Lögrétta


Lögrétta - 29.07.1931, Síða 1

Lögrétta - 29.07.1931, Síða 1
XXVI. ár. Réykjavík, miðvikudagiim 29. júlí 1931. 28. tbl. Um víða verö'd Giovanni Papini um helga menn og listamenn. Giovanni Papini er einn af helstu og frægustu núlifandi rit- höfundum meðal rómanskra þjóða. Hann varð heimsfrægur fyrir Æfisögu Krists, sem einnig er vel kunn hjer á landi síðan hún kom út í Lögrjettu og svo í bókarformi. Papini hefur skrifað margt annað, m. a. æíisögu sína eða játningar, mjög einkennilega bók, einnig stórt rit um Ágústín- us kirkjuföður og ýms skáldrit. Einnig eru til eftir hann í bókar- formi fjögur eða fleiri ritgerða- söfn. Eitt þeirra heitir verka- menn í víngarðinum og er safn af greinum um ýmsa merka menn, Petrarcha, Michelangelo, Loiola, Franz frá Assici, Man- zoni, guðspjallamennina o. fl. Papini segist sem sje vera kom- inn að þeirri niðurstöðu, að eina fólkið, sem hann geti þolað og virt í veröldinni sjeu helgir menn og listamenn, þeir, sem líkja eft- ir guði og þeir, sem líkja eftir verkum guðs. Þeir einir, segir hann, hafa eitthvað saman við hinn eilífa að sælda, og þess vegna eru þeir hafnir yfir hjörð þeirra, sem vinna til þess að leita launa eða kaups og þeirra, sem leita nautna. Helgir menn reyna að geta sjer til um það hvernig- sje sál hins eilífa, til þess að geta líkst honum, en listamenn reýna að líkja eftir búningi hans, þeirri mynd, sem hann tekur á sig. Helgir menn eru rjett bomir synir guðs og við erum allir synir hans, þótt ein- ungis fáir minnist sonarskyldu sinnar og listamaðurinn er frændi guðs eins og Dante komst svo heppilega að orði og er þess- vegna í nánu sambandi við guð, þótt fjarlægara sje en samband heilags manns við hann. Þannig lýsir nú Papini í for- mála ritgerðasafnsins, sem að of- an er nefnt, afstöðu helgra manna og' listamanna og því, hversvegna hann skrifar ein- göngu um slíka menn. Ritgerðir hans um þá eru nokkuð mis- ja^iar, en ýmsar góðar og vel skrifaðár. Meðal þeirra er ein um páfann, sem nú er Pius XI. og af því að mikið er nú um hann rætt, vegna deilanna við ítölsku stjórnina ekki síst, verður sagt dálítið frá þessari ritgerð, þar sem hún sýnir einnig afstöðu rit- höfundar eins og Papini gagn- vart páfavaldinu og gefur nokk- urt sýnishorn af þessu nýjasta ritgerðasafni hans. Píus XI. Páfaveldið og skoðanirnar á því. Áður fyr, þegar tímarnir voru minna upplýstir en nú, af villu kæruleysisins, segir Papini, voru hver einustu ummæli páfans út- skýrð orði til orðs eins og rit Platós eða Shakespeares eru nú skýrð við háskóla. Þegar páfinn talaði, hlustuðu börn hans, til þess að skilja og skildu til þess að hlýða. En nú á dögum getur allur þorri jafnvel þeirra manna, sem hæla sjer af því, að vera sannir kaþólskir trúmenn, ekki sjeð af meiri tíma til þess að athuga páfabrjef, en rjett svo að þeir renni augunum yfir út- drætti blaðanna úr þeim, því að þeir þurfa að lesa greinamar um íþróttakappleiki, fundi og skemtr anir. Páfinn talar á latínu, dauðu máli. Hann talar til trúaðra manna, sem er hálfdauður mann- flokkur ... Páfinn er einstök