Lögrétta


Lögrétta - 29.04.1931, Síða 1

Lögrétta - 29.04.1931, Síða 1
LOGRJETTA * XXVI. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 29. apríl 1931. 15. tbl. Um víða veröld. Sir James Jeans um viðfangsefni nútímans. Andatrú og sálarrannósknir. Þetta er alt (sem frá var sagt í seinasta blaði) um hin verklegu og efnalegu málin, en Sir James Jeans snýr sjer einnig að andlegu málunum. Hann bendir á það, að ýmsir merkir menn hallist að andatrú eða sálarrannsóknum, eða ræði að minsta kosti um möguleika þess. að fá sannanir fyrir áframhaldi lífsins eftir dauðann. Sem vísindamaður verð jeg að segja það, segir Sir James, að mjer þykja sannanimar ger- samlega öfullnægjandi og þær sannfæra mig ekki. Sem mann- leg vera verð jeg að bæta því við, að mjer sýnast flestar þeirra einnig vera hlægilegar. Er heimurinn vjel eða hugsun? Mjer virðist öll andleg skýring tilverunnar hljóti að verða með alt öðrum hætti. Fyrir svo sem 50 árum var venjulega litið á til- veruna eins og vjel. Það var þá talinn tilgangur vísindanna, að útskýra tilveruna, (og manninn sjálfan) á vjelrænan hátt. Nú- tímavísindin veita þessari vjel- rænu efnishyggju mjög lítinn stuðning. Tilveran er miklu líkari mikilli hugsun en mikilli vjel. Þetta segir Sir James að sjer þyki að minnsta kosti sennilegast nú, þótt hann játi að það geti breýtst hvenær sem er, ef ný visindaleg þekking komi í ljós. Mannkynið getur ekki við því búist, að það skilji og skýri alla hluti í fyrstu i atrennunni. Svo að segja allar svonefndar hugsæiskenningar eru aðgengilegri en efnishyggjan. Það er engin fjarstæða að hugsa sjer alla tilveruna sem hugsun, og að hugsunin — að vísu ekki mannleg hugsun — hafi skapað efnið, atomin og stjömumar. Jeg legg annars ekki sjerlega mikið upp úr heimspekilegum heilabrot- um og tel ekki miklu skifta að reynt sje að finna einhvern rök- fræðilegan grundvöll undir sið- fræði og siðgæði. Til hvers væri manninum það, þótt hann legði undir sig allan heiminn, ef hann biði tjón á sál sinni, þessi og þvílík orð Krists leiða okkur inn á svið, þar sem rökfræði og vís- indi geta nú sem stendur ekki verið til leiðbeiningar. Sannleikunnn er sá, að við vit- um núna mjög lítið, svo að segja ekki neitt. Þeir sem á eftir okk- ur koma munu lifa í ólíkri ver- öld, sem þeir skilja betur, hvort sem hún verður betri eða verri. En þeu' menn munu líta aftur til okkar tíma, sem hinna gömlu góðu tíma, þegar nýjabragð var að öllu og dagrenning yfir öllu. Jeg sje ekkert eftir því, að örlög- in hafa varpað lífi mínu inn í þenna tíma. Leyndardómur alheimsins. Sköpun heimsins og eðli. í nýjustu bók sinni, um leynd- ardóm alheimsins (The mysteri- ous Universe, 1930), ræðir Sir James Jean meira um eitt af þeim atriðum, sem hjer hefur verið drepið á, um eðli alheimsins og það, að skýra megi hann sem hugsun fyrst og fremst. Hann minnist á ýmsar skýringar fyrri tíma í þessa átt, t. d. kenningar Berkley’s. Hann segir að sjer virðist ótvírætt, að vísindi nútím- ans stefni í sömu átt, en eftir alt öðrum götum. Þetta gæti litið svo út, segir hann ennfremur, sem al- veg væri verið að snúa baki við raunsæisstefnunni (realism) og setja algerða hugsæisstefnu (idealism) í staðinn. En þetta þykir Sir James samt of mikið sagt. Hann segir, að í raun rjettri sjeu markalínumar milli raunsæis og hugsæisstefnu mjög óljósar og að mestu leifar frá þeim tíma þegar álitið var, að raunsæi hlyti að vera sama og vjelgengi. Vissu- lega er það til, sem er sannar- lega raunverulegt, sem er hlut- rænn veruleiki, af því að vissir hlutir hafa sömu áhrif á mig og þig, en ef við segjum, að þeir sjeu annaðhvort hlutrænir eða hugrænir, þá festum við á þá nierkispjald, sem við höfum eng- an rjett til þess að setja á þá. Rjettast væri, að áliti Sir James, að segja að þeir væru „stærð- fræðilegir“ (mathematical) ef við getum komið okkur saman um það, að leggja í það orð þann skilning að það eigi við alla hreina (pure) hugsun, er ekki ein- ungis við viðfangsefni hins stærð- fræðilega sjerfræðings. 