Lögrétta


Lögrétta - 10.09.1930, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.09.1930, Blaðsíða 2
LÖGKJETT/i LÖGRJETTA 11-----------------------------------*l LÖGRJKTTA Úte«teotfl og ritetjórl: poratslna Olalaaaa piagholteatrati 17. Sími 178. Tmiiiahiitn ofl ilgnUMl i Lakjarffötu t Steú 185. Cr- --------------------.1 er bæði hetja og afbrotamaður í fienn ... En jafnframt trúnni er fegurðin ávalt mestu ráðandi hjá Ðostojevskij. Hann sleppir ekki trúnni á fegurðina: hið fagra mun bjarga heiminum, segir hann. ---o---- Islensk kvæði og prófessor Kirckonnell. Prófessor Kirckonnell er lesend- um Lögrjettu áður kunnur af kvæðaþýðingum. Hann hefur nú gefið út (hjá Carrier og Isles, New York) stórt safn með þýðingum íslenskra kvæða (The North Ame- rican Book of Icelandic Verse) og þýðir þar kvæði eftir 80 nafn- greinda höfunda og 14 ónafn- greinda, frá elstu tímum til þessa dags og er sagt stuttlega frá æfi og ritstörfum hvers og eins. Þetta mun því vera yfirgripsmesta til- raunin, sem einstakur maður hef- ur gert til þess að kynna erlend- um lesendum íslenska ljóðagerð og bók Kirckoxmells stærsta ís- lenska ljóðasafnið sem til er á ensku. En þessari bók er samt einungis ætlað að vera upphaf á stóru verki, 24 samskonar sýnis- bókum evrópeiskrar ljóðagerðar, sem þýðandinn ætlar að ljúka á næstu 12 árum. Er þar mikið í fang færst, en merkilega, að ætla að gefa enskum lesendum slíkt yfirlit yfir kveðskap ca. 50 þjóða, en Kirckoxmell er bæði áhugamað- ur og lærdómsmaður og verði á- fraihhaldið eins og upphafið, má vel við una. Þýðingamar í þessari bók eru upp og ofan vel gerðar og sumar svo pxýðilega, að þær eni meðal bestu þýðinga, sem til eni á ís- lenskum kvæðum. Valið í bókina er aftur á móti vafasamara á ýmsum stöðum, en að vísu má lengi deila og árangurslítið um slíka hluti. Þó að það sje að vissu leyti kostur hversu marga höf- unda þýðandinn hefur tekið með, þá er það einnig veikleiki á riti, sem ekki á fyrst og fremst að vera bókmentasögulegt yfirlit heldur sýnishom af listareinkexm- um. Þessi fjölbreytni höfundanna veldur því, að það er fremur fá- breytilegt sem unt er að taka eftir hvern einn, svo að öndvegiskvæði eins höfundar verða útundan fyrir ljettvægari kvæðum annars. Höf- undafjöldinn veldur því þess vegna að heildaryfirlit efnisins verður svipminna en þurft hefði að vera, og svo því, að skynsamleg hlutföll milli höfunda raskast af rúmsástæðum, því að til þess að koma öllum að, þarf að skera hverjum þröngan stakk. Það gef- ur t. d. hvorki rjetta hugmynd um skáldlega verðleika nje sögu- leg áhrif, að Jónasi Hallgríms- syni skuli ætlað krappara rúm en Hallfreði vandræðaskáldi 'eða Grími Thomsen þrengri bás en Kormáki ögmundssyni. Því skýt- ur líka skökku við, að meira skuli vera eftir, t. d. Páll ólafsson, en ýms hin helstu nútímaskáld. Fjölbreytni forna kveðskaparins er fengin nokkuð á kostnað nýja kveðskaparins. Það, sem tekið er eftir suma höfunda, (til dæm- is Loft ríka, Jón Arason, Pál Vídalín og Eggert ólafsson) er lika