Lögrétta


Lögrétta - 30.04.1930, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.04.1930, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LOGRJETTA 3 | u—, i— ii. i .1. ... n LÖGRJETTA Útgeíandi og ritstjóri: porstefnn Ofalason JJingholtsstrœti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsla í Lœkjargötu 2. Sími 185. I ,---------------------------Jl fyrirfram ákveðnar skoðanir á öðrum efnum, t. d. verður hann í heimspekislegum málum að að- hyllast efnishyggju. Það er hugs- anlegt að sú skoðun sje rjett, en vísindalega hugsandi fólk getui samt ekki á það fallist eins og vísindum er nú komið. En það er mannkyninu mjög áríðandi að halda fast í vísindalegt sjónar- mið. Rjettlátara efnahagskerfi væri of dýru verði keypt, ef það fengist ekki með öðru en því að hefta hugsanir mannanna í frjálsri rannsókn. Kredduföst ofsatrú getur verið til styrktar | í baráttu augnabliksins fyrir. ein- staklinginn en annars verða menn að vona að allur ofsi hverfi. Valdhafar nútímans eru slæmir menn og lífsform nútímans er dæmt. En það er erfitt að fram- kvæma umskiftin til hins nýja eins blóðsúthellingalaust og auðið er og með því að varðveita eins mikið og hægt er af verðmætum núverandi menningar. Þegar möguleikar þessa starfs eru rædd- ir, er ómögulegt að ganga frarn hjá hinum merku atburðum í Rússlandi þó að bolsjevíkum sjálfum hafi ennþá ekki tekist að framkvæma umskiftin milli hins gamla og nýja á æskilegan hátt. Jeppe Aakjær. Eitt af bestu og vinsælustu skáldum Dana, Jeppe Aakjær, er Húsfrú Evíemía Halldórsdóttir frá Syðstu-Grund í Skagafirði. Fædd 4. sept. 1869. Dáin 21. marts 1929. Nokkur minningarorð frá eiginmanni hennar. Man jeg þig, ástin mín, andvökunæturnar, ónógar gerast mjer raunanna bæturnar. Sakna jeg vinar í þungbærri þrautinni, þykir mjer dapurt á einstæðingsbrautinni. Harmurinn stálgreipum heldur um taumana, hlífðarlaust þverkubbar glaðværðar draumana. — Bót er það einhlítust bugandi lundinni, bráðum er komið að heimfararstundinni. Man jeg þú búið með árvekni annaðist, aldrei við þreytu nje sjerhlífni kannaðist. Áttir sem húsfreyja alkunna rausnina, áttir í sjerhverjum vandræðum lausnina. Gæfirðu eitthvað, þá ögn um það munaði, enginn um smásálarháttu þig grunaði. Stórhuga gagnslausa hjálpsemi hataðir, háttprúðust, virðingu engri þú glataðir. Man jeg þú, hjartað mitt, hóglífi neitaðir, heiðurs og sjálfstæðis hvarvetna leitaðir. Árrisul, síðfÖrul, starfandi, stríðandi, stjómsemi heimilið fegrandi, prýðandi. Djarfmælt og hreinskilin hálfvelgju lastaðir, höndum að nokkuru aldrei þú kastaðir. Hispurslaust öllum til syndanna sagðirðu, sannleikann einan til málanna lagðirðu. Man jeg þín atorka búskapnum bjargaði, baslinu, eymdinni, skortinum fargaði. Örlæti saman við aðgætni tvinnaðir, áhuga, framsýni, verklagni þrinnaðir. — — Þökk fyrir eindæma þróttmikla trygðina, þrifnaðinn, nýtnina, ástríkið, dygðina. Þökk fyrir lækning, nær þjökuðu undirnar, þökk fyrir gjörvallar samveru stundimar. Man jeg þá dauðinn kom helsárið höggvandi, hrynjandi tárunum kinnarnar döggvandi, tók þig í burt frá mjer hjeðan úr heiminum. Hvar sem þú dvelur í ómælis geiminum Ijómi þjer himneska lífssólin skínandi, ljósi og fullnægju sál þína