Lögrétta


Lögrétta - 26.11.1930, Side 3

Lögrétta - 26.11.1930, Side 3
4 LOGftJETTA I sveitum er besta jólagjöfin góð bók. Gefið vinum yðar „Jómfrú Rag~nlieidi“ í jólagjöf. Það lífgar þá upp í skammdeginu. FÆST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM. hjálmur Stefánsson rangar og spyr hversvegna virða eigi að vettugi rök Nansens á móti þessu eða hversvegna eigi að setja fram sem örugga staðreynd, kenningu, sem einungis sje danskt sjónarmið, en virða ekki önnur sjónarmið viðlits. Eskimóasagnir, sem danskir fræðimenn hafa talið benda í sömu átt, hefur Nansen einnig skýrt af miklum lærdómi samkvæmt heimildum og út frá persónulegri þekkingu sinni á Eskimóum. Og niðurstaðan verður langsennilegust sú, segir V. Stef- ánsson, að alls ekki hafi verið um neina skyndilega útrýmingu, eða endanlega eyðingu (final destruc- tion) íslendingabygðanna að ræða, heldur hafi íslendingamir runnið saman við Eskimóana í báðum bygðum og þar í kring. Það, að Eskimóarnir hafi út- rýmt íslendingunum verður einn- ig ósennilegt af öðrum ástæðum, sem hinar nýjustu fornfræða- íannsóknir á Grænlandi hafa leitt í ljós í öðrum samböndum. Vil- hjálmur Stefánsson bendir í því efni einkanlega á nýjustu áætlan- ir dr. Finns Jónssonar um fólks- fjöldann í Íslendingabygðum. Nan- sen áætlaði (1911) að fjöldi Ev- rópumanna í Grænlandi á miðöld- um hefði aldrei verið meiri en 2000 manns. En nú gerir dr. Finnur ráð fyrir því, að þeir hafi verið alt að því 9000 og er það mjög ólíklegt, ef ekki ómögulegt, að Eskimóar hafi yfirunnið og út- rýmt svo miklum mannfjölda í skyndilegri árás eða á skömm- um tíma. Skynsamlegasta skýr- ingin á örlögum svo mannmargr- ar nýlendubygðar er sú, að það sem átt hafi sjer stað með hvarfi hennar sem sjerstakrar og sjálf- stæðrar bygðar, hafi ekki verið útrýming eða aleyðing, heldur þjóðblöndun eða kynblendingur (racial amalgamation). Og þessi blöndun hefur sennilega einkum farið fram á öldinni milli 1400 og 1500. Saga Grænlendinga er venju- lega látin enda um 1500, en nýj- ustu viðburðir á sviði rannsókn- anna gefa von um það, segir Vil- hjálmur Stefánsson, að takast muni að rekja söguna lengra, sögu grænlensku nýlendanna eftir 1500 og ef til vill koma henni í samband við Frobisher-Davis tíma bretskra landkannana og máske geti hin nýja ötula Bristol-rann- 'sókn á bretskri verzlunar- o g siglingasögu hjálpað tO þess. Það er að minsta kosti víst að ís- j lendingum var aldrei útrýmt al- gerlega í Grænlandi og sennilega má rekja einhverja sögu þeirra eftir 1500. ---o—- Mentaskólinn á Akureyri. Þar hefur nemanda einum, Ásgeiri Blöndal Magnússyni, verið vísað úr skóla vegna svæsinnar stjóm- málagreinar, sem hann hafði skrifað í tímaritið „Rjett“, en í reglugerð skólans eru nemendun- um bönnuð afskifti af stjórnmál- um. Verklýðsráðstefnan, sem ver- ið hefur á fundum hjer í bænum, hefur mótmælt brottrekstrinum, telur hann árás á verklýðsstefn- una og samtök hennar og brjóita í bág við 68. og 69. gr. stjórnar- skrárinnar. Hin hsrri búnaðarmentun. ------ Nl. Jeg þarf ekki að lýsa hinni lægri búnaðarmentun, hún er vel kunn, svo að þess gerist vart þörf: 2 vetra bóklegt nám, á- samt 6 vikna verklegu námskeiði (ekki skilyrðisbundið). Námsskeið fyrir bændur yfir styttri tíma (3—6 daga). Námskeið fyrir eft- irlitsmenn, garðyrkjunámskeið. Hvert sækjum við okkar æðri búnaðarmentun ? / Það leiðir beint af því, að hjer er enginn