1 orðinu felst þá ekkert um það, hvað hlutimir eru í insta eðli sínu, það segir einungis til um það, hvernig þeir að einhverju leyti haga sjer eða birtast. Hugtakið felur það að sjálfsögðu ekki held- j ur í sjer, að gera eigi efnið að einskærri skynvillu eða draumi. Efnisheimurinn er öldungis eins efnislegur og verulegur og áður og sú staðreynd stendur óhögguð hversu mikið sem náttúmvísindi og heimspeki breytast. Það, að hugsa sjer veröldina sem heim hreinnar hugsunar varpar nýju ljósi á mörg við- fangsefni í eðlisfræði nútímans. Þá skilst það, hversvegna helst á að hugsa sjer ljósvaka, sem stærðfræðilega ímynd (abstrac- tion), að sínu leyti á borð við lengdargráður og breiddargráður. Samkvæmt þessu verður einnig orkan, undirstöðueining alheims- ins, að stærðfræðilegri ímynd. En | hugmyndin gerir að vísu einnig j j ráð fyrir því, að hinn endanlegi j sannleikur um fyrirbrigðið sje fólginn í hinni stærðfræðilegu skýrgreiningu þess og meðan eng- in veila er í henni á þekking okk- ar á fyrirbrigðinu að vera full- komin — það er að segja full- komin að því er snertir það, hvernig fyrirbrigðið birtist eða hagar sjer í hlutfalli við eitthvað annað, en stærðfræðileg regla get- ur aldrei sagt neitt um það, hvemig fyrirbrigðið eða hluturinn er í sjálfu sjer. Af þessu leiðir það, að komist verður hjá ýmsum ógöngum í eðlisfi'æði nútímans eins og fyr segir. Það er óþarft að ræða það, hvort t. d. ljósið er bylgjur eða agnir. Við vitum alt, sem vitað verður um ljósið, ef við getum fundið stærðfræðilega setningu, sem segir nákvæmlega frá hátt- erni þess, því hvetmig það birtist og við getum hugsað okkur það, sem bylgjur eða agnir eftir því sem okkur lítst. Þegar við hugs- um okkur það sem bylgjur, get- um við gjarnan hugsað okkur bylgjur í ljósvaka, en sá ljósvaki verður breytilegur. Á sama hátt þarf, samkvæmt þessum skoðun- um Sir James Jeans, ekki að ræða það, hvort bylgjuhreyf- ingar í elektrónasafni sjeu í þrívíðu (three dimensional) eða fjölvíðu rúmi, eða alls engu. Hreifingin er í stærðfræðilegri reglu og hún og ekkert annað, er veruleiki hennar og við getum svo hugsað okkur víddina, dimen- sionina, eins og við viljum, eða við getum hugsað okkur, líkt og Heisenberg og Dirac, að hjer sje um alls engar bylgjur að ræða. Ein afleiðing er enn af öllum þessum hugsunarferli. Veröldin hefur ekki ennþá náð fullum þroska, hún er í sífeldum vexti og breytingnm. Hún hlýtur því einn- ig að eiga sjer eitthvert upphaf. Þar af leiðandi hlýtur eitthvað það, sem við köllum sköpun, að hafa átt sjer stað einhverntíma ekki fyrir mjög löngu. Ef heimurinn er heimur hugs- unar, þá hefur sköpun hans einn- anleiki tíma og rúms neyðir okk- ur svo að segja til þess að hugsa okkur sköpunina sem hugsunar- starf og tími og rúm hafa orðið til sem hluti úr þeirri hugsun. Vísindi nútímans neyða okkur til i þess að hugsa okkur skaparann j utan tíma og rúms og óháðan j þeim, sem eru verk sköpunar | hans, eins og málarinn er óháður ! ljereftinu, sem hann málar. Svip- uð hugsun kom fram undir eins hjá Plató. Annars vitum við enn- svo lítið um itímann, að ef til vill ættum við að líkja öllum tímanum við sköpunarstarfið sjálft, það að hugsunin fái form. Það er nú mjög útbreidd skoð- un, segir Sir James Jeans á öðr- um stað í sömu bók, að kenningar í stjömufræði og eðlisfræði nú- tímans muni valda mjög róttæk- um breytingum á allri útsýn okk- ar um alheiminn og samhengi hans og gildi mannlegs lífs. Þetta er heimspekilegt úrlausnarefni í eðli sínu, en áður en heimspeking- arnir hafa rjett til þess að láta til sín heyra, á að biðja náttúru- fræðingana að leggja sínar stað- reyndir á borðið. Það verður að játast að þeirra niðurstöður geta breytst hvenær sem er, þegar ný þekking kemur fram og við, sem nú lifum höfum enga ástæðu til þess að halda, að við höfum öðl- ast alla þekkingu. En eftir því, sem náttúruvísindunum er nú háttað, álítur Sir James Jeans, að af þeim verði helst dregnar þær heimspekilegu ályktanir, sem nú hafa verið raktar nokkuð og allar beinast í þá átt, að heimurinn er hrein hugsun, skapaður af hugs- un og af skapara, sem fyrst og fremst var stærðfræðilega hugs- andi, í þeirri merkingu, sem áður er útskýrð. ---o---- Indriði Einarsson Indriði Einarsson verður átt- ræður á morgun. Reykvíkingar, sem daglega sjá hann kvikan og kátan hugsa sjer hann aldrei sem gamlan mann og mörgum kemur það á óvart, að hann sje nú átfc- ræður. Hann hefur lengi verið þjóðkunnur maður og merkur fyr- ir mörg störf sín og því skylt að minnast hans nokkuð. Það er fyrst um Indriða að segja, að hann er Skagfirðingur, Skagfirðingur fyrst og fremst. Fæddur á Húsabakka 30. apríl 1851. Föðurætt hans er Reyni- staðafólk, en Euphemia móðir hans var dóttir Gísla saguaritara Konráðssonar og systir Konráðs Fjölnismanns. I. E. varð stúdent 1872 og er nú einn á lít'i af þeim, sem þá útskrifuðust. Eftir 5 ára nám við Hafnarháskóla lauk liann (1877) prófi í hagfræði og stjómfi'æði með I. einkunn og mun vera fyrsti íslendingurinn, sem lokið hefur háskólaprófi í þeim fræðum. Að loknu prófi fór hann til Edinborgar til frain- haldsnáms í háskólanum þar og einkum til þess að kynna sjer .sparisjóði. Jafnframt fjekst hann þar við ýms íslensk fræði, sem hann hneigðist snemma að, eins

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.