krýnandi. Fagnaðu vina mín framtíðardeginum, fylgi þjer Drottinn á eilífðarveginum! Syðstu-Grund, 21. marts 1980. Sigurjón Gíslason. nýlega dáinn. Hann var jótskur bóndasonur, fæddur 10. sept. 1866. Hann var fyrst í vinnu- mensku, en var síðar settur til menta, fyrst í kennaraskóla, en tók síðan stúdentspróf og lagði stund á sagnfræði við háskól- ann. Hann fjekst lengi mikið við blaðamensku, en fór snemma að fást við skáldskap aðallega, en var alla sína daga mikill bardaga- maður í ræðu og riti. Hann hefur samið leikrit, sem ekki kveður sjerlega mikið að, sögur, sem ýmsar eru ágætar- lýsingar á dönsku sveitalífi og kvæði, sem mörg þykja meðal hins besta dönskum kveðskap. Af sögum hans má einkum nefna „Vadmels- folk“ og „Vredens Böm“, sem er lýsing á slæmum kjörum dansks vinnufólks. Af kvæðasöfnum hans eru helst „Rugens sange“, „Vejr og Vind og Folkesind“ og „Under Aftenstjernen“. Aakjær skrifaði einnig sögurit, um átthaga sína, um sjálfan sig og stórt rit um Blicher o. fl. Hann bjó á seinni árum búi sínu í Jenle á Jótlandi. Hann var einhver hinn sjer- kennilegasti höfundur norrænnar samtíðar sinnar. Síðustu frjettir. Flotamálaráðstefnunni, sem lengi hefur staðið yfir, er nýlega lokið á þann veg, að Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Japan, hafa skrifað undir samning um ákveðnar takmarkanir flota sinna. Nýlega kviknaði í ríkisfangelsinu í Ohio í Bandaríkjunum og er talið, að fangarnir hafi haft sam- tök um íkveikjuna. Þeir voru þar þá hátt á 5. þúsund og fórust yfir 300 í brunanum. Nýlega er dáinn L. C. Nielsen, eitt af helstu ljóðskáldum Dana, um sextugt. Hann dó suður í Róm. Fræðirit. Eftir dr. Bjarna Sæmundsson er nýkomin út bók á þýsku um fiski- veiðar fslendinga, allmikið rit (Stuttgart 1930). Það heitir Die islándische Seefischerei og kom út í stóru safnriti, sem heitir „Handbuch der Seefischerei Nord- evdropas“ og er gefið út af Lúh- bert og Ehrenbaum. í ritinu er fyrst rakin stuttlega saga sjáfar- útyegsins og síðan lýst nákvæm- lega núverandi ásigkomulagi hans, helstu nytjafiskum og einn- ig selveiðum og hvalveiðum, síðan er lýst skipakosti, útbúnaði, höfn- um og fiskverkunarstöðum og fyrirkomulagi útvegsins að því er snertir fjárfar og stjóm og lög- . gjöf. Ritinu fylgir stór uppdrátt- ur og í því er fjöldi mynda (57) og töflur. Rit» þetta mun geta orðið til mikils gagns öllum, þeim sem kynnast vilja íslenzkum fiskiveiðum, þótt það sje ekki sjerlega stórt hefur höf. komið fyrir í því miklu efni og fróðlegu, enda var hann manna færastur til þess að ganga vel frá slíku riti. Dr. Skúli V. Guðjónsson hefur í doktorsritgerð sinni, sem Log- rjetta hefur áður sagt frá (Ex- periments on Vitamin A), skýrt frá rannsóknum á A-bætiefni og tilraunum um áhrif þess á rottur. í fyrsta kafla er sagt frá rann- sóknum á því, að ýms lífsstarf- semi hjá rottum sje mismunandi eftir árstíðum, t. d. er frjósemi mjög misjöfn og það hvers kyns ; afkvæmin verða og á þetta að ' vera komið undirA-bætiefnunum í ! viðurværi rottanna. í öðrum kafla I ritsins er sagt frá ýmsum aðferð- ' um við rannsóknir A-bætiefnis. j Er þar m. a. sagt frá árangri i þess, að krufðar voru 1138 rott- i ur. Á það þá að hafa sýnt sig að i þær voru því móttækilegri fyrir : smitun, sem A-bætiefni var ! minna. 