Lögrétta


Lögrétta - 18.12.1929, Page 1

Lögrétta - 18.12.1929, Page 1
XXIV. ár. I Um víða veröld. Forn fræði og líf nútímans og framtíðin. Rannsóknir á ýmiskonar forn- ; fræðum standa nú með miklum \ blóma í mörg'um menningarlönd- um og meðal þeirra rannsóknir á svonefndum klassiskum málum og menningu, grískri og róm- verskri. Þótt gríska og latína skipi nú ekki þann öndvegissess í skólamentun, sem þær gerðu til skams tíma og hverfi meira og meira, þá hefur það engin áhrif haft á vísindalegan áhuga og af- köst í rannsóknum þessara fræða. j í rómönskum löndum, t. d. Frakk- landi og italíu, á klassisk menn- ing og hin fornu, dauðu mál að ýmsu leyti meiri ítök en annars- staðar vegna skyldleikans. En í germönskum og engilsaxneskum löndum er klassiskum fræðum einnig mikill gaumur gefinn í Þýskalandi og Englandi hafa ver- ið og eru öndvegismenn þessara fræða. Gríska og latína eiga sjálfsagt eftir að hverfa að mestu eða öllu leyti úr almenn- um undirbúningsskólum og þoka fvrir öðrum greinum, sem eru í meira samræmi við menningu nútímans og nauðsynlegri eru í þeirri lífsbaráttu, sem skólarnir eiga að búa menn undir ekki síst, og sífelt verður harðari. Hitt er annað mál, að í lífi og listum hinnar klassisku fornaldar eru margvísleg verðmæti, sem nú- tímamanninum og menningu hans mega að haldi koma, lífi hans til nytsemdar, göfgunar og fegrunar og þeim verðmætum á að halda, með tilstyrk vísindanna, þótt hinu gamla skólaskipulagi hinnar klassisku málfræðamentunar sje lofað að fara veg allrar veraldar. Á síðustu tímum hafa margir ágætir fræðimenn að því unnið að efla fornfræðin og gera þau arðberandi eða frjósöm í lífi samtíðar sinnar. Þeir hafa ekki einungis starfað að þessum efn- urn á sjerfræðingavísu, með út- gáfum og nákvæmum skýringum, en einnig gefið út þýðingar og ritgerðir við hæfi alls almennings, leikra manna og lærðra, um fjölda af víðfangsefnum vísindanna. Meðal slíkra manna má nefna Þj óðverj ann Wilamowitz-Moellen- dorff og Englendinginn Gilbert Murray, báðir sjófróðir lær- dómsmenn, smekkvísir listamenn og ötulir framkvæmdamenn á sínu sviði. Af norrænum mönn- um má t. d. nefna prófessor Gertz í Danmörku, sem gerði margar þýðingar fomra rita, og Fredrik Poulsen, forstöðumann „Glypto- teksins“ í Kaupmannahöfn og ýmsa fleiri, í Noregi t. d. Harry Reykjavík, niiðvikudaginn 18. desember 1929. 51. tbl. Fett fornmenj avörð, sem á síð- j ustu árum hefur skrifað margt j um sögu og menningarmál, sem j hnígur á sveif klassiskrar lífs- ! skoðunar. Wilamowitz-Moellendorff. Wilamowitz gaf út endurminn- ingar sínar um það bil þegar hann varð áttræður (22. des. 1928) (Erinnerungen 1848—1914) og segir þar margt fróðlega frá æfisögu sinni. Faðir hans var bóndi af pólskum ættum. Hann lýsir bændalífinu á uppvaxtar- árum sínu ekki ávalt sjerlega glæsilega. Hann hlaut strangt uppeldi, t. d. var móðir hans vön því, að snúa steininum í hringn- um sínum inn í lófann áður en hún gaf honum utan undir, svo að löðrungurinn yrði sárari og eftirminnilegri. En Wilamowitz hafði mestu mætur á móður sinni, segir að hún hafi verið sívinn- andi myrkranna á milli og