hvorki heilt nje hálft. Skýr- ingamar sem fylgja kvæðum og höfundum, eru flestar rjettar og til góðs fróðleiks. Sumt er þó ó- sanngjamt(t. d. um Jón Trausta) og sumt misskilningur, eins og t. d. það, að „Jakob Thorarensen“ er talið dulnefni og hann settur á gæsalappir, þó að hann standi reyndar betur á sínum eigin fót- um í kvæðum sínum en flestir aðrir. Þetta er smávægilegt og eins það, sem finna má að nokkram formsatriðum þýðinganna, af- brigðum hátta o. s. frv. Annars leikur þýðandinn sjer að því að þýða erfiða íslenska hætti á cnsku þannig, að íslensk formseinkenni haldi sjer og gerir það af lipurð og smekkvísi, (sbr. t. d. Nesja- vísur og Amór jarlaskáld), en annars fer oft fremur illa á slík- um þýðingum (þó hefur Áker- blom þýtt ýmislegt vel á þennan hátt á sænsku og Craigie á ensku, og svo nú Kirckonnell). En eins gott er það venjulega fyrir skiln- ing útlendinga að brejrta út af forminu, eins og Kirckonnell hefur einnig gert um t. d. kafla úr Lilju og fer vel á. Þekking hans á íslensku máli og skilningur hans á íslenskri ljóðagerð er góður, hagmælska hans mikil og smekk- visi, og áhugi hans undraverður. Þýðingabók hans er þakkarvert rit, fallegt og smekkvíslegt og ættu íslensk söfn að eignast hana. ———O— íslendingasögur. Annað hefti af nýju dönsku þýðingunni er ný- komið út. Sr. Stefáa M. Jónsson á Auðkúlu. (In memoriam). Hvað verður um prestana? Kringum 1880 var þeim allmjög fækkað. Rúmum aldarfjórðungi síðar eða nálægt því er þeim enn fækkað. Nú er mælt, að enn sje í aðsigi eigi all-lítil sameining prestakalla, hjer um bil aldar- fjórðungi eftir síðustu „sam- steypu“. Ef þetta er rjett hermt, og samþykt verður enn á nýjan leik fækkun prestsembætta, verða þá ekki þessi margra alda gömlu embætti öll afnumin tveimur eða þremur áratugum eftir staðfest- ing þeirra laga? Slíkri spurningu er torsvarað. „Tímans hjól“ snýst óvænt og ótt. Að ýmsu leyti er prestsstaðan viðunanlegri og frjálslegri en hún áður var. Kenn- ingarfrelsi presta gerist nú miik- ið. Þeim er nú þolað að segja margt átölu- og áminningarlaust, sem til skamms tíma hefði em- bættismissi varðað. Verður slíkt að teljast framför. Samt eru prestsembætti enn þá löngum stunduð þannig, að slíkt er orðið á eftir tímanum. Að líkindum vex og smámsaman skilningur á, að ekki hæfir, að göfug trú og lifandi sje varin eða boðuð af em- bættisskyldu. Rækja verður svo háleitt starf af lifandi þörf hjart- ans. En þörf hjartans og em- bættisskylda fara hjer áreiðan- lega ekki nándamærri alt af sam- an. En hver á að jarðsyngja hinn síðasta prest? Jeg á við: Hver eða hvað á að koma í stað prest- anna, ef þeir verða allir að veUi lagðir? Þarfnast þjóðin ekki ein- hverskonar vitavarða eða vekj- enda í ýmsum sálarlegum efn- um, heimspekilegum, hugsjóna- legum, úti um bygðir og kaup- tún, eins og prestum var ætlað slíkt í kristilegum efnum? Geta stritstörfum hlaðnir barna- og al- þýðukennarar, ljelega launaðir, lúnir og slitnir á sífeldum endur- tekningum sömu frumatriða, ver- ið slíkir menningar- eða