Lögrétta - 10.09.1930, Blaðsíða 3
4
LÖGRJETTA
upp á nokkurs manns miskunn
komnir, þurftu engum að lúta nje
krjúpa nema guði sínum. Þeir
voru líka óbældir í framgöngu og
framkomu. Þeir voru fjönnenn,
þeir voru skapstórir, og mátti
stundum litlu muna, ef ekki átti
að slá í svarra nje í hart fara,
einkum ef áfengi var um hönd
haft. Þeir voru, nokkrir sóknar-
bændur sjera Stefáns, fæddir bar-
dagamenn, alls óhneigðir fyrir að
láta hlut sinn, óvægnir óðara, ef
í odda skarst, hver sem í hlut
átti, því að ekki brast þá einurð.
Þeir voru gestrisnir á gamla vísu.
Þeir bjuggu að sínu, en við lítil
þægindi og hægindi í húsbúnaði
og híbýlum, voru hvorki „hof-
mannlegir“ nje- heflaðir. öl-
hneigðir voru þeir ýmsir, þessir
dalabúar. Ljetu þeir þá stundum
heldur ófriðlega, gerðust háværir
og hroðyrtir við drykkju. En oft
kom þá skýrt í ljós, hve mikilli
trúaralvöru, tilfinninganæmi og
náttúrugreind þeir bjuggu yfir,
þessir fommannlegu höldar,
brúnamiklir og heldur svakalegir
„við skál“. Mátti þá heyra á öl-
málum þeirra, að undir rosanum,
skrápnum eða skelinni, „blæddi
inni mannlegt hjarta“, líkt og
skáldið kveður. Töluðu þeir þá
stundum af hrærðum hug um guð-
lega trú og efstu rök, viku jafn-
vel að eigin breiskleika, er virt-
ist liggja sumum þessara skelja-
karla launþungt á sál og sam-
vitsku. Þeir voru brennheitir trú-
menn og sumir furðu biblíufróðir.
Kenningar kristilegrar trúar voru
þeim yfirleitt heilög mál. Þeir voru
sumir orðhepnir og máttugir í
máli, t. d. Guðm. Gíslason á Bolla-
stöðum, merkur maður og ágæt-
lega gefinn. Hann veit jeg mælt
hafa einkennilegast mál, ram-ís-
lenskt, biblíukryddað og kyngi
magnað, litmikið, stundum sterk-
lega stuðlað, mjög auðkennandi
það, er hann talaði um. Lifa sum-
ar setningar hans enn í manna
minnum. Hefur í honum búið
ræðumaður og rithöfundur, sem
aldrei fengu að njóta sín. Væri
hann maklegur þess, að saminn
væri af honum söguþáttur. Ann-
ars kendi margra grasa í sóknum
sjera Stefáns austan Blöndu. Þar
bjuggu líka friðsamir kyrlætis-
menn, er aldrei komu öðruvísi
fram en með hógværð, valmensku
og ljúfmensku. Niðurl.
Sigurður Guðmimdsson.
----rv---
Krishnamurti ætlar að koma
hingað í júní næsta sumar og
dvelja hjer í viku og flytja tvö
erindi, að því er umboðsmaður
hans hjer, frú Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir segir.
Prentsmiðjan Acta á 10 ára af-
mæli í þessum mánuði. Bauð hún
öllu starfsfólki sínu í skemtiferð
austur yfir fjall og til miðdegis-
verðar á Kolviðarhóli í gær. Einn-
ig voru í boðinu ritstjórar Tímans
og Lögrjettu. Frá Kolviðarhóli var
haldið austur yfir fjall í Þrasta-
lund og svo austur á Seyðishóla.
Var ferðin hin skemtilegasta.