varla aldrei haft næði til lesturs fyr en á efri árum og dó um aldur fram, útslitin, þegar hún var farin að eiga rólega daga. En samt var líf hennar auðugt og fagurt, seg- ir sonur hennar, því maðurinn er ekki í heiminn settur til þess að vera hamingjusarrur, heldur til þess að vinna þau verk, sem honum eru ákvörðuð. Wilamo- witz gekk líka í strangan skóla, latínuskóla og lætur vel af, þó að honum þyki reyndar, að náttúru- fræði og einkum náttúruást nem- endanna hafi verið afrækt um of. Hann segir að gamli skólinn hafi alið upp heilsteypta, þróttmikla menn, en skólar nútímans, með öllum tvístringnum og lærdóms- fjöldanum, ali upp sundurleitan og sundurlyndan lýð, uppeldi nú- tímans hafi að fyrirmynd róm- verska keisaratímann, málróf 1 hans og fjölfræði, en hafi rofið samhengið við hið fomgríska vís- indalega uppeldi í anda Platos og Aristoletesar. Áður hafi skólamir verið svo erfiðir, að fjöldi miðl- ungsmanna hafi ekki komist í 1 gegnum þá, nú sjeu þeir svo, að hver skussinn fljúgi í gegnum þá og verstir sjeu þó „nýskólarnir" eða „frjálsu skólarnir“. Hugur Wilamowitz hneigðist snemma að fomri málfræði og las hann á háskólaárum sínum latínu og grísku og einnig sanskrít og hebresku. En síðar meir þótti honum það leiðinlegt, að hann skyldi ekki, í stað sanskrítar og hebresku, hafa lagt stund á nor- rænu eða íslensk fræði og mun það ekki síður skaði norrænum fræðum. Að loknu háskólanámi ferðaðist Willamowitz til Ítalíu og Grikklands og varð síðan há- skólakennari í Þýskalandi, fyrst í Göttingen og síðan í Berlín og kom nú frá honum hvert stór- virkið öðru meira, t. d. rit um gríska ljóðagerð, um Aristoteles, um Plato og margar þýðingar og ræðusöfn. Hann varð samherji sagnfræðingsins Mommsen og um skeið andstæðingur Nieszsche; vegna rits hans um „Upphaf harmleiksins“. Hann segir að árás sín á Nietsche hafi verið dá- lítið ungæðisleg, en samt borið tilætlaðan árangur — að reka Nietzsche út úr vísindunum, þar sem hann hafi ekki átt heima. Þar átti Wilamowitz aftur á móti heima og vann ósleitilega, er. var líka veraldarmaður og gleðimaður og ölkær, en reglumaður og hafði strangan sjálfsaga. Hann hefur haft stórfeld áhrif á andlegt líf Þýskalands og jafn- vel allrar Evrópu. Hann leit aldrei á fræðigrein sína frá þröngu eða smásmuglegu sjónar- miði grúskarans, hann er ekki stofulærður lúsaleitari, þó að hann sje nákvæmur, ekki öfund- sjúkur eða illgjarn, þó að hann hafi oft verið óvæginn. Vísindi hans voru honum líf, þau voru honum boðskapur til samtíðar hans: Alt lífið er eining, sagði hann eitt sinn, og hið glæsileg- asta listaverk og hinn afburða- mesti einstaklingur verður ekki skilinn öðruvísi en í sambandi við alt líf hans. ... En það er hinn eiginlegi tilgangur mál- og sögu- vísinda að gera lifandi á ný líf, tilfinningar, hugsanir og trú fortíðarinnar og gera það fyrir tilverknað vísindalega agaðs ímyndunarafls, svo að fortíðin geti haft áhrif á nútíðina og framtíðina. Þess vegna þarf höf- uðið að vera rólegt, en hjartað að brenna í heitum kærleika. Eros einn getur látið menn sjá sann- leikann og það sem er lifandi um eilífð. Gilbert