vitaverð- ir? Duga hjer bókmentir og list- ir? Andríkra mælskumanna ræð- ur og viðræður snerta fastara. Á enginn að skapa fólkinu hátíða- stundir í stað þeirra hátíða- stunda, sem guðsþjónustan, með söng hennar, tón og helgivenjum, var trúuðum sálum? Ætli útvarp- ið reynist ekki kalt og dautt? Verðmæti skyldu alt af koma í verðmæta stað. Skáld og rithöfundar hafa ein- att haft kristna klerka að skot- spæni; skotið að þeim mörgum hæðnisörum, höggvið þá mörgu þungu öxarhöggi. Prestarnir hafa og oft legið raunalega vel við höggi. Ægilegt — eða hlægilegt — var oft djúpið mikla milli líf- ernis sjálfra þeirra og þeirra hinna háleitu kenninga, sem þeir fluttu á prjedikunarstól og vigð var staða þeirra og starf. Breysk- leikinn loddi — eins og eðlilegt var — við þá, sem aðra brotlega bræður þeirra og sveitunga. En margs góðs og merkilegs má ís- lensk menning minnast, er til hennar ihefur lagt verið frá ís- lenskum prestssetrum, og er slíkt alkunnugt. Sum prestssetur vor ættu að vera þjóð vorri helgir staðir. Margt hafa prestamir ís- lensku í kyrþei vel gert, það, er eigi var á annar færi að gera, eins og menning vorri var þá háttað. Ótaldir eru t. d. þeir bændasynir og aðrir velgefnir menn, af alþýðubergi brotnir, sem þakka mega það prestum, að þeir komust í lærðan skóla. Fyrir dómvísi, röggsemi og góðvild gáf- aðs sveitaprests komst t. d. Guð- mundur Magnússon prófessor á skólabekk. Margur minni verka- maður í víngarði menningar vorr- ar kann svipaða sögu að segja af góðvild og hjálpsemi presta við þá á æskuskeiði, er þörf þeirra á slijíu var brýnust og mest. Þessar og þvílikar hugleiðingar kviknuðu í mjer við andlátsfregn fyrsta sóknarprests míns og gam- als kennara, sjera Stefáns M. Jónssonar á Auðkúlu í Húna- vatnssýslu. Má þó eigi með nokkru móti ætla, að at’nuga- semdir mínar hjer á undan um samræmi í lífemi presta við sjálfra þeirra kenningar eigi sjer- staklega við hann, eða tilefni þeirra verið hafi skapshöfn hans, framkoma eða nokkrir atburðir úr æfi hans. Hann var einmitt hinn mesti sæmdarmaður, prestlegur í framgöngu og sjón. Sjera Stefán M. Jónsson vax orðinn háaldraður, kominn fast að áttræðu (78 ára gamall). Við and- lát hans voru liðin frá inntöku hans í latínuskólann 64 ár, síðan hann tók vígslu 54 ár. Prestsem- bætti gegndi hann 45 ár. Síðustu níu ár æfinnar var hann embætt- islaus. Langflestir ^skólabræður hans voru þá horfnir af leiksvið- inu, meiri hluti þeirra fyrir löngu moldu orpinn. Sjera Stefán hefur því alist upp við alt aðra menn- ingu en núlifandi kynslóð á við að búa, og æskulýður vor vex nú upp við. En aldrei bar á, að hann væri steingervingur liðinnar tíðar nje horfinnar menningar. Sjera Stefán var Reykvíkingur að upprana. H«.nn Hann fæddist í höfuðstaðnum veturinn eftir þjóðfundinn (1852). Norðlending- ur var hann í báðar ættir. Hann var vel ættaður, bróðursonur Magnúsar Eiríkssonar, eins hins merkilegasta guðsmanns og guð- fræðings, er þjóð vor hefur eign- ast. Virti sjera Stefán mikils þenna nafnfræga