Stauning forsætisráðherra Dana
hefur verið á ferð 1 Grænlandi
undanfarið, til þess að kynna sjer
ýms mál þar. Út af ummælum
um það, að Danir ætli að selja
clrn þurfa allir að
kunna, ekki sízt
nú þegar útvarpið fer að flytja
stjálfa meginstrauma heimsmenn-
ingarinnar alt inn til innstu fjalla-
bæja. Og innan þriggja missera
; förum við að tala við England á
sama hátt og Reykjavík talar núna
ij við Hafnarfjörð. Það er nú ekki
! neinum vafa undirorpið, að fljót-
ast og bezt læra menn málið á
| bækur Craigies og Potters. Þeim
I sem ekki geta fengið þær hjá næsta
bóksala eða kjósa heldur að fá þær
beint, sendi jeg þær gegn póst-
kröfu. Bókhlöðuverð er sem hjer
segir: Kenslubók í ensku, 1. h. kr.
1.50, 2. og 3. h. 2 kr. hvort; enski
parturinn (English Reading Made
Easy) 3 kr.; First Reader kr. 3,60,
Advanced Reader kr. 4.20; lykill-
inn (ekki seldur skólanemendum)
3 kr.; Everyday English kr. 4.20.
Allar þessar bækur eru með hin-
um afar einföldu og Ijósu fram-
burðarmerkjum Craigies, Beztu
orðabækurnar: Concise OxfordDic-
tionary (kr. 10.20); Pocket Oxford
Dictionary kr. 4.20; Little Oxford
Dictionary kr. 2.40.
Snæbjörn Jónsson,
Austurstræti 4, Reykjavik.
landið, hefur hann lýst því yfir,
að það sje alveg tilhæfulaust.
Þjóðleikhúsið. Byrjað er nú á
kjallara þess og ráðgert að öllu
húsinu verði lokið eftir 8 ár.
Óánægja hefur komið fram úr
ýmsum áttum með staðinn og
jafnvel það, að nokkuð skuli átt
við bygginguna fyrst um sinn.
Sig Guðmundsson húsameistari
hefur stungið upp á því að hafa
húsið fyrir vesturenda Austur-
strætis uppi í brekkunni og rífa
húsin fyrir neðan. Sveixm Jónsson
stingur upp á því í Mbl. að reisa
húsið suður við tjöm, þar sem
hljómskálinn er og hafa ráðhús á
| tilsvarandi stað hinum megin, en
| hina nýju - kirkju nokkru sunnar
fyrir miðri tjöm. Magnús Jónsson
| prófessor hefur stungið upp á
j sama stað og Lögrj. áður, suður
við tjörn, á stórri óbygðri lóð
| fyrir sunnan hús Thor Jensens.
i Síldarbræðslustöð ríkisins var
j vígð 5. þ. m. á Siglufirði og gerði j
það Bernharð Stefánsson alþm. í
; umboði atvinnumálaráðherra.
; Seinna um daginn var veitsla
haldin undir forsæti dómsmála-
ráðherra og margar ræður haldn-
ar um fyrirtækið. í einni ræðu ;
sinni ávítaði dómsmálaráðherra i
m. a. harðlega ýmislegt framferði j
norðlenskra kommúnista og gengu j
einhverjir þeirra út undir þeirri j
ræðu. Verksmiðjan mun hafa
kostað um 1 milljón 200 þús. kr.
auk lóðar, sem kaupstaðurinn hef-
ur lagt til.
Tryggingarlöggjöf. Stjómin
hefur skipað nefnd til að undir-
búa löggjöf um tryggingar og
setja í henni Ásg. Ásgeirsson, * 1
Ilar' Guðmundsson og Jak. Möll-
er.
Olympíuleikarnir, þeir tíundu,
verða samkvæmt tilkynningu frá j
undirbúningsnefndinni, sem Lögr.
hefir verið send, haldnir í Los
Angeles í 16 sólarhringa, frá 30.
júlí til T4. ágúst að sumri. Þar
verða sýndir 135 Jeikir, -aflraunir,
fimleiðar, glímur, hnefaleikur,
róður, siglingar, hljólreiðar, knatt-
leildr, skot og ýmsar fagrar listir.
í sambandi við aðalíþróttavöllinn
og sundhöllina hafa verið gerðar
Alþjóðaskákþing
og þátttaka íslendinga.
