Lögrétta


Lögrétta - 26.08.1931, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.08.1931, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 8 Nýliðniv Borgfirðingar. varð fjármálaráðherra. I útflutn- ingsnefnd síldareinkasölunnar voru kosnir til ársloka Einar Árnason á Eyrarlandi, Böðvar Bjarkan og Björn Líndal og til vara Ingimar Eydal, Þormóður Eyjólfsson og Stefán Jónasson. Umræður. Síðustu daga þingsins urðu all- miklar umræður og deilur, út af stjórnarskiftunum og útaf af- greiðslu fjárlaga og landsreikn- ings. Sjálfstæðismenn veittust allharðlega að nýju stjórninni, einkum að Jónasi Jónssyni dóms- málaráðherra og að Framsóknar- flokknum fyrir það, að hafa sett hann í stjórn aftur. Hafði Ólafur Thors orð fyrir þeim í neðri deild, en Jón Þorlákssonn í efri deild. I efri deild ljet Jón Þorláksson bóka þá athugasemd, að sjálf- stæðisflokkurinn teldi fjárauka- lög og landsreikning ekki löglega afgreidd út úr deildinni, þar sem atkvæðagreiðsla hefði ekki farið fram samkvæmt rjettum þing- sköpum. En deilan stóð um það, hvort mál væru rjettilega sam- þykt í deildinni með 7 atkv. gegn 6, þegar einn þingmaður greiddi ekki atkvæði, en það var Jón Baldvinsson, sem sat hjá við at- kvæðagreiðslur þessar og sögðu sjálfstæðismenn, að hann hefði verið keyptur til þess fyrir ein- hver fríðindi flokki sínum til handa. Forseti úrskurðaði að mál- in væru löglega afgreidd. Ráðaneytisbreyting. Forsætisráðherra tilkynti það í báðum deildum Alþingis 21 þ. m., að Sigurði Kristinssyni ráðherra hefði verið veitt lausn, en tveir nýir ráðherrar hefðu verið skip- aðir, Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson, og er Ásgeir fjár- málaráðherra, Jónas Jónsson er dómsmála-, kirkjumála- og kenslu- málaráðherra, en Tryggvi Þór- hallsson forsætis- og atvinnumála- ráðherra eins og áður. Lög frá Alþingi,. Þingið afgreiddi nú 46 lög og eru þau þessi: 1. Lög um heimild handa ríkis- stjórninni til þes að ábyrgjast lán fyrir Byggingarsjóð verkamanna í Reykjavík. 2. Lög um löggilding verslunar- staðar að Súðavík við Álftafjörð í Norður-lsafjarðarsýslu. 3. Lög um breyting á lögum nr. 18, 20. okt. 1905, um lögreglu- samþyktir utan kaupstaðanna. 4. Lög, er heimila ríkisstjórn- inni að flytja inn sauðfje til sláturfjárbóta. 5. Lög um sjóveitu í Vest- mannaeyjum. 6. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að láta öðlast gildi alþjóðleg einkamálarjettar- ákvæði í samningi milli Island, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um hjúskap, ættleið- ing uog lögráð. 7. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Is- lands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um' inn- heimtu meðlaga. 8. Lög um breyting á lögum nr. 40, 19. júní 1922, um atvinnu við siglingar. 9. Lög um búfjárrækt. 10. Lög um framlenging á gildi laga um verðtoll. 11. Lög um framleng á gildi laga nr. 33, 7. maí 1928, um skattgreiðslu h.f. Eimskipafjelags Islands. 12. Lög um breyting á lögum greiðslu nr. 47, 19. maí 1930, um fisóiveiðas j óðsg j ald. 13. Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. 14. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til ýmsra ráðstafana vegna útflutnings á nýjum fiski. 15. Lög um heimild fyrir Landsbanka Islands til þess að kaupa nokkurn hluta af víxlum og lánum útibúa Útvegsbanka Is- lands h.f. á Isafirði og Akureyri. 16. Lög um veiting ríkisborg- ararjettar. 16. Lög um veiting ríkisborg- ararjettar. 17. Lög um endurgreiðslu á að- flutningsgjöldum af efnivörum til iðnaðar. 18. Lög um breyting á lögum nr. 22, 3. nóv. 1915, um fasteigna- mat. 19. Lög um breyting á lögum nr. 50 1927, um gjald af innlend- um tollvörutegundum. 20. Lög um heimld fyrir ríkis- stjórnina til að ábyrgjaht rekstr- arlán fyrir Útvegsbanka Islands 21. Lög um breyting á lögum nr. 60, 7. maí 1928, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka Islands til að gefa út nýja flokka (serí- ur) bankavaxtabrjefa. 22. Lög um lendingabætur á Eyrarbakka. 23. Lög um fiskimat. 24. Lög um breyting á lögum nr. 56, 15. júní 1926, um notkun bifreiða. 25. Lög um viðauka við lög um Landsbanka Islands, nr. 10, 15. apríl 1928. 26. Lög um Ríkisveðbanka Is- lands. 