Lögrétta


Lögrétta - 19.08.1931, Qupperneq 3

Lögrétta - 19.08.1931, Qupperneq 3
4 LÖGRJETTA Ratin og- Ratinin, ásamt greinileg- um notkunarreglum. Fæst hjá Ratins Salgskontor, Köbenhavn. Nánari upplýsingar gefur Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi. Reykjavík. Til Strandarkirkju hafa Lögr. verið send áheit: frá Húnvetningi G. K. 10 kr. og frá ónefndum á> Skagaströnd 5 kr. Magnús Guðbjörnsson hljóp síð- astliðinn sunnudag frá Reykjavík að Álafossi á 1 tíma 9 mín. og 27 sek. Framhald neðanmálsins á 3. síðu skáldið, risið upp til nýs lífs fyrir kraft Krists. Þetta er grundvall- arhugsunin í bókinni um glæp og refsing og á þessu endar hún, á iýsingunní á eyðileggingu sögu- hetjunnar, og á því, að boðuð er endurnýung hans og endurfæðing, þekking hans á nýrri tilveru. —• Líf Dostojefskij’s sjálf3 var fult af þjáningum, skuggalegt og óró- legt, blaktandi eins og lífið í sög- um hans. Dostojefskij kunni ekki þá list að lifa, það er sannleikur- inn. Alt það, sem hann þoldi af þjáningum og ógæfu ,var sjálfum honum að kenna (hann var sendur til Síberíu sem pólitískur fangi, hann var sífelt skuldum vafinn) og hann hefði sjálfsagt lent á vonarvöl ef kona hans hefði ekki verið stoð hans og stytta. Hann lifði áætlunarlaust og kunni ekki að sjá sjer farborða í praktísku lífi. En þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur og kjör, sem fljótlega mundu hafa bugað aðra, sem eins stóð á fyrir, eða voru eins heilsuveilir og hann, varð hann einn af stór- feldustu skapandi öndum samtíð- ar sinnar, samdi hverja stórsög- una á fætur annari, skáldverk, sem hvert um sig opna mönnum nýja heima í lífi sálarinnar, vekja sámvitsku miljónanna og taka svíðandi afli á lögum þjóðfjelags- ins. Þessi óskaplegi kraftur, sem hjelst óbugandi til hins síðasta, hlaut að spretta úr djúpum, óþrot- legum lindum. Og einmitt 1 þess- um efnum er fólgið eitt af leynd- armálunum í sköpunarþrótti Dostojefskij’s: hin andlega heil- brigði hans og mýkt, sem á öllu sigrast. — — — Hann kunni ekki að lifa. En hins vegar hefur máske enginn dauðlegur maður fundið eins og hann æðaslátt alls mannlífsins í hjarta sínu, tímanlega gleði þess og eilífa þörf þess og von. Skáld- skapur hans var honum ekki fag- urfræðilegt leikfang, heldnr ógur- leg alvara. Og göfgandi og hress- andi alvara bíður hvers þess, sem ■með opnum huga leggur leið sína inn í ríki hans. Skákir heimsmeistarans. Heimsmeistarinn í skák dr. Alj e- chin, er nú farinn heimleiðis, en tefldi á leiðinni tvær skáikir við úr- valstaflmenn hjer og voru þær sendar með loftskeytum milli Reykjavíkur og skipsins, en er ekki lokið. Dr. Aljechin Ijet svo um mælt, að sú skák sem væri einkennilegust og best taflfræði- lega sjeð, af þeim, sem hann tefldi _ hjer, hefði verið fyrsta skákin sem hann tefldi við Ás- mund Ásgeirsson, íslenska skák- meistarann. Skákin er stutt, Ás- mundur gaf hana í 25. leik og er hún birt hjer á eftir, ];eim til fróðleiks og skemtunar, sem ekki gátu sjálfir fylgst með leiknuip en hafa gaman af tafli, og þeir eru margir víða um land. Hvitt: Svart: Dr. Aljechin. Ásm. Ásgeirsson 1. e,2—e4 e7 - e6 2. Rbl - c3 d7-d5 3. d2-d4 Rg8 - f6 4. Bcl - g5 Bf8 - e7 5. Bg5 x Rf6 Be7 x Bf6 6. Rgl—f3 0-0 7. e4 - e5 Bf6—e7 8. h2 - h4! Hf8 - e8 9. Bfl - d3 c7 -c5 10. Bd3 x h7! skák Kg8 x h7 11. Rf3 - gi> skák Be7 x Rg5 12. h4 x Bgð skák Khf-g8 13. Ddl - h5 Kg8 - f8 14. o 1 o 1 o Kf8 - e7 15. 