frænda sinn og þótti vænt um frændsemi við hann. Hann færði og Ágúst Bjamasyni opinberlega þakkir fyr_ ir ritgerð hans um Magnús í „Skími“ 1924. Ungur kom sjera Stefán í lat- ínuskólann. Hann tók þátt í fjör- ugum fjelagsskap pilta. Hann var t. d. einn hinna fyrstu leikenda í „Nýjársnóttinni“ Indriða Einars- sonar. Lýkur Indriði lofsorði á leik hans. Meðal mestu vina hans á skólaárunum var Hallgrímur Melsteð, síðar landsbókavörður. Kom hann oft á það heimili þá og þótti þar skemtilegur gestur. Hjeldu þeir Hallgrímur vináttu sinni, meðan báðir lifðu. Hann var mikill vinur Gests Pálssonar. Skólaár sín var hann stundum á sumrum norður í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, hjá frændfólki sínu þar. Kyntist hann þar fyrri konu sinni, Þorbjörgu Halldórsdóttur (d. 1895). Vora þau hjón syst- kinabörn. Frú Þorbjörg var óvenju-veigamikil kona, er stór- margt var vel um, trygglynd, sköruglynd, fullkominn vinur vina sinna sem fornkona væri. Meðal bræðra frú Þorbjargar var Björn Halldórsson á Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði, er síðar fluttist til Vesturheims og þótti þar merk'i- legur maður. Stephan G. Stephans- son lýsir honum, meðal annars, þannig: „Hugumstór við bót og baga Bjöm var alla sína daga, ein af sálum sunnanstorma". Sjera Stefán kvæntist sama ár, sem hann vígðist að Bergsstöðum i Svartárdal 1876*). Einn vetur var sjera Stefán bamaskólakenn- ari suður á Vatnsleysuströnd. Gerðist hann þá mjög handgeng- inn nafna sínum og frænda, sjera Stefáni Thorarensen á Kálfatjöm, og var, að því er jeg ætla, annað- hvort heimamaður hans eða dag- legur gestur þann vetur. Hjá því fer ekki, að það hafi verið sjera Stefáni M. Jónssyni mikil viðbrigði, að koma úr kátum fjelagsskap, frá skemtilegum heimilum, æskuleikjum og æsku- söng í Reykjavík og setjast að í afskektum dal á Norðurlandi. Þar bjuggu þá 'ýmsir einkennilegir bændur, bæði á yfirbragð og í fasi og í skapi, karlmannlegir og svipmiklir, stórskomir og skýr- skornir, sumir síðskeggjaðir, svip- að og Þorgnýr lögmaður. Hefði máiurum vorum verið fengur í slíkum andlitum, hrukkóttum og ógleymanlegum hverjum þeim, er sá. Er skaði, að flest þessara merkilegu andlita gleymast með öllu, er árin líða. Þeir vora efn- aðir, sumir auðugir, eftir því sem þá var títt. Þeir áttu alt sitt „undir sól og regni“. Þeir voru upp á enga stjórnarmiskunn nje *) Seinni kona sjera Stefáns var þóra Jónsdóttir (próf. þórðarsonar á Auðkúlu). Böm sjera Stefáns og þor- bjargar voru: Sjera Eiríkur á Torfa- stöðum, sjera Bjöm á Auðkúlu, Lár- ús Hilmar, bankaritari í Reykjavík, og Hildur, gift Páli Ólafssyni, frá Hjarðarholti. Dóttir sjera Stefáns af síðara hjónabandi er Sigríður, gift sjera Gunnari Ámasyni á Æsustöð- um í Langadal. DOSTOJEESKU: Glæpur og refaing. Porfyri stóð beint fyrir framan hann, dokaði dálítið við og fór svo að hlæja alveg á sama hátt. Raskolnikof stóð upp og snarhætti að hlæja. — Porfyri Petrovitsj, sagði hann hátt og greinilega, þó að hann gæti varla staðið á fótunum — jeg