1 þriðja kafla er sagt frá tilraunum um endurbætur á við- urværi rotta til þess að gera þær hæfari tilraunadýr. Ritgerðin er i mjög sjerstaks eðlis og einskorð- uð og ekki læsileg í heild öðrum ! en sj erfræðingum, en þeir ljúka | lofsorði á hana. Prófessor Ólafur Lárusson hef- ! ur nýlega skrifað á þýsku'stutta, ! en glögga ritgerð um íslenskan j rithöfundarjett og prentfrelsi. | Birist ritgerðin í þýsku safni um > þessi efni (Die Preszgesetze des Erdballs TII, Berlín 1930) og heitir Das islándische Presz- recht. Er fyrst rakin stuttlega | saga málsins og síðan núgildar.di j löggjöf og loks sagt að vænta ' megi einhverra breytinga á sum- um atriðum í sambandi við vænt- | anlega endurskoðun hegningarlag- I anna. | Dr. Páll E. Ólason hefur nú 1 sent út annað bindi af sögu Jóns Sigurðssonar, stórt rit, nærri 500 bls. Eru þar í 17 köflum rakin þjóðmálaafskifti Jóns til loka þjóðfundar og viðað að miklu efni. Ennþá eru 3 bindi ókomin. Um kirkju- og kenslu- mál í sveitum. Eftir sjera Ófeig Vigfússon. I. Fækkun prestakalla. Ennþá einu sinni er í ráði nú, og vofir yfir, breyting á fyrir- komulagi og framkvæmdum kirkju- og fræðslumálefna 1 sveitum lands vors, og stefnir enn að mestu og flestu í sömu stefnu og fyr, nema nú í enn stærra stökki og stíl. Og enn einu sinni, líklega í seinasta sinnið, herði jeg upp hugann til að birta, ef unt verður, helstu hugsanir mínar, röksemdir og tillögur um þessi mál. Sporið, sem nú stendur til að stíga, er stökkspor frá því, sem stígið var árið 1907, í því hvoru tveggja skyni, að bæta laun og önnur kjör prestanna og mentun- ar og menningarástand sveitanna. Prestunum átti þá að gera gott, en engum ilt, með því að fækka þeim og stækka köll þeirra, svo sem þá þótti frekast fært; og þá og um leið með því, að ljetta af þeim að mestu skyldukröfunni um eftirlit og afskiftu hinnar al- mennu eða borgaralegu upp- fræðslu í söfnuðunum. En sveit- unum, söfnuðunum, átti að full- bæta þetta, og meir en það, með því, að skapa og skipa kennara og smábamaskóla, í einhverri mynd, í hverjum hreppi, og vel það. Með þessari kennara og skóla- stofnun allri átti líka ennfrem- ur að ljetta bamaheimilunum áhyggjumar og erfiðið við upp- fræðslu og uppeldi ungdómsins í sveitunum. Og svo vom um þetta samin ítarleg lög og nákvæmar reglur, og síðan reynt, eftir megni, nokkurnveginn jafnt af yfirboðurum og undirgefnum, að lifa og láta þar eftir, þaðan frá og til þessa. Alt mun þetta hafa verið í góðu og göfugu skyni gert j af flestra hálfu, eða í bestu tru i og von. | En bráðum fór þó að bera á j því, að sitthvað þótti að mörgu ! af þessu, og því meir, sem lengur ; leið, alt til þessa: Prestamir j þurftu og þurfa ennþá skárri | kjör, og þóttu og þykja þó víða I ekki eins uppbyggilegir og áður; ! en barnakensla og skólár, og I áhrif þeirra og árangur minni og i lakari en vonast var eftir, miðað j við tilkostnað og fyrirhöfn. Og í nú er þá svo langt komið í þessa j átt, að eigi þykir mega við hlíta j nje bragarbót lengur dragast. Og j bragarbótin kvað þó einna helst | vera þessi: Hvað prestana snert>- ir og kjarabót þeirra, þá á þar ; að verða „eins dauði annars