2‘5--2’6 Ö O a7 - a6 16. g6 x f7 He8 - f8 17. d4 x c5 Rb8 - d7 18. Hdl xdð! Dd8 - a5 19. Dh5 - g5 skák Ke7 x f7 20. Hhl - h7 Hf8-g8 , 21. Hd5 - d4 Da5 x c5 22. Hd4 x Rd7!! skák Bc8 x Hd7 23. Rc3 - e4!! Dcð - b4 24. Re4 - d6 skák Kf7 - f8 25. Dg5 - f6 skák Gefið I næsta leik hjer á undan hefði svartur átt að gefast upp, úr því hann ekki tók þann kostinn að drepa riddarann á d 6, sem að vísu er teoretiskt tapað, en mundi hafa ler.gt skákina nokkuð. Hinn gjörði leikur gefur hvítum kost á glæsilegri drotningarfórn með máti í einum leik. ---n-- » Þíngtíðindi Tóbakseinkasala. Frv. um einkasölu ríkisins á tó- baki og eldspýtum hefur nú verið, samþykkt í neðri deild og er komið til efri deildar. Meiri hluti íjárhagsnefndar þar leggur til, að frumvarpið verði samþykt, en minni hlutinn, Jón Þorláksson, leggur til að það verði felt. Hann segir í áliti sínu: Reynslan af íóbakseinkasölu þeirri, sem hjer var í 4 ár (1922 —1925), var sú, að innflutningur tóbaks á mann, sem tollur greidd- íst af, varð minni með þeirri tilhögun en bæði undan og eftir, og rýrði þetta tolltekj urnar. Enn- fremur varð tilkostnaðurinn við öflun þess hluta teknanna, sem tekinn var með verzlunarálagn- ingu, tiltölulega mjög mikill. Verslunarálagning sú, sem greidd- ist í ríkissjóð á þessum 4 árum, nam , a)ls 1106 þus. kr., en beinn verslunartilkostnaður, að útsvari meðtöldu, nam 378 þús. kr. yfir þrjú síðustu árin, og væntanlega um 450 þú's. kr. yfir alt fjögra ára tímabilið. Þegar einkasalan var lögð nið- ur, í ársbyrjun 1926, voru tollar á tóbaki hækkaðir, og hafa tekjur ríkissjóðs af tollinum einsömlum orðið meiri en af tolli og verzlun- ararði þau árin, sem einkasalan starfaði, og er það næg sönnun þess, að tilhögun frjálsrar verzi- unar hefir reynst ríkissjóði hent- ugri en einkasalan. í nefndarálitinu eru einnig til- færðar tölur fyrir 1929, sem J. Þorl. segir að sýni: 1. Innflutn- ingur á tóbaki, sem tollur er greiddur af, var 1,3 kg. á mann árlega að meðaltali á undan einkasölunni, 1,2 kg. á eftir einka- sölunni, en aðeins 0,9 Itg. meðan einkasölutilhögunin hjelst. Eftir reynslunni má því búast við, að haniv lækki um 25%, ef einka- sala verður tekin upp aftur. Þetta samsvarar um 280 þús. kr. tekju- rýrnun árlega á tóbakstollinum. 2. Heildartekjur af tóbaki urðu um 758 þús. kr. árlega að meðal- tali meðari einkasalan starfaði, en eftir að hún var lögð niður, og tollurinn hækkaður sem nam nokkrum hluta verslunarálagning- arinnar, hafa þessar tekjur hækk- að upp í 1141 þús. kr. árlega. Nemur hækkunin 383 þús. kr. ár- lega. 3. Hinn minkandi tollskyldi innflutningur á tóbaki 1922—’25 virðist ekki stafa af því, að mun- aðarvörukaup landsmanna hafi verið minni þessi árin en venja er til. Þau námu, þessi árin 11,1% af öllum innflutningi til landsins, 11,9%'þrjú næstu árin á undan og 8,8% þrjú næstu árin á eftir. 4. Skýrslan ,sýnir, að tollurinn 1929 nemur nærri eins mikilli upphæð og innkaupsverð vörunn- ar. Þetta sýnir, að hæpið er að ætla að ná auknum tekjum handa ríkissjóði með auknum álögum á þessa vöru yfir höfuð. Flutningsm. frumvarpsins áætl- ar, að bæta megi við núverandi tolla verslunarálagningu, sem svarar 250 til 300 þús. kr. tekju- auka í ríkissjóð. Verði þetta gert, •má eftir reynslunni búast við, að tóbakstollurinn lækki um svipaða upphæð, en landsmenn þurfi að greiða um 15% hærra verð fyrir tóbakið en nú. Skipulag