Murray. Murray er forustumaður grískra fræða meðal enskumælandi þjóða og háskólakennari í grísku í Ox- ford. Hann hefur skrifað ýms rit um grísk fræði og þýtt grísk leik- rit, en einnig látið til sín taka ýms stjórnmál og menningarmál sam- tíðar sinnar. t einni ritgerð sinni, þar sem hann ræðir gildi Grikk- lands fyrir framtíð heimsins, seg- ir hann m. a. svo: Það virðist svo sem heimurinn ætti öðru hvoru að steypa sjer í hellenska stefnu (hellenism), það er að segja, í öllum umskiftum og glundroða smekks og skoðana á listum og bókmentum ættu menn að veita því nána athygli, sem gerðist þegar maðurinn vaknaði fyrst til skoðunar á sann- leikanum og fegurðinni og horfði frjálslega á heiminn. Þetta eru ekki ýkjur. Nákvæm greinargerð mundi leiða það í ljós, að fyrir þá grein mannkynsins, sem ber ábyrgðina á vestrænni menningu hefur sæði hjer um bil alls þess, sem við teljum best í mannlegum framförum verið sáð í Grikk- landi. Sú skoðun, að fegurðin væri gleði í sjálfu sjer og leið- togi í lífinu var fyrst og ákveðn- ast sett fram í Grikklandi og lög- mál þess, hvað fagurt sje og ljótt voru að mestu leyti fundin í Grikklandi. Hugmyndin um frelsi og rjettlæti gagntekur alla stjórnmálahugsun Grikklands, hugmyndin um líkamlegt frelsi, málfrelsi og andlegt frelsi, um rjettlætið milli hins sterka og veika, hins ríka og fátæka. Hug- myndin um sannleikann, sem sje takmark í sjálfu sjer og glæsi- legt viðfangsefni, einkum fyrir skynsemina, hefur ef til vill aldrei verið skilin eins skýrt eins og af hinum fomu grísku höfundum, sem skrifuðu um vís- indi og heimspeki, enda er þessi hugmynd nátengd hugmyndinni um frelsið, en andstæð bæði stjórnleysi og blindri hlýðni. Önnur hugmynd kom seinna, með sambandi grískra borgfjelaga, hugmyndin um allsherjar fjelags- skap mannanna. Eftir Persastríð- in varð Hellenum það ljóst, að þeir höfðu boðskap að bera heim- inum, hellensk stefna var stefna hins æðra mannlífs gagnvart ó- menningunni, barbarismanum, hún var areté, göfgi, ágæti, gagnvart áreynslulausum, innan- tómum yfirburðum. Fyrst kom hörkufengin föðurlandsstefna, sem hjelt að hver Grikki væri fremri hverjum barbara, svo kom hugsunin og sýndi, að allir Grikkir voru ekki sannir ljósber- ar og allir barbarar ekki óvinir, sýndi það að Hellenastefna var andi, sem ekki var háður kyn- stofni mannsins eða fæðingarstað. Svo kom nýtt orð og ný hug- mynd, humanitas, bræðralag heimsins, að áliti Stóumanna. Engin þjóð. sem sagan þekkir, hefur mótað þessar hugsjónir eins skýrt og Grikkir og þeir, sem seinna hafa talað þessi orð virðast einungis hafa verið berg- mál af hugsunum gamalla grískra manna. Kol. Richard Tilden Smith. Enska stjórnin hefur nú lagt fram tillögur sínar um kolamálin og gerir ráð íyrir ýmsum breyt- ingum á námarekstrinum, m.a. 71/2 tíma vinnudegi. Kolamálin ensku eru gamalt deilumál og flókið og nauðsynlegt til skilnings á því að þekkja sögu þess og afstöðu í at- vinnulífinu. Öll heimsframleiðslan var (árið 1927) 1 milljarður 282 milljónir smálesta, mest í Bandaríkjunum, 557 milljónir smál., næstmest í

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.