sje nú greinilega, að þjer granið mig sannarlega um það, að hafa myrt gömlu konuna og Lísavetu systur hennar. Jeg segi yður það fyrir mitt leyti, að jeg er fyrir löngu leiður á þessu öUu. Ef að þjer álítið að þjer hafið rjett til þess að hefja saksókn gegn mjer, þá gerið þjer það. Ef þjer viljið taka mig fastan, gott og vel, gerið þjer það þá. En jeg leyfi yður ekki að hlæja upp í opið geðið á mjer og kvelja mig ... Alt í einu afmynduðust varir hans og skulfu ákaf- lega, augu hans leiftruðu af heift og rödd hans varð hvell: — Jeg þoli það ekki, æpti hann og barði hnefanum í borðið. — Heyrið þjer það, Porfyri Petrovitsj, jeg þoli það ekki. — En drottinn minn dýri, hvað kemur nú að yður aftur, sagði Porfyri eins og hann væri mjög undrandi. — Elskulegur, kæri vinur, hvað gengur nú að yður? — Jeg þoli það ekki, æpti Raskolnikof aftur. — Þey, þey, góði. Það heyrist til yðar og fólk fer að æða hingað inn! Og hvað eigum við þá að segja því ? Farið þjer varlega, hvíslaði Porfyri og var mjög skelk- aður. — Jeg þoli það ekki, jeg þoli það ekki, sagði Ras- kolnikof utan við sig og lágt. Porfyri flýtti sjer að opna glugga. — Loft, loft, við þurfum hreint loft hingað inn. Og drekkið þjer svo vatnssopa, góði besti, þetta er nýtt að- svif. Hann æddi að dyranum til þess að gera boð eftir vatni, en fann sjálfur vatnsflösku og glas í einu horni herbergisins. — Hjema, karl minn, drekkið þjer nú, hvíslaði hann — nú batnar það. Hræðsla Porfyri og meðaumkun var svo eðlileg, að Raskolnikof stóð þögull og virti hann for- vitnislega fyrir sjer. — Rodion Romanovitsj. Kæri ungi vinur. Þetta fer illa. Þjer verðið vitskertur með þessu móti. Drekkið þjer nú vatnssopa, hjema. Hann neyddi Raskolnikof til þess að taka við glasinu og hann bar það að vörum sjer, en setti það svo frá sjer aftur. — Þetta var dálítill snertur af aðsvifi, var ekki svo. Þjer verðið aftur veikur með þessu móti, vinur minn, sagði Porfyri mjög vingjarnlega og virtist ennþá vera í mestu æsingu. — Guð minn góður, hvernig geta menn verið svona hirðulausir um sjálfa sig. Rasumikin kom til mín í gær. Jeg játa það, að jeg er nokkuð beiskur, já jeg er eiginlega baneitraður í eðli mínu. En þjer snúist líka afareinkennilega við öllum hlutum ... Drottinn minn dýri. Hann kom til mín þegar hann hafði gengið með, yður. Við sátum og borðuðum og hann óð elginn, jeg vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Guð minn góður, hugsaði jeg, hafið þjer sent hann? En setjist þjer nú, góðurinn minn, í guðanna bænum, setjist þjer. — Nei, hann var ekki sendur frá mjer. En jeg vissi, að hann fór aftur til yðar og jeg vissi hversvegna hann gerði það, sagði Raskolnikof hranalega. — Þjer vissuð það? — Já, jeg vissi það, og hvaða ályktun dragið þjer af því ? Jæja, Rodion, hvað er það eiginlega, sem jeg veit ekki um afreksverk, yðar ? Jeg veit alt. Jeg veit að þjer fórað út hjema um nóttina, til þess að leita yður að íbúð, veit að þjer tókuð í klukkustrenginn, töluðuð um blóðið og gerðuð verkamennina lafhrædda. Jeg