Lögrétta - 30.04.1930, Blaðsíða 3
4
LÖGRJETTA
kristindómsfræðsla á heíst að fá
að eiga sig eða þá fara eingöngu
á milli viðkomandi presta og
heimila. En heimilunum á enn
meir að hjálpa en fyr, með opin-
berri íhlutun og ríkiskostnaði,
sem þegar er tekinn að ná niður
til 8 ára bama, og getur hæglega
bráðum náð til 6 ára aldurs eða
lægri, svo að ábirgð og vandi
barnaeigenda ljettist að sama
skapi. Og um alt þetta á nú að
semja og samþykkja ný lög og
nákvæmar reglur eða forskriftir,
og laga alt fyrirkomulag og haga
öllum framkvæmdum þar eftir.
Og yarla má efa, að einnig alt
þetta „tilstand“ er eða verður x
góðu skyni, góðri trú og von þess,
að hið síðara verði betra hinu
fyrra, eða að „hjer fari betur þá
breytt er“ þannig.
En, eins og fyr, er jeg enn og
nú s v o sannfærður um, að hjei
verði „hið síðara ásigkomulag
verra hinu fyrra“, að mjer finst
það skylda mín, að þegja ekki
um þá sannfæringu og þær ástæð-
ur, sem hún styðst við, svo að jeg
geti þó haft þá meðvitund, að jeg
hafi lagt til þessara miklu mála
það eina sem jeg þóttist vita og
skynja best og sannast, hversu
sem með mig og mál mitt kann
að verða farið.
Þá er fyrst að athuga f æ k k-
u n p r e s ta í því skyni að
hækka laun þeiría og bæta lífs-
kjör þeirra. Það er víst og satt,
að í því efni munar lítið um litla
fækkun, því að hvað eru núver-
andi laun f á e i n n a presta, sem
fækkað væri um meðal svo
margra, sem þá yrðu eftir? Þau
myndu ekki „hossa hátt“ til veru-
legra launabóta og það því síður,
sem meira og minna af embættis-
tekjum fjölda presta nú er veð-
böndum bundið af lántökum til
húsbyggingar eða annara jarða-
bóta á prestsetrunum. Nei, til
þess að bæta að verulegum mun
laun „ásettu“ prestanna á þenn-
an hátt, þá yrði að fækka um
marga, svona upp undir það
helming þeirra, því að við það
gætu laun hinna „ásettu“ hækk-
að viðunanlega, sjálfsagt um
þriðjung eða kannske meir, og
yrðu þá mjög sæmileg að ki'ónu-
tali.
En hver yrði afleiðingin? Hún
yrði mörg og meinleg. Fyrsta af-
leiðingin yrði sú, að ráðstafa yrði
hinum niðurlögðu prestssetnxm
með áhvílandi skuldum, byggja
þau öði’um, leigja eða selja.
Mundi þar margt fara í súginn og
úr mörgu lítið verða, og þó þar
með fylgja mikið umstang og ær-
inn kostnaður að engu gagni.
önnur afleiðingin yrði sú, að
prestaköllin fækkuðu og stækk-
uðu að sama skapi, sem prestum
yrði fækkað, og einnig það mundi
hafa mikið og margháttað rask
og brask í för með sjer. Þar
þyrfti einnig víðast að leggja nið-
ur prestssetur hinna þjónandi
presta, ráðstafa þeim og reisa ný
setur nær miðju, eða á hentugri
stað í prestakallinu, eftir stað-
háttum. En að sjálfsögðu má
einnig ráðgera, að víða yrði þá
líka að breyta til um k i r k n a-
s k i p u n, rífa niður og færa úr
stað allmargar kirkjur, búta
sundur og skeyta saman sveitir
og söfnuði, hvað sem þeir sjálf-
ir vildu eða segðu og þar fram
eftir götunum. En þetta mundi
líka kosta mörg orð, margvísleg
erfið umsvif og mikið fje.
En alt þetta væri alls ekki það
lakasta, heldur vel tilvinnandi, ef
það gæti orðið til nokkurra bóta
að öðru leyti í enn meira varðandi
efnum.