1 34. tölublaði Lögrjettu var
sagt frá alþjóðaskákþinginu í
Hamborg og þátttöku Islendinga
og birt skák þeirra Eggerts Gilfer
og Englandsmeistarans, sem hann
mátaði. Hjer birtist nú önnur
skák frá þinginu, viðureign þeirra
Einars Þorvaldssonar, eins af
bestu taflmönnum hjer, og Mach
skákmeistara Lítauens, sem Ein-
ar sigraði. Skýringamar við skák-
ina eru eftir Einar Þorvaldsson
sjálfan.
Drottning’arbragð.
Hvitt Svart
E. Þorvaldsson. S. Macht.
1. d2—d4 RgB—f6
2. Rgl—f.3 e7—e6
3. c2—c4 d7--d5
4. Rbl—c3 c7 —c6
5. Bcl—g5 Rh8— d7
6. e2—e3 Dd8—a5
7. Ddl—c2 Bf8—b4
8. Rf3—d2 d5Xc4
9. Bg5—h4
Venjuleg leikröð er Bg5
Xf6, Rd7Xf6; 10. Rd2X
c4 ... Da5—c7 með jöfnu
tafli - Þetta fráhvarf,
frá hinu algenga gefur
svörtu að visu tækifæri
til að vinna peðið á c4,
en hinsvegar fær hvitt
sókn, sem er varhugaverð
fyrir svartan.
9. . . . b7—b5
10. Bfl—e2 Rf6—d5
11. Hal—cl 0—0
12. 0—0 Rd5Xe3
13. b2Xc3 Bb4—a3
14. Hcl—el Rd7—b6
15. e3—e4 Bc8—d7
16. e4—e5 . . .
Hindrar f7—f5 og gefur
hvítum sterkan riddara á
e4.
16. ... Rb6—d5
17. Rd2—e4 *Rd5—f4
18. Dc2--d2 Rf4—g6
19. Bh4—gð c6—c5?
Hjer gat svart leikið
Hf8—c8, næst Ba3— f8.
Hinn gjörði leikur er
glappaskot eins og áfram-
haldið sýnir.
20. Re4—f6f Kg8—h8
Ef g7Xf6, þá Bg5Xf6;
næst Dd2—h6.
21. Dd2--e3
í fljótu bragði virðist
vera sjálfsagt að vinna
Biskupinn á d7, en við
nána ihugun kemur i ljós
að hinn gjörði leikur er
heppilegra áframhald. 21.
Rf6Xd7, Hf8—d8; 22. Bg5
Xd8, Ha8Xd8; 23. d4X
c5, Rg6Xe5; 24. Dd2—
gð, Re5Xd7; 25. Hel— dl,
Da5—c7.
21...... Hf8—d8
22. De3—h3 Rg6--f8
23. Be2—f3 c5Xd4
24. Bf3—e4
Stór yfirsjón, sem or-
sakast af naumum tima.
Hjer getur hvitt unnið
skákina á glæsilegan hátt.
24. Rf6Xh7, Rf8Xh7; 25.
Bf3—e4, g7—g6; 26, Be4
Xg6, f7Xg6; 27- Bg5-
f6f, Kh8—g8; 28. Dh3
—h6.
24. ... Ba3—e7
25. Rf6Xh7 Be7Xg5
26. Rh7Xg5f Kh8— g8
27. Be4—h7f Rf8Xh7
28. Dh3Xh7f Kg8- 1 00
29. Dh7—h8f Kf8- -e7
30. Dh8Xg7 Hd8- -f8
31. Dg7—f6f Ke7- -e8
32. c3Xd4 Da5- -d8
33. Df6 —g7 Bd7- -c6
34. Rgö—h7 Dd8- -e7
35. Dg7Xf8t De7Xf8
36. Rh7Xf8 Ke8Xf8
37. f2—f4 Kf8- -e7
38. f4—f5 Hal- -g8
39. g2—g3 a7- -a5
40. a2 — a3 b5— -b4
41. f5—f6f Ke7- -d7
42. a3Xb4 a5Xb4
43. Hel—bl b4- -b3
44. Hfl—cl Bc6- -d5
45. Kgl—f2 Hg8- -c8
46. Hcl—c3 Hc8- -a8
47. Hbl—b2 Ha8- -a3
Ef 47. Ha8—a2, þá 48.