líf“, ! þ. e. fækka þeim eða farga enn ; að mun, ef til vill alt að helmingi, j og ala svo hina eftir látnu á ! eftirlátnum launareitum hinna af- j máðu; en láta þá líka hafa þeim | mun stærri köll að þjóna, eða j helmingi stærri viða en nú er. j En að því er snertir undirstöðu- fræðslu og uppeldi alþýðunnar, j bamafræðsluna í sveitunum, þá á enn að breyta til um ýmislegt og i fræðslan að verða fjölbreyttari og skemtilegri fyrir bömin, þ. e. ! a. s. hin borgaralega fræðsla, því DOSTOJEFSKIJ: Glæpur og refsing. — Þjer hafið víst ekki talað við nokkum mann síð- ustu dagana? sagði hann. — Má vera. En hvers vegna? Þjer undrist það lík- lega, að hitta svona rólegan mann? — Nei, en mjer þykir það undarlegt hvað þjer eruð rólegur. — Af því að jeg tek ókurteisi yðar ekki nærri mjer? Kemur það yður nokkuð á óvart? Því skyldi jeg svo sem taka þetta nærri mjer. Jeg hef svarað eins og þjer spurð- uð. Jeg skal segja yður eins og er, mjer stendur svona hjemmbil á sama um næstum því alt milli himins og jarð- ar, einkum núna, þar sem jeg er aðgerðarlaus ... annars er það ósköp skiljanlegt, að þjer haldið að jeg sje að koma mjer í mjúkinn hjá yður og það því fremur, sem erindi mitt er viðvíkjandi systur yðar. Það er best jeg segi yður það hispurslaust, mjer leiðist. Og einkum oftir þessa þrjá daga. Það gleður mig þessvegna að vera sam- vistum við yður. Reiðist þjer mjer ekki, Raskolnikof, en mjer yirðist vera eitthvað mjög undarlegt í fari sjálfs yðar. Þjer megið trúa hverju, sem þjer viljið, en eitthvað er einkennilegt í fari yðar og einmitt núna, núna um þessar mundir meina jeg. Jæja, jæja, jeg skal ekki tala meira um það og verið þjer þá ekki að hnikla brýrnar framan í mig. Jeg er ekki sá bjöm, sem þjer haldið að jeg sje. Raskolnikof horfði á hann þungbúinn. — Nei, þjer eruð áreiðanlega ekki neinn björn, sagði hann, þjer virðist jafnvel vera í flokki betra fólksins, þjer getið að minsta kosti stundum hagað yður eins og al- mennilegur maður. — Mjer hggur það í fremur ljettu rúmi hvað um mig er haldið, svaraði Svidrigailof þurlega og dálítið drembi- lega. Því skyldi maður ekki þykjast vera fyndinn þegar vel fer á því í okkar loftslagi, og þegar maður er að eðl- isfari hneigður til þess, sagði hann og hló aftur. — Mjer hefur verið sagt að þjer ættuð hjer marga kunningja. Þjer eruð því ekki án sambanda, sem kallað er. Hvað þurfið þjer þá á mjer að halda ef ekki í ein- hverjum sjerstökum tilgangi? — Rjett, jeg á nokkra kunningja, sagði Svidrigailof og suma af þeim hef jeg hitt. Þetta er nú þriðji dagur- inn sem jeg ráfa hjer um. Einstaka mann þekki jeg aft- ur og það er eins og þeir þekki mig. Auðvitað, ef menn eru sæmilega til fara eru menn ekki álitnir ræflar. Við og okkar líkar höfum ekki ennþá orðið fyrir barðinu á bændaumbótunum, við höldum ennþá jörðum okkar og tekjur okkar eru óskertar. En jeg nenni samt ekki að taka upp aftur þennan kunningsskap, hann var mjer líka kvalræði áður fyr. Sem sagt, jeg flækist hjer án þess að láta á mjer bera. Og svo þessi blessaður bær, getið þjer sagt mjer hvernig hann hefur eiginlega orðið til. Ibúarn- ir eru kannsellískrifarar og allskonar hálf skólasmoginn lýður. 