búnaðarháskóli, að við verðum að stunda búnaðar- háskólanám erlendis, einkanlega í Danmörku og Noregi. Þeir, sem muna 20 ár aftur í tímann sjá vel, að um miklar breytingar í búnaðarháttum hef- ur verið að ræða. Þetta stafar fyrst og fremst frá vakningu og áhrifum frá öðrum þjóðum. Og þau áhrif hafa þeir menn flutt, sem hafa kynt sjer búnaðarmál gaumgæfilega — stundum erl. ann- aðhvort verklegt eða bóklegt bún- aðamám, ellegar hvorutveggja. Það hefur þótt oft og einatt að þessum mönnum, að þeir hafi ekki haft tækifæri til þess að kynna sjer búnaðarmál við okkar hæfi, að þeir sjeu ekki heppilegir leiðtogar í búnaðarmálum af þess- um orsökum. Þessu verður ekki á móti mælt að öllu leyti. Þeir vita það best sjálfir, þeir sem ganga undir búnaðarháskólapróf erlendis, að þeir verða að skila mörgu til prófs, sem þeir fyi*ir- fram sjá, að þeir nota ekki í ís- lenskum búnaði. Því þegar geng- ið er undir próf verður alt að lær- ast, sem krafist er til prófsins. Þetta er bersýnilegt. Enda þótt þessir annmarkar séu á menntunarástandi þessara manna, hafa þeir þó verið um all- langt skeið notaðir sem leiðbein- endur í búnaði og kennarar við búnaðarskólana o. m. fl. Hafa þessir menn margir, að minsta kosti þeir eldri vaxið upp með framþróun landbúnaðarins og eru því gagnkunnugir öllum búnaðar- háttum og hafa nú af miklu að miðla til hinnar yngri kynslóðar og til þeirra manna, sem ætla sjer að stunda hærri búnaðarmentun. Nú eru að myndast ýmsar stöð- uv í þjóðfjelaginu, sem beinlínis væri æskilegt að væru skipaðar mönnum með hærri búnaðar- mentun, og ennfremur er beinlínis gert ráð fyrir að á næstu árum myndist slíkar stöður,og á jeg þar við hjeraðsbúfræðingana, sem i gert er ráð fyrir að verði skip- aðir, samkvæmt tillögum milli- þinganefndar sem skipuð var í búnaðarmálum á síðasta búnað- arþingi. Þeir sem bera skyn á þessi mál hljóta að sjá, að þar þarf starfsmenn með fullkom- iuni búnaðarþekkingu. En hvar verða þeir menn gripnir upp? Að vísu eru til margir búfræðiskandidatar sem ekki hafa fastar stöður við bún- að, en fæstir þeirra munu hverfa að þessum stöðum. Nú hin síð- ! ari árin hefur ekki verið hlynt 1 mikið að búnaðarskólanámi er- lendis — kandidötum hefur verið veitt kr. 300 á ári til námsins, en það hrekkur skamt og enda ekki meiri styrkur heldur en sumir aðrir fá til verklegs náms ellegar lægra búnaðarnáms. Og oft hafa þessir menn orðið að sæta því að fá minni styrk. Út frá þessu verður að draga þá beinu yfirlýsingu Búnaðarfjel. íslands, að það vilji ekki stuðla að bún- aðarháskólamentun. Enda fæ jeg ekki betur sjeð en að Bún. fsl. ætli sjer í framtíðinni að verða einskonar undirbúningsskóli fyrir þá starfsmenn, sem það hefur í þjónustu sinni. Þ. e. Bún. fs- lands tekur að sjer það verksvið, sem búnaðarháskólar hafa í ná- grannalöndunum. — Því verður ekki neitað, að æski- legast væri að hægt væri að veita alla hærri búnaðarmentun í land- inu sjálfu og að því verður að keppa. En hitt er annað rnál, hvort við sjeum svo langt komn- ir áleiðis í búnaðarlegri menn- ingu nú, að þetta sje tímabært. Jeg lít svo á, að ef Búnaðai- fjelag íslands hverfur að því ráði nú þegar, þá verði það til þess, að hin búnaðarlega framþróun verði að kyrstöðum, ef ekki berast að nýir straumar utan að. Þessa nýju strauma má ekki teppa. En þeir virðast vera það algerlega nú um alllangt skeið, þar sem vart nokkur íslendingur leitar sjer