En því mun aldrei verða að
heilsa eða fagna, því að afleið-
ingin af þessu öllu yrði sú fyrst,
a ð megn og almenn óánægja
mundi xlsa upp víða í viðkom-
andi sveitum og söfnuðum út af
öllu þessu umtumi, rjettinda og
hagræðisráni og andlegri einok-
un og kúgun, en af þessu mundi
eigi batna nje blessast vel sam-
bandið, samvinnan og samkomu-
lagið milli hins hálaunaða pi’ests
og hálaunanda stóra safnaðar,
svo að hvorugur yrði öfunds-
verður af öðrum. En setjum nú
svo, þótt ólíklegt sje, að lítið eða
ekki bæri á þessu, þá mundi þó
bráðlega verða afleiðingin af
stórum samsteypum sú hin næsta
að köllin yrðu stærri og erfiðari
en svo, að nokkurt veralegt upp-
fræðslu- og uppeldisgagn gæti
orðið að lífi og starfi prestsins,
því að lítið sem ekkert gætu þá
prestur og einstaklingar safnað-
arins alment náð og starfað sam-
an eða kynst andlega og verkað
hvorir á aðra til uppbyggingar.
Aðeins við messur og jarðarfarir
mundi presturinn ná til almenn-
ings — þó svo best, að alment
væri sótt kirkjan — og geta tal-
að við söfnuðina sem ókunnugur
maður við ókunnugt fólk og fólk-
ið eins við hann. Setjum svo, að
kirkjurnar sjeu margar, segjum
4, 5, 6 eða fleiri í samsteypunni,
þá mundu messuraar eða sam-
komurnar ekki verða margar á
árinu og ef messuföll yrðu fleiri
eða færri, þá kennske helmingi
færri eða uppundir það, og má
þó fara nærri um, hverja upp-
bygging mundi af slíku leiða. —
En setjum aftur svo, að hver
samsteypan verði innan í annavi
þannig, að í stórum eða víðlend-
um samsteyptum prestaköllum
vex*ði kirkjunum líka steypt sam-
an, svo að þær verði fáar en
sóknir þeim mun stærri, þá yrði
það vissulega hægara fyrir prest-
inn og messur gætu orðið fleiri
í hverri sókn. En þá yrði líka
því erfiðara að sækja kirkju fyr-
ir fólkið flest og mundi af því
brátt leiða það, að við þær kirkj-
ur yrði oft fáment og dauft,
k.annske oftast. 1 stóru sam-
steyptu köllunum verða mörg
heimili á víð og dreif um óra-
svæði, alla vega löguð, og þar
fæðast og deyja þeim mun fleiri
sem þau eru fjölmennari. — Ef
presturinn á að . húsvitja, eins
og hingað til — og það mætti
síst af takast, því það verður að-
alviðkynningarráðið — þá fer í
það ærinn tími, svo vikum skiftir
eða meir, ef vel á að vera, og
svo bætast aukaverkaferðalögin
þar við á öllum árstímum, en til
og frá sumum kirkjunum mundi
ferðin taka 2—8 daga eða meir
í hvert sinn, eftir atvikum. Hve
oft og lengi í einu mundi prest-
ur í slíku kalli geta eða meiga
vera heima hjá sjer og sínum,
hvíla sig, njóta heimilisgæða eða
hjúskapar- og barnaláns, fylgjast
með búskapnum, ef hann væri
nokkur, og sinna þörfum heim-
ílis síns, eða þá hafa frið til að
lesa og fylgjast með tímanum?
Jeg sje ekki annað fyrir en að
svo mikið af tíma hans færi í
ferðalög og fjarveru að heiman,
að heimavistin hlyti að verða
honum sem gestvist og að hon-
um yx*ði illmögulegt að stofna og
starfrækja sjálfstætt, farsælt
heimilis- og hjúskaparlíf, hvað þá
að reka nokkurt búhokur. Nei,
til slíks þyrfti hann að vera ó-
venjulega vel kvæntur og hafa
óvenjulega góða og trúa þjóna,
og hann sjálfur vera óvenjulega
i óbi*eytskur rnaður. Frh.
Sjómannaskélinn
og Páll Halldórsson.
I Sjómannaskólanum eða Stýri-
mannaskólanum, sem sagt var
upp í gær, má á þessu ári minn-
ast tvöfalds afmælis. Skólinn
sjálfur er fertugur og skólastjór-
inn Páll Halldórsson hefur haft
á hendi stjórn skólans í 30 ár.