'Sumt af þessu skildi jeg ekki þá, fyrir átta árum, nú byggi jeg alla von mína á anatómiunni — ja — það veit trúa mín. — Hvaða anatómiu? — O, jæja, jeg á við alla þessa klúbba eða þessi blessuð fjelög og allskonar sambönd eða. . . . svo eru nú þessar framfarir, og jæja, það gengur víst án okkar, sagði hann og virtist ekki taka eftir spurningunni. Og svo spila- falsið, er eiginlega nokkurt gagn að því? — Voruð þjer líka spilasvikari? — Já, því ekki það. Við vorum heilt fjelag, mesta sómafólk. Nú eru átta ár síðan. Við eyddum tímanum á- gætlega, við vorum allir mentaðir menn, meðal okkar voru skáld og ríkir menn, sjáið þjer til, já — og satt að segja, í rússnesku samkvæmislífi er framkoman best einatt hjá þeim mönnum, sem farið hefur illa fyrir á einhvern hátt. Hafið þjer ekki tekið eftir því? Jeg dró mig svo út úr öllu saman og upp í sveit. Samt sem áður yar það einhver grískur náungi, sem ætlaði þá að koma mjer í skuldafang- elsi. Svo skaut Mörtu upp. Hún þjarkaði við Grikkjann og keypti mig lausan fyrir þrjátíu þúsund silfurpeninga, en öll skuld mín var fimmtíu þúsund. Við gengum svo í löglegt hjónaband og ^^fði mig með sjer eins og fundið fje heim á gósSs' var fimm árum eldri en jeg. Og mikil lifandi ^lskaði hún mig mikið. Jeg bjó þama hjá henni í « • 0g hugsið þjer yður, allan þennan tíma hafði hú# ^ í höndum, þetta sem jeg hafði gefið út um þrjátí'Í^din og undii'skrifað var af ókunnum manni. Ef jeé °l úaft það í huga á einhvern hátt að þrjóskast gegfl ^1’ i>á hefði jeg setið í sttinin- um í sömu svipan. Og jeg sagt yður, að þangað hefði hún látið mig vel^f' kveníólki helst þessháttar í hendur við friðsamleg& ^ð. — Og ef skjalið e^ki verið til, munduð þjer hafa hlaupið á burt fyú,>tl8u. — Jeg veit ekki skal, jeg hafði eiginlega engar áhyggjur af þeS^Jali. Jeg nenti ekki að fara neitt. Marta ráðlagði F^iklf 0ft 0g einatt að fara til útlanda þegar hún varð^ að mjer leiddist.En hvaða gagn hefði verið að því fW<5i fyr verið í útlöndum og altaf liðið illa þar. Það beinlínis leiðinlegt þar, en sjáið þjer til, við lítuh1 .^rlagið, flóann hjá Neapel, hafið, og svo fer að tií& ^ á okkur. Og það sem verst er, er þetta að maður ^^arlega að fá heimþrá. Nei, okkur líður botur heiitfv að minsta kosti altaf ein- hver, sem hægt er að w sjer á, og jafnframt getur maður haldið sjálfum upprjettum og unt er. Jeg gæti ef til vill hugsa^ ^ uð taka þátt í leiðangri til Norðurpólsins, því jai ^auvais, jeg hata áfengi, og áfengið er nú eina lei^V^ þessu fyrir mig. En hvaða þvaður er þetta eigii# ^ er sagt að Berg ætli upp í loftið núna á sunnuíl1’ ! kemur í stórum loftbelg og að hann taki farþega ^ ^ fyrir borgun, er það satt ? — Hvað er að taf^ið þjer að fljúga? — Jeg, nei, jeg r ^hs við það ... tautaði Svi- drigailof og fjell í sF'. „Hvað skyldi eiír 4 vera að þessum náunga“, hugsaði Raskolnikof. — Nei, jeg hafði ‘ ^hyggjur af skjalinu, sagði Svidrigailof hugsandi. Jeg hefði ekki farið af þessum sveitabæ svona upp úr þurru. Svo er nú eitt ár síðan Marta gaf mjer þetta skjal aftur á afmælisdaginn minn og þar að auki talsverða fjárupphæð. Hún var sem sje loðin um lófana. „Þarna sjáið þjer nú, hvaða traust jeg ber til yðar, Arkadi Ivanovitsj“, svona sagði hún, svei mjer þá. Þjer