persóna í öll- um heiminum. Sagnfræðingum er hann einstakt vitni um liðna fornöld, erfingi Mósesar, lög- gjafans, eftirkomandi Cæsar- anna, sá eini, sem eftir lifir af samtímamönnum Tiberiusar. I augum heimspekinganna varð- veitir páfinn einn lifandi erfi- kenningu platonisma Jóhannesar og aristotelisma Tómasar og notar þá til þess að dæma stað- reyndir alheimsins. Sú gríska speki, sem er einskær lærdómur hjá háskólakennurum og liðin saga, er ennþá lifandi hugsun hjá páfanum, að svo miklu leyti sem kristindómurinn hefur tileinkað sjer merg hennar fyrir milli- göngu helgra manna. í augum listamannanna er páfinn eini þjóðhöfðinginn, sem eftir er í fornum, göfugum stíl, sá eini sem í sannleilm ræður yfir mönn- um, þjóðhöfðingi, sem birtist fólki sínu í auðlegð Assyriu, í tign Salomons, í veldi Pjeturs postula og talar tungu Vergils undir hvelfingum Michelangelos við hljóðfæraslátt Palestrina. í augum stjórnmálamanna er páf- inn andlegur höfðingi yfir næi'ri þrjú hundruð milljónum manna og hefur trúboða, fulltrúa og um- boðsmenn í öllum löndum allra heimsálfa, svo að frá mannlegu sjónarmiði einu er Vaticanið ein- hver mesta miðstöð alþjóðlegs lífs. Loks er páfinn í augum kaþólskra manna eftirmaður Pjeturs post- ula og heldur áfram starfi Krists með óskeikulli aðstoð heilags anda. Páfinn er maður eins og við allir hinir en talar samt í nafni guðdómsins, hann er jarð- neskur, en talar samt um himna- ríki, meðan hann er á lífi er hann í sífeldu sambandi við framliðna, hann er nýtísku maður en þó mjög forn, hann er ítali en á- varpar allar þjóðir, hann er synd- ari, en getur þó máð burt hverja synd. Hjá þeim 259 páfum, sem ríkt : hafa fram á þennan dag, hafa komið fram allar tegundir manna, páfar, sem voru einsetu- menn, páfar, sem vörðu borgir og sömdu frið, hermenskupáfar á hestbaki, hsthneigðir páfar, sem studdu andlegt líf, páfar sem hjeldu fast á rjettvísinni, páfar sem ljómuðu af mildi. Sumir voru fyrst og fremst löggjafar, aðrir ■reistu hallir og kirkjur. Meðal þeirra eru sjötíu og fimm helgir menn og fleiri en einn óverðugur. En allir unnu þeir með mismun- i andi krafti og heill að hinni ein- j stæðu byggingu hinnar almennu j postullegu kirkju. Maðurinn, sem nú er páfi, er fæddur Langbarði, en er nú borg- ari allra bæja veraldarinnar. Hann hjet Achille Ratti, en sagan mun þekkja hann undir nafninu Pius XI. Næst á eftir guði og foreldrum sínum elskar hann j tvent mest: fjöllin, sem hefjast j upp í heiðan heimininn og fomar I bækur, sem opinbera leyndar- dóma liðinna tíma. En nú eyðir ■ hann dögum sínum í botni dals- ins og helgar sjálfan sig því ! starfi að skapa mönnum betri j framtíð. Þannig lýsir Papini páfanum i og páfavaldinu, sem nú er svo j mikið rætt og barist um, ekki j síst á Spáni og í Italíu. Bannið í Bandaríkjunum. i Sífelt er mikið deilt um bannið j í Bandaríkjunum og sagði Lög- , rjetta ekki alls fyrir löngu frá á- liti nefndar þeirrar, sem forset- inn skipaði til þess að athuga málið. Það er nokkumveginn sammála álit manna, að bannið hafi að mörgu leyti mistekist, smyglun sje