Báturinn var á leið til Vestmannaeyja und- an Eyjafjöllum. Maðurinn hjet Guðjón ólafsson. Guðmundur Friðjónsson: Kvæði. Þessi bók Guðmundar á Sandi, sem er stærsta kvæðasafn hans (1925), fæst nú, eins og margar fleiri ágætisbækur merkishöf- unda, fyrir helming hins venju- lega bókhlöðuverðs (sem var 10 kr.), eða fyrir aðeins 5 kr. — Þetta er stór bók, 240 bls. og í henni nokkuð á annað hundrað kvæði, þ. á. m. mörg snjöllustu kvæði G. F. og hefur hún hlot- ið einróma lof ritdómara. Bókin fæst einnig mjög ódýr í bandi, kr. 6.75 í alshirtingi og kr. 8 í skinnbandi. Sendið pantanir í Bókaverslun Þorst. Gíslasonar, Lækjargötu 2. — Reykjavík. Dáin er nýlega af heilablóð- falli frú Andrea Elísabet Kon- ráðsdóttir, kona sr. Þorvarðs í Vík í Mýrdal. Hudsonflóaleiðin. í september- j byrjun var fyrsti hveitifarmur- ; inn frá Vestur-Kanada sendur frá Hudsonflóa til Evrópu. Þingvallatjöld. Að lokinni há- tíðinni að sumri geta menn feng- ið keypt tjöld, sem þar verða notuð, 5 manna tjöld fvrir 90 kr„ 10 manna fyrir 105 kr., 15 manna 115 kr. og tjaldbotnar j fást einnig fyrir 12.50 kr. til 22 kr. Rit eftir Jónas Hallgrímsson eru farin að koma út. I fyrsta heftinu eru kvæði, smásögur og ritlingar, ýmislegt óprentað áður. Sigurður Skagfield söng í Nýja Bíó 29. þ. m. og voru á söng- skránni eingöngu íslensk lög eftir ýms tónskáld: Sveinbjöm Sveinbjömsson (t. d. Sprettur, kvæði H. Hafstein), Áma Thor- steinsson (Friðarins guð, kvæði G. Guðmundssonar), Sigfús Ein- arsson (Vorhiminn eftir Þorst. Gíslason), Pál ísólfsson, Björg- vin Guðmundsson, Sig. Þórðar- son og aðra, sem lítið eða ekk- ert hefur heyrst eftir áður, t. d. Þorkel Þorláksson. Aukalega söng hann þrjú erlend lög. Hús- fyllir var og söngnum mjög vel tekið af áheyrendum. Emil Thor- oddsen var við hljóðfærið og ljek prýðilega. Jón Þorleifsson frá Hólurn hef- ur opnað hjer málverkasýningu. Silfurbrúðkaup áttu nýlega Dagur Brynjólfsson hreppstjóri og frú Þórlaug Bjamadóttir. Hjeldu sveitungar þeirra þeim samsæti á fyrsta vetrardag og færðu þeim heiðursgjafir. Vilbj. Finsen ritstjóri er nú staddur hier. Tveir heimar heitir leikrit eftir Jón Bjömsson, sem nú á að fara að leika á Akureyri. Jón Leifs segir, út af blaðaum- mælum um sönglagakepnina 1930, að hann taki ekki þátt í þeirri kepni, en sje hinsvegar að semja lög við íhátíðakvæði Da- víðs frá Fagraskógi og hafi boðið hátíðanefndinni þau til flutnings. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.