skil það ósköp vel, hvemig yður var þá innanbrjósts, en jeg segi yður það satt, að þjer gangið af göflunum út af þessu öllu áður en lýkúr — þjer gerið alveg út af við yður. Það sýð- ur í yður, þjer erað sjúkur af gremju, jeg skil yður mæta- vel. Þjer eruð sjúkur af reiði yfir auðmýkingum og of- sóknum örlaganna og yfirvaldanna. Þessvegna eigrið þjer stað úr stað til þess að til þess áð láta í Ijós álit sitt, því að þjer erað á allri þessari heimsku, öllum þessum grun. Er W L* Svona? Hef jegekki skilið sálarástand yðar rjett? þessu móti steypið þjer yður beint í glötuninft G ^rið aumingja Rasumikin snarvitlausan, en til þefiS ® alt of góður náungi, það vitið þjer sjálfur. Hjá tetta sjúkdómur, hjá hon- um manngæska. En sj^úA* yðar hefur smitað hann. Jeg skal nú segja yðiá maður minn, þegar þjer eruð orðinn rólegur, e11 lst þjer nú fyrst fyrir alla muni, setjist þjer og yður. Raskolnikof settist. skalf ekki lengur, en allur líkami hans varð glóandi- L11 hafði illan bifur á hverju orði Porfyri, en hlustaði * og undrandi á hann. Orð Porfyri um heimsókn ha^ . , eðina komu alveg flatt upp á hann. „Hvað er að ^&saði hann, hann veit að jeg kom þangað og segif^ sJáIfur frá því“. — Ójá. Einu sinni * jj, ^efur komið fyrir okkur á- }>ekt atvik, svipað sátf*?,^ atvik, sagði Porfyri — maður, sem var haldinn skynvillu, að hann hefði framið morð. Hann lýsti 11 ^Uega hverju einu og gerði alla í kringum sig skelka, ^ Hnglaða. Og hversvegna ? Hann hafði, án vitundaí £l, °& vilja, orðið þess óbeinlín- is valdandi, að þetta mo1'0 ., framið, en einungis óbein- línis, og þegar hann vílí var a hvem hátt hann hafði gefið illræðismafl11111,, iilefni til morðsins, varð hann þunglyndur og gl^f," ^Jekk afskaplegar ofsjónir, gekk alveg af göflunuú1 °° sjer að lokum í hugar- lund, að hann væri sJ*'Lj0l>ðinginn. En senatið rjeð reyndar fram úr málinU- V ^ maðurinn var sýknaður og honum var komið fj^^^Um stað. Það var senat- inu að þakka, já, ójá. Oí skyldi svo fara fyrir yð- ur, kall minn. Úr þeSs ~ Verður taugasjúkdómur, þetta er hættulegt, að * ^. úm á nóttunni og kippa í klukkustrengi og tala , • Fyrir mig hefur komið ýmislegt af slíkri sálsý^1' L^ Verða gripnir af óstjórn- legri löngun til þess að ^ °t um glugga eða fleygja sjer ofan úr kirkjuturni. Á sama hátt er skýrð löngunin til þess að kippa í klukkustrengi, það er sjúkdómur, Ras- kolnikof, sjúkdómur. Þjer eruð orðinn hirðulaus um sjálfan yður. Þjer ættuð að leita ráða hjá reyndum sjer- fræðingi. Hvað getur þessi fitukleppur sem til yðar kem- ur, hjálpað yður? Þjer sjáið ofsjónir. Þjer gerið alt í dellu. Eitt andartak snarsnerist alt fyrir Raskolnikof og honum sortnaði fyrir augum. „Getur það verið, eða er hann einnig nú að ljúga? hugsaði hann, það er óhugsan- legt“. Hann vísaði þessari hugsun á bug og fann að hann mundi verða vitskertur af reiði, ef hann væri enn að ljúga. — Það var ekki í vitfirringu, jeg var alveg með sjálf- um mjer, hrópað'i hann og beitti hugsun sinni til hins ítr- asta, til þess að sjá við