Skólinn var stofnaður með lng-
um 22. maí 1890 og tók til starfa
haustið 1891 og var hinn núver-
andi skólastjóri einn af fyrstu
nemendunum, en lauk síðan prófi
erlendis. Skólinn var stofnaður
mest fyrir forgöngu Markúsar
Bjarnasonar, sem varð fyrsti for-
stöðumaður hans og Geirs Zoega
útgerðarmanns, en Eiríkur Briem
hafði áður veitt hjer tilsögn í
sjómannafræðum og hvatti einn-
ig til skólastofnunarinnar og var
síðan lengi prófdómari þar, en
síðan lengstum þeir H. Hafliðason
og Sveinbj. Egilsson. Helstu
kennarar skólans, aðrir en P. H.
hafa verið Magnús Magnússon og
eftir hann Guðm. Kristjánsson,
sem kom að skólanum skömmu
eftir að hann hafði lokið prófi
erlendis og kennir þar enn, af-
bragðs kennari og mjög vel lát-
inn af lærisveinum. Upp undir
þúsund nemendur hafa útskrifast
úr skólanum og hefur hann haft
mikið gildi fyrir íslensku sjó-
mannastjettina, sem er einhver
hin duglegasta og best mannaða
í Evrópu.
Páll Ilalldórsson, sem nú á 30
ára skólastjórnarafmæli, er kunn-
ur öllum þeim, sem hjer fást við
sjómensku, enda eru svo að segja
allir þeir íslenskir sjómenn, sem
prófi hafa lokið, lærisveinar hans.
Hann hefur verið kennari við sjó-
mannaskólann frá 1897, er maður
stórlega fróður í fræðigrein sinni
og hefur skrifað stórt rit um
siglingafræði, sem notað er við
kenslu og gert hefur þessa fræði-
grein alinnlenda. Áður voru not-
aðar danskar bækur og verkefni
við stýrimannapróf voru meira
að segja höfð á dönsku og próf-
dómaramir voru danskir.
P. H. á mikinn þátt í aukinni
kenslu íslenskra sjómanna og
ýmsum framfaramálum þeirra og
Sjómannaskólinn hefur verið ein
Ráð tannlækna
hljóðar nú:
»Náið húðinni af tönnunum,
•vo að þær verði heilbrigðari og betri«.
'T'ANNHIRÐINGAR hafa tekið stórum
1 framförum.
Tannlæknavísindin rekja nú fjölda tann-
kvilla til húðar (lags), sem myndast á
tönnunum. Rennið tungunni yfir tenn-
urnar; þá flnnið þér slímkent lag.
Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep-
sodent og þar með fundið ráð til að eyða
að fullu þessari húð. Það losar húðina og
nær henni af. Það inniheldur hvorki
kísil né vikur.
Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn-
urnar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf-
ur. Fárra daga notkun færir yður heim
sanninn um mátt þess. Skrifið eftir
ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H.
Riise, Afd. 1682-70, Bredgade 25, EX,
Kaupmannahöfn, K.
FÁIÐ TÚPU í DAG!
Skrásett
Vörumerki
Afburða-tannpasfa nútimans.
Hefur meðmæii helztu tannlækna í öllum heimi. IRS2
af nytsömustu mentastofnunum
þjóðarinnar.
Dánarfregn. 24. þ. m. andaðist
hjer í bænum Páll Ámason lög-
regluþjónn, hafði leg-ið veikur frá
þvi í október í haust, fjekk þá
lungnabólgu og reis ekki á fæt-
ur úr því. Hann var fæddur 1871
í Fellsmúla á Landi, fluttist hing-
að aldamótaárið og hafði verið
hjer lögregluþjónp frá 16. marts
1903, duglegur maður og vel lát-
inn. Lætur hann eftir sig ekkju,
Kristínu Árnadóttur, og 8 böm.
Tíðin. Eftir kuldakast, sem upp
úr páskunum kom um alt land, er
nú aftur komið blíðviðri og jörð
farin að grænka.
Árni Páísson bókavörður dvel-
ur enn vestan hafs og hefur, eins
og til stóð, flutt þar fyrirlestra
um Island, fyrst nokkra á ensku,
og síðan á íslensku meðal landa í
nýlendum þeirra vestra. Islensku
blöðin í Winnipeg láta mjög vel
yfir fyrirlestrum hans og í ýms-
um enskum blöðum hefur þeirra
einnig verið minst með lofi.
Fi'amsóknarfjelag er nýstofnað
í Kjósarsýslu.
Nýr Gai*ðabiskup. Norskur
maður, Olav Offerdal, var nýlega
vígður í Rómaborg af van Ross-
um kardinála til Garðabiskups-
stóls í Grænlandi, en aðsetur hef-
ur hann í Ósló.
tsafjarðarbruninn, sem getið
var um í síðasta tbl., endaði
svo, að kvikmyndahúsið brann til
grunna, stórt timburhús, virt til
brunabóta á tæpar 67 þús. kr. En
önnur hús tókst að verja. Þó
urðu töluverðar skemdir á tveim-
ur húsum.
Prentsmiðjan Aeta.