27. Lög um breyting á lögum nr. 44, 10. nóv. 1913, um forða- gætslu. 28. Lög um löggilding verslun- arstaðar við Rauðuvík við Eyja- fjörð. ■ 29. Lög um breyting á lögum nr. 15., 14. júní 1929 (Útflutn- ingsgjald af síld o. fl.) o. fl. 30. Fjárlög fyrir árið 1932. 31. Lög um breyting á lögum um byggingar- og landnámssjóð, nr. 35, 7. maí 1928. 32. Lög um breyting á lögum nr. 45 1929, um verkamanna- bústaði. 33. Fjáraukalög fyrir árið 1930. 34. Lög um breyting á lögum nr. 73, 7. maí 1928 (Slysatrygg- ingalög). 35. Lög um einkasölu ríkisins á tóbaki. 36. Lög um breyting á lögum nr. 46, 15. júní 1926, um útsvör. 37. Lög um breyting á lögum nr. 61, 14. júní 1929, um einka- sölu á síld. 38. Lög um ríkisbókhald og endurskoðun. 39. Lög um breyting á lögum nr. 16, 19. maí 1930 (laun em- bættismanna). Nýlega fóru fimm forustu höldar inst inn í djúpin dimm, þar deginum kvöldar. Hugprúðir hægt og rótt af heimsvelli björtum stíga þeir stirnda nótt að stálklettum svörtum. Mannfjöldi mænir þeim móður að baki dýpst inn í dularheim af dagsalar þaki. Horskan og bjartan Björn1) ber fyrstan vestur fannbirta Feigðartjörn: Friðaráss gestur! Ólafur2) eftir fer, öldungur lotinn. Ungvit í augum ber; að engu þrotinn. Þorsteinn3) og Bjarni4) brátt bræðurnir geysa sólhvörf um segulnátt; á svalfákum þeysa. Skörprúðan höfuðhöld hinst ber að ósum: Bjarna5), með björtum skjöld og brandi ljósum. Sveinn fer hjer eftir einn óðhuga rjóður: Þorsteinn0) sjest þroskabeinn þjóðliðs við hróður. Herlegur hetjuver7) hreinsnar í fari næstur að naustum fer. Nú glúþnar skari. Fríðan og mildan mann má nú sjá ganga hægt inn í hvíldarrann húmstiginn langa. Ljúfhuga lít jeg hjer læknirinn8) meina. 1) Björn þorsteinsson í Bæ (fað'ir minn). 2) Ólafur Davíðsson, bóndi á Hvít- árvöllum. s) og 4) þorsteinn að Miðfossum [ og Bjarni á Grund, merkisbændur (og hestamenn), Pjeturssynir. 5) Bjarni höfðingsbóndi að Geita- bergi. e) þorstcinn bóndi að Skarði, fram- taks- og hugsjóna-maður. 7) Gunnl. Briem Éinarsson, guð- 40. Lög um hýsing prestssetra. 41. LÖg um hafnargerð á Akra- : nesi. 42. Lög um hafnargerð á Sauð- árkróki. 43. Lög um hafnargerð í Dal- vík. 44. Fjáraukalög fyrir árið 1929. 45. Lög um samþýkkt á lands- reikningnum 1929. 46. Lög um stækkun lögsagnar- umdæmis Reykjavíkur. Meðal mála þeirra, sem ekki voru afgreidd voru frumvörp um tolla og skattamál og um at- vinnubætur, um jöfnunarsjóð rík- isins, um rekstrarlánafj elög fyr- Harmþys um fólkslýð fer. Fjölraddir kveina. Krists þegn af bygðar Borg ber síðstan vestur: hvatur, und sveitar sorg, svanróma prestur9)! ------Ungfögur æskudís10) í eldsorgar skini að valdboði ragna rís reyndum frá vini; heldur nú hljótt og rótt húmdraums til sala; horfir um heiða nótt hinst upp til dala. Með henni fer í fylgd feigðar að bárum húsfreyja11) heið og mild. frá harmi sárum. Þá fer og eftir ein1^- aldur með þungan, er forðum gekk björt og bein um brautstig ungan. — Liðin af lífsins braut loksins jeg eygi svífandi í Sorgar skaut sól-börn frá Degi. Lýðurinn gengnum garp gleymir að stundu, forðum sem fegurð varp á feðraláðs grundu. Æfispor merkismanns mundu þó sýna brautför um bygðir lands: bjarmaskær lína! Aldir til huldarheims hverfa yfir strindi. Líf drífa að draumi geims: duft lyft af vindi! — Enn vakir æskusól; enn: geislar fæðast, líf svífa um sunnuból, sál-eldar glæðast. fræðingur, Beykholti; einstakur efnis- maður. 8) Jón Bjamason, Kleppjámsreykj- um. 9) Sjera Einar Friðgeirsson. 19 Ingibjörg miðkona Runólfs bónda á Norðtungu. 71) Helga Jakobsdóttir, Hæli. 12) Móðir Guðm. bónda í Svigna- skai’ði. Samið í september 1929. Þorsteinn úr Bæ. ir bátaútveg og smáiðju og fyrir samvinnufjelag sjómanna, breyt- ingar á jarðræktarlögunum, á út- varpslögunum, og berklavama- lögunum, lög um húsnæði í Reykja- vík og um Sogsvirkjunina, ----o----- Dánarfregn. Annan dag júlí þ. á. ljetst að heimili sínu, Bjarn- eyjum á Breiðafirði, ekkjan Anna Valgerður Bjarnadóttir Mýrdal, tæpra 99 ára. Hún var fædd á Frakkanesi á Skarðsströnd í Dala- sýslu og foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson og Ragnheiður

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.