brögðum Porfyri. — Jeg var al- veg með sjálfum mjer, heyrið þjer það. — Já, jeg heyri það og jeg skil það. Þjer sögðuð það líka í gær, að það hefði ekki verið í óráði og lögðuð áherslu á það. Jeg skil alt sem þjer segið. En hlustið þjer nú á, minn kæri ungi vinur, athugið þjer einungis þetta eina atvik, ef að þjer væruð virkilega að einhverju leyti sek- ur, eða væruð á einhvem hátt flæktur í þetta andskotans mál, munduð þjer þá, takið þjer eftir þessu, leggja áherslu á það, að þjer hefðuð alls ekki gert þetta alt í óráði, en þvert á móti verið með fullu ráði og rænu. Og meira að segja leggja ríka áherslu á það? Væri annað eins hugsan- legt, fara menn svo heimskulega að ráði sínu? Að mínu áliti munduð þjer fara alveg öfugt að. Ef að þjer hefðuð eitthvað á samvitskunni í þessu máli, munduð þjer þá ekki einmitt leggja áherslu á það, að þjer hefðuð gert það í óráði. Þjer verðið að játa það, að þetta er rjett. 1 spumingu þessari var mikil undirhyggja. Raskolni- kof þrýsti sjer alveg að bekksbakinu og starði framan í Porfyri. — Eða athugið þjer t. d. þetta með Rasumikin — hvort hann kom í gær af eigin hvötum til þess að tala við mig, eða hvort þjer senduð hann? Þjer hefðuð áreiðan- lega átt að segja, að hann hefði komið ótilkvaddur, þjer hefðuð átt að leyna því, að hann kom frá yður. En nú segið þjer þvert á móti blátt áfram, að þjer hafið sent hann. Þjer leynið engu. Þetta hafði Raskolnikof aldrei sagt. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörands. — Þjer ljúgið, sagði hann hægt og þreytulega og reyndi að brosa. — Þjer ætlið sí og æ að sýna mjer það, að þjer sjáið við öllum mínum brögðum og vitið fyrir- fram hverju jeg muni svara yður, sagði hann og var nú hættur að finna til þess hversu vanhugsuð orð hans vora. — Þjer ætlið að hræða mig, eða þjer eruð blátt áfram að draga dár að mjer ... Hann hjelt áfram að stara á hann og aftur logaði tak- markalaus heift úr augum hans. — Þjer ljúgið, hrópaði hann. — Þjer vitið það sjálf- ur, að glæpamaðurinn hjálpar sjer ávalt með því að segja opinskátt frá því, sem ekki er hægt að leyna. Jeg trúi yð- ur ekki. __ Þjer snarsnúist eins og hrossabrestur, sagði Por- fyri, það er ógemingur að komast að neinni niðurstöðu með yður. Þjer eruð altekinn af brjálaðri hugsun. Jæja, svo að þjer trúið^ mjer ekki? En jeg skal segja yður það, að þjer eruð samt farinn að trúa mjer, þjer trúið mjer nú að hálfu og jeg skal koma yður til þess að trúa mjer al- veg, því að jeg er yður hreinskilnislega velviljaður og óska yður alls góðs. Varir Raskolnikofs fóru aftur að skjálfa. — Já, lofið þjer mjer að segja yður það einu sinni fyrir alt, jeg óska yður alls góðs, og hafið þjer gætur á sjúkdómi yðar. Nánustu skyldmenni yðar eru nú einnig komin hingað til yðar, hugsið þjer einnig um þær. Þjer ættuð að vemda þær, en í þess stað fyllið þjer þær ótta og óróa ... — Hvað varðar yður um þetta? Hvernig vitið þjer það? Hvemig stendur á því, að þjer erað að skifta yður af

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.