mikil og heima- ! bruggun og mikið drukkið og því vilja nú margir afnema bannið. En aðrir halda að þrátt fyrir alt geri það eitthvert gagn og vilja að minsta kosti ekki sleppa því j undir eins. Luis Bacardi, sem er romm- bruggari á Kúba og nákunnugur þessum málum í Bandaríkjunum hefur nýlega sagt, að hann búist : við því, að bannlögin haldist í ; Bandaríkjunum, jafnvel þótt þau j sjeu mjög óvinsæl, því það sje eitt af eihkennum Ameríkumanna, , að þeir sjeu svo fastheldnir eða j þverlyndir, að vilja ekki baki við því sem þeir hafi einu j sinni tekið í sig, jafnvel þó þeir : sjeu ekki ánægðir með það. Þess- vegna segir hann að margir greiði atkvæði með bannlögum sem vel sjái galla þeirra og sjeu í raun og veru á móti þeim. Bacardi segist (í Boston Travel- er) sjálfur framleiða ca. 25 þús- und galon af rommi á dag og mundi það margfaldast ef hætt yrði við bannið í Bandaríkjunum, en það sje ólíklegt. Alþjóða búnaðarbanki. f sambandi við Þjóðabandalag- ið hefur nýlega verið stofnaður alþjóða búnaðarbanki, eða láns- fjelag fyrir landbúnaðinn. Lög- rjetta hefur áður sagt frá undir- búningi þessa máls og á fundi í Geneve í maí síðastliðnum var gengið frá samningunum um stofnun lánsfjelagsins, en þang- að til í september næstkom- andi liggur samningurinn frammi til undirskriftar fyrir þjóðir þær, sem taka vilja þátt í þessum lánafjelagsskap. Tilgangur fjelagsins er sá að ljetta fjárhagsbyrðar þær, sem þyngja búnaðarframleiðslu ýmsra landa, að minka framleiðslukostn- aðinn og að auka kaupgetu bænda. Til tryggingar fyrir skuldbindingum lánafjelagsins er varasjóður að upphæð 25 miljón- ir svissneskra franka og er vara- sjóður þessi myndaður af tillög- um ríkja þeirra, sem í fjelags- skapnum eru, en tillaginu er jafn- að niður eftir sömu reglum og í Þjóðabandalaginu. Minsta þjóðar- tillag eru 125 þúsund frankar, en hámarkstillag er 3 miljónir. Þessi lönd hafa þegar gengið í fjelags- skapinn: Belgía, Bretland, Bulg- aría, Estland, Frakkland, Grikk- land, ítalía, Lettland, Luxemburg, Pólland, Portugal, Rumenia, Sviss og T j ekkoslóvakia. Lögheimili fjelagsins er í Geneve. Starfsemi fjelagsins er þannig háttað, að það lánar fje til deilda d einstökum löndum, til langs eða stutts tíma, en þessar fjelags- deildir lána fjeð síðan aftur út hver í sínu landi til ýmislegra búnaðai'framkvæmda. Fjelagið gefur einnig út og selur skulda- brjef. Þau mega nema alt að tí- faldri upphæð hlutafjárins og varasjóðsins, en hlutafjeð er nú ; 50 miljónir franka og má auka | það upp í alt að 250 miljónum | franka. ísland er ekki í þessum fje- lagsskap og hefur, að því er kunnugt er, ekki verið athugað hvort því gæti orðið nokkur hag- ur að því að komast í samband við hann. Hinn frægi vísindamaður Sir | Arthur Keith, sem oft hefur áð- ur verið sagt frá í Lögrjettu, flutti nýlega erindi þar sem hann mintist m. a. á styrjaldir frá sjónaiTniði vísindanna. Hann sagði að draumurinn um styrj- aldalausan heim mundi aldrei Sir Arthur Keith snúa j segir að styrjöldum linni aldrei.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.