sveitabygða. Alþýðuflokksmenn í neðri deild flytja svohljóðandi tillögu: Alþingi skorar á ríkisstjórnina að skipa þriggja manna nefnd, og sje einn nefndarmanna skip- aður eftir tillögum stjórnar Al- þýðusambands íslands, en annar, eftir tillögum stjórnar Búnaðar- fjelags Islands. Nenfdin rannsaki og komi með tillögur um, á hvern liátt megi koma á skipulagi um bygð í sveitum landsins, er sje sem hagfeldast fyrir nýtingu þeirra og gerí greiðan aðgang að arðvænlegri atvinnu við land- búnað fyrir alla Islendinga, sem þá atvinnu vilja stunda. Skai sjerstakt tillit tekið til markaðs á landbúnaðarafurðum og afstöðu til iðnrekstrar á þeim, vaxandi ræktun, byggingu varanlegra húsakynni, samgöngubóta, raf- virkjunar, aðstöðu til margbýlis og samvinnu- og sameignarbúa. Nefndin ljúki störfum sínum svo tímanlega, að tillögur hennar geti legið fyrir Alþingi 1933. Kostn- aður við störf nefndarinnar greið- ist úr ríkissjóði. — I greinar- gerð segir svo: Fast skipulag kauptúna og bæja, ákveðið með hliðsjón af þörfum framtíðarinn- ar, er viðurkend nauðsyn, og er verið að ltoma því í framkvæmd lögum samkvæmt víðsvegar um landið. Engu síður aðkallandi er þörfin á skipulagi bygðanna í sveitum landsins. Skynsamleg lög- gjöf viðvíkjandi landbúnaðinum og hag sveitamanna, með stuðn- ingi hins opinbera, getur því að- eins til orðið, að slíkt skipulag sje ákveðið, svo að treysta megi, að það, sem gert er fyrir sveit- irnar og íbúa þeirra, komi að gagni í framtíðinni fyrir alla þá, sem í sveitum búa og landbúnað stunda. Löggjöf sú, sem síðustu árin hefur verið gerð um land- búnað, byggingar, samgöngur og annað, er sveitirnar snertir, ber þéss átakanlega merki, að engu föstu skipulagi er fylgt, og því er hætt við því, að af mörgu því, sem hefur verið gert og ætlað að verða til hagsmuna almenn- ings í sveitum landsins, verði lít- ið gagn til frambúðar fyrir al- þýðuna til sveita. Alþýðuflokkur- inn hefur um langan tíma bent á þörf skipulagsins, og má vænta þess, að það mál njóti nú svo mikils skilnings, að rannsókn fá- ist samþykt, er leiði til nýrrar löggjafar og nýs og betra skipu- lags á sveitum landsins, til hags- muna fyrir alla þá, er þar vilja búa. Byggingar- og landnámssjóður. I neðri deild hafa verið sam- þyktar við 2. umr. nokkrar breyt- ingar á lögum um Byggingar- og landnámssjóð. 5. gr. orðist svo: Lán til þess að reisa nýbýli á óræktuðu landi eða landi, sem að nokkru leyti hefur verið ræktað af lántakanda sjálfum síðustu fimm árin, skulu ávaxtast og endurgreiðast með jöfnum greiðslum þannig, að árlegt gjald af allri lánsfjárhæðinni sje 3V£% í 50 ár. Lán þessi skulu standa án afborgunar og vaxta fyrstu fimm árin. ÖIl önnur lán úr sjóðn- um skulu ávaxtast og endurborg- ast með jöfnum greiðslum, þann- ig að árlegt gjald sje 5% af allri lánsupphæðinni í 42 ár. Aftan við 6. gr. laganna bætist: Lán til endurbygginga samkv. 4. gr. mega þó ekki fara fram úr 10 þús. kr. til sama manns. Aftan við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein: Stjórn sjóðsins er heimilt að lána til nauðsynlegra bygginga á fjórum fyrirmyndarbúum, einu í hverjum fjórðungi, með sömu lánskjörum sem til nýbýla, gegn afgjaldskvöð, að því tilskildu, að stjórn Búnaðarfélags Islands mæli með stofnun þeirra og hafi sjálf yfirumsjón með rekstri þeirra. Til hvers bús má ekki lána yfir 20 þúsund krónur. Prentsm. Aeta.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.