Hb2Xa2, b3Xa2; 49. Hc3
—a.3, c4—c3; 50.KÍ2—el,
Bdð—b3; 51. h2—h4 og
hvítt vinnur.
48. h2—h4 Kd7—c6
49. Kf2— e3 Kc6—b5
50. Ke3—d2 Ha.3—al
51. Hc3-- cl Hal Xcl
52. Rd2Xcl Kb5—b4
53. g3— g4 c4—c3
54. Hb2Xb3f Kb4Xb3
55. S'4—g5 Bd5—e4
56. h4—hó Be,4—h7
57. gð— g6 Bh7—g8
58. g'6Xf7 Bg8Xf7
59. h5—h6 Gefst upp,
Fjallkonumynd
Gröndals
Fjallkonumynd Benedikts Grön-
dals frá 1874 er komin út í nýrri,
litprentaðri útgáfu á vönduðu,
þykku pappírsspjaldi. Hún er
gerð eftir spjaldi því, sem Grön-
dal átti sjálfur og hjekk heima í
stofu hans. Hafði hann skreytt
það með litum og vandað mjög
til þess, svo að það var án efa
fegursta Fjallkonuspjaldið, sem
til var. Alt litaskrautið kemur
ágætlega fram á prentuðu myud-
inni. Hjer er því um sjerlega
vandað verk að ræða, þjóðlegt
listaverk, sem ætti að verða eftir-
sótt veggjaprýði á íslenskum
heimilum. Spjaldið fæst hjá bók-
sölum í Reykjavík og úti um land.
Myndin kostar 10 kr., en ef
keyptar eru 5 myndir fást þær á
40 kr. beint frá aðalútsölunni í
Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar
Lækjargötu 2, Reykjavík,
15 æfingavellir fyrir aðkomu-
flokka.
Síðustu erlendar fregnir. Bylt-
ing hefur verið í Argentínu. 1
Bromleykjördæmi í Englandi fóru
nýlega fram aukakosningar og
unnu íhaldsmenn mikinn sigur, en
áður var þetta jafnaðarmanna-
kjördæmi. Atvinnuleysi fer sí-
vaxandi í Bretlandi og Þýska-
landi.
Frú Sigríður Johnsen, móðir
Gísla og Sigfúsar Johnsen, and-
aðist hjer í bænum 30. f. m., 76
ára að aldri og hafði verið veik
lengi, merkiskona.
Ráð tannlækna
hljóðar nú:
«Náið hAðinni af tönnunmn,
•TO þanr wði hatXbrifQad of b*M«.
XANNHIRÐimua bttk Mdfl Hðrwn
* IhunlOrttm.
TconlakmrMndin rakfa aá fföWa tean-
krtlk tll húfter i
mmunwn. Rtnníö nitwannl fflr ttnn-
omir; þá flnaW þflr «ninken< ltj.
Hfl hnfa rt»lndln g*rt tunputafl P«p-
sodent o* þer mefl fttndlfl iflfl til efl oyða
afl fttllu þeeaarl bflfl. Þafl teeer hflfllna og
nær hennl a/. Þeð lanlheldur hvorld
klsll né Tikor.
Reyniö Popsodant Sjfliö, hvernlg tenn-
urnar hvltna )afnoflum og húðiagrð hverf-
ur. Férra daga notkun færir yður helm
sanntnn um mfltt þess. Skrlfið eftlr
6k®ypl» 10 daga aýnishorni til: A. H.
Ritae, AM. 1662-70, Bredgada 25, EX,
Kanpmannahðfn, K
FÁIÐ TÚPU 1 DAGl
Afburða-tMnnpasfa nútimans.
Hefur meðnMill hetstu Unnl«kn« í ðllum heiml. 1682
Norræn skákkepni. Daninn Erik
Ahdersen varð skákmeistari Norð-
urlanda á skákkepni, sem lauk í
Stokkhólmi 22. ágúst. Næstur
honum var Svíinn Stálberg.
Prentsmiðjan Acta.