hærri búnaðarment- unar við erlenda búnaðarháskóla. Virðast þó fara að skapast ærin verkefni fyrir þessa menn í at- vinnulífi þjóðarinnar. Það væri því ekki úr vegi, að beina athygli stúdenta að þessu námi, en eins og gefur að skilja, verða þeir að aíla sjer innlendrar verklegrar þekkingar, helst áður en þeir byrja á erlenda náminu, Jeg lít svo á, að í framtíðinni verði að krefjast af opinberum starfs- mönnum fyrir íslenskan land- <búnað: 1. Innlendrar þekkihgar í land- búnaði og tilraunastarfsemi (búnaðarskólanám, eftirlitsstarf- semi, tilraunastarfsemi m. m., sem að innlendri verklegri bún- aðarfræðslu lýtur). 2. Búnaðarháskólanáms við er- lenda búnaðarháskóla. Fyi’ra liðnum geta bændaskól- arnir og Bún. fslands fullnægt fullnægt og á hið innlenda verk- lega nám að vera sett sem skil- yrði fyrir því að búnaðarháskóla- kandidatai geti orðið opinberir starfsmenn sem ráðunautar, kenrarar m. m. fyrir landbúnað- inn. — Og þegar styrk til bún- aðarháskólanáms er úthlutað, má setja ákv’eðnar kröfur um inn- lenda búnaðarþekkingu. Og þeir einir, sem fullnægja þeim kröf- um, verða styrks aðnjótandi, hinir ekki. Þess skal getið, að þeir sem stunda búnaðarháskóla- nám í Kaupm.höfn, verða að- njótandi styrks úr Sáttmálasjóði (danska hlutanum) til jafns við þá, sem nema við háskólann þar. Verður því ljettara að stunda þar nám, fjárhagslega sjeð, en ann- arsstaðar. Það sem^ jeg í stuttu máli hef viljað skýra frá er þetta: að ennþá er ekki nóg innlend bú- vísindi, svo að við komumst ekki hjá að læi*a erlend búvísindi. Að við þurfum að leggja á- herslu á að skapa innlend búvís- indi, bygð á innlendri reynslu, og að hverjum opinberum starfs- manni landbúnaðarins sje gert að skyldu að nema þau, ásamt er- lendum búvísindum. Þegar við erum orðnir svo miklir búmenn, að við getum staðið á eigin fótum og öllu heldur miðlað öðrum, þá kemur alveg af sjálfu sjer íslenskur búnaðarháskóli, sem verður ein deild (fakultet) af háskóla ís- lands. Þá stöndum við fyrst á eigin fótum í búnaðarmálum. En enda þó að þessi draumur rætist, sem vonandi verður ekki langt að bíða, þá verður ekki þar með lokað fyrir það, að ýmsir leyti sjer framhaldsmentunar er- lendis í búnaði. Þar gilda sömu reglur og um annað háskólanám, að menn vilja kynna sjer siðu og háttu annara þjóða sem best, þeir sem framgjamir eru. Vigfús Helgason. Verklýðsráðstefnan samþykti með 38 atkv. gegn 13 yfirlýsingu um, að hún væri andvíg þeim mönnum, sem gefa út „Verklýðs- blaðið“ hjer í bænum og teldi „starfsemi þess og aðstandenda þess til tjóns fyrir samtök verka- lýðsins“. Þjóðabandalagið. í síðasta bl. var skekkja í frásögninni um það, sem sagt er um Lichten- stein, því að það ríki fjekk ekki inngöngu vegna þess að það full- nægði ekki skilyrðum bandalags- ins en stóð í þófi um það um hríð. Þar sem sagt er í sömu grein, að meðlimir bandalagsins sjeu ca. 1000 á að standa, eins og á sambandinu sjest, að ein- ingatala meðlima bandalagsins sje ea. 1000, eða tæplega það. Svik í spiluni. Vestur-íslending- ur, Jón Halldórsson að nafni, sem hjer hefur dvalið síðan í sumar, hefur verið t ekinn fastur fyrir grunsemd um svik í fjárhættu- spilum. Leiðrjettingar. í ritdómi í síð- asta bl. um kvæðabók Steins Sig- urðssonar voru þessar villur í kvæðinu Sveitin mín: 4. vísa: skrykkjum, les: skykkjum og 9. vísa: vana þungi, les: vona þungi. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.