trúið því ekki, að hún hafi sagt það? Jeg skal segja yður, jeg var orðinn talsvert vel sjeður maður í sveitinni, jeg var að góðu kunnur alstaðar í nágrenninu. Jeg aflaði mjer einnig bóka. Fyrst ljet Marta sjer þetta vel líka, seinna fór hún að óttast það, að jeg lærði of mikið. — Þjer virðist sakna Mörtu talsvert. — Jeg? Það getur verið. Já, svei mjer ef það getur ekki verið, en meðal annara orða trúið þjer á sýnir? — Hvaða sýnir? — Á afturgöngur blátt áfram. — Trúið þjer á þær? — Jeg get svo sem sagt nei, pour vous plaire, þó að eiginlega ... — Sjáið þjer sýnir? Svidrigailof horfði á hann og augnaráð hans var furðulega breytt. — Mörtu Petrovnu þóknast að birtast mjer, sagði hann og brosti undarlega. — Við hvað eigið þjer „þóknast að birtast“? — Hún hefur komið til mín þrisvar. I fyrsta skifti sá jeg hana á sjálfan greftrunardaginn, einni stundu eftir greftrunina. Það var daginn, sem jeg fór hingað til bæj- arins. I annað skifti var það í fyrradag, á leiðinni, mjög snemma morguns við Malaja Visjerastöðina og í þriðja skiftið í dag fyrir fáum stundum í herberginu, sem jeg hef leigt hjer. Jeg var einsamall. — Og vakandi? — Glaðvakandi. Glaðvakandi í öll þrjú skiftin. Hún gengur inn, talar við mig andartak og fer út um dyrnar, altaf út um dyrnar. Jeg get meira að segja htyrt það. — Átti jeg ekki á von. Mjer skyldist það undir eins og jeg sá yður, að eitthvað þessháttai- væri á seiði í yður, sagði Raskolnikof alt í einu, en undraðist það um leið, að hann skyldi hafa sagt það. Hann var mjög æsur. — Svo-o? Nú, svo þjer hjelduð það, sagði, Svidrigai- lof undrandi, er það satt? Já, þarna sjáið þjer, þetta sagði jeg yður, að það væri eitthvað skylt með okkur. — Þjer hafið aldrei sagt neitt þvílíkt, sagði Raskolni- kof fokvondur. — Sagði jeg það ekki? — Nei. — Mjer fanst endilega að jeg hefði sagt það. Þegar jeg kom hingað inn áðan og sá hvernig þjer láguð með aftur augun og ljetuð eins og þjer svæfuð, þá sagði jeg við sjálfan mig: „Þessi er alveg eins“. — Við hvað eigið þjer með þessu „alveg eins“ ? Hvað á það að þýða, hrópaði Raskolnikof. — Við hvað jeg á? Ja, það veit jeg svei mjer ekki, tautaði Svidrigailof og undraðist auðsjáanlega sjálfan sig. Þeir þögðu báðir í heila mínútu, en horfðust sífelt í augu. — Þetta er alt einhver þvættingur, sagði Raskolni- kof gremjulega. Hvað segir hún þá við yður, þegar hún birtist yður. — Hvað hún segir. Já hugsið þjer yður, hún talar um hversdagslegustu smámuni og þó yður þyki það und- arlegt, þá er það einmitt þetta, sem æsir mig. Þegar hún birtist í fyrsta skifti var jeg þreyttur eins og þjer skiljið, eftir hina löngu sálumessu, jai’ðarförin, málíðina á eft- ir — í stuttu máli: jeg sat einn míns liðs í herbergi mínu hugsandi og reykti — jæja, þá kom hún gangandi inn um dyrnar. „Arkadi Ivanovitsj“, sagði hún, „í öll- um þessum þveitingi í dag hafið þjer gleymt því, að draga upp klukkuna í borðstofunni“. I öll þess sjö ár hafði jeg sjálfur dregið upp klukkuna í borðstofunni á hverjum laugardegi og ef jeg gleymdi því, þá minti hún mig altaf á það. Morguninn eftir var jeg kominn áleiðis hingað. I dagrenningu gekk jeg inn í veitingahús *

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.